Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Page 2
Vændiskonan Catalina Mikue Ncogo segir sögu sína í viðtali við nýjasta tölublað Vikunnar. Hún segist vera með 1.600 karlmenn á MSN-lista sínum og meðal kúnna séu ráðherrar. Hún lýsir sjálfri sér sem svartri perlu og Barbie-stelpu. Hún rukkar 50 þúsund fyrir samfarir á meðan aðrar stúlkur rukka aðeins 25 þús- und. Hún neitar því að vera hórumamma eins og lögreglan hefur hana grunaða um að vera. föstudagur 20. mars 20092 Fréttir hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni slapp við reikninginn Eignarhaldsfélag í eigu Finns Svein- björnssonar, þá- verandi banka- stjóra Icebank og núverandi banka- stjóra Kaupþings, fékk 850 milljóna króna kúlulán frá nokkrum bönkum til að kaupa hlutabréf í Icebank árið 2007. Finnur seldi félagið þegar honum var sagt upp störfum sem bankastjóri Icebank í árslok 2007. Tæplega 16 milljóna króna skuld vegna vaxtakostnaðar var skilin eftir inni í félaginu. Finnur segir tíðarandann og stemninguna í samfélaginu hafa breyst síðan hann fékk lánið. Að sögn Finns hefði hann þurft að vera bankastjóri Ice- bank í þrjú ár til að eiga rétt á að leysa bréfin út. Hann hefði þá getað selt bréfin í bankanum, borgað kúlulánið til baka með vöxtum og inn- leyst hagnaðinn sem orðið hefði af hækkun bréfanna á lánstímanum. bónusar óháð ár- angri Hjá Straumi fjárfestingabanka tíðkaðist það fyrir hrun bankans að eftirsóttir starfsmenn gátu samið um sérstakar bónusgreiðslur einu sinni á ári óháð ár- angri bankans. Samkvæmt heimildum fékk nokkur fjöldi starfsmanna Straums greidda bónusa á bilinu fimm til 25 milljóna króna 25. febrúar en Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir 9. mars síðastliðinn. Millistjórn- andi hjá bankanum sem réð sig til bankans fyrir ári fékk 25 milljónir greiddar þá og fékk síðan sömu greiðslu innta af hendi fyrir stuttu. ætluðu í mikla útrás Í uppgjöri Landsbankans í lok júní í fyrra er minnst á 11 lönd sem mögulega nýja markaði fyrir Icesave-innlánsreikninga. Samkvæmt heimildum frá Landsbankanum átti að stofna dótturfélög í kringum starfsemi Icesa- ve í þessum löndum ef boðið hefði verið upp á innlánsreikningana þar ólíkt því sem var í Bretlandi og Lúxemborg. 2 3 1 Sægreifinn fiskbúð - Geirsgötu 8 - 101 Reykjavík - Sími: 553 1511 Sægreifinn - fiskbúð Margar tegundir í boði, svo sem ýsa, þorskur, lúða, rauðspretta, skötuselur, saltfiskur, sigin grásleppa, siginn fiskur, reykt ýsa og reykt blálönguflök, ásamt sérgrein staðarins sem er áll, reyktur á staðnum! Einnig er nóg til af hákarli. Ýmsir fiskréttir Sanngjörn verð! NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Catalina Mikue Ncogo, sem grun- uð er um að hafa lífsviðurværi sitt af vændi annarra og mansali ungra kvenna til Íslands í því skyni að gera þær út sem vændiskonur, segir það ekkert launungamál að hún sé sjálf vændiskona. Hún segist vera mjög eftirsótt vændiskona, enda rukki hún helmingi meira fyrir kynlífsþjónust- una, en aðrar vændiskonur. „Stelp- urnar rukka 25 þúsund en ég sjálf rukka 50 þúsund fyrir samfarir,“ seg- ir hún í forsíðuviðtali í nýjasta hefti Vikunnar. Aðspurð hvers vegna hún rukki meira fyrir kynlísfþjónustuna, segir hún: „Ég er svarta perlan og þeir vilja svona Barbie-stelpu. Ég tek aðeins sérstaka kúnna og geri þetta því ekki oft,“ segir hún í viðtalinu. Segir ráðherra vera kúnna sína Hún neitar því hins vegar alfarið að hafa tekjur af vændi annarra kvenna eins og hún er grunuð um, hún þéni nóg af peningum sjálf. Catalina segist aðeins hjálpa þeim stúlkum sem leiti til hennar og vilji selja sig sjálfar. Hún fullyrðir að meðal kúnna hennar séu háttsettir stjórnmálamenn, meðal annars ráðherrar, og að á MSN-lista hennar séu 1.600 karlmenn. Hún geti vitaskuld ekki þjónustað þá alla og því taki aðrar vændiskonur til við að svara eftirspurn karlmannanna. Í viðtalinu við Vikuna segir Catal- ina einnig frá stormasömu sambandi við kærastann sinn, sem hún segir að hafi margoft lagt á hana hendur vegna afbrýðisemi. Í deilum við nágranna sína Catalina hefur átt í útistöðum við ná- grana sína í fjölbýlishúsinu í Hafnar- firði. Deildurnar náðu hápunkti í lok desember þegar hún gekk í skrokk á nágrannakonu sinni í stigagangin- um á Akurvöllum. Lögreglan hafði komið í húsið 28. desember vegna hávaða frá íbúð Catalinu. Þegar lög- reglan kom á svæðið hafði Catalina verið í slagsmálum við fyrrverandi kærasta sinn. Nágranni Catalinu segir að hún hafi ráðist á sig mánudaginn 29. desember vegna þess að ólætin í íbúð Catalinu daginn áður höfðu verið tilkynnt til lögreglu. Nágrann- ar Catalinu höfðu talað sig saman um það á mánudeginum að reyna að koma henni út úr húsinu með því að kvarta við Húseigendafélagið út af henni. „Catalina hótaði mér öllu illu. Hún sagðist ætla að fara og kaupa bensín og kveikja í stigaganginum. Ég sagði henni þá að hún væri að hóta því að drepa fólkið í blokkinni en þá sagði hún mér að hún ætlaði bara að kveikja í stigaganginum,“ segir nágranni sem átti í deilum við hana í stigaganginum. „Ég er glæpamannsdóttir“ Eins og fram hefur komið í fjölmiðl- um sakar ung stúlka frá Miðbaugs- Gíneu, að nafni Macelina, Catalinu um að hafa sigað ofbeldismönnum á hana með þeim afleiðingum að hún missti fóstur. Macelina segir að Cat- alina hafi tekið af henni vegabréfið og neytt hana til þess að stunda vændi. Catalina hafnar þessu í Vikunni og segist ekki tengd Marcelinu. „Það var ráðist á hana en hún hélt því fram að ég hefði sent það fólk til hennar, ég er glæpamannsdóttir,“ segir hún. Catalina sat í gæsluvarðhaldi í viku eftir að hún var handtekin í Leifsstöð 19. febrúar þegar hún kom til landsins frá Hollandi. Hún var grunuð um að hafa staðið að und- irbúningi á innflutningi fíkniefna og að auki um vændi og mansal. Rann- sókn á máli hennar er enn í gangi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en ákæra hefur ekki enn verið gefin út. „Þeir vilja svona BarBie-stelpu“ valgeir örN ragNarSSoN blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is þriðjudagur 10. febrúar 2009 8 Fréttir Fjórar erlendar konur á þrítugs- aldri stunda vændi í íbúð 4 01 í hús- inu á Hverfisgötu 105, við hliðina á höfuðstöðvum lögregl unnar á höfuðborgarsvæðinu. Sa mkvæmt heimildum DV eru konu rnar frá Kúbu og öðrum löndum í Suður- Ameríku. Samkvæmt vændiskonu num sjálfum og heimildarmön num DV eru stúlkurnar fjórar gerð ar út af rúmlega þrítugri konu, Catalina Mikue Ncogo, sem ættu ð er frá Miðbaugs-Gíneu. Catalin a hlaut íslenskan ríkisborgararé tt árið 2004. Málið er til rannsóknar hj á lög- reglunni á höfuðborgar svæðinu og er einnig verið að sko ða hvort fíkniefnamisferli tengist s tarfsemi vændishússins að sögn l ögreglu- fulltrúa. Hórumamma í spilinu Konurnar fjórar hafa stundað vændi í húsinu frá því um miðjan janúar. Þær búa fjórar í íbúðinni sem er tveggja herbergja og um sjötíu fermetrar að stærð. Þ ær selja blíðu sína á uppblásnum færan- legum beddum, samkvæ mt sjón- arvotti sem komið hefur in n í íbúð- ina. Íbúar í húsinu hafa marg sinn- is haft samband við lögre gluna á síðustu vikum og sagt hen ni frá því að konurnar selji sig í íbú ðinni og að líklega sé um ólöglegt a thæfi að ræða því Catalina Ncogo geri þær út og græði á vændi þeirr a. Vændi er ólöglegt á Íslandi ef einh ver ann- ar en sá sem selur sig græ ðir á því. „Í þessu tilfelli er hóru mamma með í spilinu og virðist hún vera að græða á þessu sem þriðji a ðili,“ seg- ir íbúi í húsinu að Hverfisg ötu 105. Verslunarrekandi