Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 33
föstudagur 9. janúar 2009 33Sport
Heiðar mætir aroni Það verður Íslendingaslagur í Champ-
ionship-deildnni á Englandi, þeirri næstefstu, um helgina þegar QPr
tekur á móti Coventry á laugardaginn. Með QPr leikur framherjinn
Heiðar Helguson en fastur fyrir á miðjunni hjá Coventry er akureyr-
ingurinn og landsliðsmaðurinn aron Einar gunnarsson. jóhannes Karl
verður tæplega með sínu liði Burnley eftir að hann meiddist um helg-
ina en hans menn taka á móti swansea. Það eru þó Ívar Ingimarsson
og Brynjar Björn gunnarsson sem ríða á vaðið um helgina en þeir eiga
föstudagsleik með sínu liði, reading, gegn Watford á heimavelli.
Körfuboltinn farinn af stað Iceland Express-deild
karla er komin á fullt eftir jólafríið en þrír leikir eru á dagskrá í dag,
föstudag. tindastóll sem situr í fjórða sæti deildarinnar tekur á móti
snæfelli sem er sæti neðar, en stólarnir hafa fengið góðan liðsstyrk
yfir hátíðarnar. Þá fara nýliðar fsu í heimsókn í ljónagryfjuna í njarð-
vík en fsu gerði sér lítið fyrir og lagði njarðvíkinga í fyrstu umferð
mótsins. njarðvík er þó sem stendur í sjötta sæti en fsu í því næst-
neðsta. Þá er sannkallaður reykjavíkurslagur í Breiðholtinu þar sem
Ír tekur á móti Kr en þessi lið mættust í 8 liða úrslitum í fyrra.
tippað fyrir tíKall
Undanúrslit Ameríku- og Þjóðardeildar í NFL fara fram um helgina. Meistarar síðasta árs, NY Giants, taka á
móti Philadelphia Eagles og Carolina Panthers mæta Arizona Cardinals í Þjóðardeildinni. Í Ameríkudeild-
inni eigast við Tennessee Titans og Baltimore Ravens annars vegar og Pittsburg Steelers og San Diego
Chargers hins vegar.
Það er ansi hætt við því að það verði lítið
skorað á LP-vellinum í Tennessee þegar
Hrafnarnir frá Baltimore koma í heimsókn.
Þessi tvö lið státa af næstbestu og þriðju
bestu vörn NFL-deildarinnar í ár og hleypa
fáum stigum á sig. Baltimore sneri árangri
sínum algjörlega frá síðasta ári. Vann fimm
leiki af sextán í fyrra en ellefu í ár. Þeir kom-
ust svo í undanúrslit Ameríkudeildar með
góðum sigri á Miami Dolphins fyrir tæpri
viku í hinni svokölluðu „Wild card“-helgi.
Þrátt fyrir það teljast þeir alltaf lítil-
magninn gegn gríðarsterku Titans-liði sem
vann Ameríkudeildina í ár. Undrabarnið
Vince Young, leikstjórnandi Titans, meidd-
ist í september og missti stöðu sína til
Kerrys Collins sem hefur fleytt liðinu þetta
langt ásamt auðvitað gríðarsterkri vörn.
Young fékk þó aðeins að sprikla í lokaleik
tímabilsins þar sem hann átti vart feilsend-
ingu. Einkar spennandi verður að sjá hvort
Titans haldi tryggð við Collins eða taki
sénsinn á Young.
Besti árangur: unnu super Bowl árið 2000
Sóknin: 24,1 stig að meðaltali
skoruð í leik (11. sæti)
Vörnin: 15,2 stig fengin á sig
að meðaltali í leik (3. sæti)
Sigrar-Töp á tímabilinu: 11-5
Sigrar-Töp í fyrra: 5-11
Árangur leikstjórnanda: joe flacco
Sendingar: 257 heppnuðust af 428 fyrir
samtals 2.971m. að meðaltali 6,9m í
hverju kasti og 185,7 metrar í leik.
Snertimörk: 14
Kastaði frá sér: 12 sinnum
Besti árangur: unnu ameríkudeildina 1999
Sóknin: 23,1 stig að meðaltali
skoruð í leik (15. sæti)
Vörnin: 14, 6 stig fengin á sig
að meðaltali í leik (2. sæti)
Sigrar-Töp á tímabilinu: 13-3
Sigrar-Töp í fyrra: 10-6
Árangur leikstjórnanda: Kerry Collins
Sendingar: 242 heppnuðust af 415 fyrir
2.676m. að meðaltali 6,4m í kasti og 167,2
metrar í leik.
