Húnavaka - 01.05.2002, Page 267
HUNAVAKA
265
Stefánsson sýslumaður á Hólmavík
var skipaður sýslumaður á Blöndu-
ósi.
Undirritaður vill því nota þetta
tækifæri til að þakka Húnvetning-
um ánægjulegt og farsælt samstarf
á liðnum átta árum og óska þeim
allra heilla á komandi árum.
Hvolsvelli 21. apríl 2002.
Kjartan Þorkelsson.
FRÁ KRABBAMEINSFÉLAGI
AUSTUR-HÚNAVATNSSÝSLU.
Stærsta verkefni félagsins var
með Grunnskólunum á svæðinu,
en í samvinnu við þá var sent út
bréf til fyrirtækja þar sem óskað
var eftir þátttöku og hugmyndum
varðandi þemaviku um reykinga-
varnir 1.-5. október 2001. Einnig
var auglýst í staðardagskrárblaði og
var yfirskrift vikunnar „Reyklaus
heimili. - Reyklausir vinnustaðir. -
Bætt beilsa og betra líf.” Apótekið
veitti 25% afslátt af nikótínvörum
sem margir notfærðu sér.
Grunnskólinn á Blönduósi felldi
niður hefðbundna kennslu þessa
viku og hélt uppi fræðslu um reyk-
ingavarnir, heilbrigði og hollustu
og hvernig það leiðir til bættrar
heilsu og betra lífs. Höfðaskóli og
Húnavallaskóli fléttuðu þetta
rneira inn í skólastarfið sjálft.
Ráðgjafar Krabbameinsfélags
Reykjavíkur mættu á svæðið og
héldu uppi fræðslu fyrir 8. 9. og
10. bekki í skólunum og fyrir
kennara. Einnig var boðið upp á
\'iðtalstíma fyrir þá sem vildu hætta
að reykja.
Þann 3. febrúar 2002 var stuðn-
ingsfélagið Samhugur stofnað,
sem er félag fyrir krabbameins-
sjúka og aðstandendur þeirra, að
tilstuðlan Kiabbameinsfélags A-
Hún. og starfar undir verndar-
væng þess. Samhugur hefur nú
þegar staðið fyrir nokkrum
fræðslufundum og vinnur að út-
gáfu upplýsingabæklings.
Krabbameinsfélagið greiðir
dvalarkostnað fj'rir þá sem dvelja í
íbúðum Krabbameinsfélags Islands
og Rauða krossins í Reykjavík, enn
fremur var stutt við bakið á
aðstendendum og sjúklingum sem
þurftu að leita sér lækninga er-
lendis.
Staðið hefur yfír endurskoðun á
lögum félagsins og verða breyting-
ar kynntar á næsta aðalfundi. Fé-
lagið tók þátt í merkjasölu sem
gekk mjög vel. Einnig seldist tals-
vert af minningarkortum. Stjórn
félagsins skipa: Gyða Olvisdóttir,
formaður, Aðalbjörg Ingvarsdóttir,
ritari, Hulda Birna Frímannsdótt-
ir, gjaldkeri, meðstjórnendur eru:
Sólrún Sigurðardóttir, Sigrún
Grímsdóttir, Sveinfríður Sigurpáls-
dótdr.
Félagar eru 515 sem er nærri
25% af heildarfjölda íbúa sýslunn-
ar.
Gyða Olvisdóttir, formabur.