Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Síða 10
Sigurður Pétur höfðaði málið á hend-
ur Sophiu vegna vangoldinna lána
en hún hafði áður kært Sigurð Pétur
fyrir að hafa haft af sér fé með því að
falsa undirskrift hennar. Sænsk rit-
handarrannsókn benti aftur á móti
til þess að Sophia hefði skrifað und-
ir veð í íbúð sinni með eigin hendi.
Sigurði Pétri þykir sárt að hafa setið
uppi með hnífinn í bakinu eftir ára-
langan stuðning við Sophu en segist
fagna því að niðurstaða sé nú komin
í þetta mál.
„Í raun er ég ferlega feginn að vera
laus út úr þessu og að þetta sé búið.
Það er sorglegt þegar fólk reynir að
koma aftan að þeim sem hefur aldrei
viljað því nema allt hið besta eins og
hefur gerst í þessu máli,“ segir Sig-
urður Pétur í samtali við DV. Sophia
og Sigurður hafa eldað grátt silfur um
árabil en þau voru áður mjög náin og
Sigurður barðist af kappi með henni í
baráttunni fyrir að fá dæturnar heim.
Á þeim árum, allt frá 1990 til 2005,
lagði Sigurður Pétur henni til fé sem
héraðsdómur hefur nú gert henni að
endurgreiða að hluta.
Eyðilagði fríið
Forsaga málsins er sú að Sophia
Hansen lagði árið 2007 fram kæru á
hendur Sigurði eftir að hann krafðist
þess að hún borgaði tryggingabréf,
skuldarviðurkenningu og skulda-
bréf sem faðir hans hafði lagt út fyr-
ir hana. Sophia sagðist aldrei hafa
skrifað undir veð í íbúð sinni og
kannaðist ekki við að hún eða dótt-
ir hennar hefðu skrifað undir skjölin.
Undirskriftin var send til rithandar-
rannsóknar hjá Statens kriminaltekn-
iska laboratorium í Svíþjóð og bentu
niðurstöður þeirrar rannsóknar ein-
dregið til þess að umrædd undirskrift
væri ekki gerð af Sigurði Pétri heldur
Sophiu sjálfri. Mál Sophiu á hendur
Sigurði Pétri var því látið niður falla.
Sigurður sagði í samtali við DV árið
2008 að honum sárnaði kæran mjög.
Hann hafi verið staddur í fríi erlend-
is þegar hann frétti af kærunni. „Frí-
ið var ónýtt. Ég grét þegar ég heyrði
að hún hefði lagt fram þessa kæru,“
sagði hann.
Sigurður Pétur höfðaði í kjölfarið
mál gegn Sophiu vegna peningaláns
að upphæð 20 milljónir króna. Pen-
ingana hafði hann lánað Sophiu á
löngum tíma, allt frá árinu 1990. Við
aðalmeðferð málsins sagði Sophia
að hún skuldaði Sigurði Pétri ekki 20
milljónir og hún þekkti hvorki bókar-
ann sem gerði skattframtöl hennar,
rannsóknarlögreglumanninn sem
átti að hafa verið vitni að því þeg-
ar hún skrifaði undir né heldur lög-
mann sem hún á að hafa hringt í frá
Tyrklandi til þess að tryggja að Sig-
urður Pétur fengi veð í íbúð henn-
ar á Íslandi. Allir þessir menn voru
kallaðir til sem vitni í málinu og lýstu
samskiptum sínum við Sophiu á
einn eða annan hátt.
Alltaf haft samúð með Sophiu
„Það er nú einu sinni svo að í öllum
málum er það réttlætið sem sigrar
að lokum þótt maður sé ósáttur við
hvernig málalok eru í einu og öðru.
Þetta er búið að vera löng og ströng
barátta og hefur tekið sinn toll af
þeim sem að henni hafa komið bæði
andlega og líkamlega. Ég er ánægð-
ur að það sé komin lausn í þetta mál.
