Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Qupperneq 13
Múmíur finnast í Sakkara Egypskir fornleifafræðingar hafa fundið þrjátíu múmíur í 2.600 ára gamalli gröf í Sakkara, suður af Kaíró höfuðborg Egyptalands. Fundurinn hefur verið eignaður Zahi Hawas, mikilsmetnum fornleifafræð- ingi. Grafhýsið fannst þegar fornleifa- fræðingar unnu við að grafa upp ann- að grafhýsi sem er 4.300 ára gamalt. Múmíurnar eru í sérlega góðu ástandi og er hver um sig í eigin steinkistu. Sakkara gegndi hlutverki grafreits fyrir Memfis, höfuðborg Egyptalands til forna. miðvikudagur 11. febrúar 2009 13Fréttir Richard Williamson sýpur seyðið af ummælum um helförina: Rekinn úr starfi í Argentínu Samfélag heilags Píusar X í Argentínu hefur sett Richard Williamson af sem yfirmann rómversk-kaþólsks skóla þar í landi. Richard Williamson hefur ver- ið mikið í sviðsljósinu vegna ummæla sinna um helför gyðinga á dögum Þriðja ríkis Adolfs Hitlers og vakti upp mikla reiði þegar hann hafnaði tilvist gasklefa í Þýskalandi nasismans og sagði að sögulegar staðreyndir drægju verulega úr trúverðugleika þess að sex milljónum gyðinga hefði verið fyrir- komið í gasklefum, samkvæmt bein- um fyrirmælum Adolfs Hitler. Í yfirlýsingu frá samfélaginu sagði að viðhorf Williamsons drægju „á engan hátt“ dám af afstöðu samfélags heilags Píusar X. Suður-Ameríkudeild Samfélags heilags Píusar X rekur skóla í La Reja í Argentínu og sagði yfirmaður henn- ar, Christian Bouchacourt, meðal annars í yfirlýsingunni: „Það er ljóst að kaþólskur biskup getur ekki talað í kirkjulegu umboði nema um málefni sem snúa að trú og siðferði.“ Í reiðina vegna ummæla William- sons blandaðist ákvörðun Benedikts XVI páfa um að aflétta útskúfun Willi- amsons úr kirkjulegu samfélagi, en sú útskúfun var tilkomin vegna annarra mála. Þótti bæði lærðum og leikum áhöld um réttmæti ákvörðunar páfa í ljósi viðhorfa Williamsons og var Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ein þeirra sem fordæmdi ákvörðun hans. Benedikt páfi hefur hvatt Richard Williamson til að draga til baka um- mæli sín, en á Williamson er engan bilbug að finna og engin teikn á lofti um að hann hyggist verða við beiðni páfa. Í viðtali við þýska tímaritið Spie- gel að hann myndi endurskoða skoð- un sína ef sögulegar sannanir gæfu til- efni til, en „það gæti tekið tíma“. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Nuestra Senora Corredentora - skólinn Skóli Samfélags heilags Píusar X í La reja í argentínu. Mál átta ára stúlku sem lést árið 2005 er nú til rannsóknar á Englandi. Stúlk- an, Sophie Waller, þjáðist af ofsa- hræðslu við tannlækna og svalt í hel því hún vildi ekki opna munninn eft- ir að tannlæknir hafði dregið úr henni átta barnatennur. Sophie Waller neitaði að borða, neyta drykkjar eða tala eftir að tenn- urnar voru dregnar úr henni og dó á heimili sínu vegna nýrnabilunar af völdum ofþornunar tuttugu og þremur dögum eftir aðgerðina. Háttsettur læknir við konunglega Cornwall-sjúkrahúsið í Truro hefur viðurkennt að Sophie hafi orðið fórn- arlamb umönnunar sem ekki stand- ist kröfur. Læknirinn, John Ellis, sagði við réttarrannsóknina að dauði Sophie hefði haft víðtæk áhrif á öllum trún- aðarstigum innan veggja sjúkrahúss- ins. „Ég hef innleitt breytingar sjálfur,“ sagði Ellis. Fékk skurð á tungu Að sögn móður stúlkunnar, Janet Wall- er, varð Sophie sjúklega