Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 38
föstudagur 9. janúar 200938 Lífsstíll Tími góðra kaupa nú bjóða margar verslanir landsins upp á kjarakaup og mikla afslætti og því tilvalið að gera góð kaup. gætið þess þó að láta ekki blekkjast eða hvað þá heldur kaupa eitthvað sem ykkur vantar alls ekki. fyrir barnafólk getur verið kjörið að kaupa barnaföt, útiföt og skófatnað á útsölunum, nokkuð sem þarf að endurnýja reglulega. Einnig má gera góð kaup fyrir heim- ilið á ýmsum stöðum. umsjón: kolbrún pálína hElgadóttir, kolbrun@dv.is HollusTan í fyrirrúmi janúar er tími heilsu, hreyfingar og holls mataræðis eftir miklar matarveislur yfir hátíðarnar. flestir flykkjast í ræktina, aðrir fara út að ganga eða skella sér í sundlaugina en flestir eiga það sameiginlegt að hafa þörf fyrir næringarríkan og góðan mat. dV birtir hér uppskrift að tveimur matarmiklum og hollum grænmetissúpum sem ættu að henta vel í kvöldmatinn eftir góða hreyfingu. MatarMikil og holl grænMetissúpa n 1 stk. laukur n 2 stk. gulrætur n 1 sellerístöngull n 3 kartöflur (afhýddar) n ½ blómkálshöfuð n 3 hvítlauksrif n matarolía til steikingar n 1 ½ l vatn n 4 grænmetisteningar n 400 g tómatar í dós n 3 msk. tómatþykkni n pipar eftir smekk n salt eftir smekk n 2 dl pastafiðrildi n 2 msk. fersk steinselja n 3 msk. parmesanostur saxið lauk, sneiðið gulrætur og sellerí og skerið kartöflur í litla bita. skerið blómkál í lítil búnt. merjið eða saxið hvítlauk. hitið olíu í stórum potti og léttsteikið lauk og hvítlauk. setjið allt niðurskorið grænmeti í pottinn og látið krauma í 2-3 mín- útur. bætið vatni og grænmetisten- ingum, niðursoðnum tómötum og tómatþykkni út í. kryddið með salti og pipar. látið súpuna sjóða í um 20 mínútur og bætið pastafiðrildunum út í síðustu 10 mín. stráið saxaðri steinselju og parmesanosti yfir rétt áður en hún er borin fram. grænMetis- og kjúklingasúpa n 1 stk. rauðlaukur n 1 stk. gulrót, meðalstór n ½ stk. seljurót n 8 stk. hvítlauksrif n 1 stk. kúrbítur (zucchini) n 2 stk. paprika, t.d. rauð og græn n ½ dl ólífuolía til steikingar n 4 msk. tómatmauk (puré) n 400 g tómatar, niðursoðnir n 4 stk. lárviðarlauf n 4 msk. fennikkufræ n 1 msk. tímían n 1 dl pestó n 2 stk. kjúklingateningar n 1 l vatn n 400 g kjúklingabringur n 4 msk. ólífuolía til steikingar aðferð: skerið grænmetið í teninga, léttbrúnið á pönnu (í skömmtum ef þarf ), bragðbætið með salti og pipar. snöggsteikið kjúklingakjötið og bragðbætið með salti og pipar. skerið það svo í teninga og bætið út í súpuna ásamt öðrum efnum. sjóðið við hæga suðu í 30 mínútur. fleytið ofan af súpunni meðan á suðunni stendur og látið hana svo standa í 5-10 mín. áður en hún er borin fram. hollráð berið gjarnan fram með grófu brauði. með því að auka örlítið við uppskriftina getur þetta sem best verið prýðilegur aðalréttur. © Hagkaup Ágústa nielsen stundar nám á óvenjulegum og framandi stað í veröldinni. Í bæ rétt við Kúala Lúmpúr í Malasíu leggur hún stund á grafíska hönnun og hefur gaman af. Hún hefur