Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 24
E n hvers vegna fór að halla undan fæti og hvern- ig réttu þau úr sér að nýju? Solla Eiríks upplifði sína kreppu á undan mörgum öðrum, lærði af henni og er nú ágætlega undir það búin and- lega að lifa með kreppunni í íslensku efnahags- lífi. Hún veit hvernig það er að vera launalaus mánuðum saman, vita ekki hvort hún heldur húsinu sínu og spara í matarútgjöldum. En hún lærði líka að vera sátt og finna eitthvað skemmtilegt í andstreym- inu. Solla og Elli búa í einbýlishúsi í Grafarholtinu umvafin nátt- úrunni. Og í garðinum má enn, nú í janúar, sjá grænkál sem þau rækta. Og áherslurnar eru augljósar: Í stað bílskúrs er búið að innrétta aukaeldhús fyrir matarhönnuðinn Sollu, sem reyndar er menntaður textílhönnuður, en ástríðan fyrir hollum mat yfir- tók allt annað. Elli útbýr gómsætan drykk fyrir okkur konurnar: Pressaðar agúrkur, sellerí, engifer og lime. Úr þessu verður flott- ur kokteill. Solla er frískleg eins og spengileg íþróttastelpa. Húðin ljómar og augun geisla. Hún veit líka hvernig mataræði er gott fyrir lík- ama og sál. Og nú hefur hún verið valin 5. besti hráfæðiskokkur í heimi af erlendum matargúrúum. En á síðasta ári voru einhverjar sögusagnir í gangi um að hún væri alvarlega veik og gjaldþrota. Solla segist hafa verið alveg gáttuð á þessum misskilningi. „Já, það birtist frétt í blöðunum, held það hafi verið í DV, um að illa gengi hjá okkur í fyrirtækinu og ekki næðist í okkur, við værum farin úr landi. Á meðan á þessu stóð vorum við í löngu plönuðu sumarfríi með vinafólki okkar úti í afskekktri sveit á Ít- alíu. Þar var slæmt símasamband og við hin afslöppuðustu. En þetta kom út eins og við værum að flýja land og allt í kaldakoli.“ Kjaftasögur um heilsuleysi „Sagan af meintum veikindum mínum held ég að hafi stafað af þeim misskilningi að mikið var rætt um alvarleg veikindi Ingi- bjargar Sólrúnar. Á netinu var skrifað: „Solla komin úr aðgerð.“ Og það vita ekki allir að utanríkisráðherra gengur líka undir nafninu Solla, eins og ég, og einhverjir rugluðu þessu saman og upp úr spunnust sögur um að ég væri fárveik. Ég fór að fá sím- hringingar út af þessu. Og ég hef verið í sjálfboðaliðastarfi að að- stoða veikt fólk sem vill breyta mataræði sínu og ein konan sagði mér að eiginmaður sinn neitaði að fara eftir mataræði þessar- ar Sollu sem sjálf væri alltaf svo veik. Og mér sem verður aldrei misdægurt.“ Solla getur séð spaugilegu hliðarnar á þessum mis- skilningi eftir á. Salat varð þeim að falli „Við vorum að flytja inn ferskt salat frá Hollandi og það var erf- iður bransi sem fór ekki vel. Flugvélarnar sem flugu með þetta til landsins voru ekki með kælibúnað. Og því var innflutt græn- meti flutt í ókældum vélum, þar til fyrir skömmu. Hágæðasalatið okkar var því oft skemmt í búðunum. Og með andlitinu mínu á pokunum! Við fengum miklar kvartanir og fórum í það að rann- saka málið. Framleiðendurnir erlendis voru settir í gjörgæslu en ekkert breyttist. Það var ekki fyrr en við fórum að mæla hitastig vörunnar frá verksmiðjunni úti þar til hún var komin í hús hér heima að við áttuðum okkur á að flugvélarnar voru ekki með kælibúnað. Þessari baráttu lauk með því að það var sett kælikerfi í vélarnar í byrjun árs 2008 en það var um seinan. Í ársbyrjun 2008 sameinuðumst við Manni lifandi með að- komu Salt Investments. Þetta átti að verða eitt stórt hollustu- batterí. Ég hélt að þetta væri hagkvæmasta leiðin og neytandinn myndi njóta góðs af. Ætlunin var að reka miðlægt eldhús, veit- ingastaði, öflugar heilsubúðir og fleira. Þetta var hugsunarhátt- urinn í góðærinu. Uppgangstímarnir blekktu mann. En hjá Salt Investment eru menn úr fjármálaheiminum og þeir fundu lyktina og vissu á undan okkur hvert fjármál lands- ins stefndu. Það lokuðust fleiri og fleiri dyr. Fjármögnunarleiðir lokuðust. Og stóru draumarnir okkar og stóra línan varð ekki að veruleika. Þetta kolféll út af erfiðu efnahagsástandi. Þetta hefði orðið svo flott konsept en bara svooo 2007!