Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 13
föstudagur 23. janúar 2009 13Fréttir Tr yg g va g a ta GÖTUVÍGIN Í MIÐBORGINNI Eigum pústkerfi í flestar gerðir bifreiða Gott verð! 10. nóvember 2008 ALÞInGI Bónusfáni dreginn að húni Haukur Hilmarsson mótmælandi flaggaði Bónusfánanum á þaki alþingishússins. Hann komst undan eftir að mótmælendur slógu skjaldborg um hann. fólk kastaði eggjum og tómötum í þinghúsið. Vitorðsmaður Hauks studdi við stigann sem hann klifraði upp og var haldið fram eftir degi af lögreglunni. talið er að 4 þúsund manns hafi verið á austurvelli þennan dag. 22. nóvember 2008 LÖGreGLUSTÖÐIn vIÐ HverFISGÖTU Vildu Hauk lausan Mótmælin byrjuðu sem friðsamleg mótmæli en enduðu sem umsátur um lögreglustöðina. Haukur Hilmarsson var hnepptur í gæsluvarðhald vegna eldra máls og kröfðust mótmælendur þess að hann yrði látinn laus. Þegar því var ekki sinnt byrjuðu nokkrir mótmælendur að sparka í hurðina þar til hún gaf sig og þá réðst lögreglan til atlögu með piparúða. 1. deSember 2008 SeÐLAbAnKInn Sömdu við lögreglu Í kringum hundrað manns komu sér fyrir í anddyri seðlabanka Íslands og kröfðust þess að fá að tala við davíð Oddsson. Krafan var sú að hann myndi víkja úr embætti. Lögregla sagði að aðgerðin væri ólögleg mótmæli og hótaði að nota piparúða. að lokum náðu mótmælendur að semja við lögreglu um að ef lögreglan sneri við og gengi í burtu myndu mótmælendur gera slíkt hið sama. 9. deSember 2008 ALÞInGI „Út, út, drullið ykkur út“ Hópur manna réðst inn á palla alþingis og krafðist þess að þing- mennirnir færu út. sjö voru handteknir og kom til átaka milli lögreglu og mótmælenda þegar þeir reyndu að frelsa vini sína með því að mynda skjaldborg um lögreglubifreið fyrir utan þinghúsið. Hópur sem kallar sig aðgerð aðgerð lýsti ábyrgð á hendur sér vegna stöðvunar á þingfundinum. 21. jAnúAr AUSTUrvÖLLUr Upphaf janúarbyltingarinnar Þúsundir manna komu saman á austurvelli og mynduðu mikinn háváða með alls kyns tólum. Á annað hundrað lögreglumanna vörðu þinghúsið sem var grýtt með eggjum og skyri. rúður voru brotnar og var piparúða sprautað á mótmælendur. Óslóartréð var fellt og því kastað á bál sem var tendrað við inngang þinghússins. Á þriðja tug manna voru handteknir. 22. jAnúAr STjórnArrÁÐIÐ, ALÞInGI OG ÞjóÐLeIKHúSKjALLArInn Táragas á Austurvelli Mótmælt var við stjórnarráðið, alþingi og Þjóðleikhúskjallarann fram á nótt. rúður voru brotnar í þinghúsinu og stjórnarráðinu. reynt var að kveikja í aðaldyrum alþingishússins og voru bál tendruð víða um bæinn. Lögreglan beitti kylfum, piparúða og táragasi á austurvelli eftir að steinum var hent í átt að lögreglumönnum. Þúsundir voru saman komnar en enginn var handtekinn. F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð fimmtudagur 22. janúar 2009 dagblaðið vísir 15. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 ísland er stjórnlaust mótmælendur ruddust inn á samfylkingu framsókn hugsanlega í rauðgræna stjórn Ögmundur og Össur funduðu kjarasamningar í uppnámi así vill nýja stjórn leynigÖng frá alþingi fréttir Janúarbyltingin setur stJórnarsamstarf í uppnám: frægir mótmæla þorsteinn kragh: „ég er saklaus“ fólk landspítali bannar facebook fréttir Janúarbyltingin hélt áfram í miðborg Reykjavíkur, annan daginn í röð í gær. Krafan var skýr. Vanhæfa ríkisstjórn burt og kosningar strax. Um það bil þúsund manns voru komnir saman fyrir framan Alþingishúsið í gær, þar sem haldið var uppteknum hætti. Vegna jarðarfarar í Dómkirkjunni og tillitssemi við aðstandendur, héldu mótmælendur sem leið lá að stjórn- arráðinu, þar sem aðsúgur var gerð- ur að Geir Haarde forsætisráðherra, í þann mund sem hann var að yfir- gefa Stjórnarráðið í ráðherrabílnum. Snjóboltum og eggjum rigndi yfir bif- reiðina umkringdu mótmælendur hana og börðu á rúður. Eftir um það bil fimm mínútna umsátursástand, komst Geir loks undan. Í samtali við fréttamenn í Valhöll um kvöldmatar- leitið í gær, viðurkenndi Geir að sér hefði verið mjög brugðið. Við Stjórnarráðið barði hópurinn á glugga og einhver úr hópnum skvetti rauðri málningu á húsið. Þá bár- ust einnig fréttir af því að rúða hefði brotnað í byggingunni. Óeirðalögregla myndaði skjaldborg um Stjórnarráðið á meðan mótmælin stóðu yfir. Stjórnin er fallin! Um klukkan fjögur í gær kom mann- fjöldinn aftur saman við Alþingis- húsið að lokinni jarðarförinni og hélt áfram kröftugum mótmælum. Allt ætlaði um koll að keyra þegar einn úr hópnum tilkynnti að ríkisstjórnin væri fallin. Mikil fagnaðarlæti brutust út og fögnuðu mótmælendur sigri. Nokkrum mínútum síðar tók Hall- grímur Helgason rithöfundur til máls og bar til baka fregnir að stjórnin væri fallin. Karnival við Þjóðleikhúsið Um og yfir þúsund manns voru sam- ankomin fyrir utan Þjóðleikhúskjall- arann í gærkvöldi, þar sem Samfylk- ingarfélag Reykjavíkur fundaði um stjórnarsamstarfið við Sjálfstæð- isflokkkinn. Mótmælendur fram- kölluðu mikinn hávaða og kröfðust afsagnar ríkisstjórnarinnar. Blaða- maður DV líkti ástandinu við karn- ival-stemningu. Kveikt var í stórum bálkesti á tröppum Þjóðleikhússins, og hentu mótmælendur ruslatunn- um, vörubrettum og öðru lauslegu á bálið. Lúðrasveit lék og taktfast- ur trommusláttur dundi. Mótmælin fóru friðsamlega fram, þó um það bil fimmtíu lögreglumenn hafi verið til taks. Lögreglan lokaði Hverfisgötunni frá Klapparstíg vegna mótmælanna, og niður að Ingólfsstræti. Algjöra þögn sló á hópinn þegar fundarmaður tók til máls til þess að tilkynna niðurstöðu fundarins. Gríð- arleg fagnaðarlæti brutust út í kjöl- farið. Fólk faðmaðist og söng gleði- söngva. Aðrir en mótmælendur verði handteknir DV ræddi við nokkra mótmælendur á Hverfisgötunni og ljóst var af sam- tölum við þá að dæma, að krafan er skýr. „Við krefjumst kosninga og ég ber það traust til ráðamanna að þeir fimmtudagur 22. janúar 20092 Fréttir „RÁÐAMENN EIGA AÐ HRÆÐAST OKKUR“ vAlgeir örn rAgnArSSon og liljA KAtrín gunnArSdóttir blaðamenn skrifa: liljakatrin@dv.is og valgeir@dv.is Algjöra þögn sló á hóp- inn þegar fundarmað- ur tók til máls til þess að tilkynna niðurstöðu fundarins. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í kjölfarið. Janúarbyltingin hélt áfram annan daginn í röð. Mótmælt var við Stjórnarráðið, þar sem aðsúgur var gerður að geir H. Haarde for- sætisráðherra. Mannfjöldinn ærðist af fögnuði þegar ótíma- bær dánarfregn ríkisstjórnarinnar var tilkynnt á Austur- velli. Þúsundir mótmæltu við fund Samfylkingarinnar. Mótmæli við Alþingishúsið alþingishúsið var grútskítugt eftir mótmæli gærdagsins. Mynd róbert reyniSSon fimmtudagur 22. janúar 2009 3 Fréttir „Ég vissi ekki að það væri leið þarna á milli fyrr en ég ætlaði að fara út, þá var mér meinaður aðgangur að aðaldyrum hússins,“ segir Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins. Hann varð að fara um jarðgöng sem liggja að Blönd- alshúsi þaðan sem hann komst út þegar mótmælin stóðu sem hæst í fyrradag. Í bílakjallara Alþingishússins eru dyr að gangi sem endar í Blönd- alshúsi sem er við hliðina á Alþing- ishúsinu. Að sögn þingmanna sem DV ræddi við vissu þeir ekki af þess- um gangi fyrr en í mótmælunum á þriðjudag. Hafði ekki hugmynd um ganginn „Þetta er bara steyptur gangur eins og venjulegur gangur í hvaða húsi sem er, þetta var ekkert greni heldur dúkalagt og leit vel út. Ég hafði ekki hugmynd um þetta en ég vissi að það væru dyr þarna í bílakjallaran- um sem liggja að skrifstofum,“ seg- ir Grétar Mar sem reyndi að komast út á þriðjudag til að spjalla við fólk sem var fyrir utan húsið. Hann seg- ir það vera eðlilegan hlut að fleiri en ein undankomuleið sé úr hús- inu en getur ekki sagt til um hvort gangurinn sé neyðarleið fyrir þing- menn. „Það getur vel verið að þetta sé hugsað þannig, að það verði að vera fleiri en ein undankomuleið ef það eru ólæti og mikill gauragangur fyrir utan.“ Neitaði að vera í stofufangelsi Jón Magnússon, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, segir að lögreglan hafi bannað honum að fara út um aðaldyr húss- ins. „Ég sagði, þegar mér var nóg boðið að bíða og löggan var búin að banna mér að fara út í dálítið langan tíma, að ég vildi ekki vera í stofufangelsi og ef fólk vildi berja mig, þá yrði það bara að fá að berja mig. Síðan fór ég út bakdyrameg- in og löggan bað mig að vera ekki að blanda mér í hópinn af því það væru innan um aðilar sem gætu verið hættulegir þó meginhlutinn væri allt í lagi, það var sú ráðlegging sem ég fékk þegar ég slapp út þarna bakdyramegin.“ Jón seg- ir að hann hafi ekki vitað um ganginn fyrr en hann sá Sturlu Böðv- arsson ganga inn um dyr í bílakjall- aran- um. „Ég veit ekki hvaða gangur þetta er, ég sá þegar ég var í bíla- geymslunni í gær að forseti þings- ins fór inn um aðrar dyr en ég en ég vissi ekkert hvert þær lágu,“ seg- ir Jón og bendir á að öll alvöru þing séu með undirgöng. Hann segir að hávaðinn trufli vissulega starfsemi Alþingis. „Það er alveg sama á hvaða vinnustað þú ert, hvort sem það er Alþingi Ís- lendinga eða annars staðar, og það er mikil háreysti eða læti í kringum vinnustaðinn, þá truflar það þig. Ég sagði í morgun [í gær] að mik- ið rosalega væri ég orðinn þreyttur á þessum svissnesku kúaklukkum sem dundu þarna.“ Undirgöng algeng Víðsvegar á Norðurlöndunum eru teikningar af opinberum bygginum á borð við þinghús og konungshallir ekki veittar almenningi. Þeir sem óska eftir upplýsingum um teikn- ingar af opinberum byggingum á Íslandi þurfa að gefa upp nafn og kennitölu sem er síðan sent til ríkis- lögreglustjóra. „Ég sagði, þegar mér var nóg boðið að bíða og löggan var búin að banna mér að fara út í dálítið langan tíma, að ég vildi ekki vera í stofufangelsi og ef fólk vildi berja mig þá yrði það bara að fá að berja mig.“ Frá bílakjallara Alþingishússins liggur gangur yfir í Blönd- alshús sem stendur við hliðina á byggingunni. Gangurinn er neðanjarðar og gátu þingmenn farið um hann til að komast út óséðir. Grétar Mar Jónsson þingmaður segir ganginn vera mjög snyrtilegan með dúk á gólfinu og steyptum veggjum. LEYNIGÖNG FRÁ ALÞINGI Boði loGasoN blaðamaður skrifar bodi@dv.is Göng undir fótum mótmælenda meðan mótmæl- endur beindu sjónum sínum að alþingi gátu þingmenn farið um leynigöng sem liggja að Blöndalshúsi, við hlið þinghússins. Þar komust þingmenn út án þess að mótmælendur yrðu þeirra varir. MYND GUNNar GUNNarssoN Fékk nóg jón magnússon nennti ekki að bíða lengur en fékk ekki að fara út um aðalinngang. Fór um leynigöng grétar mar jónsson var látinn ganga göngin og komst þannig út. endurskoði sín mál. Ráðamenn eiga að hræðast okkur en við eigum ekki að hræðast þá,“ segir Kristján Hrann- ar Pálsson í samtali við DV. Hann seg- ir að krafan sé jafnframt sú að stjórn Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins segi af sér. „Ég vil að loksins verði ein- hverjir aðri handteknir en þeir sem mótmæla,“ segir Kristján Hrannar. Valgerður Sigurðardóttir, sem einnig var á