Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 27
Árið 1975 fæddist heilbrigð-ur drengur í Reykjavík að nafni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Drengurinn ætlaði sér snemma stóra hluti og nú aðeins þrjátíu og þriggja ára að aldri hefur hann tekið við formennsku Framsóknarflokksins. Sigmundur ólst að mestum hluta upp í Breiðholti en einnig bjó hann í nokkur ár ásamt foreldrum sínum og systkinum í Bandaríkjunum. Þeg- ar fjölskyldan fluttist heim á ný hélt hún aftur í Breiðholtið þar sem Sig- mundur segist hafa átt góða æsku og alist upp við frelsi. „Í þá daga hlupu börn bara út í móa og léku sér dag- inn út og daginn inn. Í því fólst mik- ið frelsi.“ Sigmundur er elstur þriggja systk- ina. „Ég á einn bróður og svo systur sem er yngst.“ Sigmundur vill ekki meina að hann hafi verið leiðtogi innan systkinahópsins en segir að það megi vera að syskini hans hafi aðra sögu að segja. „Ég gæti trúað því að þeim fyndist ég oft hafa skipt mér of mikið af,“ segir hann glettinn. Námsmaður mikill Að grunnskóla loknum lá leið Sig- mundar í Menntaskólann í Reykja- vík þar sem hann segist hafa not- ið sín vel. „Ég upplifði sögu skólans sterkt og naut þess að sitja á bóka- safninu innan um allar bækurnar sem merkir menn þjóðarinnar hafa lesið síðustu hundrað árin. Það var eitthvað sjarmerandi við þennan gamla skóla, brakandi veggi hans og sturtur sem þurfti að beygja sig und- ir í leikfimi sökum þess hve lágt var til lofts.“ Þrátt fyrir góð skólaár fannst Sigmundi þó margt mega betur fara í skólanum enda ekki þekktur fyrir annað en að hafa skoðir á hlutun- um og láta sig þá varða. „Á þessum tíma var örlítið hnignunartímabil í skólanum. Menn voru orðnir örlítið værukærir um sögu skólans að mínu mati, við náðum ekki góðum árangri í spurningakeppnum og svo fram- vegis.“ Aðspurður hvort hann hafi reynt að bæta úr ástandinu með ein- hverjum hætti, segist hann vissulega hafa reynt það. Sigmundur hélt skólagöngunni samviskusamlega áfram og nam viðskiptafræði í Háskóla Íslands að loknu stúdentsprófi. Úr Háskóla Ís- land lá leiðin svo í Háskóla Kaup- mannahafnar þar sem hann lærði stjórnmálafræði, því næst hélt náms- maðurinn metnaðarfulli í Plekhan- ov-háskólann í Moskvu þar sem hann lærði um hagþróun Austur- Evrópu sem og rússnesku. Að lok- um ber að nefna framhaldsnám Sig- mundar í Oxford. Skortur á naglaklippum „Þetta var árið 1998 og um það leyti sem ég og íslenskur vinur minn vor- um að leggja af stað til Moskvu varð mikið banka- og efnahagshrun í Rússlandi, um sumt líkt því sem Ís- land gengur nú í gegnum. Ýms- ar sögur voru sagðar af ástandinu í Rússlandi í fjölmiðlum, meðal ann- ars greint frá miklum vöruskorti. Vinur minn hafði heyrt af því að sér- staklega mikill skortur væri á nagla- klippum og rúðuþurrkum í Rúss- landi. Við veltum því þar af leiðandi fyrir okkur hvort ástæða væri til að fara út með fullar töskur af nagla- klippum og rúðuþurrkum til að nota í vöruskiptum. Á daginn kom að sög- urnar voru verulega ýktar. Hins vegar fóru þeir sem voru verr staddir efna- hagslega mjög illa út úr hruninu og gjáin milli ríkra og fátækra varð meiri en nokkru sinni. Í því liggur einmitt ein helsta hættan af efnahagshruni, að það auki enn á ójafnvægi í sam- félaginu. Rúblan hrundi á þessum tíma svo hratt að við félagarnir sváf- um með dollaraseðlana okkar undir koddanum og dagurinn hófst á því að kanna hvaða gjaldeyrissjoppa byði hagstæðasta gengið. Svo var skipt eins miklu og maður gerði ráð fyrir að nota þann daginn. Það var ómetanleg reynsla að geta dag frá degi fylgst með afleiðingum hruns- ins, og viðbrögðum við því, undir handleiðslu fræðimanna en skynja um leið áhrifin af eigin raun,“ segir Sigmundur meðal annars um reynsl- una í Rússlandi á heimasíðu sinni. Fimm ára með stóra drauma „Þegar ég var fimm ára gamall var ég staðráðinn í að verða forsætis- ráðherra en það var fljótt að breyt- ast,“ leggur Sigmundur áherslu á er talið berst að stjórnmálunum. „Ég gleymi því aldrei þegar pabbi byrj- aði á Alþingi og kom heim hálfniður- brotinn maður eftir fyrsta daginn. Þá hafði hann strax gert sér grein fyrir því að hlutirnir gerðust allt of hægt á þessum annars ágæta vinnustað. Ég missti trúna á stjórnmálum og trúna á að breytingar gætu átt sér stað. Fyrir stuttu fékk ég þó á tilfinn- inguna að stjórnmál gætu verið vett- vangur breytinga og að það væri hægt núna það, sem hefur ekki ver- ið hægt undanfarin ár, að skoða allt upp á nýtt. Ekki bara er fólk að biðja um breytingar heldur er fólk tilbú- ið að taka þátt í þeim. Stjórnmál eru því ekki bara orðin spennandi held- ur mjög mikilvæg. Það má því segja að ég hafi öðlast trúna á stjórnmál- um á ný.