Lausnin er kannski ekki endilega sú
sem ég stefndi að í upphafi, en það er
komin lausn og það er alltaf gott að
fá lausn í hverju máli fyrir sig,“ seg-
ir Sigurður um samskiptin við sína
áður góðu vinkonu. „Auðvitað átti
þetta aldrei að enda svona en það var
hennar val.“ Hefði Sophia ekki kært
hann vegna fölsunar á undirskrift-
unum hefði hann líklega aldrei far-
ið í mál við hana. „Ég stórlega efast
um það, hún hefur ævinlega átt mína
samúð.“
Með hnífinn í bakinu
Sigurður segist leiður yfir því að hafa
verið svikinn af Sophiu sem hafi
reynt að bera á hann rangar sakar-
giftir. Hann segist þó ekki sjá eftir að
hafa stutt hana í baráttunni á sínum
tíma. „Ég sé svo sem ekki eftir því að
hafa farið út í það að hjálpa henni
en það er skelfilegt að hafa stutt við
bakið á manneskjunni í 15 ár í þess-
ari miklu baráttu og fá svo hnífinn
í bakið,“ segir hann. Sigurður seg-
ir að hann hafi verið í sambandi við
Sophiu þegar hún dvaldi í Tyrklandi í
kringum aldamótin. „Við töluðum oft
saman í síma og stundum, þegar hún
átti ekki peninga hjálpaði ég henni,“
segir Sigurður og kveðst þrátt fyrir
dóminn ekki sjá fram á að fá allt það
fé sem hann lagði Sophiu til endur-
greitt. „Það eru einhverjar milljónir í
viðbót,“ segir hann.
Ofboðsleg heift
Sigurður segir að á síðustu 20 árum
hafi hann öðlast mikla reynslu. „Það
eru margir sigrar en samt eru töp eftir
þennan tíma. Þegar á heildina er litið
er þetta ofboðslega mikil reynsla sem
ég hef öðlast á öllum þessum tíma.
Ef ég hefði aldrei komið að þessu
máli myndi ég ekki skilja stakt orð í
tyrknesku og ekki öðlast jafnmikinn
skilning á trú múslíma og hve heift
mannsins getur verið ofboðsleg,“ seg-
ir Sigurður sem hefur eignast mikið af
góðum vinum í Tyrklandi.
Stefán Karl Kristjánsson, lögmað-
ur Sophiu, segir í samtali við DV að
engin ákvörðun hafi verið tekin um
hvort dómnum verði áfrýjað, það
sé í skoðun. Sigurður Pétur segir að
það sé ekki hans mál hvort hún áfrýi
dómnum.
Stormasamt samband
Segja má að dómurinn í gær marki viss
kaflaskil í stormasömum samskipt-
um þeirra Sophiu og Sigurðar. Sam-
band þeirra teygir anga sína allt aftur
til fyrstu ára þeirrar löngu baráttu sem
Sophia háði til þess að fá dætur sínar
Dabgjörtu og Rúnu aftur heim. Sú bar-
föstudagur 13. febrúar 200910 Fréttir
BALDUR GUÐMUNDSSON
OG BOÐi LOGASON
blaðamenn skrifa: baldur@dv.is og bodi@dv.is
Átti aldrei að enda svona
Sophia Hansen var á fimmtudag dæmd til að greiða Sigurði Pétri Harðarsyni tæpar 20 milljónir króna. Sigurð-
ur Pétur og Sophia eiga sér langa sögu en hann var áður nánasti bandamaður hennar. Líf Sophiu hefur ekki
verið neinn dans á rósum frá því leiðir hennar og Sigurðar Péturs skildu. Hún missti aleigu sína nýlega þegar
heimili hennar brann ofan af henni þannig að segja má að enn rjúki úr rústum heimilis hennar þegar henni
er gert að greiða sínum gamla félaga tæpar 20 milljónir. Barnsfaðir hennar, Halim Al, vandar hvorki Sigurði né
Sophiu kveðjurnar, segir þau bæði sek og að gert verði upp við þau í öðru lífi.
tí
m
al
ín
a 25. júNí 1981frumburður sophiu Hansen og Halims al, dagbjört Vesile, fæðist.
