Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 28
föstudagur 9. janúar 200928 Sakamál
Frelsi eFtir Fimmtán ár
Bretinn andrew adams var handtekinn og sakfelldur fyrir morð árið 1992.
fórnarlambið var fimmtíu og átta ára kennari sem hafði verið skotinn til bana. Í
fimmtán ár hélt adams fram sakleysi sínu, var mótþróafullur og stöðugt færður
á milli fangelsa. Eftir fjölda tilrauna til að fá heimild til að áfrýja dómnum tókst það
loks árið 2005. Í skýrslu sem lögð var til grundvallar heimildinni var bent á fjölda
atriða sem renndu stoðum undir fullyrðingar adams um sakleysi sitt.
Lesið um andrew adams í næsta helgarblaði dV.
Fyrsta morðið
Samuel Elkins braut blað í sögu Bournemouth á Englandi. Reiði vegna brottreksturs olli því að hann ban-
aði yfirmanni sínum. Lögreglan átti erfitt með að trúa játningu Elkins, enda höfðu smáglæpir verið það
eina sem hún hafði þurft að glíma við í kjördæminu.
Hesthús Boscombe og Westbourne
almenningsvagnaþjónustunnar
í Bournemouth á Englandi voru
böðuð geislum morgunsólar og
fátt sem gaf til kynna að 27. febrúar
1894 yrði ólíkur öðrum dögum.
Verkstjórinn, William Mitchell,
sinnti sínum daglegu skyldum,
líkt og hann hafði gert undanfarin
þrjú ár með þeim árangri að fram-
kvæmdastjórarnir höfðu ákveðið
að hækka við hann launin.
En þennan dag var brotið blað í
sögu Bournemouth. Aðra stundina
var Mitchell að bera áburð á hest,
líkt og hvern annan morgun, en
hina stundina lá hann á gólfinu og
streymdi blóð úr höfði hans. Einn
verkamaður í hesthúsinu var send-
ur til að sækja lækni með þau skila-
boð að hestur hefði sparkað í höf-
uð Mitchells.
Á meðan læknisins var beð-
ið var Mitchell borinn í nærliggj-
andi hús. Læknirinn hafði vart gef-
ið Mitchell hressingardrykk þegar
verkstjórinn var örendur.
Maðkur í mysunni
Þar sem læknirinn vissi enn ekki
betur en Mitchell hefði fengið
spark í höfuðið kom það honum
á óvart að heyra vinnumenn hest-
hússins hvísla sín á milli að ekki
væri allt sem sýndist. Læknirinn
kannaði því höfuðsár Mitchells
betur og uppgötvaði þá gat á höfði
verkstjórans og við enn frekari at-
hugun fann læknirinn málmhlut í
sárinu og einnig púðurlykt.
Vinnumennirnir velktust ekki í
vafa um hver væri ábyrgur. Þjösni
að nafni Samuel Elkins hafði verið
rekinn laugardaginn áður fyrir að
leggja hendur á einn vikapiltinn.
Elkins hafði síðan þá hangið við
hesthúsið og annaðhvort grátbænt
um að fá starf sitt aftur eða haft í
hótunum við Mitchell.
Elkins hafði líkt og Mitchell
unnið í hesthúsinu í þrjú ár við að
skera niður fóður hestanna. Elkins
hafði vænst stöðuhækkunar og gert
ráð fyrir að hann fengi þann starfa
að stjórna heyskurðarvél, fyrsta
vélknúna tæki fyrirtækisins.
Vantrúaður lögregluþjónn
Tveimur dögum eftir brottrekst-
urinn hafði Elkins fyllst bræði
þegar hann sá ungan verkamann
stjórna nýju vélinni og hvarf á brott
í bræðikasti.
Elkins var ekki aðeins síðasti
maðurinn sem hafði sést á tali við
Mitchell, einnig hafði sést til hans
þegar hann yfirgaf svæðið.
En það varð fljótt ljóst að flótti
var ekki í huga Elkins. Hann hafði
farið í leit að lögregluþjóni og þeg-
ar hann fann Hood lögregluþjón
sagði hann að hann hefði banað
Mitchell verkstjóra. En Hood lagði
ekki trúnað á frásögn Elkins.
„Ég er sekur um glæpinn,“ sagði
Elkins, og bað um að verða hand-
tekinn. En jafnvel þegar hann rétti
lögregluþjóninum hlaðna marg-
hleypu sína með viðvörun um að
fara varlega með hana, trúði lög-
regluþjónninn honum ekki.
„Þú heldur bara að þú hafir gert
það“, sagði Hood lögregluþjónn.
Hood var einn fimm lögregluþjóna
í Bournemouth og þegar Elkins
þráaðist við tók Hood hann og setti
hann í varðhald.
Fórnarlamb hrekks
Ástæður efasemda Hoods voru
kannski ekki undarlegar í ljósi þess
að morð hafði ekki verið framið í
kjördæminu. Einu glæpirnir sem
lögreglan hafði þurft að fást við
tengdust ofdrykkju, smáþjófnuð-
um og útþynningu mjólkur.
Samuel Elkins hafði því brotið
blað í sögum Bournemouth, auk
þess sem réttarhöld yfir honum
síðar urðu með þeim stystu í sög-
unni.
En þar sem Elkins og Hood
gengu til lögreglustöðvarinnar ef-
aðist Hood enn um frásögn Elkins.
Hood grunaði að hann væri fórn-
arlamb ósmekklegs hrekks. En til
vonar og vara ákvað hann þó að
taka marghleypuna í sína vörslu og
loka Elkins inni í klefa.
Þess var ekki lengi að bíða að
frásögn Elkins yrði staðfest og
nokkrum dögum síðar lenti Hood
aftur í sviðsljósinu þegar hann
þurfti að hafa stjórn á æstum
mannfjölda í líkfylgd Mitchells.
Reyndar var það svo að stór hluti
syrgjendanna sem gekk á eft-
ir ríkulega útbúnum vagni sem
vinnuveitendur Mitchells höfðu
útvegað hefði aldrei látið sjá sig
ef andlát hans hefði borið að með
eðlilegum hætti.
Átta mínútna réttarhöld
Samuel Elkins var dæmdur til
dauða átta mínútum eftir að hann
hafði lýst sig sekan um morðið á
Mitchell. Hann mætti dauða sín-
um á sama hátt og hann hafði ver-
ið við hin stuttu réttarhöld og bar
höfuðið hátt þegar hann gekk upp
á aftökupallinn.
Síðar kom í ljós að Elkins hafði
fengið afslátt þegar hann keypti
marghleypuna hjá byssusala í
Southampton. Elkins hafði beðið
um öflugustu skambyssuna und-
ir því yfirskyni að hann vildi að
hross sem hann ætlaði að lóga
þjáðist eins lítið og mögulegt væri.
Þetta fannst byssusalanum bera
vott um tillitssemi og sló af verði
byssunnar.
Morðið á Mitchell varð einn-
ig til þess að skemmtun í Pok-
esdown-skólanum í Bournem-
outh féll niður. Á meðal þeirra
sem koma áttu fram voru sonur
Samuels Elkins og dóttir Williams
Mitchell.
umsjón: koLBEinn þorstEinsson, kolbeinn@dv.is
Einu glæpirnir sem
lögreglan hafði þurft
að fást við tengdust
ofdrykkju, smáþjófn-
uðum og útþynningu
mjólkur.
Almenningsvagn strætisvagn þess tíma þegar mitchell var myrtur.
Bournemouth-torg Árið 1984 hafði ekkert morð komið til kasta lögreglu Bournemouth.