Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 20
föstudagur 23. janúar 200920 Helgarblað
því að vera sagt upp. Sá sem ekki
lætur það hafa áhrif á sig er ansi
kaldur,“ segir hann og tekur fram
hversu mikill missir er að þeim
góðu blaðamönnum sem sagt var
upp störfum.
Óskar Hrafn bjóst við að starfs-
mannafundurinn yrði mikill
átakafundur og sú var sannarlega
raunin.
Að honum loknum náði blaða-
maður tali af Lillý Valgerði Pét-
ursdóttur, trúnaðarmanni starfs-
manna stöðvarinnar. Hún segir að
starfsmenn séu vissulega uggandi
um stöðu sína í ljósi efnahags-
ástandsins þannig að þeir voru
áhyggjufullir áður en tilkynnt
var um uppsagnirnar í gær. Hún
telur að fólk hafi almennt ver-
ið ánægt með fundinn. „Það var
mikið spurt og stjórnendur svör-
uðu spurningunum. Fólk fékk því
svör við því sem á því brann. Með-
al annars vildi fólk fá að vita hvort
frekari uppsagnir væru væntan-
legar en því svarað að ekkert væri
ákveðið í því sambandi,“ segir
hún.
Mótbyr á nýjum stað
Samkvæmt heimildum DV var
þó einnig rætt mikið á fundin-
um um samskiptaerfiðleika Freys
við annað starfsfólk. Spurður um
þetta segir Freyr að hann telji að
sátt hafi náðst á starfsmannafund-
inum um hvernig best sé að vinna
sig út úr þessum vanda. „Þetta
var misskilningur. Oftast er sam-
skiptavandi byggður á misskiln-
ingi. Ég held að við höfum náð að
hreinsa þetta út á fundinum þar
sem ég lagði til ferli sem þetta mál
verður sett í,“ segir Freyr.
Samkvæmt heimildum DV er
ástæða samskiptavandans ein-
mitt skortur á samskiptum Freys
við aðra starfsmenn. Hann seg-
ir oft erfitt að hefja störf á nýjum
stað. „Þegar þú gengur inn á nýj-
an vinnustað og mætir þar mót-
byr tekur oft tíma að finna út úr
því. Kannski hef ég tekið mér of
langan tíma til þess. En þetta er
komið í ferli þar sem við ætlum að
laga það sem var gagnrýnt,“ segir
Freyr.
Hann bendir einnig á að þeg-
ar inn koma nýir menn sem vilja
gera breytingar séu ekki allir á
eitt sáttir. Freyr segir uppsögn
Sigmundar Ernis þó ekki að sínu
frumkvæði.
Óskar Hrafn starfar við hlið
Freys. Spurður hvort hann kann-
ist við óánægju starfsmanna með
störf Freys segir Óskar Hrafn:
„Það er ekki mitt að segja hvern-
ig starfsmönnum líður. Það væri
ósanngjarnt af mér að tala fyrir
þeirra hönd.“
Sigmundur dýr
Freyr og Óskar Hrafn störfuðu
saman á ritstjórn DV hér á árum
áður. Þeir stýra nú sitt hvoru svið-
inu hjá Stöð 2. Heimildamenn
blaðsins segja Óskar Hrafn nán-
ast eina bandamann Freys hjá
Stöð 2, að frátöldum eigendum,
en Freyr sér um samskipti við yf-
irmenn og fundar með þeim yfir
hádegisverði á meðan Óskar legg-
ur sig í líma við að finna nýjar og
beittar fréttir.
Þegar þeir félagar stýrðu DV
sættu þeir oft mikilli gagnrýni
annarra fjölmiðlamanna, og var
Sigmundur Ernir meðal þeirra
sem hæst fóru.
Ari Edwald, forstjóri 365, seg-
ir ástæðu uppsagnanna hins
vegar vera skipulags- og áherslu-
breytingar. „Þessar ráðstafanir
eru af misjöfnum toga. Varðandi
Kompás er það í ætt við aðrar
ráðstafanir sem við höfum þurft
að gera, til dæmis varðandi Ís-
land í bítið og hádegisfréttir sem
lagðar hafa verið niður. Það er
of kostnaðarsamt fyrir okkur að
halda úti sérstökum einingum
með þeim hætti sem við höfum
gert utan um þessar fréttaskýr-
ingar.
Aðrar ráðstafanir sem við erum
í eru sambland af skipulagsbreyt-
ingum og sparnaði,“ segir hann.
