Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Síða 4
föstudagur 13. febrúar 20094 Fréttir
Sandkorn
n Í suðurkjördæmi hefur verið
lagt að Guðna Ágústssyni, fyrr-
verandi formanni Framsókn-
arflokksins, að endurskoða þá
ákvörðun sína að hætta. Guðni
nýtur yfirburðafylgis í kjördæm-
inu en hann
mun þver-
taka fyrir
að leggja
aftur út á
hinn pólit-
íska vígvöll.
Guðni verð-
ur sextug-
ur í apríl og
öðlast þá rétt til eftirlauna. Ör-
uggt er talið að hann muni finna
sér eitthvað annað að gera en
að vasast í pólitík. Eftir stend-
ur spurningin um nýjan leið-
toga. Einhverjir staðnæmast við
Hjálmar Árnason, fyrrverandi
alþingismann.
n Sjálfstæðismenn í suðurkjör-
dæmi hafa lagt að Elliða Vignis-
syni, bæjarstjóra í Vestmanna-
eyjum, að taka slaginn um efsta
sætið í kjör-
dæminu.
Þeir sem
gerst þekkja
telja að Elliði
hafa um ára-
bil gengið
með þing-
manninn
í magan-
um og sé líklegur til að stökkva
fremur en hrökkva. Framboð
Elliða gæti orðið Árna Johnsen
þungbært en þeir sækja á sömu
mið. Flestir eru sammála um að
núverandi leiðtogi, Árni Mathie-
sen, sé dæmdur til útlegðar og
muni falla í prófkjöri.
n Dr. Gunni er orðinn dauð-
þreyttur á Íslandi. Á bloggsíðu
sinni segist hann á leið til Lond-
on um helgina til að sjá tónleika
hinnar endurvöktu nýbylgju-
hljómsveitar
Magazine
og kveðst
varla geta
beðið eftir
að komast
af þessu
„skrípa-
landi“ eins
og Doktor-
inn kallar Ísland. „Bara að vera
laus við þetta kjaftæði og spóka
sig um í stórborg og hugsa um
eitthvað annað en skýrslur hag-
fræðinga og væl og rugl og dellu
er hrikalega spennandi tilhugs-
un.“ Gunna finnst líka broslegt
hvernig forseti vor bregst við
ummælunum sem höfð voru
eftir honum í þýska Financial
Times í vikunni og líkir honum
við Georg Bjarnfreðarson úr
Nætur- og Dagvaktinni sem set-
ur ósjaldan upp skjöld merkt-
an „misskilningi“ þegar hann
kemst í klandur.
www.takk. is
Bjarni Benediktsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, telur að flokkur-
inn þurfi að axla sína ábyrgð á efna-
hagshruninu á Íslandi. „Flokkur-
inn þarf að viðurkenna að hann beri
ábyrgð að hluta til á þeirri stöðu sem
upp er komin hér á landi. Sjálfstæðis-
flokkurinn þarf að axla sína ábyrgð á
efnahagshruninu. Það finnst mér al-
veg sjálfsagt mál,“ segir Bjarni. Hann
segir að þegar fjármálakerfið á Íslandi
hrynur sé augljóst að mönnum hafi
mistekist einhvers staðar. „Menn eiga
ekki að reyna að skorast undan þess-
ari ábyrgð,“ segir hann.
Bjarni ræddi um þessa ábyrgð
Sjálfstæðisflokksins á fundi með
stuðningsmönnum flokksins í Garða-
bæ nýlega. Samkvæmt heimildum
DV orðaði hann þessa hugsun sína
á fundinum á þá leið að Sjálfstæðis-
flokkurinn ætti að biðjast afsökunar
á efnahagshruninu. Bjarni kannast
hins vegar ekki við að hafa notað slíkt
orðalag á fundinum en segist hafa
sagt að flokkurinn beri ábyrgð á efna-
hagshruninu að hluta.
