Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 23
föstudagur 23. janúar 2009 23Umræða
Hver er konan? „Ólína Þorvarðar-
dóttir.“
Hvað drífur þig áfram? „Á þessari
stundu er það löngun til að
endurreisa traust í samfélaginu og
virðingu fyrir góðum gildum og
mikilvægum lýðræðisstofnunum.“
Hvað gerðir þú helst sem krakki?
„Þá vildi ég vera strákur og gekk um
með forláta stálstaf sem strákarnir
gátu ekki brotið og stofnaði
leynifélagið Ægisdætur. Það var
skæruliðahópur stúlkna sem átti í
útistöðum við karlpeninginn á
svæðinu.“
Hvað er uppáhaldsmaturinn
þinn? „Hnausþykkur hrísgrjónagraut-
ur með lifrarpylsu, kanil og rjóma.“
Hvað er nyttlydveldi.is? „Það er ný
vefsíða þar sem þjóðinni gefst kostur
á að skora á alþingi og forseta Íslands
að hlutast til um utanþingsstjórn og
boðun stjórnlagaþings. að þessu
stendur samvalinn þverpólitískur
hópur sem er óháður stjórnmálaflokk-
um og hagsmunaöflum og hyggur
ekki á frekari stjórnmálaþátttöku. Við
viljum bara koma vilja þjóðarinnar á
framfæri. fólk á Íslandi þráir nýtt
upphaf.“
Hefur þú fengið góð viðbrögð við
undirskriftasöfnuninni? „Vefsíðan
verður opnuð í dag. En frá því að
hugmyndin var reifuð fyrst urðu strax
mikil viðbrögð og við höfum orðið vör
við jákvæðan og mikinn hug hvar
sem við höfum rætt hana. Ég vona
svo sannarlega að fólk stígi skrefið
með okkur og undirriti áskorunina á
nyttlydveldi.is.“
Hvað telur þú að þurfi að gera
núna svona í stuttu máli? „Það
þarf að mynda utanþingsstjórn og í
framhaldi af því boða til stjórnlaga-
þings. Hlutverk þingsins yrði að semja
nýja stjórnarskrá sem legði grunn að
nýju lýðveldi með sanngjarnri
kosningalöggjöf og skýrri aðgrein-
ingu löggjafarvalds, dómsvalds og
framkvæmdavalds.“
Eru einhverjir sérstakir sem þú
myndir treysta fremur en öðrum
til að stjórna landinu? „Í landinu er
mikið mannval sem gæti komið að
stjórn landsins og það situr ekki allt
inni á alþingi okkar Íslendinga.“
Hver er draumurinn? „samfélag
samhjálpar, sanngirni og samvinnu
þar sem virðing er borin fyrir góðum
gildum. nýtt lýðveldi.“
Hvernig líst þér á nýjan formann framsóknarflokksins?
„Hann er nú að mörgu leyti óskrifað
blað, ég ætla að gefa honum smá tíma
og finnst gott hjá framsóknarmönnum
að spúla dekkið.“
Ólafur Eiríksson
40 Ára sjÁlfstÆður atVinnurEkandi
„Ég hlæ að honum, hann er bara kjáni.“
Bragi HalldÓrsson
49 Ára VErslunarrEkandi
„Ég hef enga trú á honum, það eru
afskaplega fáir stjórnmálamenn
yfirhöfuð sem hafa einhvern trúverð-
ugleika.“
guðmundur Einar HalldÓrsson
29 Ára atVinnulaus
„Ég veit það ekki, ég ætla að gefa
honum viku.“
Hans Þorvaldsson
29 Ára jÁrnamaður
Dómstóll götunnar
Ólína ÞorvarðardÓttir
þjóðfræðingur er ein þeirra sem
standa að undirskriftasöfnun á
vefsíðunni nyttlydveldi.is en þar sem
hvatt er til þess að boðað verði til
stjórnlagaþings.
