Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Síða 12
föstudagur 20. mars 200912 Fréttir FLEKKLAUS Í SKUGGA N1 Fátt getur komið í veg fyrir að Bjarni Benediktsson þingmaður verði kosinn næsti formaður Sjálfstæð- isflokksins á komand landsfundi flokksins. Bjarni er tiltölulega óum- deildur maður og vel liðinn af póli- tískum samherjum sínum og and- stæðingum þó svo að aðkoma hans að olíufyrirtækinu N1 hafi varpað nokkrum skugga þar á. Þessi skuggi þykir þó ekki standa í veginum fyrir pólitískri framtíð Bjarna sem er hælt sérstaklega fyrir að hafa verið mál- efnalegur og góður í samskiptum í störfum sínum á Alþingi í gegnum tíðina. Frami Bjarna innan Sjálfstæð- isflokksins þykir hafa verið nokkuð skjótur en honum var stillt upp á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi þegar hann var kjörinn á þing í fyrsta sinn árið 2003. Ætterni Bjarna þykir þar hafa nokkuð að segja en fjölskylda hans hefur í gegnum tíðina verið beintengd Sjálfstæðisflokknum og nokkrum stærstu fyrirtækjum lands- ins, meðal annars Sjóvá og Glitni auk N1. En Bjarni hefur ekki bara haslað sér völl í stjórnmálum og viðskipta- lífi hér á landi. Á sínum yngri árum þótti hann afar góður fótboltamað- ur og ef harkaleg tækling hefði ekki bundið enda á feril hans er mögu- legt að hann hefði staðið fastur fyrir í vörninni hjá Stjörnunni í Garðabæ í miklu fleiri ár. Bjarni á sér auk þess mörg áhugamál sem hann sinnir samhliða stjórnmálastarfinu og fjöl- skyldulífinu en hann þykir manískur maður sem stöðugt þarf að hafa eitt- hvað fyrir stafni svo hann verði ekki eirðarlaus. Dugnaður Bjarna mun án efa koma sér vel fyrir hann þeg- ar hann reynir að binda Sjálfstæðis- flokkinn saman fyrir komandi alþing- iskosningar en staða flokksins hefur sjaldan verið eins erfið og nú í kjölfar efnahagshrunsins. Ljóst er að mik- ið mun mæða á Bjarna í þessu upp- byggingarstarfi flokksins á erfiðum tímum og á það eftir að koma í ljós hvort Bjarni hefur það sem til þarf til að leiða þennan stærsta stjórnmála- flokk landsins upp úr öldudalnum og inn í framtíðina. Bjarni Engeyingur Bjarni fæddist árið 1970 og er sonur Benedikts Sveinssonar, hæstaréttar- lögmanns og fyrrverandi formanns bæjarráðs Hafnarfjarðar, og Guðríð- ar Jónsdóttur húsmóður. Hann er af Engeyjarættinni margfrægu og er meðal annars frændi þingmannanna og fyrrverandi ráðherranna Bjarna Benediktssonar, sonar hans Björns Bjarnasonar og Halldórs Blöndal auk þess sem Einar Sveinsson, fyrr- verandi stjórnarformaður Sjóvár og Glitnis, er föðurbróðir hans. Ætterni Bjarna þykir ekki hafa spillt fyrir póli- tískum frama hans innan Sjálfstæð- isflokksins. Þingmaðurinn tjáði sig um þessi ættartengsl í viðtali við DV fyrr á ár- inu. „Ég er mjög stoltur af minni fjöl- skyldu og mínum ættartengslum. Og ég á ekki bara marga góða frændur heldur eru margir þeirra líka góð- ir vinir mínir þannig að hvort sem það er mér til framdráttar eða trafala í pólitík er það mér alveg örugglega til framdráttar í lífinu að eiga góðan frændgarð.“ Prúður fyrirmyndarpiltur Bjarni ólst upp í Garðabænum og segir æskuvinur hans Lúðvík Örn Steinarsson að Bjarni hafi verið áber- andi og afgerandi frá fyrsta degi í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, bæði í íþrótta- og skólastarfi. „Hann nýt- ur þess að láta athyglina vera á sér og hefur alltaf gert.“ Bjarni á ekki langt að sækja áhug- ann á stjórnmálum, líkt og upptaln- ingin á skyldmennum hans hér að framan ber með sér, því Benedikt fað- ir hans var lengi í bæjarstjórn Garða- bæjar. „Hann var þungavigtarmaður í sveitarfélaginu um mjög langan tíma, mjög farsæll pólitíkus og óumdeildur sem stjórnmálamaður,“ segir Lúðvík um Benedikt. Bjarni var ári á undan í skóla og segir Lúðvík aðalástæðuna fyrir því vera þá að Bjarni hafi alltaf verið góður námsmaður. Lúðvík segir Bjarna hafa verið prúðan dreng og ungling sem hlotið hafi gott uppeldi á góðu heim- ili. Aðspurður hvort Lúðvík kunni ekki einhverjar prakkara- eða hrakfarasög- ur af Bjarna frá því hann var drengur grípur blaðamaður í tómt. Festi ráð sitt ungur Bjarni og eiginkona hans, Þóra Margrét Baldvinsdóttir, byrjuðu saman þegar þau voru mjög ung. „Ætli þau hafi ekki bara verið saman þegar Þóra fermdist. Þau eru búin að vera saman afar, afar lengi. Hún er æskuástin hans,“ segir Lúðvík en Þóra, sem starfar sem flug- freyja, er árinu yngri en Bjarni. Þau eiga saman þrjú börn. Vegna þess að Bjarni byrjaði ungur á föstu eyddi hann ekki miklum tíma á „galeiðunni“ að leita hófanna, að sögn Lúðvíks, og var hann snemma orðinn afar ráðsettur og ábyrgur. Hann nam lögfræði við Háskóla Íslands en bland- aði sér ekki mikið í stúdenta- eða ung- liðapólitíkina í Sjálfstæðisflokknum á sínum yngri árum. Bjarni hefur rætt NÆRMYND IngI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Nánast öruggt er að Bjarni Benedikts- son verður kosinn næsti formaður Sjálf- stæðisflokksins á komandi landsfundi því staða hans innan flokksins þykir afar sterk. Samherjar og andstæðingar Bjarna úr pólitíkinni bera honum yfirleitt vel sög- una og er hann sagður prúður og kurteis maður. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir tengsl sín við viðskiptalífið. Bjarni var stjórnarformaður í olíufyrirtækinu N1 og eiganda þess BNT þar til í lok síð- asta árs. Bjarni átti auk þess 1 prósent hlut í BNT þar til fyrir um ári síðan en mun ekki hafa átt nein hlutabréf í fyrirtækj- um síðan. Stjórnmálafræðingur segir þó að þessi tengsl Bjarna muni líklega ekki verða honum fótakefli. Tengslin við atvinnulífið þykja vafasöm Bjarni Benediktsson er helst gagnrýndur fyrir tengsl sín við viðskiptalífið af viðmæl- endum dV en hann var stjórnarformaður í olíufyrirtækinu N1 þar til í desember á síðasta ári. stjórnmálafræðingur segir þó að þessi tengsl virðist ekki hafa skemmt fyrir vinsældum hans. mynd hEIða hElgadóTTIr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.