Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Blaðsíða 16
föstudagur 9. janúar 200916 Helgarblað
ón Baldvin Hannibalsson,
fyrrverandi formaður Alþýðu-
flokksins, ráðherra og sendi-
herra, telur það skyldu sína
að leggja endurreisn þjóðfé-
lagsins lið eftir bankahrunið.
Hann vill þó ekki kveða upp úr
um það hvort eða hvernig hann ætli
að leggja á pólitísku miðin á nýjan
leik. En hann safnar gögnum, skrifar
og heldur fyrirlestra um bankahrun-
ið. Til að mynda alveg nýlega í þeirri
frægu andans borg Jena í Þýskalandi
þar sem hann gerði ítarlega grein fyr-
ir íslenska bankahruninu á málþingi
sem haldið var á vegum Friedrich
Schiller-háskólans.
Jón Baldvin horfir út á álfastein
í garði sínum í Mosfellsbæ þegar
blaðamaður sest niður með honum
og talar um friðsældina í sveitinni í
útjaðri borgarinnar. Honum renn-
ur til rifja hvernig komið er fyrir þjóð
sinni og það kveikir vilja til verka.
Hann segir að mjög skorti á að menn
skilji það sem Göran Persson, fyrr-
verandi forsætisráðherra Svía, sagði
er hann heimsótti landið á dögunum
um að nú verði að horfast kalt í augu
við vandann og draga fram sannleik-
ann án þess að snúa sér undan. „Það
skortir mjög á að það sé gert. Hvað
skuldum við? Hvað gerist þegar gjald-
eyrisskömmtun verður aflétt? Sekkur
þá krónan? Það er nokkuð langt um
liðið síðan gjaldmiðillinn hrundi og
fjármálakerfið hrundi. Við horfum á
stjórnvöld sem gripu til fálmkenndra
björgunaraðgerða. Sjáðu Icesave-
málið. Forsætisráðherrann vissi ekk-
ert hvað var að gerast. Hann hélt því
fram að Icesave og áætlun Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins væru aðskilin mál.
Annað kom á daginn og skilyrði voru
sett um lausn Icesave-deilunnar. For-
sætisráðherrann var úti á þekju. Við
horfum upp á lausatök stjórnvalda og
fálmkennd viðbrögð eftir á. Við horf-
um á getuleysi til að horfast í augu við
staðreyndirnar og enga viðleitni til að
segja fólki satt. Þetta er skelfilegt.“
Þjóð í gíslingu
Ætlar þú að ganga til liðs við Sam-
fylkinguna eða fara aðrar leiðir ef þú
lætur til þín taka?
„Heldur þú að einhver sé óðfús að
ganga inn í þetta? Ég hef engan áhuga
á að stofna flokk. En ég finn til skyld-
unnar að miðla af reynslu minni,
láta til mín taka. Það er hörmulegt
að stjórnarflokkarnir tveir eru ósam-
mála um grundvallaratriði. Ekki bara
það, því Sjálfstæðisflokkurinn er klof-
inn niður í rót í afstöðu sinni til helstu
mála. Er samstaða í ríkisstjórninni um
að skipta um áhöfn í Seðlabankan-
um? Nei. Er samstaða um ESB? Nei.
Er einhver samstaða um það hvernig
eigi að leysa gjaldeyrismálið? Nei. Við
erum með öðrum orðum með óhæfa
ríkisstjórn sem engar ákvarðanir get-
ur tekið, fyrst og fremst vegna þess
að sá flokkur sem leiðir ríkisstjórnina
getur ekki einu sinni veitt sjálfum sér
forystu. Það er jafnvel spurning hver
stjórni þeim flokki. Er það kannski
embættismaður í Seðlabankanum?