Nýtt lýðveldi
er draumuriNN
„mér líst ágætlega á hann, en ég er
ekki viss um að hann geti bjargað
flokknum en hann er þess virði að
honum sé bjargað.“
kristín atladÓttir
48 Ára kVikmyndagErðarmaður
maður Dagsins
Á sama tíma og Bandaríkjamenn
sem breytt hafa fordómarás sögunn-
ar – húrra fyrir þeim – flykkjast á torg
og fagna hinum þjóðkjörna forseta
sínum hrópa Íslendingar að valds-
stjórninni sem hefur hrint þeim í
botnlausa glötun, mulið undir spill-
ingu, hampað lygum, alið á ótta og
reiði og brotið mannréttindi.
Ólíkt hafast menn að og
misjafnt er vit þeirra.
En þótt valdsstjórn Íslands hafi ver-
ið gripin í bóli svika sinna sér hún
enga ástæðu til að viðurkenna ein-
lægan eða óeinlægan brotaviljann,
hypja sig á brott og veita Ekkiþjóð-
inni sjálfsagðan kosningarétt sinn;
nei, nei, valdstjórnin sér hvorki aug-
ljósa né tímabæra ástæðu til þess
að víkja fyrir þeim sem eiga bjarg-
ráðin. Bjargráð til handa venjulegu
fólki finnast valdhöfum nefnilega
ótæk enda telja þeir Ekkiþjóðina
alls ekki verðuga viðræðunnar hvað
þá nokkurrar bónar; þjóðin sú hefur
líka eingöngu tapað aleigu sinni og
stendur nætur- og daglangt á torg-
um og hrópar á réttlæti; en slíkt orð
hefur gjörsamlega týnt merkingu
sinni og finnst vart lengur í sam-
ræmdri orðabók valdsstjórnarinnar.
Enda úldnar undir og skíðloga
eldar
Valdsstjórnin situr ekki á Alþingi Ís-
lendinga í umboði Ekkiþjóðarinn-
ar heldur í skjólgóðri vernd þeirra
sem hún nefnir þjóð og segir að til-
heyri sér. Og þótt valdsstjórnarþjóð-
in hljóti að teljast einhverskonar
hulduþjóð eða feluþjóð sem hvergi
sést, aldrei heyrist til og telur meira
að segja fáa helbláa sem fyrirverða
sig fyrir verk sem stundum hafa
verið kölluð illvirki – þá gerir það
ekkert til því þetta eru menn hins
óskoraða aflsmunar og hann næg-
ir valdsstjórninni til áframhaldandi
setu á lýðræðiskjörnu Alþingi, eins
fáránlega og þau orð hljóma í hinu
hættulega samhengi daganna.
Það er því deginum ljósara að
Ekkiþjóðin hlýtur að grípa til eig-
in ráða og velja sér stjórn án um-
boðs þess valds sem hertekið hefur
þingið og situr þar sem fastast með
vilja hinna andlitslausu stuðnings-
manna sinna.
Ekkiþjóðin á sinn rétt; hún hefur
barist fyrir honum, hún hefur fórn-
að öllu fyrir hann, hún hefur hvergi
tapað honum, hann verður ekki frá
henni tekinn og hún mun njóta hans
því sannleikurinn er sá að núna - er
hennar tími kominn.
Á sama tíma og Bandaríkjamenn
sem breytt hafa fordómarás sög-
unnar – húrra fyrir þeim – flykkjast á
torg og fagna hinum þjóðkjörna for-
seta sínum hrópar Ekkiþjóðin á eyj-
unni litlu í Norðurhöfum; hún vill
að mannréttindi séu virt og að hún
fái að ganga til kosninga í sínu eigin
lúbarða og misnotaða landi.
Ólíkt hafast menn að og misjafnt
er vit þeirra.
Hin hrópandi Ekkiþjóð
kjallari
mynDin
fréttateymi ræður ráðum sínum tökumaður sjónvarpsins var einn þeirra ljósmyndara og tökumanna sem urðu fyrir árásarúða lögreglunnar í mótmælunum í miðbæ reykjavíkur.
mYnd maría ElínardÓttir
vigdís
grímsdÓttir
rithöfundur skrifar
„Valdsstjórnin situr ekki
á Alþingi Íslendinga í
umboði Ekkiþjóðarinn-
ar heldur í skjólgóðri
vernd þeirra sem hún
nefnir þjóð og segir að
tilheyri sér.“