“ Ólík sjónarmið „Við þrjóskuðumst lengi við. En mitt starf varð ekki að því sem ég gat sætt mig við. Ég reyndi að selja mér þá hugmynd. En það gekk ekki, það varð mikill ágreiningur og ólík sjón- armið uppi. Ég fann að þetta hafði ekki góð áhrif á mig. Enda eru mín- ar hugsjónir sprottnar úr því hug- arfari að nýta matarafganga og að rækta jörðina. Við vorum þrjár ólíkar einingar og náðum ekki saman hvernig sem við reyndum. Þetta voru mikl- ir erfiðleikar og mikil von- brigði. Maður sá fyrir sér stórt heilsubatterí eins og víða erlendis og trúði á að það væri hagur neytand- ans. En draumarnir okkar rættust ekki. Okkur var ekki ætluð þessi ganga. Það er engum um að kenna. En þegar maður stendur þarna í þessum átökum fara auðvitað ýmis orð út í loftið. Allir eiga sinn part af sökinni, við eins og aðrir.“ Og Solla heldur áfram: „Mín persónulega skoðun er sú að þetta var svo brjálað umhverfi, þenslan gat ekki orðið meiri. Fjármálahrunið var að byrja. Við vorum í samstarfi við menn sem stóðu í milljarða fjárfestingum og litla batteríið okkar var ekki efst á forgangslistanum. Þeir heyrðu bankadyrunum lokað fyrr en almenningur, og eðlilega voru þeir með allan hugann við að leysa sín mál þar. Okkar litla fyrirtæki var okkur allt, við vor- um með allan hugann við það, ég sá þetta sem allt mitt líf.“ Á skjálftavaktinni út af evrunni „Ég var á skjálftavakt þegar evran var komin í 110 og ég fékk and- arteppu. Hvað verður um innflutninginn, almenning, vöruverð á Íslandi? hugsaði ég skelfd. Nú er evran á 170 krónur. Þessi staða gerir allan innflutning mjög erfiðan í dag.“ Ekki gjaldþrota persónulega „Í dag er ég blessuð og ekki reið út í hvernig þetta fór, því nú á þessum tímum er lítil heildsala ekki lífvænleg. Það hefði verið erfitt að lifa af þessa kreppu. Þetta átti að verða fallegur og góð- ur draumur en eitthvað gerðist á leiðinni og eins og ástandið er orðið hér á landi er gott að ekkert varð af þessu. Við urð- um ekki persónulega gjaldþrota. Himnesk hollusta var sett í gjaldþrot. Andlit mitt var svo tengt fyrirtækinu en við áttum ekki nema lítið brot af því og eðlilega hélt fólk að við værum gjaldþrota. Það er erfitt að vera andlit á einhverju fyrirtæki,“ seg- ir Solla. „Nú vil ég frekar vera eins og gæðastimpill fyrir ákveðnar vörur.“ Endurskoðuðu lífið „Við fórum í gegnum ákveðna endurskoðun á okkar lífi eftir þetta. Vorum launalaus í marga mánuði og vissum ekki hvort við héldum húsinu okkar. Ég tók þarna út mína kreppu á undan bankahruninu mikla. Og ég finn núna að það voru forréttindi að fá að taka til í sínum ranni aðeins á undan hinum. Við Elli fórum að stunda jóga sam- an og spá í hver væru okkar raunverulegu lífsgæði. Þegar það leit út fyrir á tímabili að við myndum missa allt fór maður að finna hvað skiptir mestu máli og vinna út frá því og að lokum fann maður sátt í hjartanu. Við urðum smátt og smátt frjáls undan veraldlegu hlutunum, vorum farin að horfast í augu við að leigja litla búð úti í bæ og vorum orðin sátt við það. Hús eða íbúð, það er ekki allt. Það er mikið frelsi að hætta að óttast svo að missa þetta