Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 54
Fjallagarpurinn Jökull Bergmann býður upp á nýja afþreyingu í íslenskri útivist, þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga. „Skemmtileg og öðruvísi nýjung í framboði á afþreyingu,“ segir Jökull en ferðirnar hefjast í vor. föstudagur 23. janúar 200954 Lífsstíll Lært að eLda yfir matnum Búið er að opna nýjan nepalskan stað á Laugavegi þar sem gestum gefst kostur á að læra að elda nepalskan mat um leið og þeir snæða á veitingastaðnum. Í veitingasalnum er sjónvarpsskjár með upptökum beint úr eldhúsinu. að sögn eiganda staðarins er hann svo tilbúinn að svara spurningum sem vakna á meðan borðað er. staðurinn heitir Kitchen og var opnaður í síðustu viku. Uppskrift úr Gestgjafanum: Suðrænt á Þorranum umsjón: KoLBrún páLÍna heLgadóttir, kolbrun@dv.is „Þetta er skemmtileg og öðruvísi nýjung í framboði á afþreyingu á Ís- landi,“ segir fjallaleiðsögumaður- inn Jökull Bergmann sem í vor ætl- ar að bjóða upp á þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga í fyrsta skipti á Íslandi. Það er óhætt að segja að kreppan hafi lítil áhrif á Jökul en ferðirnar eru ekki fyrir neinar nánasir. Þannig kostar fjögurra daga ferð frá 4.500 dollurum upp í 6.500 dollara, eða frá 560 þúsund íslenskum krónum upp í rétt rúmar 800 þúsund krónur. Alveg þess virði „Við byrjuðum að skoða þetta af al- vöru síðastliðið vor. Þá gerðist það í fyrsta skipti að það kom til landsins þyrla sem hægt er að nota við þessa vinnu. Ég fékk hingað sérfræðinga frá Kanada þar sem við skoðuðum þetta og tókum meðal annars upp kynningarmyndband. Eftir að hafa skoðað þetta vel komumst við að því að það væri þess virði að gera frek- ari tilraunir með þetta,“ segir Jökull sem marga fjöruna hefur sopið sem fjallaleiðsögumaður og eru fjöll- in nánast hans annað heimili. Jök- ull er eini Íslendingurinn sem hefur starfsréttindi í evrópsku Ölpunum en hann hefur meðal annars starfað við fjallaleiðsögn í Afríku, Nepal og Suður-Ameríku. Sérstakar aðstæður Kreppan hefur haft sitt að segja fyr- ir almenning á Íslandi. Þrátt fyr- ir það segir Jökull að ferðirnar séu hugsaðar jafnt fyrir Íslendinga og útlendinga. „Þetta er helvíti dýrt og því vissulega jákvætt að fá erlenda ferðamenn til að dæla gjaldeyri inn í landið. Annars erum við mjög samkeppnishæfir miðað við önnur lönd þar sem boðið er upp á þyrlu- skíðun. Aðstæðurnar á Íslandi gera þetta líka mjög sérstakt. Það er nán- ast hvergi þannig að þú getir skíðað niður 1.200 metra langa brekku og endað niðri í fjöru. Þegar komið er fram á þennan árstíma er líka nánast hægt að skíða allan sólarhringinn,“ segir Jökull. Allt innifalið Ferðirnar verða í boði í einn mánuð, eða frá 1. maí til 1. júní. Máltíðir, þjálfun og gisting á Klængs- hóli eru innifalin í verðinu en kjósi menn að vera lengur við þyrluskíðun en í fjóra daga er hægt að semja um lengri tíma. Það eina sem menn þurfa að hafa með sér er viðunandi skíðabúnaður og góða skapið. Hægt er að nálg- ast allar upplýsingar um þyrlu- skíðunina á heimasíðu Jökuls, Bergmenn.com, en þar er einnig að finna fjölda ljósmynda frá svæðinu einar@dv.is ferðir ÞyrLuSkíðaferðir á tröLLaSkaga Fallegt umhverfi Það er varla hægt að hugsa sér fallegra umhverfi en tröllaskagann til skíðaiðkunar. Mynd BergMenn.coM göngugarpur jökull er