Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Síða 12
Á flótta með dæturnar Eftir mikil málaferli fyrir tyrknesk� um dómstólum ákvað Hæstiréttur að Halim Al skyldi afhenda Sophiu dætur sínar eða fara í fangelsi. Það gat Halim ekki hugsað sér svo hann lagði á flótta með stúlkurnar. Eftir nokkurn eltingarleik féllst Halim á að Sophia fengi að hitta dætur þeirra í fjallaþorpi í Tyrklandi. Hann segist hafa samþykkt að þær mættu fara með móður sinni ef þær kysu svo. Það hafi þær hins vegar ekki viljað og þess vegna hafi þær dvalið áfram í Tyrklandi. Málaferlin fyrir íslenskum og tyrkneskum dómstólum eru ekki þau einu sem Sophia Hansen hefur stað� ið í. Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði árið 2003 að mannrétt� indi hefðu verið brotin á henni þeg� ar tyrknesk stjórnvöld gripu ekki til ráðstafana til þess að tryggja að hún fengi að hitta dætur sínar. Sophiu voru dæmdar 75 þúsund evrur í bæt� ur en þá voru stúlkurnar 20 og 21 árs. Segist hafa hreina samvisku Halim viðurkenndi í viðtalinu við Mannlíf að hugsanlega hefði hann beitt Sophiu ranglæti þegar hann neitaði að skila stúlkunum og braut gegn umgengnisrétti henn� ar. „Það má vera að ég hafi breytt ranglega gegn henni. En þess ber að geta að ég er aðeins mann� legur og breyskur sem slíkur. En hafi ég gert rangt er það einungis vegna dætra minna og mér tókst að bjarga þeim úr aðstæðum sem hefðu skaðað þær. Það er mikil� vægara en það hvort ég sé með fullkomlega hreina samvisku. Og Sophia veit að dætur okkar eru vel heppnaðar og hamingjusamar. Ég hef fyrir löngu fyrirgefið Sophiu svikin og alla þá þjáningu sem hún olli mér. En ég mun engu gleyma þótt grasið á gröf minni verði metri að hæð. Og ég vona aðeins að So� phia eigi eftir að kynnast góðum manni og finna lífshamingju eins og ég. En hún finnur hana ekki í Tyrklandi,“ sagði hann. Fann ástina aftur Í júlí í fyrra greindi DV frá þeim málaferlum sem fram undan voru á milli Sophiu og Sigurðar Pét� urs. Í kjölfar umfjöllunarinnar var blaðamanni DV hótað lífláti af Eg� yptanum Mohamed Attia sem steig seinna fram og kvaðst vera eigin� maður Sophiu. „Sophia Hansen er konan mín. Við höfum verið gift í sex mánuði og það hefur ýmislegt hent okkur á þessum tíma,“ sagði Mohamed Attia í samtali við DV. Í viðtalinu sagðist hann einnig gera ráð fyrir að barátta Sophiu fyrir dætrum hennar hefði valdið henni miklu hugarangri. Hann hafi veitt henni stuðning en sagði að við þeim blöstu mörg og stór vanda� mál sem væru þess eðlis að þau ættu fullt erindi við þjóðina. Hann sagðist þá ætla að greina frá þeim atburðum „bráðlega“. „Ég gæti kastað upp“ Halim Al hafði ekki heyrt af dómn� um þegar blaðamaður DV náði tali af honum í gær. „Ég er bara að heyra þetta núna,“ segir hann. Halim held� ur engu sambandi við Sophiu og hef� ur lítið álit á henni og Sigurði Pétri. „Þau komu illa fram við mig fyrir átj� án árum,“ segir hann en þá fór Halim með stúlkurnar til Tyrklands. Að mati Halims komu Sophia og Sigurður Pétur illa fram við Íslend� inga á sínum tíma. „Þau lugu að ís� lensku þjóðinni til að fá peninga. Þau lugu til að reyna að fá stelpurnar frá Tyrklandi. Þau eru bæði sek og þau koma til með að borga mér í öðru lífi,“ segir hann og bætir við: „Þau þurfa að biðja íslensku þjóðina af� sökunar.