Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 6
föstudagur 9. janúar 20096 Fréttir
Sandkorn
n Gunnar Ingi Árnason, sjómað-
ur á slysabótum, fær frest í einn
mánuð áður en dómari ákveð-
ur hvort hann verði við beiðni
Nýja Glitnis um að gera hann
gjaldþrota. Glitnir hefur krafist
gjaldþrota-
meðferðar
yfir Gunnari
sem reyndi
án árangurs
að semja um
mánaðar-
legar end-
urgreiðslur
40 milljóna
króna skuldar. Hann sagði frá við-
skiptum sínum við bankann í DV
síðasta mánudag. Eftir því sem
næst verður komist er þetta eitt
fyrsta gjaldþrotamál sem bank-
arnir höfða eftir að þeir fóru á
hausinn, eignir þeirra voru settar
í nýja banka á nýjum kennitöl-
um en skuldirnar skildar eftir í
gamla bankanum. Gunnar hefur
verið óvinnufær frá því í ágúst
þegar hann slasaðist við vinnu
en hann er á meðal þeirra fyrstu
sem bankinn gerir gjaldþrota eftir
hrunið.
n Traust almennings til þeirra
Agnesar Bragadóttur, blaða-
manns á Morgunblaðinu, og Egils
Helgasonar sjónvarpsmanns leik-
ur enn á huldu en MMR, Mark-
aðs- og miðlarannsóknir, spurðu
um traust til þeirra í könnun sem
gerð var í nóvember. Uppgefn-
ar ástæður fyrir þessu eru meðal
annars þær að MMR birtir niður-
stöður þegar starfsfólki finnst þær
fréttnæmar og þegar tími gefst til
að vinna úr þeim. Flestar niður-
stöður úr þessari sömu könnun
hafa hins vegar þegar verið birtar,
meðal annars hvert traust er til til-
tekinna stjórnmálamanna og var
spurt um þá í sama lið könnunar-
innar og þau Agnes og Egill voru
nefnd. Þar af leiðandi þarf ekki
meira en tvo músasmelli í töl-
fræðiforriti til að fá niðurstöðuna
og má því ætla að þær þyki ekki
fréttnæmar.
n Blogglestur hefur verið Jónasi
Kristjánssyni, fyrrverandi rit-
stjóra, hugstæður undanfarið,
eins og reyndar mörgum öðrum
bloggurum. Ástæðan er að hluta
til sú að Blogg.gáttin.is hefur
nýlega birt
lista yfir mest
lesnu blogg-
ara síðasta
árs, það er að
segja þá sem
hafa fengið
mesta lestur
í gegnum
blogg.gáttina.
Jónas var næstefstur á þeim lista.
Nú er ljóst að þrátt fyrir mikla að-
sókn ættu netverjar ekki að þurfa
að óttast því Jónas er kominn með
hraðari og öflugri netþjón fyrir
síðuna sína.
Tvær hliðar
ingibjargar
„Það eru ekki kosningar kosning-
anna vegna, það er ekki lýðræði lýð-
ræðisins vegna heldur má grípa til
þess ef það hentar Samfylkingunni
en annars ekki,“ segir Steingrímur
J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar - græns framboðs.
Ummæli Ingibjargar Sólrún-
ar Gísadóttur, formanns Samfylk-
ingarinnar og utanríkisráðherra, í
Kastljósi á miðvikudagskvöldið hafa
vakið athygli. Þar sagði Ingibjörg
að skoðun sín væri sú að ekki væri
tímabært að boða til nýrra kosninga
áður en kjörtímabilið er úti. Það er
á skjön við fyrri ummæli hennar,
meðal annars frá því í viðtali við DV
28. nóvember, þar sem hún sagðist
ekki vera á móti því að kosið yrði
áður en kjörtímabilið er á enda.
Kosningar eina færa leiðin
„Það breytir ekki því að það var kosið
fyrir átján mánuðum síðan, auðvitað
við allt aðrar aðstæður en núna eru.
En það var kosið og það var mynduð
ríkisstjórn og maður verður að vera
undir það búinn þegar það gerist að
taka það súra með því sæta og taka
því mótlæti sem maður verður fyrir
á þeirri vegferð. Það er ég ákveðin í
að reyna að gera,“ sagði Ingibjörg á
miðvikudagskvöldið aðspurð hvort
tímabært væri að boða til kosninga.
Hún sagði að færi svo að lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins hafnaði
því að sækja um aðild að ESB yrði
staða stjórnarsamstarfsins erfið og
hún þá endurmetin í febrúar. „Mér
finnst þetta mjög undarlegt mat auk
þess sem ég held að þetta sé angi af
því sama háskalega og ranga mati
stjórnarflokkanna að það sé einhver
önnur leið fær en að kjósa. Ég er svo
gjörsamlega bjargfast sannfærð-
ur um það að þetta verkefni tekst
ekki öðruvísi en að kjósa og endur-
heimta traust milli þjóðarinnar og
stjórnmálanna,“ segir Steingrímur
og bætir við að það eina sem Ingi-
björg og Geir, forystumenn stjórn-
arflokkanna, geti sammælst um sé
að sitja áfram í óbreyttu ástandi.