veraldlega. Ég og dætur mínar, 29 og 15 ára, fórum að sauma nýtt upp úr gömlu. Við býttuðum og klipptum og saumuðum og bjuggum til ýmis- legt og þetta var gaman. Það breyttist margt og varð meira rými fyrir sköpun sem er svo góð fyrir mann, því maður er að lífga eitt- hvað við innra með sér við það að skapa sjálfur. Og við upplifð- um nægjusemi og gleði við að fara vel með og njóta þess sem við höfum. Við Íslendingar vorum farnir að týna þessu niður. Vel- megunin rændi okkur þessari gleði og við vorum flest öll farin að dansa eftir þessu. Við héldum að uppgangurinn væri raunveru- leikinn en svo reyndist ekki vera. Margir hafa misst mikið og finn ég til með þeim. En ég veit líka að hægt er að komast í stuð við að setja saman ný sparidress úr gömlu. Og það er gaman að fara vel með. Nú fer það að verða almennt, og þykja flott, að vera eins og nýtið fólk var í gamla daga. Mamma keypti til dæmis lengi vel ekki eldhúsrúllur heldur klippti niður gömul nærföt og notaði sem tuskur.“ Foreldrarnir góð fyrirmynd „Foreldrar mínir eru kennarar á eftirlaunum og eru svo góð fyr- irmynd. Þau yrkja sína jörð og andleg og líkamleg næring barn- anna er aðalatriðið í lífi þeirra. Það er svo gott að hafa svona klett, þau eru pollróleg og halda sínu striki í kreppunni. Mamma og pabbi hafa verið með safnhaug síðan þau byrjuðu að búa og þau rækta sjálf samtals 60% af því sem þau borða. Þau frysta og mjólkursýra og nota gamlar geymsluaðferðir. Og þau gefa af sér. Ef þau eiga tvennt af einhverju gefa þau annað. Ég er þakklát fyr- ir að vera alin upp við að aðrir skipti máli og hef alla tíð verið óspör á að hjálpa öðrum. Við höldum húsinu okkar ennþá en við vitum ekkert hvernig þetta fer hjá okkur frekar en öðrum, en við erum orðin frjálsari en áður. Vissulega líður manni stundum eins og allri þjóðinni, að við höfum orðið fyrir andlegu áfalli og verið beitt ofbeldi. En ég kýs að horfa upp í birtuna frekar en að leyfa ástandinu að éta mig. Þá er ég betur í stakk búin til að gera eitthvert gagn. Þrátt fyr- ir kreppuna sem við persónulega gengum í gegnum vorum við jákvæð og það þýddi að við sendum út jákvæða strauma og hér heima og úti í heimi fór ýmislegt að opnast.“ Nýir tímar „Ég er byrjuð á nýju og spennandi verkefni. Okkar fyrirtæki er verktaki hjá Aðföngum sem þjónustar Hagkaup, Bónus og 10-11. Maður verður að halda áfram. Kreppan gengur yfir og ég fékk þau skilaboð hjá Aðföngum að vinna bara mína vinnu og við skyldum halda okkar striki, því kreppan klárast og þá þarf mað- ur að hafa allt á hreinu og vera tilbúinn. Þetta hugarfar er hvetj- andi. Við fórum inn í Aðföng því þeir höfðu sama áhugamál og ég, það er heilsufæði á verði fyrir alla. Og þeir sjá að varan mín geng- ur enda fræði ég almenning um vörurnar og kenni fólki að nota þær. Ég næ í gæði á góðu verði fyrir þá og því er þetta sigur fyrir báða aðila. Þeir meta mig og sérþekkingu mína og vilja nýta mig. Og ég er í draumastarfinu því ég hef fengið ákveðið frelsi til að vinna meira af ólaunuðu sjálfboðastarfi og get hjálpað þeim sem þurfa á að halda.“ Hugsjónir Sollu „Mörgum finnst sjálfsögð mannréttindi að hafa góða skóla og heilsugæslu fyrir alla. En mér finnst það líka eiga við um heilsu- vörur. Mataræði á ekki að vera stéttskipt. Það eiga allir að hafa efni á því að borða lífræna vöru á góðu verði. Okkar hugsjónir eru heilsa fyrir alla, lífrænt fyrir alla. Og við það er ég að vinna. Ég nota mikið spelt í bakstur og kílóið hefur kostað sitt. Í upphafi þegar við fórum að flytja inn spelt beint frá framleiðandanum náð- um við að lækka verðið á því um tæplega helming. Þá kostaði kíló af spelti allt að 600 krónum. Núna 5 árum seinna, þegar gengið hefur margfaldast og markaðsverð á spelti tvöfaldast, er verið að selja líf- ræna speltið okkar á 498 krónur kílóið út úr Bónus. Og þetta er sagt eitt besta speltið á markaðnum í dag. Það sýnir sig að þegar neyt- andinn fær hollustuvörur á góðu verði segir hann já takk.