Húnavaka - 01.05.2002, Side 254
252
H U NAVAKA
Eftirtaldir fœrðu safninu skjöl og
myndir á árinu.
Þorvaldur G. Jónsson,
Guðrúnarstöðum
Gréta Björnsdóttir, Húnsstöðum
Theódóra Berndsen, Blönduósi
Stefán A. Jónsson, Kagaðarhóli
Jón Isberg, Blönduósi
Páll Þórðarson, Sauðanesi
Stefán Scheving Thorsteinsson,
Reykjavík
Sigurður H. Pétursson, Merkjalæk
Ingibjörg Arnadóttir, Selfossi
Baldur Valgeirsson, Blönduósi
Valgerður Guðmundsdóttir,
Blönduósi
Elínborg Jónsdóttir, Skagaströnd
Þórhildur Isberg, Blönduósi
Höfðahreppur.
Þórarinn Torfason, skjalavörbur.
KVENFÉLAGIÐ
VAKA
BLÖNDUÓSI.
Á árinu voru sex
félagsfundir og
annað starf með
hefðbundnum liætti. Ymislegt var
gert á fundunum sem bæði rhátti
liafa gagn og gaman af. Hulda
Matthíasdóttir frá Egilsstöðum
kom og sagði okkur frá kvenfélag-
inu sínu, Bláklukkum. Guðmund-
ur Haraldsson, leikstjóri kenndi
ýmsar slökunaraðferðir. Lára
Björnsdóttir, snyrtifræðingur
kynnti Arbonne snyrtivörur. Sigríð-
ur Bjarkadóttir tók á móti félags-
konum í Hnitbjörgum og kynnti
það nýjasta í föndri. Einnig miðl-
uðu Vökukonur ýmsum fróðleik á
fundum, til dæmis voru lesnar upp
ráðleggingar um hvernig best væri
að baða sig í sturtu.
Jólafundur var haldinn í kaffi-
húsinu Við árbakkann. Konur áttu
þar saman notalega samverustund
með góðum mat, jólapökkum og
jólasögu. Á þessum fundi má alltaf
finna fyrir þeim hátíðleik og friði
senr jólin færa okkur. Þrjár konur
sem hafa starfað í meira en 40 ár í
Vöku voru gerðar að heiðursfélög-
um á jólafundinum. Þær voru:
Anna Jónsdóttir, Ásta Magnúsdótt-
ir og Greta Arelíusdóttir.
Undirbúningur þorrablóts liefst
strax að hausti en það er svo liald-
ið fyrsta laugardag í þorra. Þorra-
lrlótið er stærsta fjáröflunarleið
félagsins og er ánægjulegt livað
margir sýna stuðning sinn við fé-
lagið með því að koma á blótið.
Einnig lrélt félagið skemmtun fyr-
ir eldri borgara en þar var boðið
upp á kaffiveitingar og fjölbreytta
skemmtidagskrá.
Kiwanisklúbburinn Drangey var
aðstoðaður við að aflrenda börn-
um á svæðinu reiðlijólalijálma. I
sumarbyrjun voru gróðursettar
150 trjáplöntur við opna leiksvæð-
ið við Hlíðarbraut en það er sam-
vinnuverkefni Vöku og Norður-
skóga. Hin árlega pokasala fór
fram í byrjun september. Hún
gekk rnjög vel og er gott til þess að
vita að Vökukonur eiga marga
“vildarvini” sem vilja styrkja gott
málefni.
Eitt af því ánægjulegasta við að
vera í kvenfélagi er þegar félagið
getur látið gott af sér leiða. Eftir-
farandi styrkir voru veittir á árinu: