Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 48
n Ásdís Rán Gunnarsdóttir var
valin einn af eldhugum ársins af
tímaritinu Nýju Lífi sem kemur út á
næstu dögum. Ásdís Rán lýsir því á
bloggi sínu að hún sé yfir sig ánægð
með tilnefninguna og að mynda-
takan hafi heppnast vel. „Ég fór í
skemmtilega myndatöku um daginn
og hlakka mikið til að sjá hvernig
hún kemur út í næsta
tölublaði af Nýju Lífi.
Þetta verður flott sexí
tískumynd tekin af
Veru ljósmyndara
þar sem ég skarta
einungis naríum
og loðfeldi en
myndin er mjög
settleg og
töff!“ Þetta
er í annað
sinn sem
Nýtt Líf
velur eld-
huga ársins.
Sjóðheitur eldhugi!
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
„Mér finnst þetta ótrúlegt. Ef menn
komast upp með það að skera menn
á háls og vera innan við millimetra
frá því að drepa viðkomandi er það
ekkert annað en manndrápstilraun
í mínum huga,“ segir Böðvar Rafn
Reynisson, betur þekktur sem Böddi
í hljómsveitinni Dalton.
Í mars á síðasta ári réðst að honum
maður sem sló hann í höfuðið með
glerflösku á balli á Höfn í Hornafirði.
Maðurinn var dæmdur í sex mánaða
skilorðbundið fangelsi í Héraðsdómi
Austurlands á fimmtudag. Að auki var
manninum gert að greiða Böðvari 300
þúsund krónur í skaðabætur. Böðvar
slasaðist illa við árásina og missti um
tvo lítra af blóði.
Fyrir dómi kvaðst árásarmaður-
inn þó ekki muna eftir árásinni, en
þar sem vinir árásarmannsins urðu
vitni að árásinni og sögðu honum frá
henni, játaði maðurinn að hafa veist
að Böðvari.
Mikla athygli vakti að Böðvar lét
ekki árásina stöðva sig í spilamennsk-
unni og mætti galvaskur á dansleik á
Egilsstöðum kvöldið eftir árásina með
fimmtíu spor í höfði.
„Ég á eftir að lesa yfir dóminn og
tala við lögfræðing minn, en ég var
bara að heyra þetta í útvarpinu,“ seg-
ir Böðvar sem ekki var viðstaddur
dómsúrskurðinn. „Mér finnst með
ólíkindum að hann hafi einungis
fengið skilorðsbundinn dóm.“
Í narÍum og
loðfeldi
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/N
A
T
4
45
83
1
2/
08
Böddi í Dalton ósáttur með hversu vægan dóm árásarmaður hans fékk í héraðsdómi:
Botnar ekkert Í skilorðsdómi
Fjölnir Þorgeirsson kom fram í
viðtali við Ísland í dag og sagði farir
sínar ekki sléttar. Fjölnir eignaðist
barn fyrir um þremur árum með
hinni norsku Mailinn Solér en þeg-
ar þau hættu saman fluttist hún til
Noregs og tók son þeirra, Oliver
Erik, með sér. Fjölni finnst íslenska
dómskerfið meingallað því nú hefur
núverandi kærasti Mailinnar jafn-
mikinn rétt og Fjölnir á syni þeirra
ef Mailinn skyldi falla frá. Fjöln-
ir segir enn fremur að konur þurfi
að vera glæpamenn, dópistar og
aumingjar til að missa forræðið og
pabbinn hafi engan rétt þótt hann
sé súperforeldri eins og Fjölnir og
hans aðstandendur telja Fjölni vera.
Hann tapaði forræðismál-
inu og er að sjálfsögðu
ekki sáttur við að ís-
lenska kerfið bjóði
ekki upp á sam-
eiginlegt forræði
en telur það al-
rangt að reyna
að taka Oliver
Erik af Mail-
inn, barnsins
vegna.
forræðislaus
fjölnir
n Eins og fram hefur komið halda
íslensku sjarmatröllin og stjörn-
urnar Gillzenegger og Auðunn
Blöndal til Portúgals á stórmót í
póker í febrúar. Strákarnir eru báð-
ir í íslenska landsliðinu í póker en
þremur heppnum spilurum býðst
að halda utan með landsliðinu. Tvö
hundruð og fimmtíu þúsund doll-
arar eru í boði fyrir fyrsta sætið en á
næstu dögum fara úr-
slitin fyrir stóra mót-
ið í Portúgal fram
á Rúbín í Öskju-
hlíð. Þetta ku vera
stærsta pókermót
sem fram hefur
farið á Íslandi
en það er spurn-
ing hvort lög-
reglan láti sjá
sig á svæðinu
því fjárhættu-
spil er ólöglegt á
Íslandi.
stærsta mótið
fram undan