Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 26
föstudagur 9. janúar 200926 Helgarblað ReyfaRakaup og köttuRinn í sekknum Þessa dagana flykkjast Íslendingar á útsölur til að reyna að gera reyf- arakaup. sumum tekst það en aðrir kaupa köttinn í sekk num. flestir kannast við að fjárfesta í einhverju sem virkar mjög sniðu gt en endar svo neðst í skúfunni áður en þú getur sagt „útsala“. aðrir h itta á leynda gullmola sem endast þeim ævina. dV tók nokkra þjóðþek kta einstakl- inga tali og spurði þá út í bestu og verstu kaupin. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi keypti evRuR í upphafi síðasta áRs „Bestu kaupin eru evrur sem fjölskyldan fjárfesti í í byrjun síðasta árs. Þetta var sparnaður sem augljóslega var kostakaup ársins og kemur núna að góðum notum. Besta fjárfesting allra tíma verð ég að segja. Verstu kaup mín eru svo jólaljós sem ég keypti á furujólatréð okkar fyrir tveimur árum. Það sem er með þau er að þau virðast alltaf drepa á sér á aðfangadags- kvöld. Það hefur gerst núna bæði skiptin eftir að ég keypti þau. svo þegar maður er búinn að laga þau eru jólin búin.“ Katrín brynja Hermannsdóttir sjónVarpsÞula. hef látið glepjast af gylliboðum „útsölur eru ekki alveg mín sterkasta hlið, það fer allt á hvolf í höfðinu á mér þegar ég sé svona miklu af fötum hrúgað saman á einn stað og ég hrökklast yfirleitt út. Best er ef ég veit hvað mig langar í eða hvað fólkið mitt vantar. Ég hef þó alveg gert mín glappaskot á útsölum og látið glepjast af gylliboðum en líka gert frábær kaup og þau bestu gerði ég fyrir ellefu árum með mömmu í Bandaríkjunum. Þá keypti ég svarta rúskinnskápu sem mamma fann fyrir mig, hún átti að kosta 299 dollara en var komin niður í 99. Þessa kápu nota ég enn í dag og finnst hún æðisleg. Verstu kaupin gerði ég fyrir tveimur árum í verslun sem ég virðist aldrei geta hitt á flík sem ég geng í. fer þangað því ég sé ofur flottar konur í fötum þaðan en skipti iðulega því sem ég slysast til að kaupa þar. síðast var það svört peysa með glimmeri í, mjög flott og meira að segja var ég býsna löguleg í henni í mátunarklefanum. En þegar ég kom heim var hún alveg glötuð. Eftir nokkrar tilraunir sá ég að þetta gengi aldrei og gaf vinkonu minni hana. Í dag er ég farin að vanda mig meira við fatakaup og kaupi ekki á útsölu bara því það er ódýrara – mig þarf að vanta eða dreplanga í flíkina.“ linda Ásgeirsdóttir leiKKona seinheppin í skókaupum „Ég er einstaklega seinheppin þegar ég ætla að kaupa skó á útsölu. Ég kaupi mér oft skó án þess að máta því þeir eru svo ódýrir og hef oftar en einu sinni brennt mig á því að skórnir séu síðan allt of litlir eða þröngir á mig. Einu sinni keypti ég til dæmis þrenn ofsalega flott skópör á útsöluverði í útlöndum en þegar ég kom heim til Íslands og fór að máta skóna passaði ekkert af öllum þremur pörunum á mig. Bestu kaupin mín myndi ég segja að væru í China town í new York. Þar hef ég fest kaup á kínverskum sloppum og inniskóm og hræódýrum gucci-töskum. allar vörurnar sem ég hef keypt í China town endast einkar vel miðað við verð.“ nína björK gunnarsdóttir, ljósmyndari og rÁðgjafi í Hreyfingu Heilsulind. leit út eins og stóR blaðRa „Verstu útsölukaup sem ég hef nokkurn tímann gert er pils sem ég keypti í París eitt árið. Þetta var svona blöðrupils sem var í tísku þá. Þegar ég var komin í pilsið leit ég út eins og stór blaðra. notaði það aðeins í eitt skipti því markmiðið var alls ekki að líta út eins og blaðra þó um blöðrupils væri að ræða. Bestu kaupin gerði ég hins vegar í vikunni í versluninni regatta er ég keypti útivistarjakka á alla fjölskylduna á 50% afslætti. Meningin er að vera dugleg að fara út að ganga á þessu ári.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.