búið þar núna í tvö ár og er ekki á leiðinni heim þrátt fyrir erfiðar afleiðingar kreppunnar á Íslandi. „Aðstaðan hérna er algör draumur,“ segir Ágústa Nielsen en hún ákvað fyrir tveimur árum að slá til og sækja um nám í Malasíu, sem þykir nokkuð framandi staður fyrir Íslendinga að fara í nám. Ágústa býr í tveggja hæða íbúð ásamt þremur öðrum, með sundlaug í garðinum, veitingastaði í grennd og gott veður mestan hluta af árinu. Að auki er ókeypis í strætó í skólann. „Ég heyrði um skólann frá vini mínum. Ég og vinkona mín fórum á heimasíðu skólans og sóttum um meira í gamni en alvöru en svo fengum við inngöngu. Þar sem við gátum fengið allt metið inn frá náminu sem við vorum í í Dan- mörku á þeim tíma ákváðum við að skella okkur því engu var að tapa.“ Fjörið í kúala lúmpúr Ágústa stundar nám í grafískri hönn- un í Limkowing University sem er í bæ sem heitir Cyberjaya en þaðan er aðeins hálftími til höfuðborgarinnar Kúala Lúmpúr. Bærinn sjálfur er í upp- byggingu og búa aðallega námsmenn þar. „Hér er friðsælt og þægilega hljóð- látt svo maður fer til Kúala Lúmpúr til að skemmta sér en þar er næturlífið mjög fjölbreytt og skemmtilegt,“ seg- ir Ágústa og bætir við að félagslífið í sjálfum skólanum sé ekki upp á marga fiska. „Malasía er meira og minna mús- límskt land og eru uppákomurnar í skólanum áfengislausar og þar af leið- andi ekki mjög aðlaðandi. Hér í Cyberj- aya er enskur pöbb sem er mikið sóttur af námsmönnum og á miðvikudög- um er svokallað „ladies night“ þar sem konur drekka ókeypis á barnum frá 19 til 23. Annars er stutt að fara til Kúala Lúmpúr og þar blómstrar næturlíf- ið.“ Ágústa segist gera meira og minna það sama og hér á Íslandi hvað varðar skemmtanalífið. „Maður er bara fá- klæddari út af hitanum,“ segir Ágústa. reyna endalaust að svindla Malasía og Ísland eru ólík lönd og því hægt að geta sér til um þann mun sem er á löndunum. Ágústa finnur mikið fyrir honum. „Það eru margir nemend- ur hérna frá Miðausturlöndum og Afr- íku. Þó að Malasía sé tiltölulega þróað land er mikið um mismunun, svindl og mútur.“ Malasar líta mjög upp til Vestur- landabúa og þar sem Ágústa er hvít er hún talin mjög rík. „Þeir reyna enda- laust að svindla á mér,“ segir Ágústa svo hún er ein af þeim sem þurfa að vera varir um sig. „Hér eru margir kúltúrar blandaðir saman, landið er svona „multi-cultur- al“ og er blanda af Malösum, Indverj- um og Kínverjum.“ Opinberlega er Malasía múslímsk en þó er haldið upp á alla helgidaga hindúisma, búddisma og kristinnar trúar. Að búa á meginlandinu gefur möguleika á því að ferðast mikið. „Ég hef ferðast aðeins um landið og Singa- pore og er það mjög ódýrt. Það er líka mjög ódýrt að ferðast til nágranna- landanna eins og Taílands, Balí og Fil- ippseyja en ég hef því miður ekki haft tækifæri til að fara þangað enn.