Hverfisgötunni í gær- kvöldi, segist hafa mótmælt linnulaust síðustu tvo daga. „Þegar við fengum fréttir af því um miðjan dag að ríkis- stjórnin væri fallin, þá hef ég aldrei séð jafn mikið af hamingjusömu fólki í kringum mig. Jafnframt hef ég aldrei verið jafn reið og þegar það kom í ljós að þetta væri ekki rétt,“ segir hún. Birna Þórðardóttir mótmælandi tekur í sama streng. „Þjóðin er loksins að sýna að hún geti þori og vilji. Þjóð- inni er nóg boðið af svínaaríi og hef- ur loksins úthald í að stíga upp. Þessar samfylkingardruslur, þurfa að hugsa um annað en stólana sem hafa verið mjúkir og gefið góð laun,“ segir hún og bætir við að ríkisstjórnin sé siðlaus og að hún vilji elta dólgana í fjármála- geiranum uppi og þeir skili því sem þeir rændu af þjóðinni, eins og hún orðaði það. „Vanhæf ríkisstjórn“ mannfjöldinn kveikti bál á austurvelli í gær og öskraði í sífellu einkunnarorð byltingarinnar. MYND róBert reYNissoN sparkað í skildi lögreglunnar Þessir ungu menn gerðu atlögu að lögreglumönnum við alþingishúsið. MYND Heiða HelGaDóttir ÞRIÐJUdagUR 9. dESEMBER 20088 Fréttir „Út, Út,drullið ykkur Atli Már GylfAson blaðamaður skrifar: atli@dv.is Það var um klukkan þrjú í gær þeg- ar mótmælendur öskruðu á þing- menn af áheyrendapöllunum: „Út, út, drullið ykkur út.“ Við það hóf- ust slagsmál á milli tuttugu til þrjá- tíu glímuklæddra mótmælenda og þingvarða. Lögreglan var kölluð á vettvang og voru þeir með allt til- tækt lið á staðnum eða um átta lögreglubíla og eitthvað í kringum fjörutíu lögreglumenn. Mikill hiti var í mótælendun- um sem öskruðu „Fasistar, fasistar, bananalýðveldi“ á meðan lögregla bar út þá mótmælendur sem höfðu verið handteknir inni í þinghúsinu. Fimm hinna handteknu eru á þrí- tugsaldri, einn er undir tvítugu og einn á fertugsaldri. reyndu að frelsa Nokkrir úr mótmælendahópn- um reyndu að frelsa félaga sína sem voru bornir út í lögreglubíl. Einn opnaði dyrnar á lögreglubílnum en var fljótt snúinn niður af lögreglu. Mikill hiti var í fólki og áttu blaða- menn fótum sínum fjör að launa þegar til átakanna kom. Þá mynd- uðu nokkrir mótmælendur keðju fyrir framan einn af lögreglubílun- um til að stöðva för hans en þeim var umsvifalaust ýtt frá af lögreglu. Þá var margvíslegu lauslegu kastað í lögreglubílinn sem flutti mótmæl- endurna upp á Hverfisgötu. Þingmönnum brugðið Mikil öskur, læti og slagsmál voru á áheyrendapöllum Alþingis þegar lögreglumenn gengu fylktu liði og hófu að bera fólk út. Þing- mönnum var verulega brugðið og sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, að unga fólk- ið hafi verið mjög reitt. „Lögreglan tók mjög fast á þessu strax og örugglega, þeir voru fljót- ir á staðinn. Okkur brá mjög mik- ið,“ sagði Siv Friðleifsdóttir en hún stóð í ræðupúlti Alþingis þegar læt- in byrjuðu. Aðspurð hvort hún hafi skilning á aðgerðum mótmælenda sagði hún: „Ég hef ekki skilning á svona aðgerðum, ég skil að fólk sé reitt en ég hef ekki skilning á svona aðgerðum.“ Ellert B. Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, fylgdist með að- gerðum lögreglu á bak við Alþingis- húsið en hann hafði miklar áhyggjur af „greyið drengjunum“ sem höfðu verið handteknir af lögreglunni. Viðbúnaður við Hverfisgötu Lögreglan var með mikinn við- búnað við lögreglustöðina á Hverf- isgötu eftir handtökurnar niðri á Al- þingi. Svo virðist sem lögreglan hafi ekki viljað sama umsátursástand og myndaðist eftir handtökuna á Hauki Hilmarssyni mótmælanda en þá varð lögreglan að beita pip- arúða gegn fjöldanum sem var svo gott sem búinn að ryðja sér leið inn í anddyri lögreglustöðvarinn- ar. Lögreglumenn vöktuðu lóðina á bak við lögreglustöðina á Hverf- isgötu og voru sömuleiðis lögreglu- menn við anddyri lögreglustöðv- arinnar. Ekki kom þó til átaka við lögreglustöðina en mótmælend- urnir höfðu hótað því að halda þar áfram að mótmæla. Hópi fólks sem hafði safnast saman fyrir utan lög- reglustöðina var boðið inn til fund- ar með yfirstjórn lögreglunnar sem reyndi hvað hún gat að svara spurn- ingum mótmælendanna. Ekki er enn vitað hvort þetta sé sami hópur og kom saman á Arn- arhóli snemma í gærmorgun en þau boð höfðu verið látin ganga að núna væri kominn tími til „ekki svo ýkja friðsamlegra mótmæla“. „Ég hef ekki skilning á svona aðgerðum, ég skil að fólk sé reitt en ég hef ekki skilning á svona aðgerðum.“ Handteknir fyrir mótmæli Lögreglumenn handtóku þá sem höfðu sig mest í frammi og fluttu þá á lögreglustöðina við Hlemm. Mynd Kristinn Handteknir fyrir mótmæli Lögreglumenn handtóku þá sem höfðu sig mest í frammi og fluttu þá á lögreglustöðina við Hlemm. Mynd reynir Bornir út Nokkrir mótmælendanna voru bornir út úr alþingishúsinu af lögreglu. Mynd Kristinn ÞRIÐJUdagUR 9. dESEMBER 2008 9Fréttir Jólaba2008& skemmtun Fram Koma:  Þórhallur Sigurðsson ( Laddi )  Rúnar Júlíusson  Sigríður Beinteinsdóttir & Grétar Örvarsson  Magni ( Á móti sól )  Eyþór Ingi ( úr Bandinu hans Bubba )  Ragnar Bjarnason  Hljómsveitin Dalton  Kántrýsveitin Klaufarnir  Land og synir og Hreimur  Sprengjuhöllinn  André Bachmann þriðjudaginn 9 des. verður jólaball fatlaðra haldið á Hilton Reykjavik Nordica. Húsið opnar kl: 19.15 Skemmtun stendur frá kl: 20.00 - 23.00. Hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? Heldur uppi fjörinu Kynnar eru: Edda Andrésdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrárgerðarmenn. FRÍT T IN N Áhersla á að aðstandendur mæti með sínu fólki Öskjuhlíðaskóli Þökkum veittan stuðning Út“ Hrundið brott Óeinkennisklæddur lögreglumaður stöðvaði för þessarar konu. mynd Kristinn Hart tekist á Lögreglumenn og mótmæl- endur tókust á við alþingishúsið í gær. mynd Kristinn Við Alþingi Átökin hófust þegar nokkrir mótmælendur gerðu hróp að þingmönnum og vildu reka þá úr þinghúsinu. mynd Kristinn gleymd forysta „Er forseti ASÍ í réttum samtökum? Er forseti ASÍ kannski kominn með skrifstofuaðstöðu hjá Samtökum at- vinnulífsins?