Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Page 13
föstudagur 13. febrúar 2009 13Fréttir Evrópubúar myndu sennilega ekki liggja andvaka ef þeim bærust til eyrna tíðindi þess efnis að klám- myndaleikkona hygði á frama í stjórnmálum. Í það minnsta ekki á Ítalíu. En í Bandaríkjunum myndi slík frétt án efa halda vöku fyrir mörgum manninum, enda hefur starfi leikara í svonefndum fullorð- inskvikmyndum ekki verið talinn samnefnari ríkjandi gilda í samfé- lagslegum málum. Því kann að fara um marga vegna fregna um að klámmynda- leikkonan Stormy Daniels hyggist hasla sér völl í stjórnmálum, en að- dáendur hennar leggjast nú á eitt við að fá hana til að bjóða sig fram til sætis í öldungadeild Bandaríkj- anna. Ef sú yrði raunin myndi hún taka sæti repúblikanans Davids Vitter sem fulltrúi Louisiana-fylk- is. Stormy best í starfið Ekki vantar stóru orðin á vefsíðu fylgismanna Stormy Daniels. Þar segir meðal annars að: „árið 2010 gefist Pelíkana-fylkinu tækifæri til að byrja með hreint borð – að kjósa fulltrúa sem við getum verið stolt af, sem mun vinna þindarlaust, og sem muni bjóða stöðnun birg- inn. Við í herbúðum Stormy erum þeirrar skoðunar að Stormy Dani- els frá Baton Rouge sé best til þess fallin að uppfylla þessar skyldur.“ Ef svo vildi til að Stormy Dani- els byði sig fram og næði árangri væri það ekki í fyrsta skipti sem sæti Louisiana-fylkis í öldunga- deildinni yrði tengt vafasömum gildum. David Vitter er frægur, eða alræmdur, fyrir tengsl sín við fræga hórumömmu í höfuðborg Banda- ríkjanna, Deborah Jeane Palfrey, sem rak fylgdar- og vændisþjón- ustu í Washington D.C. Vitter var kjörinn í öldunga- deildina 2004 og 2007 viðurkenndi hann „alvarlega synd í fortíð“ sinni eftir að símanúmer hans fannst í skrám fylgdarþjónustu Palfrey. Áheyrnartúr Stormy Daniels, sem er tuttugu og níu ára, er ekki flokksbundin og er ekki fráhverf hugmyndinni um framboð. Upphaf framboðs- hugmyndarinnar má rekja til íbúa New Orleans og fullyrða aðdáend- ur Daniels að um fúlustu alvöru sé að ræða. Stormy Daniels hyggur á „áheyrnartúr“ vítt og breitt um Louisiana-fylki til að ræða fjölda málefna og á vefsíðu hennar er að finna þrjú málefni sem hún hyggst leggja áherslu á; fjármál, konur í viðskiptum og vernd barna. Dani- els var hvergi bangin þegar henni var tjáð að Vitter gæti orðið erfiður andstæðingur og sagði að hún sjálf hefði „ekkert á móti góðum slag“. „Ég tel að öllum sem þekkja mig... sé meira en vel kunnugt um það,“ sagði Stormy. „Stjórnmál geta ekki verið skítlegra starf en það sem ég nú stunda,“ sagði Stormy Daniels. Talsmaður öruggs kynlífs Samkvæmt ævisöguágripi Stormy, sem er að finna á vefsíðu hennar, hefur hún „rutt úr vegi hindrunum og hrist upp í hlutunum allt sitt líf“. Hún ku hafa verið ritstjóri frétta- blaðs og forseti æskulýðsklúbbs framhaldsskóla síns og að lokum fært „staðfestu og hæfileika sína upp á stig atvinnumennsku, orðið aðalleikkona í skemmtiiðnaði fyrir fullorðna“. Annað stórt skref hjá Stormy, samkvæmt vefsíðunni, var að skrifa undir „bindandi samning við kvik- myndaframleiðandann Wicked Pictures, fyrirtæki sem er skuld- bundið stefnu sem setur heilbrigði og öryggi sem forgangsatriði hvað varðar kvikmyndatökur. Ákvörðun Stormy um að semja við Wicked undirstrikar skuldbindingu henn- ar um að senda jákvæð skilaboð til ungs fólks um mikilvægi þess að stunda öruggt kynlíf“ segir í ævi- ágripi Stormy. Á brattann að sækja Stormy Daniels hefur ekki aðeins leikið í klámmyndum, hún hefur einnig leikstýrt fyrir Wicked Pict- ures, og hefur unnið til verðlauna fyrir handritaskrif, leikstjórn og leik. Auk þess hefur hún birst í kvikmyndum sem ekki teljast til klámiðnaðarins, til dæmis „The 40-Year-Old Virgin“. „Upphaflega var ekki einblínt á að ég færi í framboð. Ég tel að ætlunin hafi verið að vekja al- menna athygli á slagnum um öld- ungadeildarsæti. Síðan urðu við- brögðin yfirþyrmandi jákvæð. Og ég held að allir séu þessu hlynnt- ir,“ sagði Stormy. Vel kann að vera að pólitískur metnaður Stormy sé léttvæg til- breyting fyrir kjósendur í Louisi- ana, en það mun breytast ef hún tekur slaginn gegn Vitters. Clancy DuBois, stjórnmála- ritstjóri dagblaðsins Gambit í New Orleans, sagði að Vitters væri snjall stjórnmálamaður sem byggi að kosningasjóði að upp- hæð tvær milljónir bandaríkja- dala. DuBois sagði að ef kosninga- maskína Stormy hygðist minna kjósendur á tengsl Vitters við áð- urnefnda hórumömmu í höfuð- borginni gæti slíkt komið þeim sjálfum í koll. „Þú þarft einhvern annan og betri en klámstjörnu, eða kjöltu- dansara, eða [annars konar]starfs- mann í kynlífsiðnaðinum til að negla David Vitter á þessu. Þú þarft alvöru andstæðing, einhverja eða einhvern sem ekki hefur neitt að fela til að geta sagt „Eigum við að ræða fjölskyldugildi?