Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 33
föstudagur 23. janúar 2009 33Helgarblað É g hef fengið mikil við- brögð, hvort sem er í formi símtala, sms-skilaboða eða tölvupósts. Þar er annars vegar verið að þakka mér fyrir erindið og hins vegar er fólk að lýsa yfir undrun sinni á því að svona vinni og virki kerfið raunverulega. En mest er þó fólk að lýsa yfir aðdáun sinni á þeim kjarki sem það telur að ég hafi sýnt þarna,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðing- ur. Sigurbjörg er ein þeirra sem fluttu erindi á borgarafundinum í Háskóla- bíói í síðustu viku og vakti það mikla athygli. Þar sagði hún meðal annars að Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra hefði verið búinn að ákveða að ráða Steingrím Ara Arason sem forstjóra Sjúkratryggingastofn- unar, áður en starfið var auglýst. Sig- urbjörg var ráðgjafi í heilbrigðisráðu- neytinu þegar starfið var auglýst. Í febrúar í fyrra gekk Sigurbjörg á fund Guðlaugs til að segja honum að hún hefði áhuga á starfinu og teldi sig ágætlega hæfa til verksins. Að hennar sögn brást hann hinn versti við. „Hann öskraði „Nei, nei, nei“ og sagðist ekki hafa hug á að koma á „einhverri glamúr-þekkingarstofn- un“,“ lýsir Sigurbjörg. „Ég hafði aldrei upplifað svona áður og því brá mér auðvitað mjög við þessi viðbrögð. En ég er komin yfir fimmtugt og er búin að sjá og upplifa eitt og annað þannig að ég hélt alveg ró minni. Ég beið bara uns ráðherrann róaðist. En það var greinilegt á þessu að hann var með allt aðra hugmynd um þetta starf en ég.“ Sökuð um lygi Hugmyndin var að ráða fyrrnefndan Steingrím Ara í starf forstjóra Sjúkra- tryggingastofnunar og að sögn Sig- urbjargar kom það skýrt fram í máli Guðlaugs. Heilbrigðisráðherra sagði í samtali við DV í síðustu viku að lýs- ing Sigurbjargar á fundi þeirra væri „ekki í neinum takti við raunveruleik- ann“, né hefði hann nokkurn tímann „tryllst við hana“. Spurð hvort hún túlki orð ráðherra ekki á þann veg að hann sé að saka hana um lygi segist Sigurbjörg hljóta að gera það. „Geturðu ímyndað þér að hann hefði sagt eitthvað annað? Auðvitað ber ráðherra svona af sér. Ég átti ekkert von á öðru en að hann myndi neita. En ætlunin var ekkert að fara í einhverja rimmu við Guð- laug. Það sem ég var að gera í mínu erindi var að sýna hvernig það gerist innan stjórnsýslunnar þegar stefna fer úrskeiðis þegar menn ætla sér eitthvað annað en ákveðið var í upp- hafi. Stefnan var yfirtekin. Viðtalið um starfið var bara einn þáttur í því ferli. Fyrir mér er þessu málið lokið og ég verð að segja eins og er að mið- að við áform og áherslur ráðherrans er Steingrímur réttur maður í starfið en ekki ég.“ Ráðherrann fór af leið Stefnan sem Sigurbjörg talar um var mörkuð í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar og fól í sér kerfisbreyt- ingar innan heilbrigðiskerfisins með setningu laga um sjúkratryggingar og stofnun Sjúkratryggingastofnunar. Sigurbjörg er hugmyndafræðingur þeirra stefnumótunar og kynnti hana fyrir báðum stjórnarflokkunum fyrir kosningarnar 2007. Hún segist svo á þessum tímapunkti hafa farið að átta sig á að ráðherra ætlaði sér í aðra átt með verkefnið. „Mér virtist sem yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar væri að fara eitt- hvað af leið og þóttist sjá að þarna væri verið að snúa frá þeirri hug- myndafræði sem býr að baki hinni upprunalegu stefnu. Það kemur svo betur í ljós þegar farið er að semja frumvarpið. Hugmyndafræði stefn- unnar boðar mjög skipulagða vinnu og gagnsæi í framkvæmd opinberrar stjórnsýslu. Eitt af því sem í því felst er að kostnaðargreina heilbrigð- isþjónustuna og geta sýnt fram á hvernig staðið er að samningum um heilbrigðisþjónustu, ákvörðunum um magn, gæði og kostnað þjónust- unnar og vali á viðsemjendum. Þetta er það sem er kallað „accountabil- ity“, það er að stjórnvöld geti með sýnilegum hætti staðið skil á fram- kvæmdinni gagnvart almenningi sem borgar brúsann.“ Líkist einakvæðingu bankanna Sigurbjörg líkir þessari stefnubreyt- ingu við það sem gerðist í lok ferilsins við einkavæðingu bankanna. „Þessi saga á því heldur betur erindi við fólk í dag til að sýna hvernig hlutirnir geta farið öðruvísi en menn ætla ef það er ekki nægilega góð stýring og stjórn- un á verkefninu. Stóru skilaboðin í þessu eru því að íslenska stjórnsýsl- an þarf meiriháttar umbætur. Það þarf að gera mjög miklar breytingar á henni til að koma henni í það form að hægt sé að halda vel utan um stjórn- un stefnumótunarvinnunnar.“ Sigurbjörg vill taka fram að sam- skiptin við Guðlaug hafi almennt ver- ið jákvæð og góð. „Hann er léttur og hláturmildur. Hann hefur á vissan hátt þægilega nærveru og við áttum mjög góð samskipti,“ segir Sigurbjörg. „Hann hefur mjög ákveðna og skýra sýn á það hvernig hann vill sjá hlut- ina, er þar mjög fylginn sér og vinnu- samur. Guðlaugur fann hins vegar ekki upp ráðherrastjórnsýsluna. Hún er til staðar og hann nýtir hana vel til að koma sínum áherslum fram.“ Þó að uppákoman á fundi þeirra í febrú- ar hafi komið Sigurbjörgu á óvart breytti það engu um hennar vinnu að málinu í framhaldinu, né um sam- skipti þeirra almennt. Ágreiningur um jöfnuð Í erindi Sigurbjargar kom einnig fram að Guðlaugur hefði unnið gegn því af „mikilli hörku“ að inn í laga- frumvarpið um sjúkratryggingar yrði sett sú klausa að „allir landsmenn skyldu hafa jafnan aðgang að heil- brigðisþjónustu óháð efnahag“. Að- spurð hvort hún telji að Guðlaugur sé hreinlega á móti jöfnum aðgangi landsmanna að heilbrigðisþjón- ustu segir Sigurbjörg tilganginn með þessum þætti sögunnar ekki að reyna að skilja skoðanir Guðlaugs, „held- ur benda á hversu veik tengslin eru milli stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar- innar og þeirrar stefnumótunar sem á sér stað síðar innan ráðuneyta, að það skuli vera hægt að skapa ágrein- ing um þvílíkt grundvallaratriði eins og jöfnuð síðar í ferlinu. Vandamálið hér er ráðherraræði. Þarna átti heilbrigðisráðherra að vera að framkvæma stefnu sem byggðist á samkomulagi tveggja flokka í ríkisstjórn. Það vekur spurn- inguna hvort ekki þurfi með einhverj- um hætti að draga úr ráðherraræðinu til að auðvelda stefnumótun þvert á skipulag ráðuneyta.“ Sigurbjörg bætir við að frumvarp- ið hafi þrátt fyrir þetta verið afar vel unnið. „Þetta var mjög gott frumvarp, enda frábærir starfsmenn í ráðuneyt- inu, aldeilis frábærir lögfræðingar. Ég tel lögin því mjög góð en nú reynir á hvort framkvæmdin fylgi lögunum og þeim anda laganna sem kemur mjög vel fram í greinargerðinni með frum- varpinu.