Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Síða 26
föstudagur 13. febrúar 200826 Helgarblað
Með annan fótinn í útlöndum
Á þessum árum var Jóhanna með
annan fótinn í útlöndum að taka
upp, fara á fundi og æfa sig fyrir
framtíðina. „ Frá því að ég var 11 ára
og þangað til ég var svona 14, 15 ára
var ég mikið úti. Ég var mikið í New
York og líka í Los Angeles.“ Á þessum
tíma gafst Jóhönnu tækifæri til þess
að vinna með fjöldanum öllum af
hæfileikaríku fólki og þekktum lista-
mönnum. „Það var auðvitað frábær
reynsla og nokkuð sem mun reynast
manni vel í framtíðinni.“
Þrátt fyrir að hafa unnið með öllu
þessu fagfólki ytra segir hún íslenskst
tónlistarfólk alls ekki síðra. „Það eru
svo margir tónlistarmenn hérna
miðað við höfðatölu að við erum
mjög pró og eigum mikið af frábæru
fagfólki. Hins vegar er þetta allt að-
eins stærra úti og bransinn harðari.
Þú kemst ekki áfram nema að vera í
A-klassa því að framboðið af tónlist-
arfólki er bara svo mikið.“
Þó svo að það hafi verið gam-
an að vinna mikið í útlöndum seg-
ir Jóhanna það líka hafa verið mjög
erfitt. „Það halda margir að þessi
bransi sé bara eintóm hamingja en
það er ekki þannig. Þetta er mjög
mikið hark og maður þarf virkilega
að sanna sig til þess að komast eitt-
hvað áfram í þessum heimi. Ég tala
nú ekki um ef maður er á fundum
erlendis hjá stórfyrirtækjum. Þessir
menn halda að þeir hafi rétt til þess
að segja hvað sem er við mann. Það
sorglega er að þessir menn eru oftar
en ekki viðskiptafræðingar sem hafa
ekki hundsvit á tónlist. Það er líka
að mínu mati ein af aðalástæðun-
um fyrir því að markaður fyrir tón-
list er orðinn eins veikur og hann er.
Margir frábærir tónlistarmenn verða
undir í markaðsgræðginni og það er
sorglegt.“
Einmana í veikindum
Einmanaleiki getur fylgt heims-
hornaflakkinu og stöðugum æfing-
um. Jóhanna segist hafa fundið fyr-
ir því á köflum. „Það hefur oft reynst
mér mjög erfitt að vera svona mikið
að heiman. Sérstaklega þar sem ég
er í eðli mínu mjög heimakær mann-
eskja. Frá því að ég var lítil hef ég líka
mjög mikið unnið með fullorðnu
fólki og maður saknaði oft vinanna.“
Erfiðasta raunin segir Jóhanna
þó hafa verið þegar hún var stödd
í Kaupmannahöfn í fyrravetur þar
sem hún var í söngnámi. „Ég bjó ein í
Kaupmannahöfn þegar ég veiktist af
sjálfsofnæmissjúkdómi. Mér fannst
ég vera mjög ein og hjálparlaus,“ seg-
ir Jóhanna þegar hún lýsir þeim erf-
iðu tilfinningum að hafa engan til að
leita til. „Það endaði svo með því að
ég flaug heim og var lögð inn á spít-
ala hér heima.“
Jóhanna glímir enn við sjálfs-
ofnæmið en það hefur gengið vel að
halda því niðri. „Það fylgir mér þó
ennþá og það birtist hjá mér í lið-
verkjum og lithimnubólgu.“
Hver er Yohanna?
Eftir margra ára undirbúning og
mikla vinnu snéri Jóhanna svo til
baka í fyrra með sinni fyrstu „full-
orðins“ plötu sem heitir Butterflies
And Elvis. Það vakti athygli margra
hér heima að Jóhanna notaði lista-
manna nafnið „Yohanna“ á plötunni
en söngkonan unga segir einfaldar
skýringar á því.