“ spurði Ásta Rut Jón- asdóttir húsmóðir þegar hún tók til máls, önnur framsögumanna, á borgarafundi í Háskólabíói í gær. Ásta uppskar mikið lófaklapp fund- argesta þegar hún kastaði þessum spurningum fram í ræðu sinni en henni finnst Gylfi Arnbjörnsson, for- seti Alþýðusambandsins, ekki sinna umbjóðendum sínum nægilega. Gylfi var sjálfur fyrsti framsögu- maður á fundinum, yfirlýstur til- gangur fundarins var að krefja for- kólfa verkalýðshreyfingarinnar svara. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, Gunnar Páll Pálsson, formað- ur VR, og Eiríkur Jónsson, formað- ur Kennarasambands Íslands, voru meðal þeirra sem sátu í pallborði á framsögum loknum. Mest mæddi þó á Björgvin G. Sigurðssyni viðskipta- ráðherra sem þar átti einnig sæti en hann var erlendis þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar sátu fyrir svörum á síðasta borgarafundi. Þannig sner- ist fundurinn aðeins að litlu leyti um verðtryggingu og réttindi verkafólks en þess mun meira um störf ríkis- stjórnarinnar sem Björgvin þurfti einn að svara fyrir. Þannig var hann krafinn svara um af hverju sértæk eftirlaunarétt- indi ráðherra og þingmanna hefðu ekki þegar verið afnumin, en Björg- vin sagði ríkisstjórnina þegar hafa tilbúið frumvarp sem afnemur þau sérréttindi sem þeim voru veitt síð- ast þegar gerðar voru breytingar á lögunum. Björgvin þurfti einnig að svara fyrir hvort Davíð Oddsson seðlabankastjóri sæti í skjóli ríkis- stjórnarinnar. „Jú, hann situr í okkar skjóli,“ sagði Björgvin og benti á að Davíð sæti í skjóli beggja ríkisstjórn- arflokkanna svo lengi sem hann sæti í Seðlabankanum. Björgvin benti þó á að Samfylkingarfólk hefði tjáð sig gegn Davíð. Orð Björgvins eru í aðra veru en orð Össurar Skarphéðins- sonar iðnaðarráðherra sem gekkst við því í þættinum Mannamál á Stöð 2 í gærkvöldi að hafa lagt fram bók- un á ríkisstjórnarfundi þess efnis að Davíð sæti ekki í skjóli Samfylking- arinnar. erla@dv.is Björgvin G. sigurðssyni: Forkólfar á fremsta bekk Verkalýðsforkólfar voru boðaðir á fundinn, sem og Björgvin g. Sigurðsson viðskiptaráðherra. mynd róBert SÖK DAVIÐS IMF, FORBES OG INGIBJÖRG SÓLRÚN SAMMÁLA: dv.is besta rannsóknarblaðamennska ársins þriðjudagur 2. desember 2008 dagblaðið vísir 225. tbl. – 98. árg. – verð kr. 347 F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Björgólfur lendir í skjóli nætur forsætisráðherra íslands jafnóvinsæll og óvinsælasti Bandaríkjaforseti frá upphafi fréttir forBes og iMf fjalla uM sök davíðs í hruninu trúverðugleiki forsenda efnahagsBata alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hættir að lána ef gjaldeyrishöftuM linnir ekki MótMælendur réðust inn í seðlaBankann krónan sett á flot í gær – hún sökk geir Bush fiskurinn ódýr úti á landi í heiMsókn á einkaþotunni sparisjóðsstjóri tekur ofurlaun fréttir framsóknarsjóður gufaði upp tapaði á gift fréttir Björgólfur selur ekki jólasveinuM fréttir neytendur fréttir kjarnorku- veldi kljást ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 20082 Fréttir VG 32% Samfylking 31% Sjálfstæðisflokkur 21% Framsóknarflokkur 8% Frjálslyndi flokkurinn 3% Íslandshreyfingin 3% Annað 3% * Hlutfall námundað 32% 31% 21% VINSTRI- HREYFINGIN - GRÆNT FRAMBOÐ SAMFYLKINGIN SJÁLF- STÆÐIS- FLOKKUR VINSTRI GRÆNIR VINSÆLASTIR Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra 73,4% 40,5% Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherraÓákveðnir og auðir Óákveðnir 10% Skila auðu 16% Eftir ræðuhöld á Arnarhóli þar sem Erpur Eyvindarson rappari hafði meðal annars flutt rímu ofan af stytt- unni af Ingólfi Arnarsyni þar sem hann lýsti því yfir að landráð hefðu verið framin á Íslandi hélt fjöldi fólks í átt að Seðlabankanum. Þegar mest var af fólki var mannfjöldinn í og í kringum Seðlabankann eitt- hvað á bilinu 200-300 manns. Fólkið gekk inn í fyrsta anddyri bankans og söng „lýðræði ekkert kjaftæði“. Ein- hver sletti rauðum lit á veggina og nokkrum eggjum var kastað á gler- dyr í anddyrinu. Tveir lögregluþjón- ar meinuðu fólkinu inngöngu í mót- töku bankans. Sífellt fleiri tróðu sér inn og söngur mótmælenda hljóm- aði hátt og skýrt í anddyrinu. Fljót- lega fjölgaði í liði lögreglu sem rað- aði sér fyrir framan dyrnar. Sumir mótmælenda stöppuðu á gólfinu á meðan aðrir lömdu með prikum í gólfið og krafan var áfram sú sama: „lýðræði ekkert kjaftæði“. Barið á rúðum „Ekki standa vörð um þetta óréttlæti sem er í gangi hérna,“ sagði einn mót- mælendanna við lögreglumenn sem stóðu fyrir dyrunum. Svo var púað hátt. „Ef þið gangið núna út verðið þið hetjurnar,“ hrópaði annar. „Hand- takið Davíð,“ sagði sá þriðji. Nokkr- ir mótmælendanna sögðu lögregl- una meðseka, en lögregluþjónarnir þögðu. „Út með Davíð! Út með Davíð,“ byrjaði hópurinn svo að hrópa og þeir sem stóðu fyrir utan hrópuðu með. Menn börðu á rúður og báðu lögregl- una um að óhlýðnast fyrirmælum. Eftir nokkurn tíma gengu lögreglu- menn frá dyrunum og fólkið fagn- aði, taldi þar með að lögreglan hefði ákveðið að láta undan háværum kröf- um mótmælenda. Fólkið opnaði því næst glerdyrnar og kom sér þannig inn í næsta anddyri bankans þar sem móttakan er. Þá kom í ljós að óeirða- lögregla hafði gert sig klára inni á að- algólfi bankans, hinum megin við næstu glerdyr. Mótmælendur báðu mann í móttökunni um að fá viðtal við seðlabankastjóra en þeim var sagt að það væri ekki hægt. Vopnuð óeirðalögga Mikil óvissa ríkti á meðal fólksins eft- ir að það var komið inn í innra and- dyri bankans. Ljóst var að lögreglu- menn vopnaðir skjöldum, kylfum og táragasi myndu beita hörku ef ástandið færi úr böndunum. And- dyrið fylltist af fólki og smám saman fjölgaði í hópi óeirðalögreglumanna sem röðuðu sér í línu fyrir framan glermúrinn skildi að mótmælend- ur og lögreglumenn. „Réttlæti – ekki ofbeldi!