Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Síða 34
föstudagur 13. febrúar 200934 Helgarblað
HIN HLIÐIN
Langar að hitta
Julie Andrews
Nafn og aldur?
„Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, 24 ára.“
Atvinna?
„Dansari hjá Íslenska dansflokkn-
um.“
Hjúskaparstaða?
„Í sambúð með yndislegum manni
og kisu“
Fjöldi barna?
„Engin.“
Hefur þú átt gæludýr?
„Fékk mér voða sætan kettling síð-
asta haust sem er fyrsta gæludýrið
mitt. Hún heitir Mía.“
Hvaða tónleika fórst þú á síðast?
„Minningartónleika Vilhjálms Vil-
hjálmssonar.“
Hefur þú komist í kast við lögin?
„Nei.“
Hver er uppáhaldsflíkin þín og af
hverju?
„Það er nú alltaf að breytast, en
í augnablikinu eru það ótrúlega
þægilegar dansjoggingbuxur sem
ég fékk í jólagjöf frá kærastanum.“
Hefur þú farið í megrun?
„Ég er ekki hrifin af því að fara í
megrun. Ég reyni frekar að tileinka
mér heilbrigðan lífsstíl að stað-
aldri.“
Hefur þú tekið þátt í skipulögðum
mótmælum?
„Nei.“
Trúir þú á framhaldslíf?
„ Já.“
Hvaða lag skammast þú þín mest
fyrir að hafa haldið upp á?
„Ég skammast mín ekki fyrir að
hafa haldið upp á neitt lag. “
Hvaða lag kveikir í þér?
„Það er bara svo rosalega misjafnt
eftir því í hvernig skapi maður er
í. En Jungle Drum með Emilíönu
Torrini fær mig alltaf til að dilla
mér.“
Til hvers hlakkar þú núna?
„Sumarsins. Það er uppáhaldsárs-
tíminn minn.“
Hvaða mynd getur þú horft á aftur
og aftur?
„The Sound of Music er mynd sem ég get
alltaf horft á, mér finnst hún bara eitt-
hvað svo æðisleg.“
Afrek vikunnar?
„Frumsýningin á Velkomin heim um
síðustu helgi, sem gekk vel þrátt fyrir
óvænta atburði.“
Hefur þú látið spá fyrir þér?
„Já, er samt ekki svo viss um að neitt af
því hafi ræst, en það er samt alltaf eitt-
hvað spennandi við það.“
Spilar þú á hljóðfæri?
„Já, ég spila á píanó.“
Viltu að Ísland gangi í Evrópusamband-
ið?
„Þarf að skoða það dæmi allt betur áður
en ég gef svar við þessari spurningu.“
Hvað er mikilvægast í lífinu?
„Að njóta þess.“
Hvaða íslenska ráðamann mundir þú
vilja hella fullan og fara á trúnó með?
„Æ, ég veit það ekki.“
Hvaða fræga einstakling myndir þú helst
vilja hitta og af hverju?
„Myndi gjarnan vilja hitta Julie Andrews,
bara af því mér finnst hún svo æðisleg.“
Hefur þú ort ljóð?
„Þegar ég var í grunnskóla, já, en það
voru nú engin meistaraverk.“
Nýlegt prakkarastrik?
„ Greinilega er ég ekki mikill prakkari í
mér þar sem ég man ekki eftir neinu.“
Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest?
„Mér hefur verið sagt að ég líkist Scarlett
Johansson, en ég er ekki alveg að sjá það
sjálf.“
Ertu með einhverja leynda hæfileika?
„Hver veit.“
Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi?
„Nei“
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn?
„Sviðið.“
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en
þú ferð að sofa?
„Athuga hvort vekjaraklukkan sé stillt.“
Hver er leið Íslands út úr kreppunni?
„Hef ekki hugmynd og ætla ekki að reyna
að þykjast hafa hugmynd um það.“
Hjördís LiLja örnóLfsdóttir, dansari Hjá ísLenska dansfLokknum,
eLskar tHe sound of music og HLakkar tiL sumarsins
Kaldur á Krana
Geri tilboð í hópa og fyrirtæki
Faxafeni 12 l S: 551 3540
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
LAND-ROVER EIGENDUR
ÞAÐ ER ENGINN SKORTUR Á VARAHLUTUM
Í LAND-ROVER HJÁ OKKUR
Seljum Brakeworld hemlaklossa í margar gerðir bifreiða
Varahlutir ehf Smiðjuvegi 4 A Kópavogi
Símar: 587-1280 849-5740