Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 6
föstudagur 23. janúar 20096 Fréttir
Sandkorn
n Samkvæmt heimildum DV
hafa feðgarnir Björgólfur Thor
Björgólfsson og Björgólfur
Guðmundsson veðjað á að ís-
lenska krónan muni veikjast um
langt skeið
og grætt
gríðarlega
á því. Einn
heimild-
armaður
DV segir að
feðgarnir
hafi verið
„þeir allra
verstu“ af
íslenskum fjármálamönnum
í því að veðja gegn krónunni.
Gögn um hvernig þeir feðgar
fóru að þessu munu vera til í
gamla Landsbankanum. Heim-
ildarmaðurinn segir að nú velti
mikið á að skilanefnd gamla
Landsbankans vinni verk sitt vel
og að vinnuferli nefndarinnar
verði gegnsætt til að aðgerðir
feðganna gegn krónunni komi
upp á yfirborðið.
n Stefán Ólafsson prófessor
skrifar grein í nýjasta hefti vef-
ritsins Stjórnmál og stjórnsýsla
sem kallast Íslenska efnhags-
undrið: Frá
hagsæld til
frjálshyggju
og efna-
hagshruns.
Í greininni
færir Stefán
rök fyrir því
að hið eigin-
lega íslenska
efnahagsundur hafi átt sér stað
á árunum 1960 til 1980 þegar
aukning þjóðarframleiðslu og
kaupmáttar var hvað mest á
lýðveldistímanum. Stefán segir í
greininni að góðærið eftir einka-
væðingu bankanna hafi hins
vegar fyrst og fremst einkennst
af gríðarlegri skuldasöfnun Ís-
lendinga erlendis því eigendur
bankanna hafi notað þá ótæpi-
lega til fjárfestinga sem kalla
mætti spákaupmennsku.
n Nýju gjaldeyrishaftalögin sem
samþykkt voru í lok nóvember
og reglur Seðlabankans sem
byggjast á þeim þykja bjóða
þeirri hættu heim að menn fari
í kringum þau. Lögin voru sett
í kjölfar efnahagshrunsins til
að stuðla að styrkingu krón-
unnar. Til að mynda er ekki
neinn greinarmunur gerður í
lögunum á því hvort erlendum
gjaldeyri sem útflytjendur koma
með til landsins skili honum
til ríkisbankanna eða annarra
fjármálafyrirtækja, til að mynda
fjárfestingabanka. Í reglunum
segir aðeins að það sé skila-
skylda á gjaldeyri til einhvers
fjármálafyrirtækis. Ef gjaldeyr-
ir berst til fjármálafyrirtækis er
skilaskylda laganna uppfyllt en
svo er snúnara að fylgjast með
því hvað fjármálafyrirtækið gerir
við gjaldeyrinn: hvort hann fari
á millibankamarkað hér á landi
og leiði til styrkingar krónunn-
ar eða hvort fjármálafyrirtækið
braski með hann á alþjóðlegum
mörkuðum.
Þrátt fyrir geigvænlegar horfur í
efnahagslífi þjóðarinnar þegar sí-
fellt fleiri missa vinnuna í viku
hverri reynir Geir H. Haarde for-
sætisráðherra að gera lítið úr vand-
anum. Hávær krafa er um kosning-
ar en Geir heldur enn fast við að
ekki sé ástæða til að boða til þeirra
í vor. Hans vilji liggur því til þess að
sitja áfram við stjórnartaumana.
Í Morgunblaðinu á sunnudag
er birt viðtal við Geir þar sem fram
kemur: „Forsætisráðherra seg-
ir að þjóðarbúið hafi orðið fyrir
miklu áfalli. Þó ekki stærra en svo
að þjóðartekjurnar minnka um
það sem nemur hagvexti síðustu
þriggja ára.“
Því er áhugavert að bera saman
hver staðan var fyrir þremur árum
og hver hún er nú.
Brot af fyrri launum
Í janúarlok 2006, fyrir nákvæmlega
þremur árum, tilkynnti Kaupþing
um mesta hagnað sem íslenskt fyr-
irtæki hafði skilað á einu ári, eða
50 milljarða króna. Um svipað leyti
varð opinbert að forstjórar Kaup-
þings, þeir Hreiðar Már Sigurðsson
og Sigurður Einarsson, fengu hvor
um sig 80 milljónir í árstekjur fyr-
ir 2005. Bankinn greiddi þeim 160
milljónir í laun yfir árið.