“ kölluðu margir fyrir framan glerið þar sem vopnaðir óreirðalög- reglumenn stóðu með hjálma sína. Á meðan mótmælendur inni í anddyr- unum tveimur voru á að giska 100 til 150 voru óeirðarlögreglumenn orðn- ir um það bil 30 til 40. Fólk hafði á orði að nú ætti að pipra mannskap- JÓN BJARKI MAGNÚSSON blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Mótmælin verða frið- söm svo lengi sem lög- reglan fer ekki að beita ofbeldi!“ „ÚT MEÐ DAVÍÐ Glermúrinn Mótmælendur söfnuðust saman í anddyri Seðlabankans en hinum megin við glervegginn beið óeirðalögregl- an og sagði að táragasi yrði beitt. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2008 3 Fréttir 36,3% 27,2% 4,5% Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra Geir H. Haarde forsætisráðherra Árni Mathiesen fjármálaráðherra Stuðningur Íslendinga við Geir H. Haarde forsætisráðherra er jafnlít- ill og stuðningur bandarísku þjóð- arinnar við George W. Bush forseta þegar hann mældist sem verstur hjá bandaríska Gallup í lok sept- ember. Einungis 27,2 prósent að- spurðra í nýrri könnun Gallups segjast ánægð með Geir. Þannig birti bandaríska Gallup sérstaka frétt um það þegar stuðn- ingur við Bush féll niður í „sögulega lægð“ 30. september síðastliðinn. Sú sögulega lægð var 27 prósent, eða sami stuðningur og er nú við Geir Haarde forsætisráðherra. Nýjar kannanir á ánægju með störf Bush benda þó til þess að stuðningur við hann minnki enn meira en gefið var til kynna í Gallup-könnuninni. Þó er Geir ekki nándar jafn- óvinsæll og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Árni nýtur litlu meiri stuðnings en Frjálslyndi flokkurinn. Einungis 4,5 prósent Íslendinga eru ánægð með störf Árna. Jóhanna Sigurðardóttir er lang- vinsælasti íslenski ráðherrann. Þrír af hverjum fjórum Íslending- um lýsa ánægju sinni með störf hennar. Næst á eftir kemur vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, með um 40 prósenta stuðning. Geir jafn óvinsæll og George Bush inn með chilly-pipar. Menn gerðu sér grein fyrir því að lögreglumenn voru að undirbúa árás ef þeir teldu að þess þyrfti. „Réttlæti ekki ofbeldi!“ hljómaði inni í anddyri Seðlabank- ans í fimm mínútur en breyttist svo í „réttlæti ekki fasismi“. Þögnin tók völd Einn lögreglumannanna byrjaði þá að tala í gjallarhorn hinum meg- in glersins. „Þetta eru ólögleg mót- mæli!“ en fólk öskraði þá hástöfum og púaði. „Þetta eru fasistar,“ heyrð- ist kallað á meðal fólksins. „Þeir ætla að berja okkur, verum tilbúin“ og fólk greip peysur sínar eða trefla og færði yfir munn og nef til að verjast mögulegri táragasárás. Lögreglan hélt áfram að tala í gjallarhorn hin- um megin glersins. „Þetta eru ólög- leg mótmæli. Farið út. Öðrum kosti verðum við að beita táragasi.“ Mót- mælendur ætluðu ekki að gefa sig þrátt fyrir hótanir lögreglunnar og menn sussuðu hver á annan og báðu fólk um að þegja og gefa algjöra þögn. „Við biðjum ykkur um að yf- irgefa anddyrið“ heyrðist í gjallar- horninu en fólkið hafði þagnað og rétti nú upp hendur og sýndi að það væri óvopnað. Eftir nokkra þögn tal- aði fólk um það að ef óeirðalögreglu- menn myndu gera atlögu væru þeir að ráðast á friðinn. Flestir héldu ein- hverju fyrir andlit sín af ótta við að lögreglan myndi henda táragasi inn í anddyrið. „Við munum beita táragasi“ „Við eigum þetta hús og við megum vera hérna ef við viljum,“ sagði einn og fleiri samþykktu með lófaklappi. „Þetta verður vont í dag en við mun- um muna þetta alla ævi,“ sagði annar á meðan mannfjöldinn beið eftir því að lögreglan myndi sleppa táragasi inn í anddyrið. „Það er bannað að beita ofbeldi á friðsamlega mótmæl- endur,“ sagði ungur strákur með klút eftir að lögreglan hafði endurtek- ið að mótmælin væru ólögleg. „Við munum beita táragasi, þannig að fólk er beðið að fara héðan út. Lög- reglan mun rýma anddyrið og beita táragasi. Þetta eru ólögleg mótmæli og fólk er beðið um að yfirgefa and- dyrið.