Er hann ekki forystumaður þess arms
flokksins sem heldur öllum hinum í
gíslingu? Það er ekki björgulegt þeg-
ar þjóð býr við neyðarástand að hafa
í ríkisstjórn flokk sem er óstjórnhæf-
ur. Hann ber pólitíska ábyrgð á þessu
hruni. Hann hefur haft forystu um
ríkisstjórn undanfarin 17 ár að tveim-
ur árum undanskildum. Hann hefur
haft fjármálaráðuneytið allan tím-
ann. Hann er ábyrgur fyrir efnahags-
stefnunni í heild sinni í gegnum þessi
tvö embætti. Og hann hefur haft for-
ystu í Seðlabankanum allan þann
tíma sem um er að ræða. Flokkurinn
horfist ekki í augu við þetta. Hann er í
sjálfsafneitun. Þjóðin situr uppi með
það að hún eigi að bíða eftir því að
þessi flokkur geti klórað eitthvað yfir
ágreininginn í eigin röðum. Á með-
an á þjóðin að bíða á strandstað.
Hvers konar framkoma er þetta eig-
inlega? Ég er að segja að úr því svona
hörmulega er komið fyrir okkur og
við höfum ríkisstjórn sem getur ekki
veitt forystu í gegn um þetta, getur
ekki markað stefnu og tekið ákvarð-
anir, þá er bara eitt úrræði eftir. Það
er á ábyrgð þingsins að annaðhvort
mynda nýjan þingmeirihluta eða
þingmeirihluta um það að skjóta hin-
um stóru málum í dóm þjóðarinnar. Í
því felst ábyrgð Samfylkingarinnar.“
Kosningar sem fyrst
„Samfylkingin á ekki langan tíma
eftir. Það eru engin rök fyrir því að
þjóðin eigi að bíða hér í stjórnleysi
meðan klíkur í Sjálfstæðisflokknum
útkljá sín deilumál. Það er röng pól-
itík. Það verður að horfast í augu við
staðreyndirnar eins og þær eru. Sjálf-
stæðisflokkurinn er ekki stjórnhæf-
ur. Ef ríkisstjórnin er ófær um að taka
ákvarðanir verður sá að gera það sem
hefur valdið í sínum höndum, en það
eru kjósendur. Ég er með öðrum orð-
um að mæla með þingkosningum
sem allra fyrst. Þær verða að vera á
fyrri hluta þessa árs. Það er ekki eft-
ir neinu að bíða. Málin eru svo al-
varleg að það er ekki réttlætanlegt
að setja flokkshagsmuni algerlega í
fyrirrúm eins og Sjálfstæðisflokkur-
inn er að gera. Þjóðin á ekki að þola
svoleiðis og aðrir flokkar eiga ekki að
láta slíkt viðgangast. Þingið á ekki að
sitja uppi með slíkan geðlurðuhátt.
Forsætisráðherra fer með þingrofs-
valdið. Ef hann neitar að beita því
þá er það meirihluti þingsins sem
getur beitt því. Meirihluti þings get-
ur samþykkt vantraust á ríkisstjórn.
Aðrir flokkar geta gripið til myndun-
ar nýs meirihluta jafnvel án þess að
grípa til vantrausts. Annaðhvort til að
setja upp stjórn til bráðabirgða eða
undirbúa kosningar. Eina leiðin til
að binda enda á stjórnleysið og gefa
þjóðinni kost á að taka málin í sínar
hendur, skapa starfhæfan meirihluta,
eru kosningar. Forysta Sjálfstæðis-
flokksins er nú að undirbúa flokks-
þing þar sem klíkur takast á. Hún er
ekki að stýra landinu frekar en seðla-
bankastjórinn. Hann er bara pólitísk-
ur skæruliðaforingi og forystumaður
einnar klíkunnar innan flokksins.“
Óskiljanleg vaxtastefna
Að minnsta kosti 70 prósent fyrir-
tækja í landinu eru gjaldþrota, segja
Samtök atvinnulífsins. „Það eru
rosalegar tölur. Það þýðir að upp-
sagnaferillinn er á fullu og það veit
enginn neitt í sinn haus hvar þetta
atvinnuleysi endar. Síðan erum við
með innflutningsverðbólgu sem er
bein afleiðing af gjaldeyrishruninu.