Aðspurður í hverju ábyrgð Sjálf-
stæðisflokksins á efnahagshruninu
liggi segir Bjarni meðal annars að fara
þurfi aftur til einkavæðingar ríkis-
bankanna árið 2002 til að svara þeirri
spurningu.
Eignarhald bankanna hefði
átt að vera dreifðara
Bjarni segir að einkavæðingu ríkis-
bankanna hefði þurft að fylgja stífara
regluverk, meðal annars um eign-
arhaldið á bönkunum. Hann seg-
ir að ríkisstjórnin hefði átt að tryggja
dreifðara eignarhald á þeim. „Menn
ofmátu þörfina fyrir stóra, leiðandi
kjölfestufjárfesta í bönkunum þegar
þeir voru einkavæddir. Eignarhlutur
þessara fjárfesta hefði ekki þurft að
vera eins stór og raun bar vitni,“ seg-
ir Bjarni.
Þegar ríkisbankarnir voru einka-
væddir keyptu einstök eignarhaldsfé-
lög stóra hluti í ríkisbönkunum þrátt
fyrir að stefna ríkisstjórnarinnar hefði
upphaflega verið sú að eignarhald
bankanna ætti að vera dreift. Horf-
ið var frá þessari stefnu þegar kom
að því að ríkið seldi bankana. Til að
mynda keypti Samson, eignarhalds-
félag í eigu Björgólfs Guðmunds-
sonar og sonar hans Björgólfs Thors,
tæplega 46 prósent hlut í Landsbank-
anum fyrir rúma tólf milljarða króna.
Á sama tíma keypti S-hópur Finns
Ingólfssonar og Ólafs Ólafssonar tæp-
lega 46 prósent hlut í Búnaðarbank-
anum fyrir tæpa tólf milljarða.
Dreifðara eignarhald á
bönkunum mikilvægt
Bjarni er gagnrýninn á þessa stefnu
við einkavæðingu bankanna því hann
segist telja að ef ríkisbankarnir verða
einkavæddir í framtíðinni þurfi að
standa að þessu á annan hátt en á
sínum tíma. „Ég held að við eigum að
setja lægri mörk á ráðandi eignarhlut
í bönkunum þannig að einstök félög
fari til dæmis ekki með hærri hlut en
20 til 25 prósent,“ segir Bjarni.
Aðspurður hvort hann hyggist
beita sér fyrir þessu ef hann verður
kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins
á komandi landsfundi flokksins seg-
ir hann að það sé augljóst að ef rík-
isbankarnir verða einkavæddir aftur
þurfi að fara að nýju yfir regluverk-
ið sem snýr að eignarhaldi og eftirliti
með bankastarfsemi í landinu.
Glannaskapur eigenda bankanna
Bjarni telur að setja þurfi slíkar regl-
ur um eignarhaldið á bönkunum
því efnhagshrunið sé fyrst og fremst
„glannaskap eigenda og stjórnenda
bankanna sjálfra“ að kenna. „En
stjórnvöld bera auðvitað sína ábyrgð
á því að þeir hafi geta farið svo geyst,
meðal annars vegna þess hvernig
staðið var að einkavæðingu bank-
anna,“ segir Bjarni. Hann telur að ef
menn vilji fara með svo stóran hlut í
bönkunum, 20 til 25 prósent, eigi rík-
isvaldið að setja þeim mjög „þröng-
ar skorður“ um hversu mikil umsvif
þeir megi vera með á öðrum sviðum
atvinnulífsins. „Virk þátttaka eigenda
gömlu bankanna á markaði var að
mörgu leyti skaðleg,“ segir hann.
Bjarni telur að þetta sé nauðsyn-
legt því ef þeir sem eiga stóra eign-
arhluta í bönkunum eru einnig mjög
umsvifamiklir á öðrum sviðum mark-
aðarins geti það leitt til þess að aðrir
þættir en hreinir viðskiptalegir hags-
munir fari að ráða stjórn bankanna.