“ Einn mótmælenda, hinn 23 ára gamli Guðjón Heiðar Valgarðs- son, hrópaði þá í átt að lögreglunni, „það var líka ólöglegt að mótmæla Hitler“. Eftir orð hans brutust út fagn- aðarlæti. Og margir ræddu um það hversu erfitt það hlyti að vera lögregl- an hinum megin við glermúrinn sem skipti fólkinu svo skýrt í tvo hópa. Þá sem þurftu að verja valdhafana og hina sem kröfðust breytinga. Geir Jón varar fólk við Greinilegt var að mannfjöldinn ætl- aði ekki að gefa sig. Sífellt fleiri tóku sig til og settust á gólfið og enn aðrir byrjuðu að syngja „Kátir voru karlar“ þar til flestir tóku undir. Fleiri lög voru sungin í kjölfarið eins „The times they are a‘changin“ með Bob Dylan. Loks kom Geir Jón Þórisson inn til fólksins og bað það um að fara. Fólk hlustaði á hann og ræddi við hann en virtist ekki ætla að hreyfa sig eða færa. Geir Jón varaði fólkið enn og aftur við því að táragasi yrði beitt á mannfjöldann. „Við vor- um sakaðir um það að vilja ekki tala við ykkur fyrir viku, nú ætla ég að tala við ykkur,“ sagði hann og ítrekaði það að táragasi yrði beitt ef þess þyrfti. Einn mótmælendanna sagði lögregl- una vera að hóta þeim með gasi og að fólkið myndi ekki gefast upp fyr- ir slíkum hótunum. „Við erum mjög þroskuð og erum ekki að fara að vera með læti eða ofbeldi. Við erum búin að fá nóg eins og næstum öll þjóðin,“ sagði hann. Sundurleit samheldni einstaklinga Greinilegt var að þarna var saman kominn sundurleitur hópur, og þar var enginn einn leiðtogi. Samt sem áður ríkti einhver samheldni í hópn- um. Þarna var enginn einn sem hélt ræðu, heldur fjöldi einstaklinga sem voru með einfalda kröfu og ætluðu að standa saman. „Mótmælin verða friðsöm svo lengi sem lögreglan fer ekki að beita ofbeldi!“ hrópaði einn út úr þvög- unni. Geir Jón fór þegar ljóst var að mótmælendur ætluðu ekki út. Fólk sat áfram sem fastast. Óeirða- lögreglan hinum megin við glerið. Friður hafði færst yfir fólkið sem virt- ist nú einungis vera þarna til þess að sýna fram á að það yrði ekki kúgað til hlýðni. Krafan um Davíð var farin að dvína. „Leggið niður vopnin!“ hróp- aði mannfjöldinn í átt að lögreglu- sveitinni sem ennþá stóð rammgerð hinum megin veggjarins. Loks steig nýr og ungur maður fram á sjónar- sviðið og bað um að fá að tala við lög- regluna sem stóð hinum megin. Samningar nást Algjör þögn tók við á meðan hann lagði fram tillögu sína: „Davíð er ekki hérna og við erum ekki að fara að ná honum út. Ég er með smá svona hugmynd um samstöðu okkar á milli. Við erum þjóðin. Þið vinnið fyrir þjóðina. Við lofum að fara um leið og þið farið. Þið getið skilið eft- ir þrjá menn til þess að fylgjast með því hvort við förum. Þá erum við að sýna samstöðu,“ sagði hann og fólk virtist taka vel í tillögu hans. „Davíð er farinn. Hann hefur engan áhuga á þessu, hann horfir örugglega ekki einu sinni á RÚV. Þetta snýst svolít- ið mikið um völdin núna, þetta er svolítil svona valdabarátta og valda- fíkn sko. Við erum að bíða eftir ykk- ur, þið eruð að bíða eftir okkur,“ og áður en hann náði að ljúka máli sínu sneru óeirðalögreglumennirn- ir sér við einn af öðrum og héldu til baka. Fólkið inni í anddyrinu fagn- aði og klappaði og sneri líka við og gekk út úr bankanum. „Valdið er fólksins!“ hrópuðu margir á stétt- inni fyrir utan bankann. Mótmæl- endur höfðu komið fram með til- lögu sem lögreglan tók vel í og allt fór að lokum vel. Nánar er fjallað um störf Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum á síðu 8. Mótmælendur náðu samningum við óeirðalögreglu í gær um að ef þeir síðarnefndu myndu snúa við og ganga í burtu myndu mótmælendur gera slíkt hið sam a. Um það bil hundrað manns komu sér fyrir inni í anddyri Seðlabanka Íslands seinni p artinn í gær og krafðist fólk þess að fá að tala við Davíð Oddsson seðlabankastjóra. Krafan var sú að hann þyrfti að víkja úr embætti. Lögreglan hótaði að nota táragas á mann fjöldann sem gaf sig ekki þrátt fyrir kröfur lögreglu sem sagði mótmælin vera ólögleg. M ótmælendur þögnuðu skyndilega og réttu upp hendur eftir að lögreglan hafði hótað að b eita táragasi, þannig vildi fólkið sýna að það væri vopnlaust og friðsamt. “ Vopnlaus þögn Fólkið rétti hendur sínar upp og þagði til þess að sýna að það væri óvopnað eftir að lögregla hótaði því að beita táragasi á mannfjöldann. Talaði við mótmælendur Geir Jón Þórisson gerði sér lítið fyrir og kom inn í anddyri bankans þar sem mannfjöldinn hafði komið sér fyrir, þar bað hann fólk um að fara út því táragasi yrði mögulega beitt. MynDIR SIGTRyGGuR ARI mánudagur 24. nóvember 20082 Fréttir Hegðun lögreglunnar á mótmæla- fundum undanfarna laugardaga hefur að mörgu leyti verið til fyrir- myndar. Hún hefur verið lítt sýnileg og þannig ekki ögrað fólki, sem hef- ur misst mikið og er heitt í hamsi, með valdboðum. Þó má vera ljóst að sérsveitin bíður í kjallara Alþingis- hússins og í bifreiðum við hliðargöt- ur, en úr sjónlínu og er það vel. Lög- reglan hefur heldur ekkert aðhafst þegar ungmenni hafa hent eggj- um í Alþingishúsið, enda er líklegt að handtökur myndu reita marga af þeim þúsundum manna, sem sam- ankomnir eru hvern laugardagseftir- miðdag á Austurvelli, til reiði. Heimspekingur í haldi En á föstudagskvöld gerði lögregl- an sín fyrstu stóru mistök. Hauk- ur Hilmarsson, ungur mótmælandi og nemi í heimspeki við Háskóla Ís- lands, var handtekinn eftir vísinda- ferð í Alþingishúsið. Sumarið 2006 var Haukur Hilmarsson handtek- inn fyrir að klifra upp á vinnuturn í kringum Kárahnjúka. Var honum í kjölfarið gert að greiða sekt eða sitja inni í 18 daga. Haukur neitaði að greiða sektina og sat inni í fjóra daga, en var þá sendur heim vegna plássleysis. Haukur var einnig ann- ar þeirra tveggja manna sem hengdu Bónusfánann framan á Alþingishús- ið fyrir rétt rúmum tveimur vikum, en það var ekki það sem hann var hér ákærður fyrir. Það virðist afar undar- leg tilviljun, svo ekki sé meira sagt, að hann sé handtekinn nú á föstudags- kvöldi, daginn fyrir einhver stærstu mótmæli Íslandssögunnar. „Út með Hauk, inn með Geir“ Þær þúsundir manna sem koma saman á Austurvellinum eiga það eitt sameiginlegt að vera ósáttar við ástand mála. Að öðru leyti rúmast ýmsar skoðanir meðal þeirra, sumir eru með ESB og aðrir á móti og sama gildir um evru og IMF-lán. En með handtökunni fengu margir þann fókus sem hingað til hefur skort. Því gerðist það að hundruð manna lögðu leið sína á lögreglustöðina og kröfðust þess að Hauki yrði sleppt úr haldi. Meðal slagorða sem þeir hrópuðu var: „Út með Hauk, inn með Geir.