hrædd við tannlækna eftir að hún var óvart skor- in í tunguna við tannskoðun þegar hún var fjögurra ára. Þegar ein barnatönn losnaði þegar Sophie borðaði sælgæti kaus hún frekar að hætta að borða en að láta tannlækni líta á það. En að lok- um fóru foreldrar hennar með hana á sjúkrahús, þar sem Tamsin Hearle, sér- fræðingur í tannlækningum barna, dró allar barnatennur úr Sophie og sagði að undirskrifuð hefði verið beiðni þar að lútandi. „Vegna þess að Sophie vildi ekki opna munninn til skoðunar vildi ég útiloka frekari vandamál vegna tannvandamála,“ sagði Hearle. Janet Waller, sem er barnahjúkrun- arfræðingur, sagði að dóttir sín hefði orðið eyðilögð þegar hún komst að því að tennurnar höfðu verið dregnar úr henni. „Ég hafði skrifað undir skjal til samþykktar því að ein tönn yrði fjar- lægð, ekki átta. Hún var ekki hrifin af tannlæknum fyrir og var því í miklu uppnámi. Blóð rann niður andlit henn- ar. Þetta var hræðilegt fyrir hana. Fljót- lega þurfti hún næringarslöngu því hún hætti að borða og drekka,“ sagði Janet Waller. Fullvissuð um að allt yrði í lagi Shopie var á sjúkrahúsinu um ellefu daga skeið og fékk næringu í gegnum slöngu, en var síðan útskrifuð og send heim. Heim komin neitaði Sophie enn að opna munninn og þegar foreldrar hennar reyndu að mata hana neitaði hún að kyngja. Janet Waller sagði við réttarrann- sóknina að hún hefði reynt að fá So- phie lagða inn á sjúkrahúsið aftur, en hefði þá verið sett í samband við Kerry Davidson barnasálfræðing. Kerry Dav- idson fullvissaði Janet um að Sophie myndi jafna sig og sagðist myndu líta til hennar í næstu viku. Richard Waller, faðir Sophie, sagði að þau hefðu árangurslaust reynt að útvega Sophie þá hjálp sem hún þurfti eftir því sem ástandi hennar hrakaði. „Ég hringdi í Kerry Davidson daglega, stundum tvisvar á dag, til að láta hana vita hve illa hún [Sophie] liti út. Ég bað hana ítrekað um að koma en hún sagði að hún myndi gera það í næstu viku og að það væri engin ástæða til að hafa áhyggjur,“ sagði Richard. Ekkert aðhafst „Ég var svo áhyggjufullur að ég ákvað að fara með hana á sjúkrahúsið. Við vorum á leið út um dyrnar þegar við fengum skilaboð um að koma ekki,“ sagði faðir Sophie. Foreldrar Sophie sögðu við réttarrannsóknina að þau hefðu hringt á sjúkrahúsið, en þeim hefði verið sagt að Sophie væri nú á könnu Kerry Davidson. Janet Waller sagði að hún hefði skilið það á þann hátt að Kerry Davidson bæri nú ábyrgð á aðhlynningu Sophie. „Ég sagði Kerry að hún [Sophie] sygi watnsmelónu; hún sagði mér að það nægði til að halda henni á lífi,“ sagði Janet. „Auðveldlega hefði verið hægt að komast hjá dauða Sophie ef við hefð- um farið á sjúkrahúsið í stað þess að fara að ráðum þessarar konu, ef ég hefði sagt: Nei, við förum samt,“ sagði Richard Waller. Þegar Sophie lést var hún orðin svo magnvana að hún gat ekki gengið, hún var farin að missa hárið og húðin flagnaði af henni. Við réttarrannsókn- ina kom fram að hún hafði tapað ellefu kílóum, nánast einum þriðja hluta eig- in þyngdar. Sophie lést í rúmi sínu á heimili fjöl- skyldunnar í St. Dennis í Cornwall, 2. desember 2005. Barnameinafræðingurinn Marie Ann Brundler sagði að banamein So- phie hefði verið nýrnabilun vegna sveltis og ofþornunar. Réttarrannsókn vegna Sophie Wall- er er ekki lokið. ÓttaðiSt tannlækna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.