3. OktóBER 1982
rúna ayisegül fæðist.
13. APRíL 1984
sophia Hansen og Halim al ganga í
hjónaband hjá fógeta.
APRíL 1987
Halim al verður íslenskur ríkisborgari.
SUMARiÐ 1990
sophia Hansen vísar Halim al á dyr.
15. júNí 1991
Halim al kemur með dæturnar tvær til
Istanbúl.
15. áGúSt 1991
Halim tilkynnir að dæturnar muni ekki snúa
aftur til Íslands.
10. APRíL 1992
sophiu Hansen úrskurðuð forsjá dætra
sinna á Íslandi.
2. NóvEMBER 1992
Landssöfnun til styrktar málarekstri sophiu
Hansen í tyrklandi hleypt af stokkunum á
Íslandi. börnin heim er slagorðið. útvarps-
maðurinn sigurður Pétur Harðarson er
talsmaður söfnunarinnar.
12. NóvEMBER 1992
undirréttur í Istanbúl úrskurðar lögskilnað
sophiu og Halims og veitir Halim forræði
yfir dætrunum. sophiu er veittur umgengn-
isréttur í júlí, ár hvert. Þingmaður heittrú-
aðra múslima var vopnaður í dómssalnum.
4. fEBRúAR 1993
Hæstiréttur í tyrklandi ómerkir dóm
undirréttar um forræði Halims, vegna galla
á málsmeðferð.
28. júNí 1993
undirréttur í Istanbúl rýmkar umgengnis-
rétt sophiu.
7. OktóBER 1993
Héraðsdómari í Istanbúl gengur gegn
hæstarétti og staðfestir fyrri úrskurð um
forræði Halims yfir stúlkunum.
30. MARS 1994
Hæstiréttur ómerkir enn héraðsdóminn.
dómari telur að áður en forsjá verði ákveðin
þurfi að fást úr því skorið hver sé hjúskapar-
staða og ríkisfang þeirra sem deila.
17. SEPtEMBER 1994
sophia brýst inn á heimili Halims með
aðstoð lásasmiðs. Þar hittir hún fyrir dóttur
sína dagbjörtu.
13. júNí 1996
undirréttur í Istanbúl ákvarðar að sophia
megi umgangast dætur sínar frá 1. júlí til 31.
ágúst, ár hvert.
1. DESEMBER 1996
sophia hittir dætur sínar á lögreglustöð í Is-
tanbúl eftir tveggja ára aðskilnað. dagbjört
er fimmtán ára og rúna 14 ára.
18. MARS 1997
sophia Hansen og Halim al sitja fyrir svör-
um um forræðisdeiluna í sjónvarpsþætti í
tyrklandi.
3. júLí 1998
Halim al fer með dagbjörtu og rúnu til
divigri sem er afskekkt fjallaþorp.
9. júLí 1998
sophia hittir dætur sínar undir eftirliti í
divigri.
2. júNí 2003
rúna ayisegül, tvítug, gengur í hjónaband í
Istanbúl. eiginmaðurinn er ahmet erkol, 25
ára ökukennari af efnaðri fjölskyldu.
23. SEPtEMBER 2003
Mannréttindadómstóll evrópu úrskurðar
að mannréttindi hafi verið brotin á sophiu
Hansen. tyrknesk stjórnvöld hafi ekki gripið
til ráðstafana til þess að tryggja að hún
fengi að hitta dætur sínar. sophia fær 75
þúsund evrur í bætur. stúlkurnar eru nú 20
og 21 árs.
Halim og dæturnar
Halim al ásamt dagbjörtu
og rúnu. Þær eru nú á 27.
og 28. aldursári.