“ Halim getur engan veginn tek� ið Sophiu og Sigurð Pétur í sátt. „Ég vil ekkert tala meira um þau. Ég gæti kastað upp,“ segir hann. „Ég er aftur orðinn afi“ Dagbjört og Rúna eru nú á 27. og 28. aldursári. Þegar Halim er spurður um líðan þeirra segir hann: „Þeim líður vel hér í Tyrklandi. Þær eru báðar hamingjusamar.“ Rúna á fimm ára dreng með eig� inmanni sínum og deilir Halim þeim gleðifregnum með blaðamanni að hún hafi eignast annan son 2. febrú� ar. „Ég er aftur orðinn afi,“ segir Hal� im. Þó viðtalið fari fram á ensku not� ar hann íslenska orðið „afi“ þegar hann ræðir um nýfætt barnabarnið. „Hún eignaðist annan strák fyrir tíu dögum. Ég er mjög ánægður,“ segir hann. Dagbjört er hins vegar enn ein� hleyp og barnlaus. „Hún er mjög vandfýsin,“ segir Halim sem að� spurður tekur fyrir að hann velji eiginmann fyrir dætur sínar. Halim segist ekki vita hvort Sophia viti að Rúna hafi eignast annan dreng. „Þú verður að spyrja hana,“ segir hann. Þegar blaðamaður hringdi í Sophiu svaraði karlmaður sem tal� aði ensku. Hann vildi vita hvert er� indi blaðamanns væri sem spurði hvort Sophia vissi af nýfæddu barnabarni sínu. Þá sagði maður� inn: „Hlustaðu á mig. Það er þér fyrir bestu að hringja aldrei aft� ur,“ og lagði á. Gera má ráð fyr� ir að þetta hafi verið Mohamed Attia sem hefur slegið skjaldborg um eiginkonu sína og reynt eftir fremsta megni að halda fjölmiðl� um frá henni. föstudagur 13. febrúar 200912 Fréttir Senn líður að hinni árlegu veitingu Menningarverðlauna DV. Gert er ráð fyrir allt að 5 tilnefningum í hverjum flokki og verður gefið út sérstakt aukablað, þann 25. febrúar, þar sem tilnefnd verk í öllum flokkum verða kynnt. Verðlaunaafhendingin fer fram þann 4. mars. Hér með er óskað eftir ábendingum um tilnefningar í byggingarlist. Byggingarlistaverðlaun verða veitt fyrir mannvirki sem tekin voru í notkun árið 2008. Sem fyrr er um að ræða opinberar byggingar eða byggingar í þágu almennings. Byggingar í einkaeign og til einkanota, t.d. einbýlishús, eru ekki teknar til skoðunar. Vinsamlegast sendið inn þær upplýsingar sem þið teljið að gefi dómnefnd innsýn í viðkomandi verk t.d.: l staðsetning verks, bær/hérað, götuheiti l stutt lýsing að mati höfunda, forsendur, starfsemi, tæknileg uppbygging o.fl. l nöfn höfunda, aðalhönnuður, tengiliður l teikningar, grunnmyndir, snið, útlit, módelmyndir, 3d myndir og ljósmyndir sem höfundar telja nauðsynleg til að skýra verkið. Dómnefnd að þessu sinni skipa: Margrét Harðardóttir, arkitekt FAÍ, margret@studiogranda.is Palmar Kristmundsson, arkitekt, pk@pk.is Sigríður Sigþórsdóttir, arkitekt FAÍ, sigridur@vaarkitektar.is Vinsamlegast sendið tillögur á ofangreind netföng dómnefndarmanna eigi síðar en10. febrúar n.k. F.h. dómnefndar, Sigríður Sigþórsdóttir Frekari upplýsingar eru veittar í síma : 863 3296 og 530 6990. Menningarverðlaun DV 2009 Málaferlin fyrir íslensk- um og tyrkneskum dómstólum eru ekki þau einu sem Sophia Hansen hefur staðið í. Mannréttindadóm- stóll Evrópu úrskurðaði árið 2003 að mannrétt- indi hafi verið brotin á Sophiu Hansen. Í dómsölum sophia Hansen og Muhamed attia í héraðsdómi í gær. Mynd RóbeRt ReyniSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.