Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 14
„Við áætlum að jafnaði einn til tvo einstaklinga á fermetrann og áætlum að Austurvöllur geti tekið átta þús- und manns. Svæðið sem afmarkast af húsunum í kring áætlum við að gæti tekið tíu til tólf þúsund manns. Þetta er ekki endilega heilög og rétt tala en við giskum á þetta miðað við reynsluna,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. Engin yfirlitsmynd af Austurvelli „Það er erfitt að sjá svona tölur ná- kvæmlega því það er misþétt af fólki á vellinum. Við höfum stundum gert það með aðra staði að fá yfirlits- mynd, skipta fólki upp í ferninga og talið það þannig. Við höfum ekki gert það á Austurvelli því það er svolítið erfitt en það væri gaman að fá yfirlits- mynd og sjá,“ segir Geir Jón. Fríða Björg Eðvarðsdóttir lands- lagsarkitekt notar þá þumalputta- reglu að áætla einn og hálfan fer- metra á hvern einstakling. Með þeim útreikningum er aðeins hægt að koma 4.667 einstaklingum á Aust- urvöll. „Ég tel þó að mótmælendur standi þéttar en þetta er gróf þum- alputtaregla sem hægt er að notast við,“ segir Fríða. Hefð fyrir mótmælum Austurvöllur er vinsæll hjá Íslend- ingum á sumrin og koma þeir þang- að til að sleikja sólina, slappa af og sýna sig og sjá aðra. Undanfarnar vikur hefur Austurvöllur orðið vin- sælasti mótmælastaður landsins en mótmælin hafa verið í hámarki síð- ustu daga þar sem þúsundir manna hafa lamið bumbur og mótmælt setu ríkisstjórnarinnar. Þetta er engin ný- lunda þar sem hefð hefur myndast fyrir að mótmæla á Austurvelli enda liggur það beinast við þar sem þing- húsið snýr út að sjálfum vellinum. Ein fyrstu mótmælin á Austurvelli voru árið 1905 þar sem símamálinu svonefnda var mótmælt og þúsund- ir mættu á völlinn. Mörgum árum seinna, 30. mars árið 1949, flykkt- ust mótmælendur á Austurvöll þeg- ar stóð til að samþykkja þingsálykt- unartillögu um inngöngu Íslands í Nató. Eru þessi mótmæli keimlík mótmælunum sem nú hafa staðið yfir í tvo daga því við þetta tækifæri beitti lögreglan táragasi og fjórtán rúður voru brotnar á framhlið þing- hússins. Áætlað er að átta til tíu þúsund manns hafi verið á Austurvelli og eft- ir að þingfundi lauk og fréttist að Al- þingi hefði samþykkt aðild Íslands að Nató mögnuðust átökin. Þegar þing- menn leituðu útgöngu urðu úr mik- il slagsmál og grjótkast að húsinu og skrámuðust ýmsir inni í þingsal. 500 Austurvellir Austurvöllur afmarkast af Vallar- stræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og Thorvaldsensstræti. Austurvöllur er samt sem áður ekki mjög stór ef hann er borinn saman við einn vin- sælasta garð Bandaríkjanna, Central Park í New York-borg. Þangað leggja 25 milljónir manns leið sína árlega og er garðurinn afar vinsæll með- al Hollywood-stjarnanna sem koma þangað til að skokka og hrista af sér aukakílóin. Central Park er hvorki meira né minna en 3,4 ferkílómetr- ar og væri hægt að koma tæplega fimm hundruð Austurvöllum fyrir á því svæði. föstudagur 23. janúar 200914 Fréttir Austurvöllur er sjö þúsund fermetrar að stærð. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn áætlar að átta þúsund manns komist þar fyrir. Tíu til tólf þúsund manns ættu að komast fyrir á svæðinu sem afmarkast af húsunum í kring samkvæmt honum. Fríða Björg Eðvarðsdóttir landslagsarkitekt segir að hægt sé að gera ráð fyrir að hver einstaklingur taki einn og hálfan fermetra og því einungis hægt að rúma um 4600 manns á vellinum. Allt Að tólf þúsund mAnns komAst fyrir „Þetta er ekki endilega heilög og rétt tala en við giskum á þetta mið- að við reynsluna.“ lilJA KAtrín GunnArsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Griðastaður á sumrin Þegar sólin hækkandi fer flykkjast borgarbúar á austurvöll og sleikja sólina. mynd Guðmundur ViGFússon staður mótmælenda Mótmælin árið 1949 voru keimlík mótmælunum þessa dagana. Þá dreifði lögreglan táragasi og alls þurftu tólf manns að fara á Landspítalann og voru nokkrir alvarlega slasaðir. mynd GunnAr GunnArsson Central Park á manhattan í new york Var opnaður 1859 og hægt væri að koma tæplega fimm hundruð austurvöllum þar fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.