““ sagði Du- Bois. Hafna flokkshollustu Stuðningsmenn Stormy Daniels velkjast greinilega ekki í vafa um reynslu hennar til að takast á við verkefnið og sögðu að „reynsla hennar af raunveruleikanum og sérstakur skilningur á efnahags- þrengingunum sem Louisiana- búar og Bandaríkjamenn standa frammi fyrir gera hana einstaklega hæfa til að takast á við þá miklu erfiðleika sem við horfumst í augu við“. „Grasrótarhreyfing okkar er þverskurður hins pólitíska litrófs og hampar heimspeki Stormy með tilliti til persónulegrar ábyrgðar og stuðnings við einstaklingsframtak- ið. Við höfnum flokkshollustu og stimplum, en dæmum þess í stað leiðtoga okkar á forsendum heið- arleika, persónuleika og virkni.“ Sem fyrr segir hefur Stormy Daniels ekki tekið lokaákvörðun um hvort hún býður sig fram en ef sú verður raunin fetar hún í fótspor klámmyndaleikkvennanna Ilonu Staller, sem kjörin var á þing Ítalíu, og Milli D’Abbraccio sem hugði á pólitískan frama innan borgarráðs Rómar. Kolbeinn þorSTeinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels íhugar alvarlega að bjóða sig fram til sætis í öldungadeild Banda- ríkjanna. Ef hún hefur erindi sem erfiði mun hún taka sæti Davids Vitter sem fulltrúi Louisiana-fylkis. Klámstjarna í stjórnmál Samkvæmt ævisöguágripi Stormy, sem er að finna á vefsíðu hennar, hefur hún „rutt úr vegi hindrunum og hrist upp í hlutunum allt sitt líf“. Stormy Daniels „stjórnmál geta ekki verið skítlegra starf en það sem ég nú stunda.“ CiCCiolina ilona staller braut blað í sögu bæði stjórnmála og klámiðnaðar þegar hún var kjörin á ítalska þingið 1987. fyrir hafði ilona staller, sem er af ungversku bergi brotin, getið sér orð sem klámmyndastjarna og söngkona og var betur þekkt undir listamannsnafni sínu, Cicciolina. Árið 1979 var ilona staller kynnt til sögunnar sem frambjóðandi til ítalska þingsins fyrir lista del sola, fyrsta græna flokk ítalskra stjórnmála. Árið 1985 söðlaði hún um og gekk í Partito rad- icale, flokk róttækra, og barðist gegn kjarnorku og aðild Ítalíu að norður-atlantshafsbandalag- inu. sem fyrr segir var hún kjörin á ítalska þingið 1987, með 20.000 atkvæðum, og varð fulltrúi lazio-hverfisins í róm. Í þeim kosningum fékk staller næstflest atkvæða frambjóðenda róttæka flokksins og vakti heimsathygli fyrir að bera brjóst sín við hvert tækifæri sem gafst. ilona staller náði ekki endurkjöri og 1991 stofnaði hún Partito dell’amore, Ástarflokkinn, ásamt stallsystur sinni úr klámiðnaðinum, Moana Pozzi. Árið 2002 reyndi ilona staller fyrir sér í stjórn- málum ungverjalands, en náði ekki nægjan- legum fjölda undirskrifta. síðast heyrðist af afskiptum ilonu staller af stjórnmálum þegar hún tilkynnti 2004 að hún hygðist bjóða sig fram til embættis borgarstjóra Mílanó. Milly d’abbraCCio fyrir einhverra hluta sakir virðast ítalskar klám- myndaleikkonur vera veikar fyrir stjórnmálum og í apríl á síðasta ári boðaði ein þeirra, Milly d’abbraccio, innkomu sína í stjórnmál landsins. Hún fór ekki í grafgötur með að hún hygðist nýta sér vinsældir sínar á meðal aðdáenda kláms, en sagði að það hefði verið einfaldara fyrir Cicciolinu. „opinber nekt er ekki sú örugga leið til að fá athygli og var á árum áður,“ sagði d’abbraccio. Milly d’abbraccio er þekkt fyrir ýmislegt annað en afskipti af stjórnmálum því hún er þekkt klámmyndaleikkona. Hún lét einskis ófreistað til að tryggja sér atkvæði karlmanna og hengdi upp öðruvísi auglýsingaspjöld um alla rómaborg. Milly lýsti því yfir að ef hún hefði náð kjöri hefði verið sett á laggirnar „rautt hverfi“ í höf- uðborginni, með fatafelluklúbbum, erótískum diskótekum og verslunum með varning sem lýtur að kynlífi. Hverfið átti að heita „Ástarborg“, en að sögn klámmyndaleikkonunnar hefði vændi verið bannað í „Ástarborginni“ sem hefði verið aðeins örfáa kílómetra frá Vatíkaninu. silvio berlusconi, sem leiddi í könnunum vegna kosninganna, sætti mikilli gagnrýni og var kallaður karlremba fyrir að fullyrða að innan flokks hans væru fallegustu konurnar í pólitík. Milly d’abbraccio mótmælti einnig ummælum hans, en af öðrum ástæðum. ilona Staller Klámmyndastjarna sem náði kjöri á ítalska þingið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.