Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 46
föstudagur 9. janúar 200946 Fólkið Ólafur Halldór Ólafsson, nemi í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, flýgur til Bandaríkjanna á morg- un og er stefnan tekin á suðurríkin, nánar tiltek- ið Tennessee-fylki. Þar ætlar hann að skrifa meistararitgerð um Elvis Presley, átrúnaðargoð sitt, og samskipti hans við fjölmiðla. Eurovision-æðið hefst á laugar- daginn með svokallaðri forkeppni. Í þættinum annað kvöld eru það ungir og efnilegir söngvarar sem ráða ríkjum. Aðalheiður Ólafsdótt- ir, betur þekkt sem Heiða í Idol, syngur lag í þættinum eftir Halldór Guðjónsson. Fyrrverandi ungstirn- ið Jóhanna Guðrún stígur sín fyrstu skref í Eurovision en hún syngur lag eftir Óskar Pál Sveinsson. Einnig stígur Ólöf Jara Skagfjörð sín fyrstu skref í Eurovision og syngur hún lag eftir Valgeir Skagfjörð, föður sinn. Þess má geta að Ólöf er dóttir Guð- rúnar Gunnarsdóttur söngkonu. Lagahöfundurinn Heimir Sindra- son fékk Edgar Smára úr Lúxortil að syngja sitt lagið. Hann er jafnframt eini strákurinn í þættinum annað kvöld. Valin verða sextán lög sem keppa í úrslitaþættinum 14. febrú- ar næstkomandi. EfnilEgir söngvarar FyrsTi Eurovision-ÞáTTurinn Í loFTið annað kvöld: Ólafur HalldÓr Ólafsson: n Vindaspá kl. 18 á morgun. n Hitaspá kl. 18 á morgun. veðurstofa íslands Veður í dag kl. 18 <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu. Fös Lau Sun Mán hiti á bilinu Kaupmannahöfn hiti á bilinu Osló hiti á bilinu Stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu London hiti á bilinu París hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu Palma Fös Lau Sun Mán hiti á bilinu Tenerife hiti á bilinu Róm hiti á bilinu Amsterdam hiti á bilinu Brussel hiti á bilinu Marmaris hiti á bilinu Ródos hiti á bilinu San Francisco hiti á bilinu New York hiti á bilinu Barselóna hiti á bilinu Miami 3/5 1 -1/4 -5/1 -2/3 -7/-1 -3 9-13 8/12 16/19 1/9 -5/-1 -11/-5 3/11 15/16 9/13 -1/2 19/25 1/3 3 0/1 2 0/3 -5/-1 -6/-1 7-10 4/11 17/19 0/10 -5/-2 -8/-5 4/10 15 8/11 -2/-1 15/26 2 4/5 2 2 4/7 0/-2 -6/-4 7/11 3/11 15/17 0/10 2 0 2/14 14/15 9/11 -2/0 17/25 3 3/6 3/4 1/3 8/10 4 -3/-2 6/12 4/10 16/17 0/11 5 3 7/12 13/14 7/12 1 16/25 úti í hEimi í dag og næstu daga ...og næstu daga á morgun kl. 12 Lau Sun Mán Þri vindur í m/s hiti á bilinu Stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Lau Sun Mán Þri vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Höfn Reykjavík Egilsstaðir Ísafjörður Vestmannaeyjar Patreksfjörður Kirkjubæjarkl. Akureyri Selfoss Sauðárkrókur Þingvellir Húsavík Keflavík 2-10 -1/2 7 1/3 3-5 2 2-12 0/1 12 0 1-3 -2/1 1-3 -2/1 3-5 1/2 2-4 2/3 2-5 1/3 5-16 4/5 1-5 2 3-6 1/2 2-12 -1/3 6-10 -4/-1 8-9 -4 4-5 -4/-2 3-5 -5/-3 9-14 -4 1-3 -6/-5 1-3 -6/-5 5-7 -2/1 4-6 -1/0 2-3 0/1 11-13 1 4-7 -3/-1 7-8 -2/-1 7-11 -5/-2 5-9 -7/-5 7 -7/-3 4-6 -4/-2 3-7 -7/-2 6-8 -9/-6 1-2 -12/-10 1-2 -12/-10 6-7 -9/-3 5-6 -4/-3 2-3 -3/-2 3-9 -1/1 3-5 -9/-5 8 -8/-3 6-11 -7/-6 4-8 -8/-4 7 -10/-7 3-5 -6 2-5 -11/-5 4-9 -17/-11 1 -18 1 -18 3-4 -19/-13 4 -13/-5 2-4 -3/-2 11-16 -1 3-4 -8/-5 5-6 -4 5-13 -3/0 sEnn kólnar á ný Eftir hlákutíð undanfarið og óvenjuleg hlýindi virðist sælan vera úti ef marka má langtíma- spár. Í dag fer kólnandi á land- inu og verður hitastig á bilinu 0 til 5 stig. Hlýjast verður sunnan- og vestanlands. Vindur verð- ur fremur hægur á bilinu 2 til 7 metrar á sekúndu. Skúrir víða en léttir til norðaustanlands. Efnilegar söngkonurnar Heiða og jóhanna guðrún koma fram í þættinum annað kvöld ásamt Ólöfu jöru og edgari smára. 1 2 2 1 3 2 4 3 4 6 4 6 9 6 5 14 6 4 5 2 2 1 2 4 2 2 1 -20 0 5 2 7 10 7 1 6 5 2 2 á hEimaslóðum Elvis „Elvis Presley hefur alltaf fylgt mér á einhvern hátt. Hann er átrúnað- argoðið mitt,“ segir Ólafur Halldór Ólafsson, tónlistarmaður og nemi í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands. „Ég er að fara út í skiptinám á vegum skiptinemasamtaka Háskóla Íslands. Er búinn með alla áfanga, en er að fara út til þess að skrifa rit- gerðina sem fjallar um samband Elv- is Presley við fjölmiðla. Einnig ætla ég að gera útvarpsþáttaröð um upp- tökuferil Elvis,“ segir Ólafur. „Ég hef verið aðdáandi Elvis Presley síðan ég var 10 ára. Uppgötv- aði hann er ég var að gramsa í plötu- safninu hjá mömmu og pabba. Mér finnst tónlistin hans skemmtileg og alltaf mjög töff og flott, alveg sama frá hvaða tímabili hún er,“ segir Ólaf- ur sem flýgur til New York á morgun. Þar ætlar hann að dvelja á Chelsea- hótelinu sem frægt var meðal tónlist- armanna á borð við Bob Dylan á sjö- unda og áttunda áratugnum. Þá liggur leiðin til Nashville, en Ólafur mun dvelja í litlum bæ fyrir utan kántríborgina frægu á heima- vist við Middle Tennessee-háskól- ann. „Þarna verð ég fram í maí. Ég geri mér örugglega nokkrar helgar- ferðir til Memphis til þess að skoða Graceland,“ segir Ólafur og segist hafa kynnt sér heimkynni kóngsins vel. „Ég ætla að taka allan pakkann þarna úti. Það er til Elvis Presley- matreiðslubók og ég hlakka til að kynnast suðurríkjamatnum, en ég held að þarna sé allt morandi í Elvis,“ segir hann og hlær. Ólafur viðurkennir fúslega að vera mikill aðdáandi og á afmælisdegi kóngsins geri hann ávallt eitthvað sérstakt. „Ég klæði mig ekki í Elvis- búning en set kannski eina plötu á fóninn,“ segir Ólafur sem hefur við- að að sér myndarlegu safni af Elvis- plötum í gegnum tíðina. Ólafur er í hljómsveitinni Weap- on. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu fyrir síðustu jól sem hlaut nafnið A Ditch in Time, en hún var unnin af bandarískum upptökustjóra. Félag- arnir stefna á að túra um Bandaríkin næsta vor eða haust. Ólafur flýgur til Bandaríkjanna á morgun. „Ég er mjög spenntur. Það er svolítið ævintýri að leggja í þessa ferð en henni fylgir einnig svolítil óvissa.“ Mesti töffarinn elvis verður alltaf rokkkóngurinn. Á heimaslóðum rokkkóngsins Ólafur Halldór Ólafsson mun dvelja í tennessee-fylki í eina önn til þess að skrifa meistararitgerð um átrúnað- argoð sitt, elvis Presley. MYND GUNNAR GUNNARSSON Graceland vinsæll ferðamanna- staður í Memphis. MYND GUNNAR GUNNARSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.