Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 20
föstudagur 9. janúar 200920 Fókus u m h e l g i n a heima er best sunnudaginn 11. janúar 2009 klukkan 11-13 opnar Hanna Hlíf Bjarnadóttir sýninguna „Heima er best“ í Kunstraum Wohnraum á akureyri. Hanna Hlíf hefur gert verk sérstaklega fyrir sýninguna. Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. sýning Hönnu Hlífar Bjarnadóttur stendur til 1. mars 2009 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744. Nokkur hundruð verka Jóhann- esar S. Kjarvals í eigu Listasafns Reykjavíkur verða dregin fram í dagsljósið á sýningunni Mynd af heild sem verður opnuð í austur- sal Kjarvalsstaða á morgun, laug- ardag. Listasafn Reykjavíkur hefur leitast við að setja Kjarvalssafn- seignina fram á ólíkan máta með þematengdum sýningum, yfirlits- sýningum og samsýningum en í fyrsta sinn er safneignin sýnd í heild sinni, ef frá eru taldar teikn- ingar og skissur sem eru í eðli sínu ekki sýningargripir eða tilbúnar til sýningar. Kjarvalssafneign safns- ins samanstendur af 3.348 verkum eftir listamanninn; 3.189 teikning- um og 159 málverkum. Einkenni sýningarinnar er að hún er sett fram í anda salon- sýninga þar sem verkin þekja alla veggi sýningarrýmisins, frá gólfi og upp í loft, án nokkurrar reglu. Sýningin byggist ekki á ákveðnu þema, tímaskeiðum, viðfangsefn- um eða tímaröð heldur er áhersla lögð á óvænt samhengi verkanna. Sýningarstjóri er Helga Lára Þor- steinsdóttir, deildarstjóri safna- deildar Listasafns Reykjavíkur. Sýningarsalurinn verður opn- aður klukkan 14 á morgun en þá mun Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, fylgja gest- um um sýninguna og ræða um hvernig safneign verður til, hvern- ig hún þróast, gildi hennar og hvaða þættir geta haft mótandi áhrif á uppbyggingu hennar. Sýningin stendur til 13. apríl. Tvær opnanir í hafnarborg Sýningarnar Íslenskir listamenn eftir Jónatan Grétarsson og Þættir eftir Björgu Þorsteinsdóttur verða báðar opnaðar í Hafnarborg á laugardag- inn. Efri hæðin verður tileinkuð Jón- atani en hann er ljósmyndari sem leitast við að skrásetja íslenska lista- menn úr öllum listgreinum. Á neðri hæðinni verða sýnd verk eftir Björgu en það eru málverk og teikningar þar sem efni og tækni eru tvinnuð saman. Sýningarnar hefjast klukkan 15 og er aðgangur ókeypis. rokkað á ellefunni Í kvöld, föstudagskvöld, koma jaðarsveitirnar Fist Fokkers, AMFJ og Monuments fram á Bar ellefu. Húsið opnað klukkan tíu og hefj- ast tónleikarnir klukkan hálf ellefu þegar Monuments stígur á svið. Fist Fokkers spilar hátt og snjallt pönk, AMFJ spilar óhljóðatónlist og Monuments spilar hægan og drungalegan metal. Það er ókeypis inn og standa tónleikarnir fram á miðnætti. nýársTónleikar Tríósins Árlegir nýárstónleikar Tríós Reykja- víkur fara fram í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar á sunnudagskvöld, ellefta janúar klukkan átta. Þar verður slegið á létt- ari strengi með Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur og Bergþóri Pálssyni en með- limir tríósins eru þau Peter Máté píanóleikari, Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Fimmmenningarnir munu koma víða við og leiða tón- leikagesti inn í hrífandi og fjölbreytt- an heim tónlistar. Meistaraverk Eitt þeirra 159 málverka Kjarvals sem til sýnis eru á sýningunni. Pétur Jóhann Sigfússon frumsýnir leikverkið Sannleikurinn 6. febrúar í Borgarleikhúsinu en það er frumraun hans á leiksviði. Pétur hefur fest sig í sessi undanfarin ár sem einn besti grínleikari þjóðarinnar en hann segist hafa fundið sig vel í leiklistinni. Pétur heldur mikið upp á persónu Ólafs Ragnars og er að skrifa framtíð hans þessa dagana. Þykir vænt um Ólaf Ragnar „Ég á svo mikið í honum sjálfur og hef mótað hann eftir mínu höfði sem er auðvitað mjög skemmtilegt.“ Mynd heiða helgadÓttiR „maður Tekur ekki ákvarðanir í heTTupeysu“ Einstök Kjarvalssýning verður opnuð um helgina: 3.348 Kjarvalsverk til sýnis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.