Finnur Sveinbjörnsson, núver-
andi forstjóri Kaupþings, er með
1.750 þúsund krónur í mánaðar-
laun sem samsvara 21 milljón í árs-
laun. Þetta er fjórðungur af launum
hvors stjórnarmanns fyrir þremur
árum, einn áttundi hluti af saman-
lögðum launum þeirra, sem segir
sitthvað um breytta stöðu.
Algjör vumskipti
Í forystugrein í Viðskiptablaðinu í
desember 2005 voru yfirburðir ís-
lenskra lífeyrissjóða útlistaðir. „Því
er íslenska lífeyrissjóðakerfið fyr-
irmynd annarra,“ segir í greininni.
Þar kom fram að hreinar eignir ís-
lenskra lífeyrissjóða fóru í fyrsta
skipti yfir þúsund milljarða í febrú-
ar 2005. Í september sama ár var
hrein eign þeirra orðin 1.123 millj-
arðar og horfur á að þær tvöfölduð-
ust á næsta áratugnum.
Arnar Sigurmundsson, formað-
ur Landssamtaka lífeyrissjóða, seg-
ir í samtali við Fréttablaðið fyrr í
þessum mánuði, þremur árum eft-
ir að ofurtrú ríkti á sjóðina: „Við
höfum metið það þannig að tap-
staðan væri rúmir hundrað millj-
arðar króna.“
Eignir lífeyrissjóða í skuldabréf-
um fyrirtækja sem mörg hver eru í
greiðslustöðvun hafa enn ekki ver-
ið afskrifaðar. Því er tap sjóðanna
enn meira en þegar er ljóst.
Aldrei svartsýnni
Á heildina litið eru Íslendingar
mjög svartsýnir á horfur ársins 2009
og hafa aldrei verið eins svartsýnir
frá því að mælingar hófust. Viðhorf
til efnahagsástandsins á komandi
ári hefur jafnframt aldrei mælst
eins neikvætt. Þetta kemur fram í
Þjóðarpúlsi Gallup fyrir komandi
ár. Rúmlega 90 prósent Íslendinga
telja að efnahagsástandið verði
verra árið 2009 en árið 2008.
Fyrir þremur árum kom fram
í Þjóðarpúlsinum að 21 prósent
landsmanna bjóst við því að árið
2006 yrði verra en 2005. Þetta er
rúmur fjórðungur af þeim svart-
sýnu nú.
Íslendingar hafa aldrei verið svartsýnni á efnahagsástandið. Þrátt fyrir það segir
Geir Haarde að staðan sé svipuð og fyrir þremur árum. Þá skilaði Kaupþing met-
hagnaði og íslenska lífeyrissjóðakerfið var talið fyrirmynd annarra í heiminum. DV
ber saman ástandið nú og árið 2006.
GEIR GERÐI LÍTIÐ
ÚR VANDANUM
ErlA Hlynsdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Þetta er fjórðungur af launum hvors stjórnar-
manns fyrir þremur árum.
Þrjú ár aftur í tímann
geir H. Haarde vill meina að þótt
þjóðarbúið hafi orðið fyrir áfalli sé
áfallið ekki stærra en sem nemur
hagvexti síðustu þriggja ára.
Mynd siGtryGGur Ari JóHAnnsson
2,4%
19. JAnúAr 2006
Evra 74,83 krónur
dollari 61,93 krónur
Pund 108,86 krónur
19. JAnúAr 2009
Evra 168,66 krónur
dollari 127,08 krónur
Pund 186,61 króna
GEnGi
stÝriVEXtir
VErÐBólGA
úrVAlsVÍsitAlAn
AtVinnulEysi
20. janúar 2006
20. janúar 2009
21. janúar
2006 20. janúar 2009
327
Janúar 2006
Janúar 2009:
Ársbyrjun 2006 Ársbyr
jun
2009
7,5%
18,1%
4,4%18
%10,5%
6086
n Einar Már Guðmundsson rithöfund-
ur var ranglega nefndur Einar Kárason
í grein og myndatexta í DV síðastliðinn
fimmtudag. Það er hér með leiðrétt.
n Ellefu ára pilturinn sem lögregla hafði
afskipti af við mótmælin í garði Alþing-
ishússins á þriðjudag var ekki handtek-
inn, eins og var skrifað á forsíðu mið-
vikudagsblaðs DV. Lögregla fjarlægði
piltinn vegna ungs aldurs hans og
grjótkasts annarra mótmælenda.
LEIÐRéTTINGAR