“ Ágústa hefur haldið sig við Malas- íu og segir svæðið og eyjarnar þar al- gjöran draum. Þar er bara hvítur sand- ur, heitur og tær sjór, pálmatré og ódýr matur. Gæti ekki verið betra. „Ég er sjálf lærður kafari og hér í Malasíu eru stað- ir sem eru toppstaðir til að kafa á,“ segir Ágústa. kúala lúmpúr fyrir ferðamenn Í Kúala Lúmpúr er margt merkilegt að skoða. Þar eru meðal annars Petronas Twin Towers eða hinir frægu tvíbura- turnar, margar moskur, China Town og Little India. Að auki eru hér hellar sem heita Batu Caves og voru tileinkað- ir hindúismanum og eru þeir rétt fyrir utan höfuðborgina. Malasía hefur upp á margt að bjóða. Fyrir utan eyjarnar eru frumskógar og fjölbreyttar náttúruauðlindir sem eru augnakonfekt fyrir ferðamann á fram- andi slóðum. Dýralífið er rosalega fjöl- breytt á landi sem og í sjó og eins og segir fyrr er svæðið paradís fyrir kaf- ara. „Ég mæli alveg hiklaust með þess- um stað en fólk verður að vera viðbúið menningarsjokki því hlutirnir eru allt öðruvísi en í Evrópu,“ segir Ágústa. námsmaður í kreppu Ágústa hefur búið í Malasíu í tvö ár núna og á afar stutt eftir af náminu. Líf- ið hefur verið gott þar. „Það er allt ódýr- ara hérna, svo sem leiga, matur, leigu- bílar, skemmtanir, föt og skór.“ Hrunið á krónunni hér á landi hafði þó áhrif á hana líkt og með aðra náms- menn í útlöndum. „Fyrir kreppuna var mjög ódýrt að lifa hérna. Ég er á náms- lánum og því bara með landvistarleyfi sem nemi. Ég má því ekki vinna með skólanum og þegar krónan var stöðug lifði ég eins og drottning.“ Þar sem Ágústa er á íslenskum námslánum og tekur út af íslenskum reikningi hafa ráðstöfunartekjur henn- ar minnkað um heilan þriðjung. Mal- asíska ringgitið, sem er gjaldmiðillinn í Malasíu, hefur hækkað um þriðjung svo tímarnir fyrir Ágústu hafa breyst mikið. „Þetta var alveg hrikalegt áfall, þar sem gengið hér hefur hækkað á ég varla nóg fyrir leigunni í dag þó að hún sé mjög lág.“ Ágústa hyggst þó ekki fara heim að loknu náminu heldur langar hana að finna vinnu í Malasíu og fá reynslu af starfi sínu áður en hún flytur aftur á norðlenskar slóðir. „Mér líkar mjög vel við fólkið hérna og ég er ekki búin að sjá helminginn af því sem hægt er að sjá hér í Malasíu. Svo er plús að það er sumar allan ársins hring hérna.“ engir flugeldar Áramótunum eyddi Ágústa ekki á hefðbundinn íslenskan máta með há- tíðarmat, brennu og Áramótaskaupi. „Ég fór á skemmtistað í miðbæ Kúala Lúmpúr. Allar götur voru lokaðar af vegna útitónleika sem haldnir voru á aðalverslunargötunni og þar var stapp- að af fólki.“ Lítið var um flugelda hjá henni en þó voru nokkrar flugeldasýningar. „Mig grunar að það sé ólöglegt að selja þá hér þar sem ég hef ekkert orðið vör við neinar flugeldasölur. Ég missti af flug- eldasýningunum sem haldnar voru hérna þar sem ég var inni á skemmti- staðnum,“ segir Ágústa sem án flugeld- anna átti afar ánægjuleg áramót. asdisbjorg@dv.is aðsTaðan er algjör draumur guðsgafflarnir notaðir ágústa í little india að snæða máltíð með fingrunum. petronas twin towers kúala lúmpúr býður upp á stórkostlega hluti fyrir ferðamenn. Þar á meðal hina vinsælu tvíburaturna. ferðirmaTur&vín

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.