Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Qupperneq 2
Skilanefnd landSbankanS (gamla):
n láruS finnbogaSon formaður - Landsbankinn
n lárentSínuS kriStjánSSon hrl. – Landsbankinn
einar jónSSon hdl. – Fjármálaeftirlitið frá 2006 til 2008
Sigurjón geirSSon endursk. – Landsbankinn
n árSæll HafSteinSSon hdl. – Landsbankinn
Skilanefnd glitniS (gamla)
n árni tómaSSon formaður – Glitnir
Heimir HaraldSSon endursk. – Glitnir
ÞórdíS bjarnadóttir hrl. – Glitnir
erla S. árnadóttir hrl. – Glitnir
n kriStján óSkarSSon rekstrarhagfr. – Glitnir
Skilanefnd kaupÞingS (gamla)
n Steinar Þór guðgeirSSon hrl. – formaður – Kaupþing
n n guðni aðalSteinSSon rekstrarhagfr. – Kaupþing
knútur ÞórHallSSon endursk. – Kaupþing
n n jóHanneS rúnar jóHannSSon hrl. – Kaupþing
tHeodór SigurbergSSon endursk. – Kaupþing
n ólafur garðarSSon hrl. – greiðslustöðvun Kaupþings
kriStinn bjarnaSon hrl. – greiðslustöðvun Landsbankans
Steinunn guðbjartSdóttir hrl. – greiðslustöðvun Glitnis
Lögfræðistofa
Reykjavíkur
gamlir Við-
SkiptafÉlagar
SKILANEFNDIR BANKANNA
Skilanefnd Landsbankans (gamla):
Skilanefnd Kaupþings (gamla)
Skilanefnd Glitnis (gamla)
n FRAMSÓKNARFLOKKURINN
n SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
n FYRRVERANDI YFIRMENN Í GÖMLU BÖNKUNUM
n jónaS fr. jónSSon – forstjóri FME
MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRúAR 20092 Fréttir
Skilanefndir gömlu bankanna, Kaup-
þings, Landsbanka og Glitnis, voru all-
ar skipaðar af Fjármálaeftirlitinu strax í
kjölfar setningar neyðarlaganna í byrj-
un október síðastliðins. Stjórn Fjár-
málaeftirlitsins þótti eðlilegt að skipa í
skilanefndirnar menn sem voru hnút-
um kunnugir í bönkunum. Fyrir valinu
urðu nokkrir valdamiklir millistjórn-
endur gömlu bankanna sem enn sitja
í skilanefndunum.
rekst á við ákvæði
í samningum við agS
Í samningi stjórnvalda við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn frá 3. nóvember
segir um endurskipulagningu og mat
á gömlu og nýju bönkunum að virt
endurskoðunarfyrirtæki verði ráð-
in til að hafa yfirumsjón með fram-
kvæmdinni. „Hluti af framkvæmdinni
er einnig mat á því hvort stjórnendur
og helstu hluthafar hafi gerst sekir um
afglöp í rekstri og misnotkun á bönk-
unum,“ segir orðrétt í sjöttu grein. Í tí-
undu grein samningsins er einnig gert
ráð fyrir að fyrrverandi yfirstjórnendur
og helstu hluthafar í yfirteknu bönk-
unum, sem gerst hafa sekir um afglöp
í rekstri eða misnotkun á bönkunum,
eigi ekki að gegna sambærilegum
störfum næstu þrjú árin.
Í öllum skilanefndunum eru yfir-
stjórnendur gömlu bankanna. Ársæll
Hafsteinsson var yfirmaður lögfræði-
sviðs Landsbankans gamla og var ráð-
inn þangað þegar árið 2003, hann er
nú í skilanefnd bankans. Kristján Ósk-
arsson rekstrarhagfræðingur var fram-
kvæmdastjóri hjá Glitni, en hann á sæti
í skilanefnd Glitnis. Jóhannes Rúnar
Jóhannsson var yfirmaður lögfræði-
sviðs Kaupþings, en situr nú í skila-
nefnd Kaupþings. Knútur Þórhallsson
endurskoðandi starfaði hjá Kaupþingi
og situr í skilanefnd bankans nú. Hann
var endurskoðandi Exista og vann að
samruna Kaupþings og Búnaðarbank-
ans á sínum tíma. Hann er einn helsti
eigandi Deloitte-endurskoðunarfyrir-
tækisins á Íslandi, hefur setið í stjórn
þess. Hann hefur jafnframt rekið skrif-
stofu með Árna Tómassyni. Guðni Að-
alsteinsson rekstrarhagfræðingur var
áður stjórnandi hjá fjárstýringu Kaup-
þings, en situr nú í skilanefnd bank-
ans.
Spurðu nefndarmenn
hvort þær væru hæfir!
