Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Page 16
föstudagur 13. febrúar 200916 Fókus u m h e l g i n a Söguleg yfirlitssýning um gömlu leikhúsin í Kvosinni í Reykjavík verður opnuð í Aðalstræti 10, gamla fógetahúsinu, í kvöld. Sýningin ber yfirskriftina Kvosin – vagga leiklist- ar og er hluti af dagskrá Vetrarhátíð- ar í Reykjavík en mun síðan standa áfram næstu mánuði. Það er Leik- minjasafn Íslands sem hefur veg og vanda af sýningunni en Reykjavík- urborg styrkir gerð hennar. Áætlað er að halda sögugöngur um gamlar leiklistarslóðir í Reykjavík í tengsl- um við sýninguna og verða þær aug- lýstar síðar. Á Vetrarhátíð verður einnig sýning á leikbrúðum Jóns E. Guð- mundssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Í tilefni af því verða brúðulistamenn- irnir Helga Steffensen og Helga Arn- alds með sýningar fyrir börn á öllum aldri í Tjarnarsal Ráðhússins. Leik- brúður Jóns eru meðal mestu dýr- gripa Leikminjasafnsins, en Jón var frumherji íslenskrar leikbrúðulist- ar á síðustu öld. Hann stofnaði Ís- lenska brúðuleikhúsið árið 1954 og hélt því úti í meira en hálfa öld. Eiga flestir Íslendingar sem eru komnir um og yfir miðjan aldur einhverjar minningar af brúðum Jóns og þeim ævintýraheimi sem þær byggðu. Þess má geta að sýningar Helgu og Helga verða klukkan 13.30, 14.30 og 15.30 og er aðgangur ókeypis. Í elstu húsum Reykjavíkur og Akureyrar Jón Viðar Jónsson, forstöðumað- ur Leikminjasafnsins, segir mjög gaman að fá tækifæri til að sýna í Aðalstræti 10. „Reyndar vill svo skemmtilega til að Leikminjasafnið er um þessar mundir með sýningar- aðstöðu í Laxdalshúsi, elsta húsi Ak- ureyrar. Laxdalshús hafði lengi verið lokað almenningi þegar bæjarstjór- inn á Akureyri bauð okkur að setja þar upp sýningu síðastliðið sumar. Hún fékk mjög góðar viðtökur og í vetur höfum við haft þar opið hús á sunnudögum. Leikminjasafnið hef- ur enn ekki fast sýningarhúsnæði en nú erum við sem sagt komin með sýningar í elstu húsum beggja höf- uðstaðanna, Akureyrar og Reykja- víkur.“ Spurður hvort engar horfur séu á því að safnið fari að komast í eig- ið húsnæði segir Jón það mjög undir velvild opinberra aðila komið. „Og nóg er víst framboð á rúmgóðu hús- næði um þessar mundir – og ætli margt af því sé ekki komið óbeint í opinbera eigu í gegnum bankana. Þannig að maður ætti að geta ver- ið sæmilega bjartsýnn. Yfirleitt hafa stjórnvöld tekið þessari viðleitni okkar vel, það er helst að Reykja- víkurborg þurfi að standa sig betur,“ segir Jón. Hann bætir við að borgar- yfirvöldum ætti að vera málið skylt því það sé hér sem leiklistin hafi þróast frá viðleitni áhugamanna yfir í alvöru list, eins og lítillega sé verið að minna á með þessari yfirlitssýn- ingu í Aðalstræti. „Annars skiptir okkur ekki síður máli að reksturinn verði styrktur, við fáum betri vinnuaðstöðu og auk- inn mannafla. Ég er enn þá eini fasti starfsmaðurinn, öll önnur vinna er aðkeypt. Það segir sig sjálft að einn maður kemur ekki miklu í verk á Flökkukindur á laugavegi Hópur myndlistarmanna setur upp sýningu í auðu verslunar- rými á Laugavegi 40 milli klukkan 13 og 18 á morgun, laugardag. Opnunin er hluti af stærra verkefni þar sem eins dags sýningar eru settar upp í rými sem stendur tímabundið autt. allir listamenn sem taka þátt í sýningunni útskrifuðust úr ListaháskóLa ÍsLands í myndlist á árunum 2006 og 2007. The House of the Dead: Over- kill er einn skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað í langan tíma en hann kemur í búðir í dag. Ég man ekki hvenær ég hló síðast að myndbrotum úr tölvuleik en Ov- erkill fékk mann til þess að brosa breitt margoft. Eins og nafnið gefur til kynna er maður að kljást við uppvakninga og það í massa- vís. Leikurinn er eins konar Grind- house þeirra Quentins Tarantino og Roberts Rodriguez í tölvu- leikjaformi. Þó leikurinn hallist heldur meira til Planet