„Ég þoldi ekki þegar Bandaríkja-
menn báru nafnið mitt fram „djó-
hana“. Þannig að ég vildi frekar hafa
það með y svo að það væri borið fram
eins og það er gert á íslensku. Við
vorum líka svo mikið að vinna þessa
plötu úti. Tókum hana meðal annars
upp í Los Angeles. Yohanna-nafnið
var meira hugsað fyrir útlönd heldur
en hérna heima. Mér finnst eng-
in ástæða til að nota það neitt
hérna enda geta Íslendingar
sagt „Jóhanna“ eins og það á
að vera.“
Jóhanna segist hafa
fundið fyrir því að sumum hér á Ís-
landi þætti nafnið einkennilegt en
hún lætur það lítið á sig fá. „Ég skil
það svo sem alveg en þetta nafn var
fyrst og fremst hugsað fyrir útlönd.“
Ögrandi á Broadway
Eins og áður kom fram hefur Jóhanna
leikið aðalhlutverkið í söngleiknum
Madonna sem sýndur var á Broad-
way fyrir jól. Hlutverkið er eins og
Madonna sjálf ögrandi og kynþokka-
fullt en Jóhanna gefur stórstjörnunni
lítið eftir. „Þetta var ótrúlega gaman
og gekk alveg frábærlega. Mér fannst
þetta mjög skemmtileg tilbreyting
og ég vona svo sannarlega að ég taki
þátt í fleiri svona sýningum. Þetta
hentar mér mjög vel.“
Það voru mikil viðbrigði fyrir Jó-
hönnu að vinna með svo stórum hópi
fólks. „Þarna er ég bara ein af teym-
inu. Það eru bakraddasöngvarar,
dansarar, hljómsveit og allur pakk-
inn. Þetta var skemmtileg tilbreyting
frá því að vera ein að syngja.“
Jóhanna hreifst strax af því að taka
að sér svo ögrandi hlutverk. „Ég fílaði
það strax og fannst það alveg tilvalið
fyrir mig.“ Jóhanna viðurkennir fús-
lega að hlutverkið hafi verið partur
af því að hrista af sér barnastjörnu-
stimpil- inn. „Já, mað-
ur vill sýna fólki
að mað-
ur sé
orðinn eldri og skilja gömlu ímynd-
ina eftir í leiðinni.“
Aðspurð hvort Jóhanna sé þeg-
ar farin að leita að nýju hlutverki seg-
ir hún ekkert niðurneglt. „Ég er alveg
opin fyrir því og er að skoða ýmislegt.“
Draumur í Rússlandi
Jóhanna komst fyrst allra í úrslit
Söngvakeppni Sjónvarpsins sem
hófst í byrjun janúar þegar hún söng
lagið Is It True eftir Óskar Pál Sveins-
son. Jóhanna segir velgengnina hafa
komið skemmtilega á óvart en hún
heldur báðum fótum á jörðinni þrátt
fyrir að vera komin í úrslit.
„Fyrst pældi ég ekkert mikið í því
að þetta væri Eurovision. Ég heyrði
þetta lag hjá Óskari og fannst það
flott. Síðan fór ég og söng þetta og það
fékk bara svona góð viðbrögð. Ég var
ekkert að pæla í því að vinna en núna
er þetta bara orðið mjög spennandi.“
Jóhanna segist samt halda öllum
væntingum um að sigra í lágmarki.
„Ef maður gerir sér of miklar vonir
verða vonbrigðin svo sár. Það er líka
svo mikið af hæfileikaríku fólki þarna
í keppninni.“
Jóhanna segir það þó vissulega
draum að komast til Rússlands og fá
að syngja fyrir eyrum Evrópu. „Auð-
vitað vonar maður það besta. Við
skulum bara bíða og sjá hvað gerist.“
Kennir stjörnum
framtíðarinnar
Jóhanna er með nóg á sinni könnu
fyrir utan sönginn en hún er, eins og
áður kom fram, farin að kenna ung-
um söngvurum. Auk þess eru hún að
mennta sig enn frekar söng. „Ég er að
kenna börnum svona í kringum 12 ára
aldur og það er bara mjög skemmti-
legt. Síðan er ég á fullu í skólanum þar
sem ég er að læra söngstigin.“
Jóhanna vildi ekki byrja á því
námi fyrr enda ung að árum. „Ég
var svo ung að ég hefði ekki enst
í einhverju stífu tónfræðinámi
fyrr en núna. Ég hef samt verið
í söngtímum alveg frá því ég var
ung og svo þegar ég var í Kaup-
mannahöfn fór ég í hálfs árs
söngtækninám sem skilaði
miklum árangri.“
Jóhönnu finnst nauðsyn-
legt að mennta sig í tónfræði
þar sem hún ætli að leggja
tónlistina fyrir sig í lífinu og
starfa við hana.
