Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 27
föstudagur 9. janúar 2009 27Helgarblað
Ingólfur ÞórarInsson söngvarI
Keypti rándýrt
magabelti
„Það er auðvelt að segja til um verstu
kaup sem ég hef gert. Ég fjárfesti einu
sinni í svona magabelti til að þjálfa
magavöðvana og ég hélt að ég gæti
bara hætt að mæta í ræktina ef ég væri
bara nógu duglegur að nota beltið. Það
var alveg rándýrt og eftir þrjú skipti varð
það batteríslaust og ég nennti ekki að
finna út hvernig ég ætti að setja ný
batterí í beltið svo það liggur bara
ónotað inni í skáp. Bestu kaupin mín
voru tuttugu gítarneglur í pakka merktar
með nafninu mínu. Þetta slær alveg í
gegn í partíum og svo lauma ég þessu
oft að litlu krökkunum sem biðja um
eiginhandaráritanir. neglurnar eru
ómetanlegar fyrir krakkana en kostuðu mig
bara fjögur hundruð krónur. Ég er reyndar
búinn að vera svo duglegur að dreifa þeim að
ég þarf að fjárfesta bráðum í nýjum pakka af
nöglum en það er allt í lagi því þær eru svo ódýrar.“
óttar M norðfjörð rIthöfundur
Keypti hlýja
úlpu
„Bestu kaupin eru klárlega úlpa sem ég keypti
síðasta haust. Það er alveg svakalega hlý úlpa frá
66° norður og ég get sagt það að maður þarf ekkert
að hafa áhyggjur af kuldanum á Íslandi ef maður á
góða úlpu.
Verstu kaupin myndi segja vera PC-tölva sem ég keypti
ekki svo fyrir löngu. Mig langaði í Mac-tölvu sem var
hrikalega dýr en sá svo eina ódýra PC og ákvað að slá
til. sama dag og ég ræsi hana er hún lengi
að fara af stað. Hún er almennt alveg
rosalega hæg og ég hef þurft að
sætta mig við hana. nú er ég bara
að bíða og réttlæta fyrir sjálfum
mér að kaupa Mac-tölvu, Maður
var náttúrlega búinn að eyða fullt
af pening.“
jóhannes haukur jóhannesson, leIkarI og eftIrherMa
levi´s-buxur bestu
og verstu Kaupin
„Bestu og verstu kaupin hjá mér eru sami hluturinn. Verstu kaupin voru buxur sem
ég keypti í Levi´s-búðinni hér heima og kostuðu 15 þúsund krónur eða eitthvað
álíka. Ég hef alltaf keypt sama sniðið af buxum sem kallast
Levi´s 512 bootcut. Þær voru hins vegar ekki til í
venjulegu gallaefni heldur einhverju vaxbornu
gallaefni sem átti að vera mjög töff og var öðruvísi
á litinn. Ég keypti tvennar svona buxur og þær
rifnuðu báðar því efnið var svo þunnt og
lélegt. glötuð kaup og ég var ekki sáttur.
Bestu kaupin eru hins vegar alveg eins
buxur nema úr venjulegu gallaefni sem ég
keypti í Levi´s-búðinni í new York. Ég man
ekki nákvæmlega hvað þær kostuðu en
dollarinn var í 80 krónum þegar ég var
þarna úti. Ég hafði hins vegar keypt
gjaldeyri þegar dollarinn var í 58 þannig
að þetta voru enn betri kaup.“
egIll „gIllzenegger“ eInarsson,
líkaMsræktarfröMuður
Keypti
síðasta
túbusjónvarpið
„Ég keypti mér vélsleða á útsölu á mjög góðum díl. Það er líklega besta útsöluvara
sem ég hef keypt. Ég bý í Kórahverfinu og er nánast í Bláfjöllunum. Þarf bara rétt að
skottast úr innkeyrslunni og ég er kominn upp í fjöll. En verstu kaupin eru líklega
þegar Pítu Hanz (áður Partý Hanz) hjá raftækjasölu fræga fólksins seldi mér síðasta
túbusjónvarpið á landinu. Ég man að það var níðþungt og fáránlega mikil gæði í
þessu sjónvarpi. En þegar ég kom heim og opnaði blöðin sá ég að allir voru komnir
með flatskjái. Það hefur ekki verið gert lítið grín að gamla og hef ég nánast verið
lagður í einelti út af þessu sjónvarpi. félaginn tók vin sinn aftan frá með þessum
kaupum.“
Ása ottesen, stílIstI og tískubloggarI
útsölufötin enda
lengst inni í sKáp
„Ég fer svo sjaldan á útsölur því ég vil helst kaupa
mér það sem er alveg nýtt en þær vörur fara
sjaldan á einhverja góða útsölu. Ég held
að mín bestu kaup séu úr Ikea. fékk
alltaf gjafabréf í jólagjöf þegar ég
var að byrja að búa og gat því
keypt mér fullt af skemmtileg-
um hlutum í búið. Verstu
kaupin mín eru svo mörg.
Ég man ekki eftir neinu
sérstöku en flest föt sem
ég kaupi á útsölu enda
lengst inn í skáp og rata
aldrei þaðan út aftur.
Maður kaupir oft
eitthvað af því það er
með afslætti en ekki af
því að maður þurfi á því
að halda.“
ragnheIður eIríksdóttIr, tónlIstarMaður
og aðstoðarkona ÞIngManns
notuð rauðvínsglös
reynast vel
„Ég kaupi yfirleitt ekki vörur á fullu verði. Ég versla mest í góða hirðinum eða
Kolaportinu og þar er náttúrlega alltaf útsala. Ég get nefnt sem góð kaup voða fín
rauðvínsglös sem ég keypti notuð í góða hirðinum fyrir um tveimur árum. Þau
eru enn í fínu lagi og ef þau brotna er það í fínu lagi því stykkið kostaði fimmtíu
kall. annars var ég að pæla í því síðasta laugardag hvort Íslendingar skiptist í
fólkið sem mætir á mótmælin á austurvelli og fólkið sem mætir á útsölur, sem
voru einmitt að hefjast þá helgi. Ég kaus allavega að mæta á mótmælin og gerði
góð kaup í því. Ég hvet fólk til að mæta frekar á þau heldur en útsölur.“