Spurður sérstaklega um uppsögn
Sigmundar segir Ari: „Hann er
auðvitað dýr maður hér í frétta-
lestri og dagskrárgerð.“
Drottingarviðtöl óvinsæl
Aðspurður segist Ari kannast við
óánægju vegna starfa Freys hjá
Stöð 2. „Það hafa verið ýmsar um-
ræður um þá ráðningu að setja
hann yfir opnu dagskrána utan
fréttatímans. Það er auðvitað okk-
ar ákvörðun hverjum er falið að
vera stjórnandi og aðrir verða að
una því. Hann nýtur fulls trausts
til sinna starfa og hann hefur ver-
ið að ná mjög góðum árangri. Við
erum að tala um allt að tvöföldun
á þeim fjölda sem fylgist með á
hverjum degi,“ segir hann.
Óskar Hrafn tekur undir og
segir að áherslubreytinga hafi
verið full þörf hjá Íslandi í dag.
„Drottingarviðtöl við stjórnmála-
menn voru ekki að virka. Fólk
nennti ekki að horfa á það. Áhorf-
ið hefur aukist til muna eftir breyt-
ingarnar,“ segir hann.
Ari vill lítið tjá sig um hvort
hann hafi áhyggjur af því að und-
irmenn Freys séu margir hverjir
ósáttir við störf hans. „Það er eitt af
því sem fólk var að ræða hér,“ sagði
hann eftir starfsmannafundinn.
„Ég hef fulla trú á að þeim takist
að leysa það, bæði Óskari og Frey,
að þeir fari í gegnum það með
sínu starfsfólki hvaða áherslur
eru í þeirra störfum og ná að stilla
saman strengina,“ segir hann.
Útilokar ekki
frekari uppsagnir
Áherslubreytingar eru einmitt eitt
af því sem stór hluti starfsfólks-
ins er ósáttur við. Þegar Alþingi
kom fyrst saman eftir jólafrí nú á
þriðjudag bar fátt hærra í fréttum
en hávær mótmæli við alþingis-
húsið og átök milli mótmælenda
og lögreglu. Þetta sama kvöld var
ekkert fjallað um mótmælin í Ís-
landi í dag en þess í stað miklum
tíma eytt í nærmynd á léttu nót-
unum af Bjarna Benediktssyni,
þingmanni Sjálfstæðisflokksins
og mögulegu ráðherraefni flokks-
ins. Þar kom meðal annars fram
að Bjarni væri latur við heimilis-
verkin.
Sölva Tryggvasyni og Sigur-
laugu M. Jónasdóttur var einmitt
nýverið sagt upp sem þáttastjórn-
endum Íslands í dag.
Eftir að nýir þáttastjórendur
tóku við þættinum Íslandi í dag
undir stjórn Freys hefur mörgum
einmitt virst léttmeti vera uppi-
staðan og það á miklum örlaga-
tímum í sögu þjóðarinnar þeg-
ar beittar fréttaskýringar teljast
flestu mikilvægari.
Ari Edwald kannast þó ekki við
að efni Stöðvarinnar hafi verið af
léttara taginu að undanförnu. „Ég
er ekki viss um að það byggist á
mjög vísindalegri greiningu á efni
opinnar dagskrár hjá okkur að
það sé endilega miklu léttara. Mér
finnst fólk vera að vanmeta Ísland
í dag út frá einstökum dagskrár-
liðum sem hafa farið í taugarnar
á einhverjum. Fréttaskýringar og
viðskiptaumfjöllun eru enn á sín-
um stað en reynt er að auka við
fjölbreytnina sem hefur sannað
sig með auknu áhorfi. Áhorfið er
okkar æðsti dómari,“ segir hann.
Spurður hvort frekari uppsagn-
ir séu fyrirhugaðar hjá 365 seg-
ir Ari: „Ég útiloka ekki neitt. Við
bara höfum það að markmiði að
lifa af og þjóna lesendum, hlust-
endum og áhorfendum. Það eru
engar stórar samdráttarákvarð-
anir á borðinu hjá okkur. En við
róum lífróður til að halda þessu
fyrirtæki gangandi við mjög erf-
ið rekstrarskilyrði þar sem stjórn-
völd með niðurgreiðslum til RÚV
gera sitt til þess að spilla rekstr-
argrundvellinum fyrir öllum fjöl-
miðlafyrirtækjum landsins.
„Ég hef haft Sigmund
Erni sem yfirmann. Ég
hef líka starfað við
hliðina á honum. Ég
hef aldrei lært neitt
af honum.“
Áfram blaðamenn Kristinn Hrafnsson og jóhannes
Kristjánsson segjast síður en svo hættir í blaða-
mennsku þó Kompás hafi verið lagður niður og hvetja
fólk til að vera áfram í sambandi við sig í gegnum
netfangið kompas@internet.is.
MynD Gunnar GunnarSSon
Engin áhrif auðvaldsins
Óskar Hrafn segir sigmund
Erni sýna mikið vanþakk-
læti þegar hann skilur við
stöð 2 með aðdróttunum
um að auðvaldið hafi áhrif á
fréttaflutning.
MynD Gunnar GunnarSSon