Þó svo að söngurinn eigi
hug hennar allan reynir Jóhanna
að sinna öðru áhugamáli sínu eftir
bestu getu. „Ég hef verið í hestum frá
níu ára aldri og stór hluti af fjölskyld-
unni hefur verið í hestum lengi.“ Jó-
hanna eignaðist sinn fyrsta hest þeg-
ar hún var níu ára gömul. „Ég keypti
hann fyrir peninginn sem ég fékk fyrir
fyrstu plötuna mína.“
Fjölskylda Jóhönnu er með hest-
hús í Hafnafirði og fara þau reglulega
á bak. „Uppáhaldið er samt að fara
á bak uppi í Borgarfirði þar sem við
erum með hestana á beit á sumrin.“
Sorglegir tímar
Ástandið í þjóðfélaginu hefur ekki
farið framhjá Jóhönnu frekar en öðr-
um landsmönnum og hún verður
reið þegar hún hugsar til þess órétt-
lætis sem hefur átt sér stað. „Þetta
eru sorglegir tímar og það er hræði-
legt að heyra af fólki sem er með
börn og bæði hjónin misst vinnuna.
Og að heyra af gömlu fólki sem hef-
ur misst ævisparnaðinn út af ein-
hverjum svikamyllum í bönkunum.
Það gerir mig bara reiða að hugsa út
í það.“
Jóhanna telur að mótmælin sem
hafa staðið yfir undanfarið hafi ver-
ið nauðsynlegur liður í því að rétta
stöðuna í landinu. „Fólkið í landinu
þurfti að láta heyra í sér. Enda sprakk
ríkisstjórnin í kjölfarið á mótmælun-
um.“ Jóhanna segist ekki hafa mótað
sér fastar pólitískar skoðanir enn-
þá. „Ég er það ung ennþá. En það er
heldur ekkert hlaupið að því á þess-
um tímum.“
En kreppan kemur víðar við en á
Íslandi og það þekkir Jóhanna líka.
„Tónlistarbransinn er í sárum eins og
annað og því ekki jafnmikið í gangi
úti eins og annars væri. Það er hins
vegar fullt af spennandi verkefnum
í gangi hérna heima og því engin
ástæða til þess að örvænta.“
Ung og ástfangin
Það eru eflaust margir aðdáendur
Jóhönnu sem hafa velt því fyrir sér
hvort söngkonan sé á lausu en svo
er ekki. „Ég er með strák og við erum
búin að vera saman í tvö ár.“ Aðspurð
hvort Jóhanna hafi átt erfitt með að
finna sér kærasta segir hún að svo
hafi ekki verið. „Við erum búin að
þekkjast lengi og og þetta er nú bara
litla Ísland. Þetta er ekki Hollywood
þar sem allir eru að reyna að nota
mann.“
Jóhanna segir þó best að vera með
fólki sem maður þekki vel. „Því mið-
ur getur maður ekki treyst öllum.“
asgeir@dv.is
„Ég þoldi ekki þegar Bandaríkjamenn
Báru nafnið mitt fram „djóhana“.
þannig að Ég vildi frekar hafa það
með y svo að það væri Borið fram eins
og það er gert á íslensku.“
„þetta er mjög mikið hark og mað-
ur þarf virkilega að sanna sig til
þess að komast eitthvað áfram í
þessum heimi. Ég tala nú ekki um
ef maður er á fundum erlendis
hjá stórfyrirtækjum. þessir menn
halda að þeir hafi rÉtt til þess að
segja hvað sem er við mann.“
Í hlutverki Madonnu Jóhanna
fann sig vel í sýningunni.
MYnD EggERt JóHannESSon
Komin í úrslit Jóhanna guðrún varð
fyrst keppenda til að komast áfram.
MYnD EggERt JóHannESSon