Augljóst má vera að meinbugir kunna
að vera á setu fyrrverandi yfirmanna
gömlu bankanna í skilanefndunum
í ljósi samningsins við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn. Þar sem Ársæll, Kristján,
Jóhannes Rúnar, Knútur og Guðni eru
meðal fyrrverandi stjórnenda gömlu
bankanna kunna hagsmunaárekstrar
að koma upp en einnig getur verið um
að ræða vanhæfi til setu í skilanefnd-
unum.
Þann 15. desember síðastliðinn sá
FME ástæðu til þess að senda frá sér
tilkynningu vegna umræðu um skila-
nefndirnar. Þar kemur fram að FME
beitti ákvæðum neyðarlaganna aðeins
nokkrum klukkustundum eftir setn-
ingu þeirra til þess að skipa skilanefnd
yfir gamla Landsbankann og síðar
Glitni og Kaupþing.
Í lok tilkynningarinnar segir orð-
rétt: „Við skipun manna í skilanefndir
var kannað og nefndarmenn sérstak-
lega spurðir hvort þeir uppfylltu kröf-
ur um almennt hæfi samkvæmt lögum
um fjármálafyrirtæki.“
Þess má geta að í skilanefnd
Landsbankans situr Einar Jónsson
héraðsdómslögmaður, en hann var
starfsfélagi Jónasar Fr. Jónssonar í Fjár-
málaeftirlitinu 2006 til 2008.
lögmannsstofa eða...?
Skilanefndirnar voru skipaðar með
hraði eftir að neyðarlögin svonefndu
höfðu verið samþykkt á Alþingi í byrj-
un október síðastliðins. Valinu réðu
einkum þrír menn samkvæmt heim-
ildum DV; Jónas Fr. Jónsson, forstjóri
FME, Baldur Guðlaugsson, ráðuneyt-
isstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Jón
Sigurðsson, stjórnarformaður FME.
Augljóslega voru yfirmenn á förum
úr gömlu bönkunum sem settir voru í
greiðslustöðvun.
Samkvæmt gögnum sem DV hefur í
höndunum stofnaði Ársæll Hafsteins-
son einkahlutafélagið ÁH lögmenn ehf
8. október, daginn eftir að hann hafði
verið skipaður í skilanefnd bankans.
Tilgangur félagsins er auk lögfræði-
þjónustu viðskiptaráðgjöf og hags-
munagæsla. Aðsetur ÁH lögmanna
ehf er í Þrándarseli 2 í Reykjavík sem er
heimili Ársæls. Í lögmannalögum segir
hins vegar að lögmanni sé skylt að hafa
skrifstofu opna almenningi, sérstak-
an vörslufjárreikning í viðurkenndri
bankastofnun og gilda starfsábyrgðar-
tryggingu og fleira.
Sama virðist eiga við um Jóhannes
Rúnar Jóhannsson, lögfræðing og fyrr-
verandi yfirmann lögfræðisviðs Kaup-
þings. Hann á og rekur JRJ fjárráð ehf,
til heimilis að Traðarbergi 17 í Hafnar-
firði, en það er heimili Jóhannesar.
Ekki er vitað til þess að Lögmanna-
félag Íslands hafi gert athugasemdir við
rekstur ÁH lögmanna ehf og JRJ fjár-
ráða ehf í heimahúsum eigendanna.
Athygli vekur að Lárentsínus Kristj-
ánsson, formaður Lögmannafélags-
ins, situr í skilanefnd Landsbankans
með Ársæli, eiganda ÁH lögmanna, en
Lögmannafélagið hefur meðal annars
tilsjón með því að lögmenn fylgi fag-
legum reglum.
Sem skilanefndarmaður hefur Jó-
hannes Rúnar nú afskipti af skuldum
bresk-íranska kaupsýslumannsins
Roberts Tchenguiz við gamla Kaup-
þing. Bankinn hefur tekið yfir félag-
ið Oscatello Investments, sem skráð
er á Bresku Jómfrúaeyjum og kann-
ast Tchenguiz ekki við að eiga það fé-
lag lengur. Skuldir hans og eða félaga
í hans eigu við Kaupþing nema 643
milljónum sterlingspunda eða um 105
milljörðum króna.
lögfræðistofa reykjavíkur
Athygli vekur hversu vel eigendur Lög-
fræðistofu Reykjavíkur hafa hreiðrað
um sig í skilanefndum gömlu bank-
anna. Lárentsínus Kristjánsson, lög-
fræðingur og formaður Lögmanna-
félagsins, situr í skilanefnd gamla
Landsbankans. Hann er einn af eig-
endum Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Ólafur Garðarsson lögfræðingur er
umsjónarmaður vegna greiðslustöðv-
unar Kaupþings gamla og starfar náið
með skilanefnd bankans. Hann er einn
af eigendum Lögfræðistofu Reykjavík-
ur.