í húsin u segist telja að um mansal sé að r æða í til- felli stúlknanna fjögurra. Ekki náðist í Catalinu Ncog o við vinnslu fréttarinnar. Samkvæmt heimildum DV munu stúlkurnar búa í íbúðinni þar til um miðjan mánuðin n þegar samningurinn við eiganda íbúðar- innar, Gísla Hermannsso n, renn- ur út. Ekki liggur ljóst fyri r hver er skráður fyrir leigusamnin gi íbúð- arinnar núna, samkvæmt heimild- um DV. Íbúi pirraður á aðgerðarleysi lögreglunnar Íbúinn segist hafa orðið fy rir tölu- verðu ónæði af starfsem i hóru- hússins. „Ég hef orðið fyr ir miklu ónæði af þessu síðastliðn ar þrjár vikur. Það mætti halda a ð stelp- urnar væru að reyna að rí ða niður veggina. Ég heyri svo mi kinn há- vaða frá íbúðinni þeirra. Það eru allir að verða brjálaðir hérn a,“ segir íbúinn. Hann segir að það sé frek- ar mikið að gera hjá stúlku num því hann hafi séð fullt af karlm önnum á þrítugsaldri og allt upp í s jötíu ára fara inn í íbúðina á liðnum vikum. Íbúinn segist hafa talað fj órum sinnum við lögregluna en að hún hafi hingað til ekkert gert í málinu. Aðspurður segir íbúinn að hann hafi sagt lögreglunni að ve rið væri að gera stúlkurnar út og græða á þeim. „Lögreglan sagði h ins veg- ar að hún þyrfti að stand a mellu- mömmuna að verki til að geta gert eitthvað í málinu,“ segir íb úinn. Íbúarnir smeykir og hneykslaðir Íbúarnir í húsinu eru mjög óhressir með starfsemi hóruhússin s og vilja að lögreglan geri eitthvað í málinu. „Mig langar ekkert að fa ra fram á gang hér á nóttunni þv í ég gæti mætt einhverjum óge ðslegum karli sem gæti haldið að ég væri einhver hóra. Þetta er óg eðslegt,“ segir íbúinn. Verslunarrekandi í húsinu seg- ir að hóruhús sé rekið þ ar. „Það fer ekkert á milli mála þv í traffík- in hérna er mikil. Við eru m alveg brjáluð hérna í húsinu. Þet ta er öm- urlegt,“ segir verslunarrek andinn. Hann segist iðulega mæt a vænd- iskonunum á gangi húss ins þeg- ar þær koma niður til að o pna fyr- ir viðskiptavinum sínum á daginn því dyrabjallan í íbúðinni sé biluð. „Maður er að mæta þeim h érna fá- klæddum í einhverjum du lum og í óeðlilegu ástandi eins og þær séu á fíkniefnum. Ég vil teng ja þessa starfsemi við eitthvað an nað en bara vændi,“ segir íbúinn. Fíkniefnamisferli einnig rannsakað Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni, segir Svanhví t Eygló Harðardóttir, lögreglufu lltrúi í kynferðisafbrotadeild lögregl- unnar á höfuðborgars væðinu. Hún segir að meðal annar s sé ver- ið að rannsaka hvort einh ver sé að græða á vændi stúlknan na fjög- urra. „Út á það gengur m álið. Við rannsökum ekki svona m ál nema grunur leiki á að þriðji að ili sé að græða á vændinu,“ segir S vanhvít. Hún vill hvorki staðfesta né neita að Catalina Ncogo ligg i undir grun í málinu. Aðspurð hvort einhver grun- ur leiki á að fíkniefnamis ferli hafi einnig átt sér stað í tengs lum við starfsemi hóruhússins seg ir Svan- hvít að hún geti ekki rætt þ að vegna rannsóknarhagsmuna í málinu. Hún segir hins vegar að s tundum haldist „það í hendur“ í slíkum málum. „Það er allt skoða ð,“ segir Svanhvít. Samkvæmt heimildum D V var hóruhúsið áður til húsa á Vestur- götunni í Reykjavík. Svanh vít segir aðspurð að einnig sé verið að rann- saka starfemi hóruhússin s lengra aftur í tímann. Aðspurð hvort Catalina N cogo hafi komið við sögu lög reglunn- ar áður segist Svanhvít ek ki getað svarað því að svo stöddu. „Ég hef orðið fyrir miklu ónæði af þessu síðastliðnar þrjár vik- ur. Það mætti halda að stelpurnar væru að reyna að ríða nið- ur veggina. Ég heyri svo mikinn hávaða frá íbúðinni þeirra. Það eru allir að verða brjálaðir hérna.“ SELJA SIG VIÐ HLIÐINA Á LÖGREGLUSTÖÐINNI Catalina Mikue Ncogo INgI F. VIlHjálMssoN blaðamaður skrifar ingi@dv.is Hóruhús við lögreglustöðin a Í íbúð 401, í miðíbúðinni á fjó rðu hæð búa vændiskonurnar fjórar sem s amkvæmt heimildum dV eru gerðar út af konu frá Miðbaugs-gíneu. Miði um „hóruhúsið“ á Hve rfisgötu þessi miði hékk uppi í anddyri hús sins að Hverfis- götu 105 um skamman tíma . Á miðanum stendur: „Hóruhúsið 4. hæð t il hægri.“ 10. febrúar miðvikudagur 11. febrúar 20098 Fréttir CATALINA RAK ANNAÐ HÓRUHÚS Í HAFNARFIRÐI Vændi hefur verið stundað í íbúð Catalinu Mikue Ncogo að Akurvöll- um í Hafnarfirði, samkvæmt íbúum í blokkinni. Hópur erlendra kvenna hefur búið í húsinu og segja íbúarn- ir að umgangur ókunnra karlmanna hafi verið töluverður í húsinu. Íbú- ar hússins hafa oft haft samband við lögregluna út af vændinu og hávaða og láta úr íbúð Catalinu. Þeir segja að lögreglan hafi ekkert aðhafst í málinu og eru ósáttir við framgöngu hennar. Nágrannakona Catalinu kærði hana til lögreglunnar í lok síðasta árs eftir að Catalina barði hana í andlit- ið með ryksugusnúru sem hún hafði vafið utan um hnúann á sér. Catalina hótaði í kjölfarið að drepa konuna og kveikja í blokkinni. Íbúinn hefur sett íbúð sína á sölu út af Catalinu. „Ég þori ekki að vera með börnin mín hérna lengur.“ Einn íbúinn segist halda að vænd- iskonurnar sem bjuggu í íbúð Catal- inu hafi nú verið fluttar úr henni og niður á Hverfisgötu 105 því hann hafi ekki séð þær í nokkurn tíma. DV greindi frá því í gær að Catal- ina ræki hóruhús í íbúð 401 í húsinu á Hverfisgötu 105. Fjórar konur á þrí- tugsaldri frá löndum í Suður-Ameríku hafa búið í íbúðinni síðan um miðjan janúar og selt sig fjölda karlmanna á öllum aldri á uppblásnum, færan- legum beddum. Íbúarnir í húsinu á Hverfisgötu hafa margsinnis kvartað til lögreglunnar vegna vændisins. Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um að verið sé að græða á vændi kvennanna, að sögn Svan- hvítar Eyglóar Ingvarsdóttur, lög- reglufulltrúa í kynferðisafbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur fengist uppgefið hjá lög- reglu hvort hún rannsaki einnig íbúð Catalinu á Akurvöllum. Samkvæmt íslenskum lögum er ólöglegt að þriðji aðili græði á vændi. Einn íbúi í húsinu á Hverfisgötu bankaði upp á hjá vændiskonunum í íbúðinni í desember síðastliðnum og ræddi við þær. Ein þeirra sagði við íbúann að Catalina tæki alla pen- ingana sem þær fengju greidda fyrir vændið. Í kjölfarið hafði íbúinn sam- band við lögregluna. Svo virðist sem hóruhúsið hafi fyrst verið rekið í íbúð Catalinu á Ak- urvöllum en hafi síðan verið fært nið- ur á Hverfisgötu. Vændishúsið á Akurvöllum Íbúi í blokkinni á Akurvöllum seg- ir aðspurður að á síðustu mánuð- um hafi verið töluverður umgangur ókunnugra karlmanna um stiga- gangana í húsinu og til íbúðar Ca- talinu. „Það er bara vændi stundað í íbúðinni. Það er alveg greinilegt. Ég hef oft gómað menn sem eru að fara þarna og um leið og þeir eru að fara inn opnar einhver kona fyrir þeim. Catalina er greinilega að gera konur út í íbúðinni,“ segir íbúinn og bætir því við að yfirleitt hafi nokkrar konur búið í íbúðinni á sama tíma. Íbúinn segir kúnna vændiskvennanna hafa komið í húsið að Akurvöllum á öllum tímum dagsins. Annar íbúi segir augljóst að vændi hafi verið stundað í húsinu. „Þetta er hrikalegt. Karlmannaumferðin sem verið hefur hérna í húsinu. Við töl- uðum um að setja öryggismyndavél- ar í stigaganginn svo vændið myndi hætta,“ segir íbúinn. Catalina kærð fyrir líkamsárás Deilur Catalinu og nágranna hennar náðu hápunkti í lok desember þegar hún gekk í skrokk á nágrannakonu sinni í stigaganginum á Akurvöll- um. Lögreglan hafði komið í húsið þann 28. desember vegna hávaða frá íbúð Catalinu. Þegar lögreglan kom á svæðið hafði Catalina verið í slags- málum við fyrrverandi kærasta sinn. Nágranni Catalinu segir að