Snertimörk: 12
Kastaði frá sér: 7 sinnum
baltimore ravenstennessee titans
undanúrslit
beggja deilda í nfl
Carolina Panthers eru komnir
aftur sterkir í úrslitakeppnina með
leikstjórnandann með skemmtilega
nafnið, Jake Delhomme. Panthers
unnu sinn riðil auðveldlega og eru
með töluvert betri árangur á tímabil-
inu en Arizona sem vann níu leiki.
Á heimavelli beinast öll spjót að
Panthers en aldrei skal vanmeta Kurt
Warner, leikstjórnanda Cardinals,
þegar á hólminn er komið.
Warner sem er heldur betur kom-
inn á aldur er einn allra skemmti-
legasti leikstjórnandi deildarinnar
enda veit hann ekki hvað hlaupa-
kerfi eru. Hann kastar og kastar
eins og sést á tölunum yfir tímabilið
og skoraði Cardinals fjórða mest á
tímabilinu. Hins vegar eru Kardín-
álarnir með einna verstu vörnina og
í mikilvægum leik í undanúrslitum
Þjóðardeildar gæti það bitið gestina
í rassinn.
Besti árangur: nfL-meistarar (fyrir super-
bowl) 1925 og 1947
Sóknin: 26,7 stig að meðaltali
skoruð í leik (4. sæti)
Vörnin: 26,6 stig að meðaltali
fengin á sig í leik (28. sæti)
Sigrar-Töp á tímabilinu: 9-7
Sigrar-Töp í fyrra: 8-8
Árangur leikstjórnanda: Kurt Warner
Sendingar: 401 heppnaðist af 598 fyrir 4,583m.
að meðtali 7,7m í kasti og 286,4 í leik.
Snertimörk: 30
Kastaði frá sér: 14
Besti árangur: unnu Þjóðardeildina 2003
Sóknin: 25,9 stig að meðaltali
skoruð í leik (7. sæti)
Vörnin: 20,6 stig að meðaltali fengin
á sig í leik (12. sæti)
Sigrar-Töp á tímabilinu: 12-4
Sigrar-Töp í fyrra: 7-9
Árangur leikstjórnanda: jake delhomme
Sendingar: 246 sendingar heppnuðust af
414 fyrir 3.288m. að meðaltali 7,9m
í kasti og 205,5 metrar í leik.
Snertimörk: 15
Kastaði frá sér: 12 sinnum
arizona CardinalsCarolina pantHers
ÞjóðardeildameríKudeild
Með árangurinn 11-1 eftir tólf leikvik-
ur voru meistarar NY Giants allt annað en
árennilegir. Vandræði á vellinum og sér-
staklega utan vallar þar sem þeirra helsti
útherji, Plaxico Burgess, skaut sig í fótinn,
bókstaflega, sáu Risana tapa þremur af síð-
ustu fjórum leikjum sínum. Þeir unnu samt
Þjóðardeildina og verða að teljast mjög sig-
urstranglegir. Hinn litlausi en frábæri leik-
stjórnandi þeirra, Eli Manning, hefur nú alla
reynslu sem til þarf og hún mun vega þungt.
Eagles unnu sér það helst til frægðar
á tímabilinu að gera jafntefli í einum leik
sínum en það er ekki algeng sjón í NFL.
Níu sigrar á prýðilegu tímabili Eagles koma
ekkert á óvart en Ernirnir eru með eitt af
stöðugri liðum deildarinnar. Tveir menn
skipta þá alltaf jafnmiklu og á því verður
engin breyting. Leikstjórnandinn Donovan
McNabb og hlauparinn Brian Westbrook
eru hoknir af reynslu og verða að eiga stór-
leik í Stóra Eplinu ætli þeir að fara í gegnum
Risana.
Besti árangur: nfL-meistarar (fyrir superbowl)
1948, 1949 og 1960
Sóknin: 26 stig að meðaltali
skoruð í leik (6. sæti)
Vörnin: 18,1 stig að meðaltali
fengin á sig í leik (4. sæti)
Sigrar-Töp á tímabilinu: 9-6-1
Sigrar-Töp í fyrra: 8-8
Árangur leikstjórnanda: donovan Mcnabb
Sendingar: 345 heppnuðust af 571 fyrir 3.301m.
að meðaltali 6,9m í kasti og 244,8 í leik.