Steinar Þór Guðgeirsson lögfræð-
ingur er formaður skilanefndar Kaup-
þings banka. Hann er einn af eigend-
um Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Tómas Jónsson lögfræðingur hef-
ur einnig komið við sögu skilanefnd-
anna, en hann var fundarstjóri á fundi
skilanefndar Kaupþings með erlend-
um kröfuhöfum í síðustu viku. Hann
hefur einnig unnið fyrir Fjármálaeft-
irlitið og starfað í þágu Icebank, síðar
Sparisjóðabankinn, um og eftir banka-
hrunið. Hann er einn af eigendum
Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Eigendurnir eru fleiri, þekktast-
ur þeirra er væntanlega Sveinn Andri
Sveinsson, lögfræðingur og fyrrver-
andi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins. Allir eiga þessir menn það sameig-
inlegt að vera sjálfstæðismenn. Sumir
þeirra hafa gegnt trúnaðarstörfum fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn, meðal annars
setið í stjórn SUS –Sambands ungra
sjálfstæðismanna, rétt eins og Jónas Fr.
Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins
gerði árin 1991 til 1993.
Guðni Aðalsteinsson rekstrarhag-
fræðingur, áður framkvæmdastjóri
fjárstýringar Kaupþings og núver-
andi skilanefndarmaður gamla Kaup-
þings, er einnig sjálfstæðismaður. Það
er Jóhannes Rúnar Jóhannsson einn-
ig, en hann starfaði áður á lögmanns-
stofu með lögfræðingunum Sigurbirni
Magnússyni og Gunnari J. Birgissyni
sem báðir eru flokksbundnir sjálf-
stæðismenn.
Þáttur framsóknar
Lárus Finnbogason, formaður skila-
nefndar Landsbankans, er jafnframt
einn af eigendum endurskoðun-
arfyrirtækisins Deloitte á Íslandi.
Finnur Ingólfsson, þáverandi við-
skiptaráðherra, skipaði Lárus í stjórn
Fjármálaeftirlitsins þegar það tók til
starfa í núverandi mynd árið 1999. Lár-
us varð stjórnarformaður Fjármálaeft-
irlitsins í ársbyrjun 2007 og hélt þeirri
stöðu til ársloka þegar Jón Sigurðsson
varð formaður þess.
Lárus er skráður félagi í Fram-
sóknarflokknum. Hann er gamall fé-
lagi Finns Ingólfssonar og talinn hafa
tengst S-hópnum.
Árni Tómasson endurskoðandi er
formaður skilanefndar Glitnis. Hann
er framsóknarmaður eins og Lárus.
Árni er vinur Ólafs Ólafssonar í Sam-
skip og hefur setið í stjórn Alfesca, sem
er að mestu í eigu Ólafs. Ársæll Haf-
steinsson í skilanefnd Landsbankans
og Árni Tómasson voru áður yfirmenn
Búnaðarbankans. Þeir voru taldir hafa
rofið bankaleynd árið 2003 sem varð
til þess að Fjármálaeftirlitið úrskurð-
aði að Búnaðarbankinn hefði brotið
lög um bankaleynd.
Með Árna í skilanefnd Glitnis situr
Heimir Haraldsson, löggiltur endur-
skoðandi. Hann situr meðal annars í
stjórn Össurar og er sagður góðvinur
Árna.
gamla helmingaskiptareglan?
Ljóst er að þræðir Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks eru gildir inni í skila-
nefndum gamla Kaupþings, Lands-
bankans og Glitnis og bera keim af
helmingaskiptareglu þessara tveggja
flokka frá gamalli tíð. Margt bendir til
þess að valið á mönnum í skilanefnd-
irnar hafi ekki verið nein tilviljun en
hafi byggst á flokkslegum hagsmuna-
og kunningjatengslum.
Ráðandi öfl í skila-
nefndunum eru
augljóslega tengd
Sjálfstæðis-
flokknum gild-
um böndum en
einnig Fram-
sóknarflokkn-
um.
jóHann HaukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Kunningjatengsl og helmingaskiptaregla
Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks
einkennir skipan í skilanefndir gömlu
bankanna. Hætta á vanhæfi og óeðlileg-
um hagsmunatengslum er mikil. Miklir
fjárhagslegir hagsmunir eru auk þess
tengdir vinnu við skil og uppgjör gömlu
bankanna næstu misserin og ljóst að
kostnaður verður mikill. Fjórir lögfræð-
ingar af sömu lögfræðiskrifstofunni
koma við sögu skilanefndanna.
kunningi ólafs ólafssonar Árni
Tómasson er formaður skilanefndar
Glitnis. Hann hefur meðal annars
setið í stjórn Alfes�a�� fyrirtæki í eigu
Ólafs.
vinir í skilanefndunum