En á sama tíma er hagkerfið í verð-
hjöðnun, samdrætti. Inn kemur Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn. Og hvað
segir hann? Að forsenda fyrir áætlun-
inni sé 18 prósenta stýrivextir Seðla-
bankans til þess að halda uppi krón-
unni. Eru þetta rök sem halda þegar
krónunni er haldið uppi með gjald-
eyrishöftum? Nei, en kannski já, ef
krónan væri á floti til þess að forða
fjármagnsflótta úr landi og að baki
yrði þá að vera gjaldeyrissjóður. Að
taka upp gjaldeyrishöft er að taka
krónuna af markaði, að verulegu leyti
að minnsta kosti. Þar af leiðir að þess-
ir stýrivextir eru ekki rökrétt hugsað-
ir. Hvers vegna var það að stjórnvöld
beittu sér ekki af hörku og bentu AGS
á að þetta væri rangt lyf handa röng-
um sjúklingi á röngum tíma? Þetta
verkar eins og náðarhögg. Um 70
prósent fyrirtækja eru við gjaldþrot
og búið að loka möguleikum á lánsfé.
Þú ert með verðlausan gjaldmiðil og
óðaverðbólgu og þú ætlar að bjóða
fyrirtækjunum upp á vaxtastig upp
á þriðja tug prósenta. Það er eins og
að leiða þau í sláturhús. Og svo segja
stjórnvöld: AGS vill hafa þetta svona.
Ég er sannfærður um að það voru
engir sem færðu mótrök fyrir þessum
vöxtum. Það er meira að segja viður-
kennt að skortur var á upplýsingum
um þjóðhagsstærðir. Það kemur fram
í skýrslu starfsmanna AGS til stjórn-
ar sjóðsins. Það skorti upplýsingar
um peningalegar stærðir. Það var allt
í þoku.
Ef gagnrýna á Samfylkinguna fyr-
ir eitthvað er það væntanlega það að
hún var gripin að óvörum. Hún hafði
sofið á verðinum og vissi ekki hvað-
an á sig stóð veðrið. Viðbrögðin hafa
verið allt of slök og lin.
Afstaðan til ESB er ekkert fram-
tíðarmál, einhver lúxus sem við get-
um rætt seinna. ESB-málið er kjarn-
inn í því hvernig við ætlum að leysa
neyðarástandið sem við erum í. Sú
ríkisstjórn er ónýt og ekki á vetur setj-
andi sem býður upp á að ekkert nær
fram að ganga vegna þess að sam-
starfsflokkurinn er klofinn og getur
ekki tekið ákvarðanir. Það er ekki eftir
neinu að bíða.“
Þörf á að vinna hratt
Ekki er óhugsandi að kosið verði til
þings. Myndir þú blanda þér í þá
kosningabaráttu?
„Ég er náttúrlega eins og allir vita
Evrópusinni. Ég var formaður Al-
þýðuflokksins sem kvað upp úr um
það fyrir 1995 að Ísland ætti að stíga
skrefið til fulls og ganga í Evrópusam-
bandið og taka upp evru. Við hefðum
betur gert það. En málið naut ekki
stuðnings og var ekki á dagskrá for-
ystumanna Sjálfstæðisflokksins. Það
er of snemmt að spyrja hvað muni
gerast ef kosið verður. Það er ekki
bara stjórnmálakreppa, heldur rík-
ir hér stjórnkerfiskreppa í raun og
SjálfStæðiSflokkurinn
dæmdur úr leik
J
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokks-
ins, ráðherra og sendiherra, telur bráða nauðsyn að kjósa til þings
sem allra fyrst og sakar Sjálfstæðisflokkinn um að halda þjóðinni
í gíslingu á örlagatímum meðan klíkur takist þar á. Hann telur
VG og Samfylkinguna hafa sögulegt tækifæri til þess að taka for-
ystuhlutverkið af Sjálfstæðisflokknum í íslenskum stjórnmálum
og efla samstarf við Evrópu í krafti norrænnar samvinnu.
Jón Baldvin Hannibalsson
„forysta sjálfstæðisflokksins
er nú að undirbúa flokksþing
þar sem klíkur takast á. Hún
er ekki að stýra landinu frekar
en seðlabankastjórinn.“
MYND GuNNar GuNNarssoN