Snertimörk: 23
Kastaði frá sér: 11
Besti árangur: unnu superbowl 1986,
1990 og 2007
Sóknin: 26,7 stig að meðaltali
skoruð í leik (4. sæti)
Vörnin: 18,4 stig að meðaltali
fengin á sig í leik (5. sæti)
Sigrar-Töp á tímabilinu: 12-4
Sigrar-Töp í fyrra: 10-6
Árangur leikstjórnanda: Eli Manning
Sendingar: 289 heppnuðust af 479 fyrir 3.238m.
að meðaltali 6,8m í kasti og 202,4 í leik.
Snertimörk: 21
Kastaði frá sér: 10 sinnum
pHiladelpHia eaglesny giants
Að San Diego Chargers séu komnir
þetta langt er eiginlega fáránlegt. Chargers
er með versta árangurinn af liðunum sem
komin eru í undanúrslitin eða átta sigur-
leiki. Þar af unnu þeir fjóra síðustu leikina
og rétt skriðu þannig inn í úrslitakeppn-
ina. Það verður að teljast mjög ólíklegt að
þeir eigi möguleika í Pittsburgh á útivelli
og ekki hjálpar til óvissan með LT. LT er að
sjálfsögðu LaDanian Tomlinson, einn besti
hlaupari deildarinnar og aðalmaðurinn í
San Diego. Hann er meiddur á stóru tá og
alls óvíst hvort hann verði með.
Pittsburgh með stóra Ben Roethlisber-
ger er alltaf erfitt heima að sækja á Tóm-
atsósu-völlinn, Heinz Field, og ætti eftir
öllu að eiga nokkuð auðveldan leik fyrir
höndum, sérstaklega ef LT verður ekki með
Chargers. Það er þó ekkert gefið í þessu
eins og stendur á þriðju blaðsíðu klisjubók-
arinnar en sigri Steelers ekki verður það
að teljast óvænt og lélegt hjá Steelers. Hér
mætir næstbesta sóknin bestu vörninni.
Besti árangur: unnu ameríkudeildina 1994
Sóknin: 27,4 stig að meðaltali
skoruð í leik (2. sæti)
Vörnin: 21,7 stig að meðaltali
fengin á sig í leik (15. sæti)
Sigrar-Töp á tímabilinu: 8-8
Sigrar-Töp í fyrra: 11-5
Árangur leikstjórnanda: Kurt Warner
Sendingar: 401 heppnaðist af 598
fyrir 4,583m. að meðaltali 7,7m í kasti
og 286,4 í leik.
Snertimörk: 30
Kastaði frá sér: 14
Besti árangur: unnu superbowl 1974, 1975,
1978, 1979 og 2005
Sóknin: 21,7 stig að meðaltali
skoruð í leik (20. sæti)
Vörnin: 13,9 stig að meðaltali
fengin á sig í leik (1. sæti)
Sigrar-Töp á tímabilinu: 12-4
Sigrar-Töp í fyrra: 10-6
Árangur leikstjórnanda: Ben roethlisberger
Sendingar: 281 heppnaðist af 469 fyrir 3.301m.
að meðaltali 7m í kasti og 206,3 í leik.
Snertimörk: 17
Kastaði frá sér: 11
san diego CHargerspittsburg steelers
ameríKudeildÞjóðardeild
Fær hann tækifærið?
Vince Young gæti
óvænt komið í lið
titans um helgina.
Frábær nýliði
Leikstjórnandi ravens,
joe flacco, er á sínu
fyrsta ári og hefur verið
frábær hingað til.
Delhomme alltaf
traustur fyrir Panthers
og á að baki tímabil í
Þýskalandi.
Stórskemmtilegur Kurt
Warner er lítið fyrir
hlaupakerfi heldur kastar
hann grimmt og er
algjört augnakonfekt.
Meistari Eli Manning
fór alla leið í fyrra og
hefur þá reynslu í
bland við hæfileika
að leiða nY í úrslit
Þjóðardeildarinnar.
Traustur Brian
Westbrook hefur lengi
verið einn af betri
hlaupurum deildarinn-
ar og hann mætir
fimmtu bestu vörninni í
new York um helgina.
Jötunn stóri Ben
stendur svo sannarlega
undir nafni og á að baki
superbowl-sigur árið
2005.
Mikilvægur Ladanian
tomlinson, Lt, er tæpur
fyrir leikinn en Chargers
eiga litla möguleika án
hans.