„Þá er ég að tala um hagsmuni sem
tengjast valdauppbyggingu og við-
skiptablokkum í atvinnulífinu,“ segir
Bjarni.
Bjarni Benediktsson telur að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að axla sína ábyrgð á efnahags-
hruninu í haust. Samkvæmt heimildum DV sagði Bjarni að flokkurinn ætti að biðjast
afsökunar á efnahagshruninu á nýlegum fundi með sjálfstæðismönnum í Garðabæ.
Þingmaðurinn segir að ríkisstjórnin hefði átt að tryggja dreifðara eignarhald á bönk-
unum þegar þeir voru einkavæddir. Hann vill að það verði gert verði ríkisbankarnir
einkavæddir aftur.
Segir FLOKKinn BerA
ÁBYrgÐ Á HrUninU
„Ég held að við eigum að setja lægri mörk á ráð-
andi eignarhlut í bönkunum þannig að einstök fé-
lög fari ekki með hærri hlut en 20 til 25 prósent.“
InGI F. VIlhjálmsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Flokkurinn axli ábyrgð
bjarni benediktsson, þingmaður og
formannsefni sjálfstæðisflokksins,
segir að flokkurinn beri sína ábyrgð
á efnahagshruninu í haust sem
hann þurfi að axla.
Jón Axel Ólafsson laug að blaða-
manni DV þegar hann var spurður
að því á miðvikudaginn hvort hann
hefði keypt Eddu útgáfu af eignar-
haldsfélagi í eigu Björgólfs Guð-
mundssonar. Aðspurður hvort hann
hefði keypt Eddu sagði Jón að hann
hefði ekki gert það.
Eignarhaldsfélag Jóns Axels, Fjár-
bakki, keypti Eddu af eignarhaldsfé-
lagi Björgólfs, Ólafsfelli, í desember
síðastliðnum. Edda útgáfa sérhæfir
sig í ýmsum bóka- og áskriftarklúbb-
um, til að mynda Andrésar Andar- og
Ugluklúbbnum.
Blaðamaður skrifaði síðan frétt-
ina á þeim forsendum að Jón hefði
upp á síðkastið fundað með kröfu-
höfum Eddu til að fá felld niður 70
til 80 prósent af 400 milljóna króna
skuldum fyrirtækis í eigu Björgólfs
Guðmundssonar.
Þegar blaðamaður hafði sam-
band við Jón til að lesa fréttina yfir
fyrir hann viðurkenndi Jón að hann
hefði keypt útgáfuna af Björgólfi í
desember síðastliðnum. Jón baðst
afsökunar á því að hafa ekki sagt
satt og sagði að staða Eddu væri á
viðkvæmu stigi. „Fyrirgefðu,“ sagði
Jón Axel. Hann sagðist hafa verið
að verja hagsmuni sína og Eddu því
hann ætti allt undir því að viðræður
við kröfuhafa fyrirtækisins gengju
vel eftir.
Jón vildi aðspurður ekki gefa upp
kaupverðið á félaginu og svaraði því
neitandi þegar hann var inntur eft-
ir því hvort hann væri að leppa ein-
hvern sem í raun og veru ætti fyrir-
tækið. Hann neitaði því jafnframt að
Björgólfur Guðmundsson ætti ein-
hvern hlut í Eddu.
Athygli vekur að samkvæmt
upplýsingum frá Lánstrausti um
hluthafana í Eddu frá 15. janúar
síðastliðnum er Ólafsfell en ekki
eignarhaldsfélag Jóns Axels skráð
sem 100 prósent eigandi að Eddu.
ingi@dv.is
Jón axel laug til um kaupin á eddu
Vildi ekki gangast við viðskiptum við Björgólf Guðmundsson í desember:
Vildi halda kaupun-
um leyndum
Jón axel Ólafsson laug
að blaðamanni dV
þegar hann var inntur
eftir því hvort hann
hefði keypt útgáfuna.