Húnavaka - 01.05.2002, Page 245
HUNAVAKA
243
fólk tekur þátt í með viðskiptahátt-
um sínum.
Þessa þróun þarf að stöðva,
lækka þarf opinberar álögur af
flutningum til að minnka flutn-
ingskostnað og jafna þannig sam-
keppnisstöðu verslana og fyrir-
tækja á landsbyggðinni gagnvart
böfuðborgarsvæðinu. Með því að
efla fyrirtæki, verslun og þjónustu
á landsbyggðinni tryggjum við best
búsetu okkur og bætt lífskjör.
Það er ítrekað að þróun verslun-
ar er að stórum hluta í höndum
íbúa sýslunnar. Verslum heima og
tryggjum góða og öfluga grunn-
þjónustu.
Lubvík Vilhelmsson
kaupfélagsstjóri.
VILKO HF.
Agætlega gekk með rekstur
Vilko á árinu 2001. Nýjasta afurðin
er skúffukaka (súkkulaði brown-
ing). Hún byggir á sömu grund-
vallaratriðum, þ.e. einfalt og
þægilegt, því aðeins þarf að setja
vatn saman við, hræra, setja í form
og baka. Söluaukning var mest í
vöfflum og kakósúpu en jretta eru
söluhæstu tegundirnar. Ohagstæð
gengisþróun með tilheyrandi
hækkunum á aðföngum, ásamt
vaxtahækkunum, urðu til þess að
hagnaður varð ekki í samræmi viö
væntingar en ágætar horfur eru
engu að síður með reksturinn.
Luhvík Vilhelmsson.
^Mjölkursamlag
w '^jfPúnoetninga
MJÓLKURSAMLAG HÚNVETNINGA.
Innlögð mjólk á árinu 2001 var
4.183.736 lítrar sem var aukning
um 113.127 lítra frá árinu áður
eða 2,78%.
Meðalfita í innlagðri mjólk var
3,88% og meðalprótein var 3,31%.
Afurðastöðvarverð ársins var kr.
37,60. Meðalinnlegg á hvern inn-
leggjanda var 80.456 lítrar. Af inn-
lagðri mjólk fór 98,66% í 1. flokk.
Mjólkurframleiðslu í Norður-
haga var hætt á árinu. Innleggj-
endur voru 52 í árslok.
Nýjar framleiðsluvörur á árinu
voru fjórar tegundir af Argentínu
kryddsmjöri.
Helstu framleibsluvörur samlagsins
voru þessar:
Nýmjólk.........
Undanrenna.. . .
Skyr............
Smjör...........
Kryddsmjör. . . . .
Smjörvi.........
Nýmjólkurduft. .
Undanrennuduft
Kálfafóður......
922.163 ltr.
1.040.150 ltr.
88.441 kg
44.903 kg
10.125 kg
97.413 kg
73.856 kg
61.486 kg
21.230 kg
Greiðslumark héraðsins á verð-
lagsárinu 2000-2001 var 4.039.017
lítrar.
Heildarinnlegg verðlagsársins
var: 4.135.763 lítrar eða 96.746 lítr-
um yfir greiðslumarki héraðsins
eða 2,4 %. Oll umframmjólk var
keypt á fullu próteinverði sem er
3/4 hlutar afurðarstöðvaverðs.