“ Sparnaðarráð í kreppu „Það sem virkar er að fara aftur í grunninn, fara nær hreinleikan- um og grunninum. Nýjasta námskeiðið mitt heitir „Hagkvæm hollusta“ og þar er gamli grunnurinn aðalmálið: Að leggja í bleyti og nota minna af hráefninu. Það er hagkvæmt að læra hvern- ig nota á baunir, sem eru mjög ódýrt hráefni. Kílóið af baunum kemur út undir 100 krónum þegar búið er að leggja þær í bleyti og sjóða. Nú nota ég meira baunir en minna af hnetum því hnet- ur eru dýrar. Og buffin mín eru með minna af hnetum en áður en enginn finnur muninn. Ég ráðlegg fólki að nota allt að 50% af baunum út í kjötið því það er erfitt að finna mun. Ég kenni fólki líka hvernig það getur eldað stærri skammta, þá verður hlutfallslega meira af baunum og hrísgrjónum í upp- skriftinni. Það er mun ódýrara að gera uppskrift fyrir 10 en fyr- ir tvo og svo frystir maður. Máltíðin per haus getur orðið mjög ódýr. Þetta er hagkvæmur grunnur sem formæður okkar voru snillingar í. Við vorum hættar að hugsa um kostnað og hent- um bara í innkaupakörfurnar. Út úr einni teskeið af fræjum sem maður lætur spíra, og kostar kannski 20 krónur, er hægt að fá heilan bakka af spírum. Hollt og gott. Hipparnir gömlu sem ég lærði af voru snillingar í þessu. Í stað þess að henda grænmetis- afgöngum beint í safnhauginn nota ég þá fyrst í soð sem grunn í súpu og þarf þá að nota minna af kryddi. Þetta kostar aðeins meiri tíma og skipulag. En fólk mun líka fara að huga frekar að andlegri og líkamlegri heilsu en þessu veraldlega sem hefur hvort sem er ekki virkað fyrir okkur. Nú þarf fólk aðeins að stokka upp hjá sér og ákveða hvort það ætlar að velja heilsusamlegt fæði fyrir heimilið og baka til dæmis margt sjálft. Það er hægt að fá 4 brauð út úr kílópoka af spelti. Staðan í dag og ný vörulína Nú er nýja vörulínan Himneskt að fylla hillurnar í verslunum. Á miðanum stendur „Lífrænt Solla“ eða bara „Solla“ þar sem við á. Og andlit hennar á öllum vörum. Frekari upplýsingar og upp- skriftir er að finna á vefsíðunni himnesk.is. „Það er komin ný mynd og taglið er farið en komin þrosk- aðri kona, reynslunni ríkari. Ég veit að svona verður reynsla til, maður gerir eitthvað sem verður öðruvísi en maður ætlaði sér en þegar upp er staðið verður maður ríkari fyrir vikið, að hafa kynnst þessu fólki og þessu starfi – þó ekki hafi allt gengið upp. Ég er að vinna að hugsjónum mínum í dag og er sátt. Ég fæ að vera grænn sérvitringur, fólk hefur skoðun á mér.“ Solla Eiríks opnar dyrnar og tekur á móti foreldrum sínum sem koma reglulega í heimsókn til að sækja grænmetisafgang- ana sem fara eiga í safnhauginn. Engar umbúðir, ekkert rusl. Svona er hringrás lífsins. Solla og Elli munu hafa nóg að gera á næstunni enda fjöldi nýrra vara að koma í búðirnar næstu vik- urnar. „Sagan af meintum veikindum mínumheld ég að hafi Stafað af þeim miSSkilningi að mikið var rætt um alvarleg veikindi ingibjargar Sólrúnar. Á netinuvar Skrifað: „Solla komin úr aðgerð.“ föstudagur 9. janúar 200924 Helgarblað Harðdugleg solla ræktar grænmeti í garðinum jafnvel í janúar. Helgarviðtalið Sigríður ArNArdÓttir sirryarnar@gmail.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.