Terror eru samtölin oft á tíðum nokkuð Tar- antino-leg. Overkill fjallar um hinn dul- arfulla Agent-G og bitra blökku- manninn Washington. Þeir hata hvor annan en neyðast til að berjast saman gegn hinum illa Papa Caesar og hersveit hans af uppvakningum. Milli þess sem maður slátrar uppvakning- um er saga leiksins sögð í þræl- skemmtilegum myndbrotum. Samspil G og Washingtons er hin mesta skemmtun en tónlistin, sögumaðurinn og grafíkin er öll í anda splatterhrollvekja frá ní- unda áratugnum. Overkill er skotleikur af gamla skólanum þar sem maður líð- ur áfram á fyrirfram ákveðinni braut og skýtur það sem verður á vegi manns. Ef þú notast svo við Wii-zapperinn fær maður spila- kassafílinginn beint í æð. Mark- miðið er sem sagt að drepa sem flesta uppvakninga og helst með því að skjóta af þeim hausinn. Leikurinn er heldur stutt- ur en það er hægt að spila hann aftur og aftur með mismunandi áherslum. Vopnaúrvalið er fínt en mætti þó alveg vera örlítið betra. Ég var bara einn að spila hann og gat því miður ekki nýtt mér multiplayer-möguleikann. Niðurstaðan er að The House of the Dead: Overkill er bannað- ur innan 18 af góðum ástæðum. Hann er grófur, blóðugur, kjaft- for og jafnvel klámfenginn. Um- fram allt er hann þó fyndinn og skemmtilegur. Ásgeir Jónsson gróf og blóðug snilld Kristín svava velur Ljóðskáldið Kristín Svava Tómas- dóttir opnar sýningu á listaverkum sem hún valdi úr Artóteki Borgar- bókasafns í Grófarhúsi í dag. Verkin eru eftir ólíka myndlistarmenn og unnin á mismunandi hátt en þó má greina sameiginlegan þráð í þeim þar sem maðurinn og viðvera hans kemur við sögu. Við opnunina stjórnar Kristín Svava ljóðagjörn- ingi sem felur í sér flutning á nýjasta verki Orðkestru íslenska lýðveldis- ins. Kristín gaf út ljóðabókina Blót- gælur hjá Bjarti haustið 2007 og var hún valin besta ljóðabókin af bók- sölum það ár. Sýningin er hluti af dagskrá Vetrarhátíðar í Reykjavík og stendur til 15. mars. KlúbbaKvöld stórsveitar- innar Klúbbakvöld Stórsveitar Reykja- víkur verður næstkomandi sunnu- dagskvöld á Café Rósenberg þar sem flutt verða verk úr nótnabók Thads Jones, eins mikilvægasta tónskálds stórsveitasögunnar. Klúbbakvöldið er hluti af tón- leikaröð og eru þessir fyrstu tón- leikarnir af fjórum. Stjórnandi er Sigurður Flosason. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og kostar 1000 krónur inn en 500 fyrir námsmenn og eldri borgara. sKylmist við málverKin Hulda Vilhjálmsdóttir opnar málverkasýningu í Reykjavík Art Gallery á Skúlagötu 30 á morgun, laugardag, klukkan 14. Hulda stundaði nám í málaradeild Listaháskóla Íslands 1994-2000 og hefur haldið fjölda sýninga hér heima og erlendis. Um myndlist sína segir Hulda að galdur sinn sé að stundum sé hún ekki manneskja. „Ég er einhvers staðar annars staðar að skylmast við málverkið. Ein með æðri mætti. Málunin brýst áfram í einhverri blindni sem ég get varla höndlað.“ Sýningin er opin alla daga nema mánudaga klukkan 14 til 17 og stendur til 1. mars. einstæðir gripir Leikminjasafn Íslands opnar í dag tvær sýningar í tengslum við Vetrarhátíð í Reykjavík. Annars vegar er um að ræða sögulega yfirlitssýningu um gömlu leikhúsin í Kvosinni sem opnuð verður í gamla fógetahúsinu við Aðalstræti. Á meðal sýningargripa þar eru ein- stæðar myndir af leiktjöldum í Bóndanum á Hrauni eftir Jóhann Sigurjónsson. Hins veg- ar verða leikbrúður í aðalhlutverki á sýningu sem fram fer í Ráðhúsi Reykjavíkur. í leiklistarsögunni Leikbrúður í Ráðhúsinu Jón Viðar Jónsson, forstöðumaður Leikminjasafns Íslands, ásamt Ólafi J. engilbertssyni, sem hannar sýningarnar, og Jóni Þórissyni leikmyndateiknara. MYND HeiðA HeLgADóttiR tölvuleikir The house of The DeaD: overkill tegund: skotleikur Spilast á: Nintendo Wii grindehouse tölvuleikjanna samtöl Washingtons og agent g eru snilld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.