Ingibjörg vill bíða
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor
í stjórnmálafræði við Háskóla Ís-
lands, segist telja að það sem vakir
fyrir Ingibjörgu sé að bíða fram yfir
landsfund Sjálfstæðisflokksins sem
fram fer síðar í þessum mánuði. „Ég
hef litið á það sem þrýsting á Sjálf-
stæðisflokkinn að ef þessi stjórn á
að halda væri eina leiðin sú að fara
í aðildarviðræður við Evrópusam-
bandið. Ef það væri gert væri hægt
að fresta þingkosningum en ef ekki,
þá væri hægt að fara í þingkosning-
ar í vor,“ segir Ólafur. Búist er við að
Sjálfstæðisflokkurinn taki ákvörð-
un um afstöðu sína til Evrópusam-
bandsins á landsfundinum sem
hefst 29. janúar.
Samfylkingin stendur vel
Í lok nóvember birti Fréttablaðið
skoðanakönnun þar sem fram
kom að 70 prósent svarenda
vildu flýta alþingiskosningum.
Aðspurður hvort Ingibjörg sé
þá raunverulega að hugsa um
hag þjóðarinnar eða síns flokks
með því að fresta kosningum segir
Ólafur: „Þó að menn heimti
kosningar ber stjórn-
inni engin skylda
til að halda
kosningar.
Það má alveg
eins segja
að skamm-
tímahags-
munir
Samfylk-
ingarinn-
ar séu að
kjósa sem
fyrst þar
sem hún
stend-
ur vel í
skoðana-
könnun-
um. Hún getur haldið því fram að
frá sjónarhóli Samfylkingarinnar sé
mikilvægara að koma þessum Evr-
ópumálum eitthvað áfram heldur
en að kjósa strax.“
Ekki sama Ingibjörg
Í viðtalinu á miðvikudagskvöldið
sagðist Ingibjörg ekki vilja kenna
neinum einum um efnahagshrunið.
Ingibjörg hefur áður lagt til að Dav-
íð Oddsson seðlabankastjóri stígi
til hliðar vegna fjármála-
kreppunnar. „Davíð
byggði þetta kerfi
ekki upp heldur
pólitíkin á und-
anförnum árum.
Það er þá bara
þingið og þeir
sem hafa verið
við stjórnvölinn.
Þingmennirnir eru
kosnir og eiga
þeir að
standa upp og segja af sér? Það ger-
ist væntanlega bara í kosningum
þegar það gerist. Það gerist á fjög-
urra ára fresti.“
Ingibjörg sagðist einnig treysta
Árna Mathiesen til góðra verka þrátt
fyrir ákúrur umboðsmanns Alþing-
is varðandi skipan Þorsteins Dav-
íðssonar í embætti héraðsdómara á
síðasta ári.
„Þetta var ekki sama Ingibjörg
Sólrún og var að hneykslast á emb-
ættisathöfnum Sjálfstæðisflokks-
ins í stjórnarandstöðu,“ segir Stein-
grímur J. Sigfússon að lokum.
EInar Þór SIgurðSSon
blaðamaður skrifar einar@dv.is
„...það var kosið og það var mynduð ríkisstjórn
og maður verður að vera undir það búinn þeg-
ar það gerist að taka það súra með því sæta og
taka því mótlæti sem maður verður fyrir á þeirri
vegferð. Það er ég ákveðin í að reyna að gera.“
ummælI IngIbjargar
„Ég er ekki á móti því að það verði
kosið áður en þetta kjörtímabil er
á enda.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, DV
28. nóvember 2008
„Mér finnst að ef á annað borð
er verið að efna til allsherjarat-
kvæðagreiðslu í landinu og kalla
alla að kjörborðinu séu mjög sterk
efnisleg rök fyrir því að þá fari fram
þingkosningar samhliða.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mbl.is
2. janúar 2009
„Í þessum erfiðu aðstæðum á
seðlabankinn að vera sá aðili sem
lægir öldur, skapar traust og fær
samhljóm í samfélaginu um það
sem gera þarf. En davíð er lagnara
að efna til illinda en lægja öldur.
Og ég tel að seðlabankastjóri sjálf-
ur sjái þetta og ætti að auðvelda
stjórnvöldum að hafa stjórn á því
sem er að gerast með því að stíga
sjálfur til hliðar.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, DV
28. nóvember 2008
Stjórnmálafræðingur Ólafur
segist telja að Ingibjörg vilji bíða
þar til ákvörðun sjálfstæðisflokks-
ins um EsB liggi fyrir.
Vill kjósa steingrímur segist
sannfærður um að kosningar
séu eina lausnin.
Ingibjörg Sólrún gísladóttir
segir að ekki sé ástæða til að
boða til nýrra kosninga áður
en kjörtímabilið er úti. Það er
þvert á fyrri ummæli hennar.
Steingrímur j. Sigfússon
segir að það eina sem geir
H. Haarde og Ingibjörg geti
sammælst um sé að sitja áfram
í óbreyttu ástandi. ólafur Þ.
Harðarson stjórnmálafræðing-
ur telur að Ingibjörg vilji bíða
með ákvörðun um kosningar
fram yfir landsfund Sjálfstæð-
isflokksins í janúar.
NÝTT KORTATÍMABIL
Spönginni 23
(Snyrtistofan Mist)
www.clamal.is
ÚTSALA, ÚTSALA!!
Glæsilegur danskur
kvenfatnaður
í stærðum 36-58.
Formaður Samfylk-
ingarinnar Ingibjörg
sólrún virðist vera búin
að breyta afstöðu sinni til
alþingiskosninga í kjölfar
efnahagshrunsins.