“ Óttaðist um stefnubreytinguna Frumvarpinu var frestað í maí í fyrra og það var ekki samþykkt fyrr en í september. Sigurbjörg kveðst hafa verið farin að óttast í millitíðinni um þá stefnubreytingu sem hafi átt sér stað og skrifaði í því sambandi tvær greinar sem birtust í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í haust. „Þegar eitt ár var liðið frá því ríkis- stjórnin tók til starfa var ekki byrjað að undirbúa vinnu við kostnaðargrein- ingu fyrir heilbrigðisþjónustuna. Það er eitt af því fyrsta sem kemur fram í stefnulýsingunni. Og um sumarið gekk mjög illa að hefja þá vinnu. Mér sýnist því flest allt benda til þess að það eigi að bjóða út og semja áður en búið er að kostnaðargreina. En þetta á að vera öfugt, kostnaðargreina fyrst og semja svo. Í því felst styrking á kaupendahlutverki ríkisins í heil- brigðisþjónustu,“ segir Sigurbjörg al- varleg á svip. Kvíðinn breyttist í reiði Mikla athygli vakti þegar Sigurbjörg greindi frá því á borgarafundinum að hún hefði fengið skilaboð frá ein- um ráðherra í ríkisstjórninni þar sem henni var ráðlagt að tala var- lega á fundinum. Fundargestir í Há- skólabíói kölluðu þá eftir svörum um hvaða ráðherra þetta hefði verið. Sig- urbjörg svaraði því ekki á fundinum en talið var að hún ætti við Guðlaug Þór og að um hótun hefði verið að ræða. Daginn eftir sendi Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir utanríkisráðherra svo frá sér yfirlýsingu þar sem hún lýsti því yfir að það hefði verið hún sem hafði samband við Sigurbjörgu og beðið hana um að tala af varfærni á fundinum, starfsheiðurs síns vegna. Spurð hvernig Sigurbjörgu hafi orð- ið við þegar hún fékk skilaboðin seg- ir hún að til að skýra þetta svo vel sé þurfi að skilja aðdragandann. „Vinátta okkar Sólrúnar hófst í London árið 2004, þegar Sólrún kom þangað til rannsóknar og náms við Evrópustofnun LSE. Við fundum strax að við höfðum mjög svipaða sýn á það hvernig opinber stjórnsýsla þarf að vera og virka til að tryggja gegnsæi og auka skilvirkni. Hún kynntist nám- inu mínu og veit þar með í hverju sér- þekking mín felst. Þarna náðum við Sólrún saman og um leið og hún varð ráðherra bað hún mig um að taka að mér verkefni í utanríkisráðuneytinu. Nýtt skipulag alþjóðlegrar þróunar- samvinnu Íslands þar sem þessi ráð- herra er nú að láta innleiða ákvarð- anatöku- og stefnumótunarkerfi er afrakstur þeirrar vinnu. Þegar ég hafði ákveðið að vekja opinberlega athygli á því hvernig nú er að fara fyrir stefnu ríkisstjórnar- innar í heilbrigðismálum gerði ég mér fulla grein fyrir áhættunni, enda hef ég aldrei kviðið eins mikið fyrir neinni ræðu sem ég hef flutt. Þegar ég fékk hringinguna þarna síðdegis á mánudeginum, nokkrum klukku- stundum fyrir borgarafundinn, og mér færð skilaboðin frá Sólrúnu án þess að geta rætt við hana milliliða- laust, breyttist sá kvíði í mikla reiði.“ Ógnin kom ekki frá Ingibjörgu Og Sigurbjörg heldur áfram. „Mér var þó alveg ljóst að vinurinn, Sólrún, var þarna fyrst og fremst að vara mig við með velferð og framtíðarhagsmuni mína í huga. Hún treystir fagmennsku minni og veit ennfremur hvað hef- ur hvílt þungt á mér eftir komu mína til landsins. Mér var líka ljóst að Sól- rún sem ráðherra hefur fengið þá yf- irsýn og reynslu í pólitíkinni innan ríkisstjórnarinnar að hún veit hvað er mögulegt og hvað ekki. Sú ógn sem ég fann í þessari viðvörun kom ekki frá Sólrúnu heldur þeirri staðreynd að á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn eru líkur mínar á starfi fyr- ir ríkisstjórnina svo gott sem engar. Nema þá aðeins fyrir tilstuðlan vin- arins Sólrúnar, en þá getur ráðherr- ann Sólrún lent í vanda eins og dæm- in sanna. Þannig er þessu varið hér á Íslandi. Ég hef sótt um tvær leiðandi stöður í stjórnsýslu velferðarmála þar sem sjálfstæðismenn réðu ferðinni. Það að þeir réðu viðskiptafræðing og hagfræðing í stöðurnar má skilja sem yfirlýsingu um það hvernig þeir líta á velferðarmál og framtíðarsýn í þeim málaflokki.“ Barátta með áhættu „Fyrir mig var annaðhvort að láta undan þessari ógnun og láta vonleysi ná tökum á mér eða skora þessar að- stæður á hólm og berjast með allri þeirri áhættu sem það hefur í för með sér fyrir mig,“ segir Sigurbjörg. „Í fyrsta lagi vil ég sem hugmynda- fræðingurinn að baki þeirri stefnu sem birtist í lögum um sjúkratrygg- ingar þvo hendur mínar af fram- kvæmdinni. Í öðru lagi met ég að- stæður í þjóðfélaginu núna svo að þjóðin sé að vakna til vitundar um að það ástand sem nú hefur skapast má rekja til mistaka í stefnumótun rík- isstjórnarinnar er hún einkavæddi bankana á sínum tíma. Slík mistök mega ekki endurtaka sig í heilbrigð- ismálum. Þó viðvörun sé sett fram af velvild geta áhrifin verið þau sömu, þöggun og höfnun á gagnrýnni hugsun sem vissulega slævir manns eigin fagþró- un og hamlar almennri framþróun. Þessi orð mín á fundinum vilja menn svo túlka á alls kyns vegu, en það er nú oft þannig að sérhver túlkun segir oft meira um túlkandann en það sem hann telur sig vera að túlka.“ Vinátta þeirra Ingibjargar Sólrún- ar stendur enn að sögn Sigurbjargar, þrátt fyrir þessa uppákomu. „Já, já, við töluðum okkur út úr þessu eins og við höfum talað út um ýmis mál. Enda er Sólrún kona sem er vön að taka á ýmsum málum.“ Félagsráðgjafi frá Litlu-Fellsöxl En hver er Sigurbjörg Sigurgeirsdótt- ir, þessi kona sem allt í einu skýtur hér upp kollinum í umræðunni nú á þessum miklu umrótatímum í þjóð- félaginu? Sigurbjörg er fædd á Litlu-Fells- Framhald á næstu opnu „Sú ógn Sem ég fann í þeSSari viðvörun kom ekki frá Sólrúnu held- ur þeirri Staðreynd að á meðan Sjálf- StæðiSflokkurinn er í ríkiSStjórn eru líkur mínar á Starfi fyrir ríkiSStjórnina Svo gott Sem engar.“ Sigurbjörg og prófessor Robert Wade Hittust fyrst á lóð skólans þar sem sigurbjörg var í námi og robert kennir. „Við höfum aldrei skilgreint okkur sem par. Þetta er bara svona frjálslegt nútímasamband sem kemur ágætlega til móts við þarfir okkar beggja.“ MYND GuNNaR GuNNaRSSoN Bjóst við neitun „auðvitað ber ráðherra svona af sér. Ég átti ekkert von á öðru en að hann myndi neita,“ segir sigurbjörg um viðbrögð heilbrigðisráðherra við frásögn hennar af fundi þeirra. MYND GuNNaR GuNNaRSSoN „þetta var eitthvað Sem ég hafði aldrei látið hvarfla að mér að gæti hent hann. þetta var mjög erfið og martraðarkennd upplifun.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.