Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 36
Allir dAgAr bóndAdAgAr Þorinn hefst í þrettándu viku vetrar með svokölluðum bóndadegi. Sagan segir að á bóndadegi hafi húsbóndinn átt að bjóða þorra velkominn eða fagna þorra með því að fara fyrstur á fætur allra manna þennan dag. Síðan átti bóndinn að fara út í skyrtunni einni saman, vera bæði berlæraður og ber- fættur, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana á eftir sér á öðrum fæti. Hoppa svo í kringum allan bæinn og bjóða þorra velkominn. Eitthvað hafa hefðirnar breyst því í dag snýst bóndadagurinn um að konur gleðji bónda sinn með fallegri gjöf, dekri, blómum eða mat. DV heyrði í nokkrum hressum karl- mönnum og bað þá um rifja upp eftir- minnilegasta bóndadaginn sinn. föstudagur 23. janúar 200936 Helgarblað Íslenskir karlmenn virðast vera vel giftir og dekraðir af konum sínum: geir jón þórisson: Fæ góðA kossA „Konan gleður mig alltaf eitthvað á bóndadaginn. Ég fæ góða kossa og góðan mat. annars tökum við hann nú ekki of hátíðlega, ég get ekki sagt að þetta hafi verið neitt sérstakur dagur í mínu lífi. Maður er minntur á það þegar maður kemur heim úr vinnunni, þá er allavega eitthvað gott í matinn og manni óskað til hamingju með daginn. Það er góð tilbreyting frá hversdagsleikanum.“ árni sigfússon: Misskilið bóndAdAginn „Ég hef greinilega misskilið þennan bóndadag. Ég hef alltaf haldið að ég ætti að vera góður húsbóndi. Bryndís hefur talið mér trú um þetta alla tíð. Ég þarf aðeins að fara betur yfir þetta. annars er hver dagur eftirminnilegur með Bryndísi og hún kemur mér alltaf skemmtilega á óvart þannig að það þarf ekki bóndadag til að hún gleðji mig. dóttir mín er hins vegar að koma frá Bretlandi þannig að það verður fjölskyldustemning og mikil hamingja sem ríkir þá.“ sigvaldi kaldalóns: koss Frá konunni og góður MAtur „Ég verð bara að viðurkenna það að ég hef eiginlega aldrei upplifað einhvern sérstakan bóndadag. Ekki þannig. Koss frá konunni og extra góðan mat kannski. En á móti verð ég líka að viðurkenna að bæði ég og frúin höfum ekki haldið þessa daga neitt sérstaklega hátíðlega. Við höfum frekar lagt meira upp úr því að koma hvort öðru á óvart alveg upp úr þurru en á móti sleppt því að halda bónda- og konudagana hátíðlega. Við ættum kannski að fara að gera það. vignir freyr andersen: Allir dAgAr seM bóndAdAgAr „Það eru allir dagar hjá mér eins og bóndadagar, ég er svo svo skrambi vel giftur maður. Konan bakaði meira að segja pönnukökur klukkan hálf ellefu handa mér um daginn, bara af því að mig langaði svo í þær þegar við sátum að slappa af í heita pottinum úti í garði. svona er ég heppinn.“ dagur b. eggertsson: ÞorrAMAtur á bóndAdAginn „Bóndadagurinn hjá mér einkennist af því að herrakvöld fylkis er alltaf haldið þetta kvöld. Þá hittumst við karlarnir og borðum afbragðs þorramat í fylkis- heimilinu. fjáröflunarkvöldið fer alltaf vel fram og eina breytingin sem hefur orðið á kvöldinu í gegnum tíðina er að það fjölgar alltaf í hópnum. Þar sem bóndadaginn ber alltaf upp á föstudag lauma ég því alltaf að konunni svona fram eftir vikunni en annars er hún alltaf voðalega góð við mig.“ helgi seljan: HAtAr VAlentínus- ArdAginn „Það eru reyndar allir dagar bæði bónda- og konudagar á mínu heimili. Við erum alltaf ótrúlega góð við hvort annað og við þurfum ekki svona sérstaka daga til að gera eitthvað fallegt. Bóndadagurinn er samt skárri en til dæmis Valentínusardagurinn. Ég hata Valentínusardaginn og gjörsamlega fyrirlít hann. dagurinn var stofnaður af einhverri gellu á Bylgjunni sem vildi láta samstarfsmenn sína senda sér blóm. Ég hugsa að ég stofni bráðlega facebook- grúppu gegn Valentínusardeginum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.