Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 8
föstudagur 9. janúar 20098 Fréttir
Meirapróf
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300
Næsta námskeið byrjar 5. mars innritun í síma 567 0300
Næsta námskeið byrjar 5. mars
Næsta námskeið hefst
14. janúar
Arfleifð Georges W. Bush, fráfarandi forseta
Bandaríkjanna, verður ekki eingöngu mæld í
misviturlegum ákvörðunum, óvinnandi stríði í
Írak, vonlitlu verkefni í Afganistan, mistæku
stríði gegn hryðjuverkum og því sem margir
telja vanvirðingu fyrir samlöndum sínum sem
lentu í hremmingum vegna öflugra fellibylja.
Bush verður einnig minnst vegna þeirra mis-
mæla sinna og klaufalegs orðalags sem hafa
fengið heitið „bushismi“.
Senn líður að því að George W. Bush,
forseti Bandaríkjanna, yfirgefi Hvíta
húsið. Líkt og forverar hans skil-
ur hann eftir sig arfleifð sem verður
vegin og metin af lærðum og leikum
um ókomna framtíð.
Í þeim efnum verður af nógu að
taka, því ekki aðeins hefur banda-
ríska þjóðin, undir hans forystu,
sökkt sér í fen óvinnandi átaka í Írak
heldur hefur „stríðið gegn hryðju-
verkum“ ekki gengið sem skyldi og
ímynd Bandaríkjanna á alþjóða-
vettvangi beðið verulegan hnekki.
Gvantanomo-búðirnar á Kúbu, til-
vist leynilegra fangelsa bandarísku
leyniþjónustunnar víða um heim og
aðferðir hennar til að ná upplýsing-
um upp úr grunuðum einstakling-
um, Abu Ghraib-fangelsið illræmda
í Írak og meðferð fanga þar og ýmis-
legt fleira má telja til þess sem vak-
ið hefur andúð á Bandaríkjunum
og efasemdir um þá fullyrðingu að
þjóðin standi vörð um lýðræði og
frelsi í heiminum.
En burtséð frá umdeildum emb-
ættisverkum og ákvörðunum sem
Bush ber ábyrgð á sem forseti valda-
mesta ríkis heims skilur Bush einn-
ig eftir sig námu misgáfulegra um-
mæla og mismæla sem farið hafa líkt
og eldur um sinu um netheima og
munu lifa áfram þrátt fyrir að hann
hverfi úr Hvíta húsinu.
Breyskleiki og biblíulestur
Reyndar er það svo að nánast óhugs-
andi er að einstaklingur sem gegnir
jafnvaldamiklu embætti og embætti
forseta Bandaríkjanna er og er jafn-
mikið í sviðsljósinu og raunin er, geti
komist hjá því að verða milli tann-
anna á fólki fyrir mismiklar sakir.
Bills Clinton verður að öllum lík-
indum fyrst og fremst minnst fyrir
ævintýri hans og Monicu Lewinsky,
þótt erfitt sé að skilgreina það. En
sennilega má fyrst og fremst skrifa
það á dómgreindarskort og mann-
legan breyskleika, en ekki embætt-
isafglöp sem vörðuðu alþjóðleg eða
innlend málefni. Vissulega fór lítið
fyrir virðuleika í klaufalegu yfirklóri
Clintons þegar málið komst í há-
mæli.
Upplýsingar um að Jimmy Carter,
fyrrverandi forseti Bandaríkjanna,
hefði stundað að lesa úr Biblíunni
fyrir eiginkonu sína fyrir svefninn
eru persónulegar, en ekki þess eðlis
að hægt sé að velta sér upp úr þeim
á sama hátt og mörgu því sem Bush
hefur látið sér um munn fara.
George W. Bush hefur verið kall-
aður mörgum nöfnum sem skírskota
til þess orðspors sem hann hefur
getið sér í Hvíta húsinu. Hann hef-
ur verið kallaður stríðsgróðamaður,
lygari, handbendi hinna ofurríku og
sagt að hann hafi skort samúð með
samlöndum sínum sem lent höfðu
í hremmingum vegna náttúruham-
fara.
Venjulegur Bandaríkjamaður
George W. Bush getur að öllum lík-
indum ekki vænst þess að einhverj-
ir rísi upp honum til varnar vegna
þeirra ótal klaufalegu ummæla sem
hann hefur látið sér um munn fara.
Sennilega verða þeir fáir sem yfir-
höfuð koma honum til varnar yfir-
höfuð, en því verður ekki neitað að
það er eitthvað viðkunnanlegt við
hann og hörðustu stuðningsmenn
hans hafa sagt að mismæli hans séu
hluti af þeim viðkunnanleika; Bush
væri venjulegur Bandaríkjamaður,
ekki menningarviti úr Washington;
greind hans sé ekki af gáfulegum
toga, heldur hagnýt og persónuleg.
Það er mat margra að undir það
síðasta, nú þegar hillir undir brott-
hvarf hans úr Hvíta húsinu, hafi
verulega dregið úr því að honum
verði á klaufaleg mismæli, rekist á
læstar dyr, eins og hann gerði í Bei-
jing, eða gangi fram af fréttamönn-
um með lýsingu á „ótrúlegum“ eft-
irréttum sem boðið sé upp á í Hvíta
húsinu.
Arfleifð Bush er grafalvarleg til
dæmis með tilliti til Afganistans og
Íraks, og því að margra mati smekk-
laust að dvelja um of við það spaugi-
lega í forsetatíð hans, og gera því
hærra undir höfði en framlagi hans
til vandamála umheimsins. En hið
harmræna og hið spaugilega í for-
setatíð hans er óneitanlega sam-
tvinnað og sagnfræðingar komandi
tíma munu eflaust horfa til beggja
þátta þegar tími Bush verður veginn
og metinn.
Óþarft að spinna upp sögu
Sem dæmi um klaufaskap Bush má
nefna þegar honum svelgdist á salt-
stöng með þeim afleiðingum að
hann missti meðvitund, slasaði sig
og vaknaði með hundana Spot og
Barney áhyggjufulla yfir sér.
Annað dæmi um seinheppni
hans átti sér stað í Beijing þegar
hann reyndi að yfirgefa fundarher-
bergi út um læstar dyr. Það eitt og
sér var grátbroslegt, en svipurinn
sem hann setti upp og viðbrögð hans
þegar honum varð ljóst að hann yrði
að leita annarrar leiðar eru óborgan-
leg. Atvikið varð eins og svo oft áður
tilefni til ótal ummæla um Bush í
síðkvöldsþáttum sjónvarpsstöðva
KolBeinn þorsteinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
En hið harmræna og hið spaugilega í forsetatíð
hans er óneitanlega samtvinnað og sagnfræð-
ingar komandi tíma munu eflaust horfa til beggja
þátta þegar tími Bush verður veginn og metinn.
Arfleifð Bush