Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 56
Aðdáendur Bruce Springsteen eiga svo sannarlega von á góðu ári í ár. Gamla kempan er að fara að senda frá sér sína sextándu breiðskífu á þriðjudaginn sem nefnist Working on a Dream, vann til Golden Globe- verðlauna fyrir titillag hinnar geysi- vinsælu kvikmyndar The Wrestler og ætlar að gefa lögin sín í gegnum tölvuleikinn Guitar Hero. Bruce Frederick Joseph Spring- steen, einnig þekktur sem The Boss, fæddist tuttugasta og þriðja sept- ember 1949 og hefur á tónlistarferli sínum meðal annars unnið til átján Grammy-verðlauna, tvennra Gold- en Globe-verðlauna og Óskarsverð- launa. Hann hefur selt yfir sextíu og fimm milljónir platna í Bandaríkjun- um og yfir hundrað og tuttugu millj- ónir um heim allan sem gerir hann að einum af vinsælustu tónlistar- mönnum heims. Tók lán fyrir gítarnum Þrettán ára gamall keypti Spring- steen sinn fyrsta gítar á heila átj- án dollara. Þremur árum síðar tók móðir hans lán til að geta keypt fyr- ir son sinn gítar af gerðinni Kent sem í þá daga kostaði sextíu doll- ara. Þess má geta að Bruce minntist góðverksins í laginu The Wish. Eftir það fór tónlistarferill Spring- steens að rúlla fyrir alvöru. Fyrsta hljómsveit hans var The Castiles sem gaf út tvær plötur og eftir það var ljóst að þessi ungi gítarleikari myndi slá í gegn. Árið 1972 var hljómsveit Spring- steens, The E Street band, stofnuð en hann hefur spilað með sveitinni allar götur síðan. Meðal meðlima í sveit- inni er eiginkona Bruce, Patti Scialfa. Fimm stjörnu plata Bruce hefur verið innblástur margra frægra tónlistarmanna og hljóm- sveita í gegnum tíðina. Meðal annars The Killers, Bon Jovi, Kings of Leon, U2, Pearl Jam og Rage Against the Machine svo fáir séu nefndir. Einn af helstu aðdéndum rokkar- ans er nýkjörinn forseti Bandaríkj- anna, Barack Obama, og tók Bruce virkan þátt í kosningabaráttu kapp- ans sem hefur jafnvel aukið á vin- sældir þeirra beggja. Síðasta breiðskífa Springsteens, We Shall Overcome, kom út í apr- íl árið 2006 og fékk nánast einróma lof gagnrýnenda. Því þarf engan að undra að mikil eftirvænting ríki eft- ir Working on a Dream. Sem dæmi má nefna að tímaritið Rolling Stone hefur þegar dæmt plötuna og gefið henni fimm stjörnur og samkvæmt Amazon.com er þetta eftirsóttasta óútkomna plata vefverslunarinn- ar. Working on a Dream kemur út þriðjudaginn tuttugasta og sjöunda janúar og ætti enginn sannur rokkari að láta hana framhjá sér fara. krista@dv.is fÖSTUDAGUR 23. JANÚAR 200956 Tónlist TöffaralegT Tvíeyki Nýjasta tvíeyki tónlistar- bransans eru þeir Jack White og gamli töffarinn Seasick Steve. Seasick Steve, sem tilnefndur er til BRIT-verðlaun- anna, staðfesti í tilnefningapartíinu að hann væri að vinna að verkefni með Jack White. „Ég ætla að hitta Jack White til að taka upp bráðlega svo allt hefur gengið vel hingað til,“ sagði hann. Þess má geta að Steve er elsti maðurinn til að hafa verið tilnefndur til BRIT-verðlaunanna en kallinn er orðinn sextíu og sjö ára. UmSJóN: kRISTA hAll, krista@dv.is Rokkgoðsögnin Bruce Springsteen sendir frá sér sína sextándu breið- skífu eftir helgi, Work- ing on a Dream. Tónlist- armaðurinn er einn áhrifamesti tónlistar- maður heims og hefur sjaldan verið vinsælli en einmitt í dag. Sléttari og þéttari húð Formar fótleggina Minkar þrota og bjúg Tekur burt þreytu Eykur úthreinsun sogæðakerfisins Snyrtisetrið Heilsuverndarstöðin (norður endi) l Barónsstíg 47 l 101 Reykjavík l Sími 533- 3100 CELLULITE meðferð Árangur sést strax Betri líðan Persónuleg ráðgjöf Kveðja til þeirra sem eru í baráttunni við Cellulite (appelsínuhúð) l l l l l H ild ur H lín Jó ns dó tt ir / h ild ur @ dv .is Munið gjafakortin! Óbreytt verð! TILBOÐ Draumurinn Sjaldan verið vinsælli en nú Bruce Springsteen sendir frá sér sína sextándu breiðskífu eftir helgi. tilbúinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.