“ Móðir Hauks, Eva Hauks- dóttir, var með í för og hélt ræðu í gegnum gjallarhorn á tröppum lög- reglustöðvarinnar. Þegar þessu var ekki sinnt byrj- uðu nokkrir mótmælenda að sparka í hurðina og fólk þusti að þar til fremri dyrnar gáfu eftir. Mótmælendur voru nú komnir inn á gang lögreglustöðv- arinnar en mættu þar aftur luktum dyrum. Fyrir aftan innri dyrnar röð- uðu lögregluþjónar sér upp, á með- an skilti mótmælenda voru notuð sem barefli á hurðina. Þegar að því kom að innri dyrnar gáfu eftir réðst lögreglan til atlögu með gasbrúsum. Haukur og laukur Mótmælendur hörfuðu út úr lög- reglustöðinni, en fyrir utan mættu þeir hópi víkingasveitarmanna sem komu hlaupandi frá bakhlið hússins. Víkingasveitin hreinsaði tröppurn- ar og tók sér stöðu á þeim á meðan mótmælendur söfnuðust aftur sam- an fyrir framan. Laukar voru látnir ganga manna á milli, sem þykir góð vörn við pipar- úða. Það kann að gerast að sá sem fyr- ir úðanum verður eigi erfitt með and- ardrátt og getur þá laukbragðið gert það að verkum að öndunarfærin taki við sér. Hins vegar virkar laukurinn ekki jafnvel gegn táragasi, en menn voru ekki sammála um hvaða efna- vopn það voru sem lögreglan beitti. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, varð illa úti af völdum gassins og varð að fara á spítala. Einnig nokkrir aðr- ir, þar á með 16 ára stelpa og mynda- tökumaður Stöðvar 2. Landspítalinn hefur ekki enn viljað gefa upp hversu margir það voru sem þurftu að leita aðstoðar, en líklega voru það að minnsta kosti fimm manns. Stand off Mótmælendur sögðust hafa hringt á sjúkrabíl samstundis, en lögreglan hafi einnig haft samband við spítal- ann og borið þá ósk til baka. Það leið um hálf klukkustund þar til sjúkrabíll loks birtist. Nú tók við um klukkutíma löng biðstaða, þar sem víkingasveitar- menn stóðu beint fyrir framan mót- mælendur með hjálma á höfði og úðabrúsa í belti á meðan mótmæl- endur létu eggjum rigna yfir þá. Nokkrar rúður voru einnig brotnar. Lögreglan stóð sig vel við að sýna stillingu þegar hér var komið sögu og lét ekki egna sig. Mótmælendur reyndu sumir að hefta för strætis- vagna. Einn strætóbílstjórinn skrúf- aði niður rúðuna og þrýsti þá mót- mælandi á flautu hans í allnokkra stund. Strætóbílstjórinn á leið 14 var þó ekki jafngjarn á að láta hefta för sína og keyrði áfram, minnstu mátti muna að einhver yrði undir. Þó fór það svo að strætóarnir neyddust til að snúa við. Umsátri hrUndið með piparúða sárkvalin á sjúkrahús „Mér fannst þetta ódrengilegt af lögreglunni,“ segir Jóhanna Þórey, 16 ára framhaldsskólanemi, sem varð fyrir piparúða lögreglu á lög- reglustöðinni við Hverfisgötu á laugardag. „En kannski var lög- reglan bara svona hrædd,“ segir hún og bendir á að tveir einstakl- ingar hafi verið í miðri tilraun til þess að brjóta upp hurðina sem skildi að mótmælendur og lög- reglumenn. Hún segir fjölda unglinga hafa orðið fyrir pipar- úðanum. „Auðvitað má búast við einhverjum átökum þegar búið er að brjótast inn á lögreglustöðina en þeir hefðu getað komið með einhverja viðvörun fyrst,“ sagði Jóhanna í samtali við DV skömmu eftir að hún yfirgaf slysadeildina. Anna Helgadóttir, móðir Jó- hönnu, bloggaði um atburðinn og var ósátt við harkaleg viðbrögð lögreglu: „Dóttir mín er núna búin að jafna sig að mestu, en hún er ennþá með sviða hér og þar. Ég er ennþá með sviða í andlitinu eft- ir að hafa tekið utan um hana og rekið andlitið á mér utan í úlp- una hennar sem var gegnblaut af gasi. Ég hef aldrei séð dóttur mína jafnkvalda og í dag og miðað við sársaukann frá því litla sem fór á andlitið á mér hafa þetta verið vít- iskvalir sem hún leið,“ bloggaði Anna. Hún sagðist í samtali við DV illa geta sætt sig við að ungling- ar væru beittir slíku harðræði. „Þarna er fólk að mótmæla mann- réttindabroti og er mætt með enn alvarlegri mannréttindabrotum. Lögreglunni ber að vara fólk við áður en piparúða er beitt en þarna gengu bara gusurnar óvænt yfir fólkið. Lögreglan hafði nægan tíma til að bregðast við og hefði verið í lófa lagið að ræða við mannskap- inn áður en upp úr sauð og fólkið réðst til inngöngu. Þarna var valdi beitt án nokkurs fyrirvara.“ Piparúði nokkur fjöldi mótmælenda varð fyrir úðanum og þurfti á læknis- hjálp að halda. Jóhanna fór sárkvalin á slysadeild í fylgd móður sinnar. Mynd anna.iS Skilti mótmælenda voru notuð sem barefli á hurðina. Þegar að því kom að innri dyrnar gáfu eftir réðst lögreglan til atlögu með gasbrúsum. valur GunnarSSon rithöfundur skrifar: mánudagur 24. nóvember 2008 3 Fréttir Haukur Hilmarsson ÚTILOKAR EKKI MÁLSÓKN Heimspekineminn Haukur Hilm- arsson, sem handtekinn var á föstu- dagskvöld, segist ekki geta sagt hver það var sem greiddi sekt hans sem varð til þess að hann var látinn laus síðdegis á laugardag. „Ég bara var beðinn um að halda því fyrir sjálfan mig,“ segir hann þegar blaðamaður DV ítrekar fyrirspurnina. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Það var mjög erfitt að taka boðinu. Af því að ég er svo hjartanlega á móti því að borga þessa sekt,“ segir Haukur um greiðslu sektarinnar. Hann íhug- ar málsókn vegna handtökunnar en segist verða að ráðfæra sig við lögfræðing áður en hann lýsi ein- hverju yfir. Hann er furðu rólegur miðað við aðstæður en segir óviss- una hafa verið erfiða þennan sólar- hring sem hann sat inni. Hræddur um fólkið „Ég veit ekkert hvers vegna, hvaða ástæður hann hafði en hann sann- færði mig um að taka því vegna þess að fólk væri í hættu þarna úti. Þá var búið að sprauta í augun á fólki þarna fyrir utan,“ segir Haukur um ástæður þess að hann hafi að lokum tekið boðinu um að sektin yrði greidd. „Ég var auðvitað áreitalaus og var bara farinn að sofa þegar þeir komu inn til mín og báðu mig um að koma út,“ segir Haukur sem þótti upplýsingarnar yfirþyrmandi. „Ég vissi ekkert, mér var bara bara sagt að það væri grjótkast og slags- mál þarna fyrir utan,“ segir Hauk- ur sem tekur fram að erfitt sé að henda reiður á þeim tilfinningum sem bærðust með honum á þess- um tíma. Haukur segist hafa verið hræddur um að lögreglan myndi beita meira valdi, þess vegna hafi hann tekið boðinu. Ætlaði í bjór, endaði í fangelsi Haukur var að koma út af skrifstofu þingmanna en þar hafði hann ver- ið í vísindaferð með Háskólanum þegar hann var tekinn afsíðis af tveimur lögregluþjónum og hon- um tilkynnt að hann væri handtek- inn. „Ég var að ganga út með hópi af nemendum, við ætluðum bara að fara og fá okkur bjór og eitthvað,“ segir Haukur en þegar hann spurði lögregluþjónana hvers vegna hann væri handtekinn svöruðu þeir því til að hann væri eftirlýstur. „Ég spurði þá fyrir hvað ég væri eftirlýstur og þeir svöruðu með því að segja að ég hefði ekki greitt sekt- ina.“ Hauki var ekið beint upp á lög- reglustöð og honum tjáð að hann ætti að byrja að afplána þá þegar. Haukur segir það erfiðasta við slíka handtöku vera það að einstakling- urinn missir alla stjórn á aðstæðum sínum. Óvissan hafi verið verst á meðan hann sat inni í klefa sínum. Bannað að fara út „Það var gefið í skyn við mig inni á lögreglustöðinni að ég yrði bara inni á Hverfisgötu þessa 14 daga,“ segir Haukur sem fékk ekkert að fara út þrátt fyrir að hann hafi óskað eftir því. Hann segir það vera skrít- ið vegna þess að vanalega fái fang- ar að fara einu sinni út á dag. Hann veit ekki hvort löggjöfinni hafi verið breytt en þá sé það skerðing á rétt- indum fanga en hafi þeim ekki ver- ið breytt hafi einfaldlega verið brot- ið á rétti hans. Haukur segir klefann ekki hafa verið mikið meira en fjóra fermetra. Þar var beddi og hann fékk að vera með skólagögnin sín úr heimspek- inni þar. „Það sem ég byrjaði að gera var að skipuleggja hvernig ég ætti að bera mig að við að skrifa ritgerð þarna inni. Og reyna að læra undir prófin sem eru í byrjun desember. Ég vissi svo sem ekki nákvæmlega hvernig þetta yrði en ég var að vona að ég myndi komast í prófin.“ Föðmuðust fyrir framan sérsveitina Haukur fékk einu sinni að fara út úr klefanum og inn í þar til gert sjónvarpshol, það var í kringum klukkan fjögur á laugardag, stuttu fyrir upphaf mótmælanna. „Þar er svona einn sófi og sjónvarp og þú getur séð út um smá rifu á glugg- anum, það er miklu skárri vist og þú ert ekki eins lokaður af og áreit- islaus,“ segir Haukur sem var í tvo tíma frammi á gangi þar til lög- reglumenn komu að honum og sögðu honum að hann þyrfti að fara aftur inn í klefann. Hann segist ekki skilja af hverju hann var sendur aftur inn. Um klukkan sex greiddi huldumaður- inn sekt Hauks og hann var frjáls ferða sinna. „Ég sá hópinn fyrst bara álengdar og gekk síðan inn í hann, upp á tröppurnar og ég vissi eigin- lega ekkert hvernig ég átti að vera eða hvað ég átti að gera. Þetta var mjög skrítið,“ segir Haukur. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar mót- mælendur sáu Hauk. Félagar hans föðmuðu hann og sérsveitarmenn, sem staðið höfðu gráir fyrir járnum fyrir framan dyr lögreglustöðvar- innar, færðu sig hægt inn á stöð. „Ég var að ganga út með hópi af nemendum, við ætluðum bara að fara og fá okkur bjór og eitthvað.“ Jón BJarki magnússon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Frjáls Haukur mikil fagnaðar- læti brutust út á laugardaginn þegar Haukur gekk inn í þvögu mótmælenda. maðurinn á bak við grímuna Haukur hefur áður sagt við dv að hann vilji ekki persónugera mótmælin og þess vegna hylji hann andlit sitt í aðgerðum sínum. ME I ARÚ A S Fanganum sleppt Umsátrinu núna lauk með því að Hauki var sleppt lausum. Var tilkynnt að ónefndur velunnari hans hefði borgað sekt hans. Stóð hann sigur- reifur á tröppunum og sagðist ekki hafa viljað að sektin yrði greidd, en hann vildi ekki að fólk yrði fyrir skaða hans vegna. Lögreglan sneri að því búnu aftur inn á stöðina, eftir að hafa sýnt fram á lítið annað en valdaleysi sitt. Eins og sést best af hrakförum Bandaríkjamanna í Írak virkar vald- ið best þegar því er ekki beitt, en um leið og það er notað koma takmark- anir þess í ljós. Mótmælendurnir við lögreglu- stöðina gátu farið sáttir heim eftir að hafa í þessari lotu fengið það sem þeir vildu. Það sama er ekki hægt að segja um þá sem koma á Austurvöll hvern laugardag, enda er líklegt að þau mótmæli muni enn standa um sinn. Átök mótmælendur áttu fótum fjör að launa þegar lögregla rýmdi anddyri lögreglustöðvarinnar með piparúða. myndir/róbert reynisson. ofsi Fólki var heitt í hamsi og atgangur- inn við dyr lögreglustöðvarinnar var mikill áður en múgurinn braut sér leið inn. Lögreglustöðin Þegar tilraun var gerð til að brjótast í gegnum innri dyrnar brást lögregla við með piparúðaútrás.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.