hún hafi ráðist á sig mánudaginn 29. desember vegna þess að ólætin í IngI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Í stigaganginum á Akurvöllum Catalina sést hér í stigaganginum í blokkinni að akurvöllum í Hafnar- firði. Í lok desember barði hún ná- granna sinn í andlitið með ryksugu- snúru á stigaganginum. Nágranninn kærði málið til lögreglunnar. hótaði að kveikja í stigaganginum Nágranni Catalinu í blokkinni á akur- völlum 1 segir að Catalina hafi hótað að kveikja í stigaganginum í húsinu ef hún yrði ekki látin í friði. Catalinu mikue ncogo miðvikudagur 11. febrúar 2009 9Fréttir Gæðabakstur ehf. Álfabakka 12 | 109 Reykjavík | S: 545 7000 Veljum íslenskt Gæða kleinur Orku- kubbur gott í dagsins önn... CAT I HÓR íbúð Catalinu daginn áður höfðu ver- ið tilkynnt til lögreglu. Nágrannar Ca- talinu höfðu talað sig saman um það á mánudeginum að reyna að koma henni út úr húsinu með því að kvarta við Húseigendafélagið út af henni. „Catalina hótaði mér öllu illu. Hún sagðist ætla að fara og kaupa bensín og kveikja í stigaganginum. Ég sagði henni þá að hún væri að hóta því að drepa fólkið í blokkinni en þá sagði hún mér að hún ætlaði bara að kveikja í stigaganginum,“ segir nágranninn en samskiptin áttu sér stað á meðan Catalina var að ryksuga stigaganginn. „Ég fékk ekki að svara henni því Catalina hélt áfram að ryksuga svo ég gæti það ekki. Þá tók ég ryksuguna úr sambandi og sagði við hana að ég gæti ekki heyrt í henni. Þá vafði hún ryksugusnúrunni utan um hnúann á sér og sló mig í andlitið. Hún reif í hárið á mér og lamdi og lamdi aftur í hausinn á mér. Svo ætlaði hún að slá mig aftur en þá var gengið á milli og komið í veg fyrir það,“ segir nágrann- inn. Hún segir að Catalina hafi í kjöl- farið hótað að drepa hana. Nágranninn segist hafa kært árás Catalinu til lögreglunnar eftir að hafa leitað sér aðstoðar á sjúkrahúsi vegna mars á andliti sem hann varð fyrir í árásinni. Nágranninn segist ekki hafa heyrt neitt frá lögreglunni út af rannsókn málsins. Hann segir lögregluna hafa komið aftur og aftur í húsið en hafa enn ekkert gert. „Ég er ekki sátt við að lög- reglan komi hingað hvað eftir annað og geri bara ekki rass- gat,“ segir íbúinn sem sett hefur íbúð sína á sölu vegna ástands- ins í húsinu. Ekki gefið upp hvort lög- reglan rannsaki Akurvelli Svanhvít Eygló vill ekki gefa upp hvort lögreglan rannsaki einnig vændisstarfsemina í íbúðinni á Akurvöllum. Friðrik Björgvins- son, yfirlögregluþjónn hjá rann- sóknardeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, getur heldur ekki gefið upp hvort lögreglan rannsaki íbúðina á Akurvöllum. Hann segist heldur ekki geta rætt um kæruna á hendur Catalinu vegna lík- amsárásarinnar því hann þekki ekki málið. Svanhvít segir stutt síðan byrjað hafi að sjást til Catalinu Mikue Ncogo í húsinu á Hverfisgötunni. Það leið- ir líkum að því að vændisstarfsemin hafi áður verið í Hafnarfirði. „Þetta er nýtilkomið varðandi hana Catalinu, að hún sé að koma niður á Hverfis- götuna,“ segir Svanhvít. Aðspurð seg- ir Svanhvít að „það virðist ekki vera“ að Catalina hafi farið að venja komur sínar mikið í húsið fyrstu vikur leigu- tímans. Eigandi íbúðarinnar á Hverfis- götu segist ekkert vita Íbúðin á Hverfisgötu hefur verið í út- leigu til eins mánaðar síðan 15. jan- úar, að sögn Gísla Hermannsson- ar, eiganda hennar. Gísli segist hafa leigt íbúðina út með smáauglýsingu í dagblaði til konu sem heitir Kristín Erlendsdóttir. Hann segist ekki hafa vitað að íbúðin væri notuð sem hóru- hús. Gísli segist aðspurður ekki kann- ast við Catalinu Mikue Ncogo og að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki haft samband við sig út af mál- inu. Íbúð Gísla í húsinu á Hverfisgötu 105, þar sem vændið fer fram, var seld á nauðungaruppboði í gær, sam- kvæmt íbúa í húsinu. Catalina kærð í dag Catalina verður kærð til lögreglunnar í dag eftir að hún hótaði blaðamanni DV vegna umfjöllunar blaðsins um hóruhúsið á Hverfisgötu. Hún hringdi í blaðamann í gær eftir að fréttin um málið hafði birst í blaði gærdagsins. Catalina sagði blaðamanni að hún ætlaði í mál við DV vegna umfjöllun- arinnar um hóruhúsið. „Ef þú skrifar eitthvað meira kjaftæði um mig aftur, þá skaltu eiga mig á fæti og þú kemst í vandræði. Ég er mjög reið og mun elta þig,“ sagði Catalina. Aðspurð hvort hún væri að hóta blaðamanni sagði Catalina: „Þú getur sagt lögreglunni það að ég sé að hóta þér. Hún þekkir mig. Ég er að hóta þér og ég ætla að stöðva þig á slæm- an hátt.“ Örn Árnason Vilja stæðin frá svefnherbergisglugganum „Við erum dauðhræddar allan sólarhringinn og þorum varla að fara að sofa. Við verðum að fá hjálp,“ segir Cristina Asangono Mba, stúlka frá Miðbaugs-Gíneu í Afríku, sem er búsett hér á landi. Hún segir að í byrjun septemb- er hafi þrír karlmenn ruðst inn á heimili hennar og ráðist á hana og þrjár sambýliskonur hennar. „Þeir hótuðu okkur með hníf- um og rústuðu íbúðinni. Síð- an stálu þeir tölvu, peningum, öllum skilríkjunum okkar og vegabréfunum líka.“ Fá morðhótanir Cristina og sambýliskon- ur hennar leituðu til lög- reglunnar í framhaldinu en henni finnst rannsókn máls- ins ganga hægt. „Lögreglan gerir ekkert til að hjálpa okk- ur. Við erum varnarlausar.“ Að sögn Cristinu telur hún mennina hafa verið á vegum afrískrar konu sem hún þekkir lítillega. „Hún vill að við förum aftur heim til okkar. Við höfum samt ekkert gert henni. Ég held að henni sé bara illa við að hérna séu aðrar svartar kon- ur. Hún heldur að hún sé einhver prinsessa.“ Eftir árásina hafa þær fengið símtöl og sms frá konunni þar sem hún krefst þess að þær borgi hundrað þúsund krónur fyrir hvert vegabréf. Crist- ina vinnur á Landspítal- anum og launin eru ekki há. „Við eigum ekki svona mikla peninga. Hún seg- ist ætla að láta drepa okk- ur ef við borgum ekki eða förum burt.“ Án sjúkratryggingar Marcelina Felicid- ad Obono er ein sam- býliskvenna Cristinu. Hún segist hafa verið með barni en misst fóstur eft- ir árásina og telur henni um að kenna. Marcelina er ekki íslenskur ríkisborgari og hefur enga sjúkratrygg- ingu. Hún segist þurfa á læknishjálp að halda en hafa ekki efni á að borga fyrir hana hér. Því þurfi hún vegabréfið sitt til að kom- ast til Spánar þar sem hún hefur verið búsett, og leita læknis þar. Marcelina lá mest fyrir þegar blaðamann bar að garði og virtist heldur lasleg. Eftir árásina neyddist hún til að fara á spítala og þarf að greiða tugi þúsunda fyrir heimsóknina. Neitar sök Dóttir Franciscu Isabel Angue var búsett með þeim stúlkum en hún er nú farin aftur til Spánar. Hún var þó eitt fórnarlamb árásarinnar að sögn móður hennar en þar sem vegabréfinu hennar var ekki stolið ákvað hún að fara af landi brott. Cristina hefur hins vegar engan áhuga á að flytja burt. Henni þyk- ir gott að búa á Íslandi en finnst óásættanlegt að þurfa að lifa í stöð- ugum ótta. DV ræddi einnig við íslenskan vin Cristinu sem hefur aðstoðað þær við að vekja athygli lögreglu á málinu þar sem hann þekkir kerfið hér betur en stúlkurnar. Lengi vel fannst honum lögreglan skella við skollaeyrum en segir hana nú vera farna að taka við sér. Í samtali við DV neitar konan, sem stúlkurnar bera þessum sök- um, að tengjast árásinni á nokk- urn hátt en svo virðist sem illindi hafi verið þeirra á milli í einhvern tíma. Hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu fæst staðfest að stúlkurnar hafi leitað til lögreglu vegna máls- ins en ekkert fæst uppgefið um efn- isatriði þess. Cristina Asangono Mba MISSTI FÓSTUR EFTIR HNÍFAÁRÁS ErlA HlyNsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is óttaslegnar Francisca isabel angue, Cristina Nfono Mba, Marcelina Felicidad Obono og Cristina asangono Mba. Þær segjast búa við stöðugan ótta eftir að ráðist var inn á heimili þeirra en lögreglan bregðist seint og illa við. ógnað konurnar segja að þeim hafi verið ógnað með hnífum við árásina. Ingibjörg Sólrún Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fékk aðsvif og var flutt til skoðunar á spítala í New York í gær. Hún fékk að fara læknisskoðun. Ingibjörg Sólrún er stödd í New York ásamt Geir H. Haarde forsætisráðherra þar sem þau taka þátt í svokallaðri Sameinuðu þjóðanna dagana 22. – 27. september. Þar munu Fréttir Fjórar erlendar konur á þrítugs- aldri stunda vændi í íbúð 401 í hús- inu á Hverfisgötu 105, við hliðina á höfuðstöðvum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum DV eru konurnar frá Kúbu og öðrum löndum í Suður- Ameríku. Samkvæmt vændiskonunum sjálfum og heimildarmönnum DV eru stúlkurnar fjórar gerðar út af rúmlega þrítugri konu, Catalina Mikue Ncogo, sem ættuð er frá Miðbaugs-Gíneu. Catalina hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2004. Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu og er einnig verið að skoða hvort fíkniefnamisferli tengist starfsemi vændishússins að sögn lögreglu- fulltrúa. Hórumamma í spilinu Konurnar fjórar hafa stundað vændi í húsinu frá því um miðjan janúar. Þær búa fjórar í íbúðinni sem er tveggja herbergja og um sjötíu fermetrar að stærð. Þær selja blíðu sína á uppblásnum færan- legum beddum, samkvæmt sjón- arvotti sem komið hefur inn í íbúð- ina. Íbúar í húsinu hafa margsinn- is haft samband við lögregluna á síðustu vikum og sagt henni frá því að konurnar selji sig í íbúðinni og að líklega sé um ólöglegt athæfi að ræða því Catalina Ncogo geri þær út og græði á vændi þeirra. Vændi er ólöglegt á Íslandi ef einhver ann- ar en sá sem selur sig græðir á því. „Í þessu tilfelli er hórumamma með í spilinu og virðist hún vera að græða á þessu sem þriðji aðili,“ seg- ir íbúi í húsinu að Hverfisgötu 105. Verslunarrekandi í húsinu segist telja að um mansal sé að ræða í til- felli stúlknanna fjögurra. Ekki náðist í Catalinu Ncogo við vinnslu fréttarinnar. Samkvæmt heimildum DV munu stúlkurnar búa í íbúðinni þar til um miðjan mánuðinn þegar samning rinn við eiganda íbúðar- innar, Gísla Hermannsson, renn- ur út. Ekki liggur ljóst fyrir hver er skráður fyrir leigusamningi íbúð- arinnar núna, samkvæmt heimild- um DV. Íbúi pirraður á aðgerðarleysi lögreglunnar Íbúinn segist hafa orðið fyrir tölu- verðu ónæði af starfsemi hóru- hússins. „Ég hef orðið fyrir miklu ónæði af þessu síðastliðnar þrjár vikur. Það mætti halda að stelp- urnar væru að reyna að ríða niður veggina. Ég heyri svo mikinn há- vaða frá íbúðinni þeirra. Það eru allir að verða brjálaðir hérna,“ segir íbúinn. Hann segir að það sé frek- ar mikið að gera hjá stúlkunum því hann hafi séð fullt af karlmönnum á þrítugsaldri og allt upp í sjötíu ára fara inn í íbúðina á liðnum vikum. Íbúinn segist hafa talað fjórum sinnum við lögregluna en að hún hafi hingað til ekkert gert í málinu. Aðspurður segir íbúinn að hann hafi sagt lögreglunni að verið væri að gera stúlkurnar út og græða á þeim. „Lögreglan sagði hins veg- ar að hún þyrfti að standa mellu- mömmuna að verki til að geta gert eitthvað í málinu,“ segir íbúinn. Íbúarnir smeykir og hneykslaðir Íbúarnir í húsinu eru mjög óhressir með starfsemi hóruhússins og vilja að lögreglan geri eitthvað í málinu. „Mig langar ekkert að fara fram á gang hér á nóttunni því ég gæti mætt einhverjum ógeðslegum karli sem gæti haldið að ég væri einhver hóra. Þetta er ógeðslegt,“ segir íbúinn. Verslunarrekandi í húsinu seg- ir að hóruhús sé rekið þar. „Það fer ekkert á milli mála því traffík- in hérna er mikil. Við erum alveg brjáluð hérna í húsinu. Þetta er öm- urlegt,“ segir verslunarrekandinn. Hann segist iðulega mæta vænd- iskonunum á gangi hússins þeg- ar þær koma niður til að opna fyr- ir viðskiptavinum sínum á daginn því dyrabjallan í íbúðinni sé biluð. „Maður er að mæta þeim hérna fá- klæddum í einhverjum dulum og í óeðlilegu ástandi eins og þær séu á fíkniefnum. Ég vil tengja þessa starfsemi við eitthvað annað en bara vændi,“ segir íbúinn. Fíkniefnamisferli einnig rannsakað Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni, segir Svanhvít Eygló Harðardóttir, lögreglufulltrúi í kynferðisafbrotadeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að meðal annars sé ver- ið að rannsaka hvort einhver sé að græða á vændi stúlknanna fjög- urra. „Út á það gengur málið. Við rannsökum ekki svona mál nema grunur leiki á að þriðji aðili sé að græða á vændinu,“ segir Svanhvít. Hún vill hvorki staðfesta né neita að Catalina Ncogo liggi undir grun í málinu. Aðspurð hvort einhver grun- ur leiki á að fíkniefnamisferli hafi einnig átt sér stað í tengslum við starfsemi hóruhússins segir Svan- hvít að hún geti ekki rætt það vegna rannsóknarhagsmuna í málinu. Hún segir hins vegar að stundum haldist „það í hendur“ í slíkum málum. „Það er allt skoðað,“ segir Svanhvít. Samkvæmt heimildum DV var hóruhúsið áður til húsa á Vestur- götunni í Reykjavík. Svanhvít segir aðspurð að einnig sé verið að rann- saka starfemi hóruhússins lengra aftur í tímann. Aðspurð hvort Catalina Ncogo hafi komið við sögu lögreglunn- ar áður segist Svanhvít ekki getað svarað því að svo stöddu. „Ég hef orðið fyrir miklu ónæði af þessu síðastliðnar þrjár vik- ur. Það mætti halda að stelpurnar væru að reyna að ríða nið- ur veggina. Ég heyri svo mikinn hávaða frá íbúðinni þeirra. Það eru allir að verða brjálaðir hérna.“ SELJA SIG VIÐ HLIÐINA Á LÖGREGLUSTÖÐINNI Catalina Mikue Ncogo INgI F. VIlHjálMssoN blaðamaður skrifar ingi@dv.is Hóruhús við lögreglustöðina Í íbúð 401, í miðíbúðinni á fjórðu hæð búa vændiskonurnar fjórar sem samkvæmt heimildum dV eru gerðar út af konu frá Miðbaugs-gíneu. Miði um „hóruhúsið“ á Hverfisgötu þessimiði hékk uppi í anddyri hússins að Hverfis-götu 105 um skamman tíma. Á miðanum stendur: „Hóruhúsið 4. hæð til hægri.“ „Ég þori ekki að vera með börnin mín hérna lengur.“ Frétt DV 24. september 2008 ráðist var á fjórar erlendar stúlkur í íbúð þeirra á Laugavegi um í september síða tliðnum. Stúlkurnar sögðu að Cat lina mikue Ncog hefði staðið fyrir árásinni á þær. up lýsi gar um stöðu rannsóknarinnar í málinu h fa ekki fen ist frá lög glun i. Frétt DV 10. f brúar 2009 frétti fj llaði um hóruhúsið á Hverfisgötu við hliðina á höfuðstöðvum lögreglunnar. vændisko urnar hafa sagt að Catalin st ndi fyrir vændinu. Bifreið Catalinu við húsið á Hverfisgötu benz-bifreið Catalinu sést hér fyrir framan húsið á Hverfisgötu 105 laust fyrir hádegi í gær. Catalina hringdi í blaðamann dv í gær og hótaði honum. Hótun Catalinu verður kærð til lögreglunnar í dag. 11. febrúar vændiskona Catalina segir í viðtali við Vikuna að hún rukki meira fyrir vændisþjónustu en aðrar stelpur. Miðvikudagur 18. Mars 20092 Fréttir Breiðutangi, eignarhaldsfélag í eigu Finns Sveinbjörnssonar, þáverandi bankastjóra Icebank og núverandi bankastjóra Kaupþings, fékk 850 milljóna króna kúlulán síðla árs 2007 til að kaupa hlutabréf í bankanum. Finnur staðfestir þetta í samtali við DV. Kúlulánið fékk hann frá SPRON, BYR, Sparisjóðnum í Keflavík og Sparisjóð Mýrarsýslu, að sögn Finns. Hann segir að SPRON og BYR hafa verið stærstu lánveitendurna á bak við kúlulánið en sparisjóðirnir tveir seldu