Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Blaðsíða 29
föstudagur 13. febrúar 2009 29Sakamál
Rithönd moRðingja Í ársbyrjun 1929 fundu tveir menn illa far-
ið lík, falið á bak við kassa í læstum bílskúr í southampton á englandi. bílskúrinn
var notaður af umboðsmanni Wolf‘s Head-olíufélagsins, Vivian Messiter, og í ljós
kom að líkið var af honum en hann hafði ekki sést um nokkurt skeið.
Málið fékk nafnið Podmore-málið og markaði þáttaskil í morðrannsóknum í bret-
landi. sakfelling morðingjans byggðist á ítarlegri rannsóknarvinnu og nákvæmu
mati á réttarfræðilegum vísbendingum, þar á meðal rithönd morðingjans.
moRðinginn með
möRgu nöfnin
George Joseph Smith var kaldrifjaður raðmorðingi sem kvæntist mörgum konum með það fyrir augum
að komast yfir fé þeirra. Sumar sluppu lifandi úr hjónabandinu, en aðrar enduðu ævi sína í baði. Smith,
sem varð þekktur sem „Brúðirnar í baðinu“-morðinginn, gekk undir mörgum nöfnum.
George Joseph Smith gekk und-
ir mörgum nöfnum; Oliver George
Love, Charles Oliver James, Henry
Williams og John Loyd. Árið 1914
varð hann þekktur sem „Brúðirnar
í baðinu“-morðinginn. Smith var
kaldrifjaður raðmorðingi og myrti
konur sem hann hafði narrað í
hjónaband vikum og jafnvel dögum
eftir brúðkaupið.
Fyrir hafði hann tryggt að hann
væri eini erfinginn og til að bæta
um betur hafði hann einnig líftryggt
eiginkonurnar. Smith taldi sig hafa
fundið óbrigðula leið til að auðgast,
og auðgast hratt.
Bessie Williams, fædd Mundy,
fannst látin í baðkari á heimili sínu
við High Street númer 80 í Herne
Bay í Kent á Englandi, þann 13. júlí
1912. En það var ekki fyrr en 1915
sem lögreglan komst á sporið, en
lítið vissi lögreglan á hvaða slóðir
rannsóknin myndi leiða hana.
Það var viku fyrir jól
Það var frétt í News of the World um
hörmulegt fráfall Margrétar Lloyd,
brúðar sem hafði drukknað í eig-
in baðkari í Highgate viku fyrir jól
1914, sem varð til þess að Charles
Burnham og frú Crossley sneru sér
til lögreglunnar. Heimsókn þeirra
varð til þess að lögreglan hóf rann-
sókn sérstaks máls þar sem tví-
kvæni og morð komu við sögu.
Þannig var mál með vexti að
dóttir Charles Burnham, Alice,
hafði kvænst George nokkrum
Smith í Portsmouth í nóvember
1913, í óþökk foreldra sinna. Hvað
frú Crossley varðaði vakti fréttin
forvitni hennar því hin nýgiftu hjón
höfðu farið til Blackpool og dvalið á
gistiheimili hennar. Til að gera langa
sögu stutta hafði Alice drukknað í
baði 12. desember, örfáum vikum
eftir að hún giftist George Smith.
Lloyd, Smith, Williams
En aftur að dauða Margrétar Lloyd.
Þegar John Lloyd, eiginmaður Mar-
grétar, kom á skrifstofu lögfræðings
síns til að sækja það fé sem honum
bar vegna dauða konu sinnar, tók
lögreglan á móti honum.
John Lloyd viðurkenndi fljótlega
að hann væri George Smith sem
kvæntist Alice Burnham. En fleira
átti eftir að koma upp úr kafinu, því
13. júlí 1912, hafði Bessie Mundy
látið lífið í baði í Herne Bay, eins
og fyrr er getið. Bessie hafði verið í
Herne Bay ásamt eiginmanni sín-
um Henry Williams, sem hún hafði
gifst í ágúst 1910. Læknir úrskurð-
aði á þeim tíma að Bessie hefði
fengið flogakast sem hefði leitt til
drukknunar og var sú skýring hans
tekin góð og gild. Við dauða Bessie
fékk Smith í hendurnar 2.579 pund,
13 skildinga og 7 pens. Í raun voru
Henry Williams og George Smith
einn og sami maðurinn og leiddi
rannsókn lögreglunnar í ljós að
Smith hafði stundað tvíkvæni sjö
sinnum frá 1908 til 1914.