þekktur fjallaleiðsögumaður en hann er maðurinn á bak við þyrluskíða- ferðirnar á tröllaskaga. Mynd BergMenn.coM rjómaoStur í matargerðina rjómaost er hægt er að nota í nánast hvers konar matargerð sem er og gildir það jafnt ofan á brauð, með kjöti, fiski, ávöxtum, kökum, nachos-flögum og í fleiri smárétti. Það er um að gera að láta hug- myndaflugið ráða. dV gefur þrjár uppskriftir að hvítlauksdressingu, laxakæfu og ómótstæðilegum kjúklingarétti. HvítlAukSdreSSing n 200 g hreinn smurostur n 3 til 4 hvítlauksrif, smátt söxuð n 1/2 búnt steinselja, smátt söxuð n 1 dl mjólk eða rjómi n svartur pipar n sjávarsalt lAxAkæFA n 200 g smurostur n 200 g reyktur lax n 2 til 3 msk. sítrónusafi n svartur pipar setjið allt innihald í matvinnsluvél og blandið vel saman. Laxakæfan hentar einnig mjög vel sem smáréttur, ofan á snittubrauð eða ristað brauð. gott er líka að smyrja henni á tortillakökur sem er rúllað upp og skornar í bita. Verður þá að setja tannstöngul á hvern bita til að halda þeim uppvöfðum. kJúklingABringur Með HvítlAukSMAuki og kArt- öFluM (Fyrir FJórA) n 4 stk. kjúklingabringur, skornar þversum í tvennt n 4 stk. bakaðar kartöflur n 1 uppskrift að hvítlauksdressing- unni n 2 stk. tómatar, skornir í sneiðar n 200 g rifinn ostur n 1 dl hvítlauksolía n svartur pipar n 2 dl fersk basilíka, smátt söxuð skerið kartöflurnar í tvennt langsum, setjið á plötu, dreypið ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar. Bakið í ofni í 20 mínútur við 200 gráður. skerið djúpa rauf í þykkari hluta hvers bringuhelmings og fyllið með 1 til 2 matskeiðum af hvítlauks- dressingunni. raðið bitunumí eldfast mót. setjið tómatsneiðar á hvern þeirra. dreypið hvítlauksolíu yfir bringurnar, piprið og stráið að lokum rifnum osti yfir kjúklinginn. Lækkið ofninn í 180 gráður og setjið kjúklinginn við hliðina á kartöflunum og bakið í 20 mínútur í viðbót. Borið fram með restinni af dressingunni. asdisbjorg@dv.is matur&vín Ekki eru allir sem kunna að meta hinn alíslenska þorramat sem er á boðstól- um víða um þessar mundir. Sumir vilja súrar dýrshreðjar en aðrir ekki. Fyrir þá sem eru lítið fyrir hreðjarn- ar er um að gera að hafa það suðrænt á þorranum og skella í mexíkóskan partímat. 1 laukur, saxaður 2 hvítlauksgeirar, saxaðir 2 msk. olía 1 gulrót, fínt rifin 400 g nautahakk 1 dós (227 g) krydduð tómatsósa frá hunt‘s 1 dós nýrnabaunir (u.þ.b. 400 g) steikið lauk og hvítlauk í olíu við frekar vægan hita þar til hann fer að verða glær. Bætið gulrót út í og steikið í 1 mín. til viðbótar. Bætið hakki á pönnuna og steikið vel. setjið tómatsósu saman við og látið malla aðeins áfram. hellið safa af nýrnabaunum og bætið þeim í. hitið vel í gegn. 1 poki tortillaflögur 100 g ostur Sósa: 1 lárpera 1/2 dl sýrður rjómi 1 msk. sítrónusafi salt og pipar hitið ofninn í 200°C. stráið tortillaflögum á smjörpappírsklædda ofnplötu eða fat sem má fara í ofn. hellið hakksósunni yfir svo hún þeki miðjuna en ekki alveg kantana. stráið osti yfir og setjið í ofninn þar til ost- urinn hefur bráðnað. Látið mesta hitann rjúka úr réttinum. Blandið öllu saman sem á að fara í sósuna og setjið síðan í toppa á 4-6 staði ofan á ostinn. Þið getið líka notað tilbúið guacamole í krukku. tortillur tilvaldar fyrir þá sem ekki vilja þorramat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.