samtals rúmlega 45 prósent hlut sinn í bankanum þegar Finnur fékk kúlulánið. Hluti þessa eignar- hluta var seldur til Finns og annarra lykilsstjórnenda í Icebank. Finnur lét af störfum sem banka- stjóri í Icebank í lok árs 2007 og þá hafði bankinn milligöngu um að kaupa hlutabréfin af Finni og selja þau til annarra aðila, að hans sögn. Hluti af starfskjörum Finns Lánið var hluti af starfskjörum Finns í bankanum, segir Finnur. Hann seg- ir að við eigendaskiptin á bankanum í október 2007 hafi honum boðist að kaupa hlutabréf í bankanum. „Þá var mér og fimm framkvæmdastjórum Icebank boðið að vera hluti af þess- um breytingum og að við fengjum að eignast hlut í bankanum gegn því að við yrðum þarna áfram,“ segir Finnur. Samkvæmt frétt í Viðskiptablaðinu frá árinu 2007 keyptu lykilstjórnend- ur bankans 8,5 prósenta hlut í hon- um fyrir 2,7 milljarða króna við eig- endaskiptin. Finnur seldi svo eignarhlutinn í Icebank þegar honum var sagt upp störfum í bankanum í árslok 2007. „Svo þegar ég lét af störfum þarna í árslok 2007 þá var eignarhluturinn seldur annað með milligöngu bank- ans,“ segir Finnur. Vaxtaskuld skilin eftir Aðspurður segir Finnur að um svo- kallað kúlulán hafi verið að ræða og að hann hafi ekki greitt neina vexti af því. Veðið fyrir láninu var í hlutabréf- unum sjálfum. Hann segir að skuldirnar vegna vaxtanna sem fylgdu láninu hafi ver- ið skildar eftir inni í félaginu þegar hann seldi það aftur. Í ársreikningi Breiðutanga frá ár- inu 2007 kemur fram að vextirnar af láninu hafi verið komnir upp í tæp- ar 16 milljónir króna og er Finnur ennþá skráður sem eigandi félagsins. Skuldir og eigið fé félagsins er skráð sem rúmar 850 milljónir króna. Að sögn Finns hefði hann þurft að vera bankastjóri Icebank í þrjú ár til FINNUR FÉKK 850 MILLJÓNA KÚLULÁN Finns Sveinbjörnssonar IngI F. VIlHjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is Stemningin í samfélaginu hefur breyst Finnur sveinbjörnsson segir að stemningin og gildismatið í samfélaginu hafi breyst frá því hann fékk kúlulánið frá icebank. Bankastjóri Icebank Finnur var bankastjóri icebank í nokkra mánuði eftir að hann samdi um hlutafjárkaup og kúlulán. Hann hefði þurft að vera bankastjóri í þrjú ár eftir að samningurinn var gerður til að eignast hlutabréfin. Miðvikudagur 18. Mars 2009 3 Fréttir að eiga rétt á að leysa bréfin út. Hann hefði þá getað selt bréfin í bankan- um, borgað kúlulánið til baka með vöxtum og innleyst hagnaðinn sem orðið hefði af hækkun bréfanna á lánstímanum. Finnur hins vegar hvorki græddi né tapaði á lántökunni því hann hafði ekki öðlast rétt á að ráðstafa bréfunum. Breytt stemning og gildismat Aðspurður hvort Finnur myndi þiggja slíkt tilboð ef það stæði hon- um til boða í dag segir bankastjórinn að hafa megi margar skoðanir á slík- um viðskiptum. „Ég myndi sennilega hugsa mig vandlega um ef mér byð- ist að kaupa hlutabréf í fjármálafyrir- tæki núna því það er svo mikil óvisa á fjármálamörkuðum,“ segir Finnur. Hann segist þó telja að það geti verið jákvætt að tengja saman hags- muni stjórnenda og hagsmuni hlut- hafa í fyrirtækjum en að það þurfi að vera með þeim hætti að verið sé að tengja hagsmuni þeirra saman í raun og veru. „Að það sé ekki þannig að stjórnendurnir beri hlutfallslega meira úr býtum en hluthafarnir því það er auðvitað óeðlilegt,“ segir Finn- ur. Svo segir Finnur um lánið: „Við getum alveg verið hreinskilnir við hvor annan. Auðvitað hefur margt breyst í þjóðfélaginu: Stemningin, viðhorf og gildismat í samfélaginu er öðruvísi en áður. Ég held að við get- um bara horft í eigin barm og við- urkennt hreinskilningslega að við hugsum öðruvísi og metum hlutina öðruvísi heldur en var,“ segir Finnur. „Ég held að við getum bara horft í eigin barm og viðurkennt hrein- skilningslega að við hugsum öðruvísi og metum hlutina öðruvísi heldur en var“ Bankastjórinn fékk kúlulán Finnur sveinbjörnsson, þáverandi bankastjóri icebank og núverandi bankastjóri kauþings, fékk 850 milljóna króna kúlulán til að kaupa hlutabréf í icebank síðla árs árið 2007. rannsakar laskaða sjóði landsbankans Hæstaréttarlögmennirnir Lára V. Júlíusdóttir og Viðar Lúðvíksson hafa verið skipaðir umsjónarmenn með fimm lífeyrissjóðum sem hafa ver- ið í rekstri hjá eignastýringu Lands- bankans. Fjármálaráðherra skipaði Láru og Viðar umsjónarmenn í kjöl- far rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á meintum brotum sem eiga að hafa gerst á fyrri hluta ársins 2008. Rannsóknin snýr að því hvort brotið hafi verið gegn lögum um hvernig stýra skuli fjárfestingum líf- eyrissjóða. Eyvindur G Gunnarsson, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að segja fyrir um hugsan- leg viðurlög við þessum brotum. Ekki séu til mörg fordæmi um slík brot hjá lífeyrissjóðum hérlendis. „Veit ekkert um hvað málið snýst“ Lífyrissjóðirnir sem um ræð- ir eru Íslenski lífeyrissjóðurinn, Líf- eyrissjóður Eimskipafélags Íslands, Tannlæknafélagsins, Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Kjalar lífeyr- issjóður. Davíð Harðarson starfaði sem framkvæmdastjóri líeyrissjóð- anna þegar brotin eiga að hafa átt sér stað. Í samtali við DV sagðist Davíð ekki geta rætt um þau brot sem eiga að hafa átt sér stað. „Ég veit ekki um hvað málið snýst. Fjármálaeftirlit- ið eða sérstakur saksóknari verður að svara fyrir það hvað hann er að skoða,“ segir Davíð. Í samtali við DV segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, að málið snúi að því hvort lífeyrissjóð- irnir hafi farið út fyrir lagaheimild- ir í einstaka fjárfestingum sínum. „Þegar fólk borgar í lífeyrissjóð sam- kvæmt lögum koma þau réttindi á móti að þeim fjármunum sé dreift. Grunur leikur á því að það hafi ekki verið sem skyldi,“ segir hann. Ólaf- ur segir að sjóðsstjórar lífeyrissjóða verði að gæta að því á hverjum tíma hvernig samsetningu sjóða sé hátt- að. Hann segist ekki geta tjáð sig um það hvort yfirmenn Landsbankans, þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristj- ánsson, séu meðal þeirra sem verði yf- irheyrðir. Mikið tap Íslenska lífeyris- sjóðsins DV sagði frá því í síðustu viku að Íslenski lífeyr- issjóðurinn hefði fjárfest fyrir tæpa níu milljarða í pen- ingamarkaðssjóði Landsbankans eða um fjórðungi af heildareignum sjóðsins. Sögu- sagnir eru um að yfirmenn pen- ingamarkaðssjóðs Landsbankans hafi meinað Davíð að leysa út inn- eign lífeyrissjóðsins í peningamark- aðssjóðnum stuttu fyrir þjóðnýtingu Landsbankans. Stefán Héðinn Stef- ánsson og Sigurður Óli Hákonarson, voru forsvarsmenn Landsvaka sem sá um peningamarkaðssjóðinn. Í samtali við DV fullyrti Davíð Harðarson að forsvarsmenn Lands- vaka hefðu ekki neitað honum um að taka út eign lífeyrissjóðsins í pen- ingamarkaðssjóðnum. „Ég staðfesti það að neitun um sölu peningabréfa á ekki við rök að styðjast.“ Sérstök lög gilda um fjárfestinga- stefnu lífeyrissjóða. Takmörk gilda um hversu mikið þau mega fjárfesta í skulda- og hlutabréfum. Fjárfesting- ar Íslenska lífeyrissjóðsins í peninga- markaðssjóðum Landsbankans eru taldar. hafa farið út fyrir þessi mörk. annas sigMundsson blaðamaður skrifar: as@dv.is Íslenski lífeyrissjóðurinn, sem er rek- inn af Landsbankanum, skilaði nei- kvæðri ávöxtun upp á ríflega 20 pró- sent í fyrra, ef miðað er við öruggustu ávöxtunarleiðina. Þetta er mun verri afkoma en hjá lífeyrissjóðunum á vegum Kaupþings og Íslandsbanka. Lífeyrissjóður Landsbankans tap- aði 2,75 milljörðum króna á pen- ingamarkaðssjóði Landsbankans. Sá peningamarkaðssjóður tapaði mun meiru en sambærilegir sjóðir í öðrum bönkum og hefur legið undir ámæli fyrir að fjárfesta markvisst í félögum tengdum Landsbankanum. Innistæðueigendur í peninga- markaðssjóði Landsbankans fengu einungis greidd 68,5 prósent af eign sinni í sjóðnum, ólíkt sjóðum Glitn- is og Kaupþings, þar sem um 85 pró- sent voru greidd út. Því fer saman tap Lífeyrissjóðs Landsbankans, sem er mun meira en hinna bankanna, og afleit afkoma peningamarkaðssjóðs bankans. Ekki synjað um innlausn Sögusagnir eru um að yfirmenn pen- ingamarkaðssjóðs Landsbankans hafi meinað forsvarsmanni Íslenska lífeyr- issjóðsins að leysa út inneign lífeyris- sjóðsins í peningamarkaðssjóðnum stuttu fyrir þjóðnýtingu Landsbank- ans. Þessu neita forsvarsmenn sjóðs- ins hins vegar. Sömu sögusagnir segja að Stefán Héðinn Stefánsson og Sig- urður Óli Hákonarson, forsvarsmenn Landsvaka sem sá um peningamark- aðssjóðinn, hafi meinað þáverandi framkvæmdastjóra Íslenska lífeyris- sjóðsins, Davíð Harðarsyni, að leysa til sín eignir lífeyrissjóðsins í peninga- markaðssjóðnum. Í samtali við DV fullyrti Davíð Harðarson að forsvarsmenn Lands- vaka hefðu ekki neitað honum um að taka út eign lífeyrissjóðsins í pen- ingamarkaðssjóðnum. „Ég staðfesti það að neitun um sölu Peningabréfa á ekki við rök að styðjast.“ Fjórðungur í peningamarkaðssjóði Tryggvi Guðbrandsson, núverandi framkvæmdastjóri Íslenska lífeyris- sjóðsins, segir að nánari upplýsing- ar um tap sjóðsins verði veittar í maí. „Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að all- ar upplýsingar sem verða veittar um einstaka fjárfestingar sjóðsins verði birtar á ársfundi og í ársskýrslu sjóðs- ins. Áætlað er að halda aðalfund í maí,“ segir Tryggvi. Meðal þeirra sem sitja í stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins eru Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðn- aðarins, og Kristín Jóhannesdótt- ir, framkvæmdastjóri fjárfestingafé- lagsins Gaums. Í samtali við DV vildu þau lítið tjá sig um málefni sjóðsins. Ingólfur Guðmundsson, stjórnarfor- maður lífeyrissjóðsins, segir að sér sé ekki kunnugt um að forsvarsmenn Landsvaka hafi neitað lífeyrissjóðn- um um að taka út inneign sína úr pen- ingamarkaðssjóði Landsbankans. Afleit ávöxtun Íslenski lífeyrissjóðurinn hélt fund á Grand Hóteli um miðjan desember árið 2008 þar sem Davíð Harðarson, þáverandi framkvæmdastjóri, kynnti stöðu sjóðsins. Um 300 sjóðsfélag- ar mættu á fundinn og lýstu marg- ir gremju sinni yfir afleitri ávöxtun sjóðsins. Á fundinum sagði Davíð að nafnávöxtun leiða Líf 1-4 og sam- tryggingardeildar Íslenska lífeyris- sjóðsins frá upphafi árs 2008 til 1. desember 2008 hefði verið neikvæð um 17,1-20,4 prósent. Lífeyrissjóð- urinn hefur verið gagnrýndur fyrir að setja sparnað þeirra áhættufælnustu í skuldabréf Landsbankans. Frjálsi líf- eyrissjóðurinn hjá Kaupþingi fjárfesti hins vegar í ríkisskuldabréfum og skilaði mun betri ávöxtun árið 2008 en Íslenski lífeyrissjóðurinn. Frjálsi 3, sem er áhættuminnsta séreignaleið- in hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum, skilaði 23,6 prósenta nafnávöxtun árið 2008. Áhættuminnsta séreignaleiðin hjá Ís- lenska lífeyrissjóðnum, Leið IV, skil- aði hins vegar -20,1 prósents nafn- ávöxtun. Ólíðandi upplýsingaleysi Í samtali við DV segir Hörður Hilm- arsson, hjá Réttlætishópnum sem tapaði á peningamarkaðsbréfum Landsbankans, að það sé ólíðandi að ekki sé hægt að fá betri upplýs- ingar um málefni peningamarkaðs- sjóðs Landsbankans. Tekur Hörður dæmi af því að hvorki borgarlögmað- ur né aðrir lögmenn fái fullnægjandi upplýsingar sem þeir óska eftir. „Það er ótrúlegt, þar sem ríkið á þennan banka, að ekki sé hægt að fá svör frá bankanum,“ segir hann. Nýi Landsbankinn og Landsvaki hafa viðurkennt að í einhverjum til- vikum hafi peningamarkaðssjóðurinn verið kynntur sem áhættulaus fjár- festing. Bankinn hefur einnig greitt þremur aðilum til baka eign sína í sjóðnum. Héraðsdómur Reykjavík- ur hefur úrskurðað að fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarmanni í Landsvaka hf. sé skylt að veita hópi fyrrum eigenda hlutdeildarskírteina í peningamarkaðssjóði Landsbankans upplýsingar um fjárfestingar sjóðsins. Í tilkynningu frá viðskiptaráðu- neytinu í desember kom fram að uppi hefðu verið ásakanir um að í fyrstu viku októbermánaðar síðastliðins hefði hlutdeildarskírteinishöfum ver- ið ráðið frá því að taka út fé sitt úr pen- ingamarkaðssjóði Landsbankans. Tíðar mannabreytingar Nokkuð tíðar mannabreytingar hafa verið hjá Íslenska lífeyrissjóðnum á undanförnum árum. Hermann Jón- asson, núverandi forstjóri Tals, var framkvæmdastjóri til ársins 2006 þegar Tómas N. Möller tók við starf- inu. Tómas lét síðan af störfum 2008 og starfar nú hjá Lífeyrissjóði verslun- armanna. Við starfi hans tók þá Dav- íð Harðarson sem var framkvæmda- stjóri þar til í byrjun febrúar 2009 þegar Tryggvi Guðbrandsson tók við starfinu. Keyptu í eigin fyrirtækjum Atli Gíslason, þingmaður vinstri- grænna, ásakaði íslensku viðskipta- bankana í nóvember 2008 um að hafa látið peningamarkaðssjóði kaupa í eigin fyrirtækjum skömmu fyrir hrun bankanna, en selja í öðrum og traust- ari fyrirtækjum. Skýringin hafi verið lausafjárþröng bankanna. Þetta hafi gert það að verkum að eigendur pen- ingamarkaðssjóða bankanna töpuðu stórum fjárhæðum. Þessum ásökun- um neitaði Stefán Héðinn Stefáns- son, þáverandi framkvæmdastjóri eignastýringasviðs Landsbankans og stjórnarformaður Landsvaka. Íslenski lífeyrissjóðurinn var stofn- aður árið 1990. Upphaflega var hann einungis séreignarlífeyrissjóður en frá árinu 1998 hefur hann einnig starfað sem almennur lífeyrissjóður. Fjöldi sjóðsfélaga var tæplega 28 þúsund í upphafi árs og var stærð sjóðsins fyrir hrunið skráð 33 milljarðar króna. Eignastýringasvið Landsbankans sá um ávöxtun eigna hans og kaus að leggja tæplega 9 milljarða króna í peningamarkaðsbréf eigin banka. LANGVERST ÁVÖXTUN Í LANDSBANKANUM miðvikudagur 11. mars 20092 Fréttir LAndsbAnKinn TAP 31,5 % borgað út 68,5 % gLiTnir / ísLAndsbAnKi borgað út 85,12 % TAP 14,88% ÁVÖXTUN Á ViðBóTARLÍfEyRi íslenski lífeyrissjóðurinn Landsbankinn / Leið iv Almenni lífeyrissjóðurinn Íslandsbanki / Ævisafn iv Frjálsi lífeyrissjóðurinn kaupþing / Frjálsi 3 +23,6% (*Áhættuminnsta leiðin síðastliðið ár.) Langbest hjá Kaupþingi Lífeyrissjóður á vegum Landsbanka ns tapaði milljörðum í pen- ingamarkaðssjóði sama banka. Lífey rissjóðurinn skilaði afleitri ávöxtun fyrir viðbótarlífeyrissparna ð árið 2008. Peningamark- aðssjóður Landsbankans, sem var fjórðungur eigna lífeyris- sjóðsins, fór mun verr út úr bankahr uninu en sjóðir hinna stóru bankana. bankastjórarnir sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, voru yfirmenn stjórnenda Landsvaka. Hér yfirgefa þeir ráðherrabústað- inn eftir fund með yfirvöldum við bankahrunið síðasta haust. LjÓsmyndAri: sigTryggUr Ari jÓhAnnsson AnnAs sigmUndsson blaðamaður skrifar: as @dv.is Fréttir „Ég var í miðri vörn fyrir Íbúða lánasjóð í mjög harðri snerru, um það bil sem ég var kosinn á þing vorið og sumarið 2007,“ segir Árni Árni Páll Árnason eftir að hann settist á þing. Síðasta su mar þáði hann greiðslur fyrir ráðgjafastörf tengd sjóðnum fyri r á aðra milljón. Haustið áður fékk hann síðan tæpar tvær milljó nir í laun frá sjóðnum. Þá FÉKK MILLJÓNIR Í AUKAGREIÐSLUR kaUPÞing borgað út 85,3 % taP 14,7 % LÍfEyRissJóðUR Landsbankans fJÁRfEsti Í sJóði Eigin banka Hlutfall peningamarkaðsbréfa* Líf 1 31,7% Líf 2 25,9% Líf 3 18,3% Líf 4 20,1% Heildartap á sjóðnum: 2,75 milljarðar *Hlutfall heildareigna Íslenska lífeyrissjóðs ins eftir sparnað- arleiðum í peningamarkaðssjóði Landsban kans Mótmæli Í kjölfar bankahrunsins dundu mótmæli á Landsbankanum og var krafist brottvikningar þáver- andi bankastjóra, Elínar sigfúsdóttur. „Ég veit ekki um hvað málið snýst. Fjármála- eftirlitið eða sérstak- ur saksóknari verður að svara fyrir það hvað hann er að skoða,“ Bankastjórarnir sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, voru yfirmenn stjórnenda eignastýringar sem höfðu umsjón með lífeyrissjóðunum. Hér yfirgefa þeir ráðherrabústaðinn eftir fund með yfirvöldum við bankahrunið síðasta haust. Mynd sigtryggur ari Jóhannsson davíð harðarson davíð var framkvæmdastjóri yfir lífeyrissjóðunum sem fjármálaráðherra skipaði umsjónarmenn yfir. Brotum vísað til saksóknara Brotum lífeyrissjóðanna hefur verið vísað til Ólafs Þórs Hauks- sonar, sérstaks saksóknara. 