George Love
gengur í hjónaband
Rannsókn lögreglunnar átti eft-
ir að leiða í ljós að líf Smiths hafði
verið allt annað en viðburðasnautt.
Í janúar 1898, þegar hann var 26
ára, kvæntist Smith, undir nafninu
George Love, í fyrsta sinn og löglega,
hinni átján ára Caroline Thornhill í
Leicester. Þau fluttu til Lundúna og
Caroline vann sem þerna á nokkr-
um heimilum, þar sem hún stal öllu
steini léttara undir leiðsögn eigin-
manns síns.
Caroline Love var handtekin
þegar hún reyndi að veðsetja illa
fengnar silfurskeiðar og var dæmd
til árs fangelsisvistar. Þegar fang-
elsisvistinni lauk uppljóstraði hún
um aðild eiginmanns síns og var
Smith/Love dæmdur til tveggja ára
fangelsisvistar í janúar 1901. Þegar
hann losnaði úr fangelsi sá Caroline
sitt óvænna og flýði til Kanada, og
segir ekki meira af hennar högum
að sinni.
Hjónaband númer
tvö og þrjú og...
George Joseph Smith var þó langt
frá því af baki dottinn. Í júní 1908
hitti hann ekkju frá Worthing, Flor-
ence Wilson. Tilhugalífið varð ekki
langt og gengu þau í hnappheld-
una þremur vikum síðar. Þess var
skammt að bíða að Smith léti sig
hverfa og 3. júlí yfirgaf hann Flor-
ence eftir að hafa selt öll húsgögn
hennar og tekið þrjátíu sterlings-
pund sem hún hafði tekið út af
sparireikningi sínum.
Smith lét ekki deigan síga og í lok
júlímánaðar gekk hann í hjónaband
með Edith Pegler í Bristol, en hún
hafði svarað auglýsingu hans eftir
ráðskonu. Í október 1909 kvæntist
hann fröken Söru Freeman, en not-
aði þá nafnið George Rose. Undir
nafninu Charles Oliver James gekk
hann svo að eiga Alice Reid í sept-
ember 1914. En þá fór að halla und-
an fæti hjá manninum með mörgu
nöfnin.
Hafði dáleiðslukennd
áhrif á konur
Það virtist nokkuð ljóst að Smith
bjó yfir sterkum dáleiðslukennd-
um áhrifum sem hann gat beitt
gegn konum, eiginleika sem þó féll í
skuggann af miskunnarleysi hans til
að komast yfir fé.
Þegar hann kom fyrir dómara
í Old Baily-réttarsalnum í Lund-
únum, ákærður fyrir morð á Alice
Burnham, Bessie Mundy og Mar-
gréti Lloyd, sýndi rannsóknarlög-
reglumaðurinn Neil, sem farið
hafði fyrir rannsókn málsins, hvern-
ig Smith hafði drekkt fórnarlömb-
um sínum með því að lyfta undir
hné þeirra þegar þau voru í baði.
Sér til aðstoðar hafði Neil hjúkr-
unarkonu í baðfatnaði og hún var
svo hætt komin við sýningu Neils
að það þurfti að beita „munn við
munn“-aðferðinni til að lífga hana
við. George Joseph Smith var sak-
felldur af kviðdómnum án hiks eftir
22 mínútna rökræður.
Þegar hér var komið sögu hvíldi
yfir skuggi fyrri heimsstyrjaldarinnar
og hafði Scrutton, dómari í málinu, á
orði að það væri kaldhæðnislegt að
„...á sama tíma og mannlíf eru eyði-
lögð í stórum stíl hefur allt réttarkerfi
Englands velt fyrir sér hvort einn
maður eigi að lifa eða deyja“.
Smith var tekinn af lífi föstudag-
inn 13. ágúst 1915 í Maidstone-fang-
elsinu.
Eina konan sem hann kvæntist
löglega, Caroline Thornhill, var þar
með orðin ekkja og giftist löglega
kanadískum hermanni daginn eftir
aftökuna.
uMsjón: kolbeinn þorsteinsson, kolbeinn@dv.is
Það viRtist nokk-
uð ljóst að smith
bjó yfiR steRkum
dáleiðslukenndum
áhRifum sem hann
gat beitt gegn kon-
um, eiginleika sem
Þó féll í skuggann
af miskunnaRleysi
hans til að komast
yfiR fé.
Beatrice „Bessie“ Mundy og
George Joseph Smith bessie var
fyrsta fórnarlamb smiths, sem þá
gekk undir nafninu Henry Williams.
Baðkarstappi þrjár brúða
smiths enduðu ævina í baði.