Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Page 48
n Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, skipulagshagfræðingur og for-
maður Framsóknarflokksins, hefur
ekki lokið doktorsnámi sínu við Ox-
ford-háskóla. Hann segist hafa skilað
doktorsritgerð sinni árið 2007 og eigi
einungis eftir að fara út til Oxford
til að verja hana. „Það er spurning
um að ég finni mér tíma til þess.
En það kemur alltaf eitthvað upp á,
nú síðast var ég kjörinn formaður
Framsóknarflokksins þannig að það
dregst eitthvað aðeins fyrir vikið,“
segir Sigmundur Davíð
sem lauk BS-námi í við-
skiptafræði frá Háskóla
Íslands árið 2005. Hann
segir að umfjöllunar-
efni doktorsritgerð-
arinnar sé hagþróun
borga í Austur-Evr-
ópu en nám
hans var
þverfagleg
blanda af
Austur-
Evrópu-
fræðum
og hag-
fræði.
Sleppur hann
ekki með B+?
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
„Það er ekkert sameiginlegt með þess-
ari lagasmíð. Ef lögin eru borin saman
heyrist að það eina sem er sameigin-
legt með þeim er að það er notuð túba
og ukulele í báðum lögum,“ segir Hall-
grímur Óskarsson, höfundur lagsins
Undir regnbogann sem keppir í und-
ankeppni Eurovision á laugardaginn.
Nokkrir glöggir tónlistarspekúlant-
ar hafa haft orð á því að Undir regn-
bogann þyki svipa ansi mikið til lagsins
Scared of Heights eftir norska tónlist-
armanninn Espen Lind. Í lagi Hall-
gríms, sem sungið er af Ingó kennd-
um við Veðurguðina og Idol, koma
tvær föngulegar hvítklæddar stelpur
fram í atriðinu sem slá á stóra trommu
og blása í túbu. Þegar Espen Lind flyt-
ur lag sitt á tónleikum má einmitt líka
sjá lúðrasveit í hvítum búningum arka
um sviðið.
„Þetta er algjör tilviljun. Ég fékk
hugmyndina að lúðrasveitarstelpun-
um þegar ég sá lúðrasveit spila í Bost-
on og hvítklædda stelpu í sveitinni en
ég veit ekkert hvaðan hann fékk sína
hugmynd,“ segir Hallgrímur.
Aðspurður hvort hann hafi hvorki
séð né heyrt lagið hans Espens Lind
áður en hann samdi Undir Regnbog-
ann svarar hann neitandi. „Nei, ég
heyrði það löngu eftir að ég samdi mitt
lag. Ef einhverjir eru að reyna að finna
tengingar við önnur lög væri það þá
helst að tengja þetta við James Blunt.
Ég var undir svolitlum áhrifum frá
honum
og lagið
er samið í
hans stemn-
ingu.“ krista@
dv.is
óvarinn
doktor
FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 17.150 KR.*
FLUGFELAG.IS
SKEMMTUM OKKUR
INNANLANDS
Eurovision-lagið Undir regnbogann þykir líkjast norsku popplagi:
keimlíkir poppslagarar
n Forysta Framsóknarflokksins í
Reykjavík hefur boðið Agli Helga-
syni, þáttastjórnanda á RÚV, öruggt
sæti á lista flokksins í þingkosning-
unum sem fram fara 25. apríl. Egill
viðurkennir í samtali við DV að
haft hafi verið samband við hann.
„En ég tek þessu ekki. Ég er ekki á
leið í pólitík.“ Samkvæmt heimild-
um DV eru uppi áform um að stilla
upp lista fyrir norður- og suður-
kjördæmi Reykjavíkur í stað þess að
efna til prófkjörs. Þannig væri unnt
að setja Sigmund Davíð Gunn-
laugsson átakalítið í fyrsta sætið,
Egil Helgason í það næsta og svo
koll af kolli. Þannig yrði
Sigmundur í efsta sæti
norðurkjördæmisins
en Egill í því syðra.
Málið hefur ekki ver-
ið leitt til lykta
eftir því sem
næst verður
komist og
enginn Egill
Helgason
verður á list-
anum.
Framsókn vildi
sjónvarpsstjörnu
n Séð og heyrt fjallar um leynilegt
hjónaband poppstjörnunnar Páls
Óskars í nýjasta tölublaði sínu. Þar
segir að Palli hafi verið giftur manni
af erlendu bergi brotnum fyrir ein-
um tíu árum. Palli hefur náð að
halda skammlífu hjónabandinu
utan fjölmiðla til þessa en
hann játar að frétt Séð
og heyrt sé rétt. Palli
hefur verið vinsæll
í áraraðir en senni-
lega aldrei eins
vinsæll og und-
anfarin misseri.
Það er óhætt að
segja að hann
sé vinsælasti
tónlistarmaður
landsins enda
bókaður út árið.
Hallgrímur Óskarsson
fékk hugmyndina að lúðrasveit-
arstelpunum í boston.
leyndarmál
palla