11. mars Hefndin er sætdv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð FIMMTUDAGUR 19. MARs 2009 dagblaðið vísir 48. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 FRéTTIR FRéTTIRStraumur greiddi út bónuSa, óháð árangri: GREIDDU BÓNUSA FYRIR HRUN BoRGAð í lok FeBRúAR, RíkIð yFIRTók FélAGIð í ByRjUn MARs lykIlMenn Með 5 TIl 25 MIlljónIR FRAMkvæMDAsTjóRn AFþAkkAðI BónUs TAP sTRAUMs í FyRRA 105 MIlljARðAR FRéTTIR PeRRAR RáðAsT GeGn DoRRIT neyTenDUR HláTURskAsT í ásTARsenUM „éG GeRI AllT FyRIR PenInGA“ FRéTTIR svIðsljós okRAð áelDsneyTI RænDU TóBAkI FyRIR 6 MIlljónIR AUðMenn á FlóTTA Með DóTAkAssAnn sPoRT Landsbankinn virðist hafa verið að skoða möguleikann á því að bjóða upp á Icesave-innlánsreikningana í ellefu öðrum Evrópulöndum fyrir banka- hrunið í haust. Við bankahrunið hafði bankinn byrjað að bjóða upp á Icesa- ve í Bretlandi og Hollandi. Þetta kemur fram í glærukynningu frá því í lok júní síðasta sumar þar sem uppgjör Lands- bankans fyrir fyrri hluta ársins 2008 er kynnt. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum var ekki búið að ákveða að bjóða upp á Ic- esave-reikning- ana í löndunum ellefu heldur var einungis ver- ið að athuga möguleikana á því að bjóða upp á Icesave í þessum lönd- um. Við hvert land í glærukynningunni var meðal annars greint frá vergri lands- framleiðslu viðkomandi lands og landsframleiðslu á hvern landsmann. DV greindi frá því í síðustu viku að starfsmenn Landsbankans, þau Þór- lindur Kjartansson og Erla Ósk Ás- geirsdóttir frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um liðna helgi, hefðu unnið við það á síðustu mán- uðunum fyrir bankahrunið að kanna grundvöllinn fyrir því að bjóða upp á Icesave í öðrum löndum Evrópu en Bretlandi og Hollandi. Áttu að fara í dótturfélög Samkvæmt heimildum frá Lands- bankanum var stefna bankans að búa til dótturfélög utan um Icesave í þeim löndum þar sem bjóða átti upp á reikningana. Þrátt fyrir að þetta hefði verið stefna bankans var ekki búið að búa til dótturfélög utan um starfsemi Icesave í Bretlandi og Hollandi við fall bankans í haust, þrátt fyrir að búið hefði verið að bjóða upp á Icesave í Bretlandi í tæp tvö ár við hrunið og í Hollandi í tæpt hálft ár. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum voru umsóknirnar um að koma starfsemi Icesave í Bret- landi og Hollandi í dótturfélög í ferli, og var verið að vinna að því ötullega rétt fyrir bankahrunið. „Þetta átti allt saman að fara í dótturfélög, þar sem því væri komið við, en það var tíma- frekara en við töldum að stofna þau og þess vegna ákváðum við að byrja að bjóða upp á þetta í gegnum útibú í Hollandi og færa starfsemina svo yfir í dótturfélög síðar meir,“ segir starfs- maður Landsbankans sem vill ekki láta nafns síns getið. „Ekki halda að mark- miðið hafi verið að stofna útibú úti um allar trissur og láta alla ábyrgðina hvíla á íslenska tryggingasjóðnum,“ seg- ir starfsmaðurinn en skuldirnar sem lenda munu á íslensku þjóðinni vegna Icesave eru nú áætlaðar 72 milljarðar króna samkvæmt mati skilanefndar gamla Landsbankans sem kynnt var þann 20. febrúar síðastliðinn. Þetta er töluvert lægri upphæð en rætt hefur verið um hingað til sam- kvæmt Páli Benediktssyni, upplýs- ingafulltrúa gamla Landsbankans. „Þetta mat er auðvitað háð fyrirvör- um en skilanefndin hefur legið yfir því síðastliðna sex mánuði,“ segir Páll en skuldir Landsbankans vegna Icesa- ve-innlánsreikninganna nema 1.338 milljörðum króna og því munu eign- þriðjudagur 17. mars 20092 Fréttir Bretland Íbúar: 60,6 milljónir Verg landsframleiðsla n Í heild: 1.465 milljarðar evra n Á íbúa: 24.081 evra frakkland Íbúar: 64,5 milljónir Verg landsframleiðsla n Í heild: 1.403 milljarðar evra n Á íbúa: 22.747 evrur sviss Íbúar: 7,6 milljónir Verg landsframleiðsla n Í heild: 206 milljarðar evra n Á íbúa: 28.189 evrur spánn Íbúar: 45,2 milljónir Verg landsframleiðsla n Í heild: 926 milljarðar evra n Á íbúa: 20.644 evrur ítalía Íbúar: 59,5 milljónir Verg landsframleiðsla n Í heild: 1.224 milljarðar evra n Á íbúa: 20.869 evrur austurríki Íbúar: 8,3 milljónir Verg landsframleiðsla n Í heild: 218 milljarðar evra n Á íbúa: 26.319 evrur þýskaland Íbúar: 82,2 milljónir Verg landsframleiðsla n Í heild: 1.926 milljarðar evra n Á íbúa: 23.428 evrur Belgía Íbúar: 10,6 milljónir Verg landsframleiðsla n Í heild: 258 milljarðar evra n Á íbúa: 24.176 evrur holland Íbúar: 16,4 milljónir Verg landsframleiðsla n Í heild: 438 milljarðar evra n Á íbúa: 26.378 evrur noregur Íbúar: 4,8 milljónir Verg landsframleiðsla n Í heild: 170 milljarðar evra n Á íbúa: 36.352 evrur svíþjóð Íbúar: 9,2 milljónir Verg landsframleiðsla n Í heild: 229 milljarðar evra n Á íbúa: 25.013 evrur danmörk Íbúar: 5,5 milljónir Verg landsframleiðsla n Í heild: 140 milljarðar evra n Á íbúa: 25.628 evrur finnland Íbúar: 5,3 milljónir Verg landsframleiðsla n Í heild: 127 milljarðar evra n Á íbúa: 24.181 evra iCesavevar stefnttil 11 evrópulanda gulu svæðin á kortinu sýna þau lönd þar sem stefnt var á að byrja að bjóða upp á icesave-reikninga Landsbankans í lok júní í fyrra. rauðu svæðin sýna þau lönd þar sem boðið var upp á icesave. upplýs- ingar í römmunum komu fyrir í uppgjöri Landsbankans í júní 2008. ICESAVE VAR STEFNT TIL 11 NÝRRA LANDA IngI F. VIlhjÁlmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is 72 milljarðar á ríkið vegna Icesave samkvæmt nýjustu upplýsingum falla 72 milljarðar á íslenska ríkið vegna icesave. Lárus Finnbogason er formaður skilanefndar bankans. Frétt ehF./Pjetur sIgurðsson Útrásin í algleymingi Í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrri hluta ársins 2008 er minnst á ellefu lönd þar sem verið var að íhuga að bjóða upp á icesave-reikningana. Hrun bankans kom hins vegar í veg fyrir frekari útrás. þriðjudagur 17. mars 2009 3 Fréttir ir bankans nægja til að greiða þessa upphæð að mestu leyti, samkvæmt mati skilanefndarinnar. Hins vegar mun það taka 4 til 7 ár að ná því verð- mæti út úr eignum bankans sem 72 milljarða króna matið er byggt á, sam- kvæmt Páli. Spurning um hvar ábyrgðin hefði lent Munurinn á dótturfélagi og útibúi, í þessu samhengi, er sá að ef útibú banka sér um rekstur innlánsreikn- inga eins og Icesave þarf ríkissjóður í heimalandi bankans að ábyrgjast inni- stæðurnar með tryggingum upp á allt að rúmlega 20 þúsund evrum, líkt og komið hefur fram í umræðum um Ic- esave í fjölmiðlum. En ef stofnað hefur verið dótturfélag utan um starfsemina þá ábyrgjast þarlendir aðilar innistæð- urnar á slíkum innlánsreikningum. Ef búið hefði verið að koma