“ Aðkoman að stjórnmálum Blaðamaður forvitnast nú um hvern- ig það kom til að Sigmundur leiddist út í pólitík og það með þeim hraða sem hann gerði. „Í lengri tíma hafði ég verið argur yfir sinnuleysi stjórn- valda, sérstaklega með það í huga að árið 2007 var fyrirséð í hvað stefndi.“ Sigmundur tók sig til og skrifaði nokkrar skýrslur og reyndi eftir fremsta megni að útlista hvers konar hættur væru fram undan, en skýrsl- urnar skiluðu engum árangri. „Um sumarið 2008, þegar bank- arnir fóru að halda kynningarfundi hver á fætur öðrum þar sem þeir sögðu fólki hve bjart væri fram und- an, var mér nóg boðið. Ég og nokkr- ir góðvinir mínir ákváðum að halda okkar eigin kynningarfundi um land allt og segja fólki í raun og veru hvert ástandið væri. Þegar við vorum í miðjum klíðum að undirbúa kynn- ingarfundina okkar varð svo Glitnis- hrunið mikla. Eftir það áttuðum við okkur á því að ástandið myndi ekki lagast.“ Það varð úr að Sigmundur tók saman allsherjar aðgerðaáætlun og kom henni á framfæri. „Hún virtist skila litlu eins og flest annað.“ Einn- ig höfðu breskir lögfræðingar sam- band við Sigmund og félaga hans sem hann þekkti frá fyrri tíð sem sögðust gera ráð fyrir því að íslensk stjórnvöld myndu grípa til varnar- aðgerða og buðu fram aðstoð sína við það. „Við komum þessum upp- lýsingum einnig áleiðis en án ár- angurs.“ Á þessum tíma fór hins vegar af stað hröð atburðarás hjá Sigmundi og félögum. Hálfgerð leyniþjónusta Eftir að Sigmundur hafði birst í nokkrum sjónvarpsviðtölum hér- lendis og unnið mikla vinnu hafði maður að nafni Ólafur Elíasson samband við hann og lýsti áhuga á að stofna samtök fyrir alla þá hópa sem sátu hver í sínu horni og hneyksluðust á ástandinu, sem og þeir gerðu. Samtökin In Defence of Iceland litu dagsins ljós og unnu samtökin hörðum höndum að því að kynna málstað Íslands út á við. Sigmundur segir til gamans að hóp- urinn hafi verið eins og hálfgerð leyniþjónusta. „Fólk kom saman og hjálpaðist að við að heyra í sérfræðingum alls staðar að úr heiminum og fá góð ráð og upplýsingar um ástandið sem við reyndum að miðla áfram. Við fórum í fjölda erlendra við- tala og varð niðurstaða okkar sú að erlendir fjölmiðlar vissu nánast ekki neitt um ástandið og að íslensk stjórnvöld hefðu ekki staðið sig í að verja heiður Íslands. Út frá þessu fór ég að blanda mér fyrir alvöru í stjórnmálin.“ Áskorunin kom á óvart Í desember skoraði hópur framsókn- armanna á Sigmund að gefa kost á sér til formennsku í Framsóknar- flokknum. „Áskorunin kom mér á óvart þar sem ég hef ekki verið virkur þátttakandi í stjórnmálum, hafandi ýmist búið erlendis eða starfað við fjölmiðla síðastliðinn áratug.“ Í fyrstu fannst Sigmundi áskorun- in mjög óraunhæfur kostur en áður en hann vissi af fór áskorununum fjölgandi. „Ég fékk símtöl frá fólki alls staðar af á landinu sem hvatti mig til að taka slaginn.“ Sigmundur viðurkennir að hon- um hafi fundist mikið til þess koma að fólk hafi haft svona mikla trú á honum. „Eftir að hafa svo ráðfært mig við fjölda flokksmanna ákvað ég að gefa kost á mér.“ Framhaldið þekkja svo flestir. Sig- mundur bar glæsilegan sigur úr být- um eftir tveggja vikna kosningabar- áttu. ,,Þetta var allt mjög óskipulagt og sjálfsprottið. Fólk sem hafði trú á þessu hér og þar um landið tók upp á því hjá sjálfu sér að afla mér fylgis. Í mörgum tilvikum vissi ég ekki einu sinni af því.” föstudagur 23. janúar 2009 27Helgarblað missti trúna á stjórnmálum „Þegar ég var fimm ára gamall var ég staðráðinn í að verða forsætisráðherra.“ Með góða konu sér við hlið sigmundur davíð ásamt sambýliskonu sinni önnu sigurlaugu Pálsdóttur. Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.