Icesave í þessum löndum í dótturfélög hefðu innistæðutryggingarnar ekki fallið á íslenska ríkið og skattborgara heldur á breska ríkið. Vegna þess að ekki var búið að stofna dótturfélög utan um Ic- esave í Hollandi og Bretlandi við fall Landsbankans féllu innistæðutrygg- ingarnar hins vegar á íslenska ríkið sem hefur samþykkt að það ábyrgist innistæðurnar upp að allt að 20 þús- und evrum fyrir innistæðieigendur í löndunum tveimur. En samkvæmt uppgjöri bankans frá því í fyrrasumar voru þeir orðnir fleiri en 350 þúsund talsins í löndunum tveimur í lok júní og hafði þeim þá fjölgað í heildina um 200 þúsund frá því í byrjun árs 2008. Lesa má það út úr uppgjörinu frá því í fyrrasumar að stefna bankans hafi verið að fjölga verulega innistæðueig- endum Icesave í löndum Evrópu en þá er spurning hvort Landsbankinn hefði í raun stofnað dótturfélög um starf- semi Icesave í þessum löndum eða hvort starfsemin hefði áfram verið rek- in af útibúum Landsbankans líkt og í Hollandi og Bretlandi. Skuldirnar hefðu margfaldast Reikna má með því að ef opnað hefði verið fyrir Icesave-reikninga í ein- hverjum af löndunum ellefu sem starfsmenn bankans voru byrjaðir að rannsaka fyrir bankahrunið í haust, og ef vinsældir Icesave hefðu verið álíka miklar þar og í Hollandi má reikna með að skuldir íslensku þjóðarinnar vegna Icesave hefðu aukist allverulega. Þær hefðu án efa verið miklu hærri en þeir 72 milljarðar sem þær eru áætlaðar nú - það er að segja ef Landsbankinn hefði haldið áfram uppteknum hætti frá Bretlandi og Hollandi og verið með starfsemi Icesave í þessum löndum í útibúum en ekki dótturfélögum. Dótturfélög - ekki útibú Ástæðan fyrir því af hverju svo miklu meira er rætt um Icesave-innláns- reikninga Landsbankans í fjölmiðlum en innlánsreikninga Glitnis og Kaup- þings, Save & Save og Kaupþing Edge, er sú að Landsbankinn stofnaði ekki dótturfélög utan um starfsemi Icesa- ve í Hollandi og Bretlandi. Þess vegna falla umframskuldirnar af þessum reikningum bankans á íslenska rík- ið eftir að búið verður að selja eignir bankans á næstu árum og greiða upp hluta skuldanna vegna Icesave. Dótturfélag Glitnis í Norgei, Glitn- ir bank ASA, bauð upp á innlánsreikn- ingana þar í landi og Kaupþing stofnaði dótturfélög utan um Kaupþing Edge í sjö af þeim ellefu löndum þar sem bankinn bauð upp á innlánsreikning- ana. Skuldirnar við innistæðueigend- ur Kaupþing Edge í þessum fjórum löndum féllu hins vegar ekki á íslenska ríkið eftir ríkisvæðingu bankans þrátt fyrir þetta þar sem yfirvöld í þremur af löndunum, Finnlandi, Noregi og Austurríki, ábyrgðust innistæðurnar og gamli Glitnir seldi dótturfélagið til norsks banka, Sparbank 1, í haust. Samkvæmt heimildum ætlaði gamli Glitnir einnig að bjóða upp á Save & Save í gegnum dótturfélög í öðrum löndum, meðal annars í Bret- landi, en bankahrunið kom í veg fyrir að það yrði að veruleika líkt og útrás Icesave til Evrópulandanna ellefu. „Ekki halda að markmiðið hafi verið að stofna útibú úti um allar trissur og láta alla ábyrgðina hvíla á íslenska tryggingasjóðnum.“ Ekki svaravert Í júlí í fyrra sagði sigur- jón Árnason að aðvörun Berts Heems- kerk, formanns bankaráðs hollenska bankans rabobank, til Hollendinga um að þeir skyldu ekki leggja sparifé sitt á icesave-reikninga bankans, væri ekki svaraverð. „Þetta er náttúrulega erfitt mál og ekkert sem mig langar að gera starfsmanninum persónulega. En auðvitað er ég ánægð með að hon- um hafi verið vikið úr starfi. Það er óvéfengjanlegt að hann gerði þetta. Þetta var ekki eitt skipti óvart held- ur nokkur skipti sem hann gerði þetta,“ segir Ólöf Ásta Karlsdótt- ir, móðir fimm ára drengs sem var sleginn ítrekað á munninn af starfs- manni leikskólans Bergs í Reykja- vík. Leikskólastjóri hafði samband við Ólöfu í janúar og tilkynnti henni að sonur hennar hefði verið sleginn utan undir af konu sem er starfs- maður leikskólans. Starfsmaður- inn var áminntur en leikskólastjóri hafði ekki heimild til að víkja hon- um úr starfi eftir fyrsta brot. Ólöf hefur barist fyrir því í hálf- an annan mánuð að tilteknum starfsmanni yrði vikið frá störfum og eftir velheppnaðan fund með borgarstjóra Reykjavíkur í gær fékk hún sínu framgengt. Starfsmaður- inn lauk sínum síðasta vinnudegi í gær og kemur ekki aftur til starfa. Drengurinn á varðbergi „Þetta er ofboðslegur léttir. Kvíða- hnúturinn er farinn. Þetta er of- boðslega leiðinlegt mál og ég vil engum neitt illt en þetta þurfti að fara svona til að þetta kæmist rétta leið,“ segir Ólöf. Syni hennar er verulega brugðið eftir háttsemi starfsmannsins. „Það þarf að vinna með hann. Það þarf að leyfa honum að finna meira traust. Þetta bitnar líka á hin- um starfsmönnum leikskólans og þeir hafa þurft að leggja sig fram því hann tók þá ekki alveg í sátt. En hann er allur að taka við sér. Hann er á varðbergi,“ segir Ólöf en dreng- urinn fær sálfræðihjálp á leikskól- anum. „Sálfræðingur frá Miðgarði hef- ur komið nokkrum sinnum og kíkt á hann. Hann kemur til með að fá þá aðstoð sem þarf, ég efast ekki um það.“ Hörkuálag Starfsmaður leikskólans var rek- inn í kjölfar fundar sem Ólöf átti við borgarstjóra Reykjavíkur í gær. Þar var farið aftur yfir málið en borgar- stjóri vissi ekki um ofbeldið á leik- skólanum fyrr en hún sá viðtal við Ólöfu á Stöð 2 um helgina. „Ég fór í viðtal hjá Stöð 2 af því að ég var búin að senda bréf til borgarstjóra. Það bréf fór inn á skrifstofusvið Reykjavíkurborgar og var unnið þar og í rauninni fór bréf- ið aldrei til borgarstjóra. Hún vissi ekkert af þessu fyrr en þetta kom í fréttum. Af því hafði hún samband og við áttum indælisspjall saman þar sem skilningur var á báða vegu. Þannig séð er þetta frábær dagur,“ segir Ólöf sem ber engan kala til leikskólans. „Leikskólastjóri, deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri hafa gert allt en leikskólastjórinn hefur ekki leyfi til að fjarlægja starfsmann- inn. Þær vildu allt gera en gátu það ekki og þurftu að hafa starfsmann- inn þarna. Lögin eru þannig að þær gátu ekkert gert og það þarf eitthvað að kíkja á það því það er hörkuálag að þurfa að vinna undir þessu. Hin- ir starfsmenn leikskólans eru búnir að vinna sína vinnu undir ofboðs- legu álagi.“ Friður á leikskólanum Samkvæmt heimildum DV varð starfsmaður leikskólans, sem er kona, þrisvar uppvís að því að slá drenginn á munninn. Tveir starfs- menn sáu til hennar í þessi skipti og var talað við konuna sem hét því að gera þetta ekki aftur. Heimildir DV herma einnig að yfirstjórn leikskól- ans hafi viljað reka starfsmanninn en stéttarfélagið Efling hafi bannað það og hótað öllu illu. Starfsmað- urinn gekkst ekki við þessu broti heldur einu broti sem enginn varð vitni að. Einn af yfirmönnum leikskólans, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði í samtali við DV að nú myndi skapast friður á leikskólanum. Ólöf Ásta Karlsdóttir REkIN FyRIR Að SLá bARN lilja Katrín gunnarSDÓttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Það þarf að vinna með hann. Það þarf að leyfa honum að finna meira traust.“ Ofboðslegur léttir Ólöf fékk fund með borgarstjóra eftir helgarumfjöllun stöðvar 2 um mál fimm ára sonar hennar sem var sleginn ítrekað á munninn af starfsmanni leikskóla. MynD Stöð 2 nú ríkir friður starfsmaður leikskólans Bergs vann síðasta vinnudag sinn í gær og mætir ekki aftur til starfa. „Það var ráðist á hana en hún hélt því fram að ég hefði sent það fólk til hennar, ég er glæpa- mannsdóttir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.