Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Page 17
fórnarlamba mansals sem hún hefði
hitt og áætlaði þau lengi vel um átta
talsins. Á síðasta ári komu hingað
norskir lögreglumenn sem kynntu
vinnu sína gegn mansali. „Þegar ég
sagð þeim frá þessum dæmum sögðu
þeir einfaldlega: „Þetta er mansal,““
segir Margrét. Hún telur því að hún
hafi í starfi sínu hitt milli 20 og 30
fórnarlömb mansals.
Catalina er grunuð
DV greindi fyrst fjölmiða frá því 9.
febrúar að fjórar erlendar konur á þrí-
tugsaldri stunduðu vændi í íbúð við
Hverfisgötu í Reykjavík, við hliðina á
lögreglustöðinni. Konurnar eru tald-
ar vera frá Kúbu og öðrum löndum
í Suður-Ameríku. Þær sögðust sjálf-
ar vera gerðar út af rúmlega þrítugri
konu, Catalina Mikue Ncogo, sem
ættuð er frá Miðbaugs-Gíneu. Hún
hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið
2004.
Samkvæmt sjónarvotti sem kom-
ið hefur inn í íbúðina seldu konurnar
þar blíðu sína á uppblásnum færan-
legum beddum.
Hvorki er refsivert að kaupa né
selja vændi samkvæmt gildandi lög-
um hér á landi. Hins vegar er óheimilt
að græða á vændi annarra.
Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem
miðar að því að gera kaup á vændi
refsiverð og er sú stefna í takt við að-
gerðaáætlunina.
Í september á síðasta ári fjallaði
DV um fjórar konur frá Miðbaugs-
Gíneu sem sögðu Catalinu hafa staðið
fyrir því að brotist var inn til þeirra og
vegabréfum þeirra stolið auk þess sem
þeim var hótað með hnífum. Cristina
Asangono Mba, ein stúlknanna, sagði
Catalinu hafa viljað að þær yfirgæfu
landið fyrst að þær vildu ekki stunda
vændi fyrir hana. Catalina hefur neit-
að þessum ásökunum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur rökstuddan grun um að Ca-
talina hafi lífsviðurværi sitt af vændi
annarra og stundi mansal ungra
kvenna til Íslands í því skyni að gera
þær út sem vændiskonur.
Skömmu eftir umfjöllun DV fór
Catalina til Hollands og var hún
handtekin í Leifsstöð við komuna aft-
ur til landsins 19. febrúar. Þá var hún
úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald
vegna gruns um mansal og að hafa
milligöngu um vændi, auk gruns um
innflutning fíkniefna. Catalina kærði
úrskurðinn til Hæstaréttar sem vís-
aði málinu frá og sat hún því vikuna
í varðhaldi.
Catalina er nú frjáls ferða sinna og
ekki í farbanni. Hjá lögreglunni fást
þær upplýsingar einar að mál hennar
sé enn í rannsókn.
Tekur vegabréfin
Guðríður Arnardóttir, formaður
starfshóps um aðgerðaáætlun gegn
mansali, segir staðreynd að man-
sal eigi sér stað hér á landi. „Mansal
þrífst hér eins og alls staðar annars
staðar í heiminum.“
Hún bendir á að erlendis hafi ver-
ið sýnt fram á tengsl milli nektar-
staða og mansals og rifjar upp viðtal
sem birtist í tímaritinu Ísafold í júní
2007: „Það var viðtal við nektardans-
ara á Goldfinger. Í framhaldi af því
var svolítil umræða um nektardans
og Ásgeir Davíðsson, eigandi staðar-
ins, hann segir í viðtali að hann hefti
ferðafrelsi stúlknanna í einhverja
klukkutíma eftir að þeirra vakt lýkur
og hann viðurkennir það jafnframt
að hann taki vegabréfin þeirra,“ seg-
ir Guðríður og vísar til viðtals Sölva
Tryggvasonar við Ásgeir á Stöð 2.
„Það eru tekin af þeim vegabréf-
in og þær fá ekki vegabréfin sín aftur
fyrr en þær hafa unnið fyrir einhverj-
um lágmarkskostnaði sem kostar að
koma þeim til landsins, hvort það er
ferðakostnaður og uppihald eða eitt-
hvað, ég veit ekki hvað það er, en að
minnsta kosti, ef þetta er ekki man-
sal þá veit ég ekki hvað það er,“ segir
Guðríður.
Blaðamenn Ísafoldar voru síð-
ar dæmdir til að greiða Ásgeiri eina
milljón króna vegna meiðyrða. Dóm-
ari studdist þar við skilgreiningu á
mansali úr Íslenskri orðabók frá 2005
þar sem mansal merkir „þrælasala“. Í
greininni tóku blaðamenn þó fram
að við vinnslu greinarinnar notuðu
þeir alþjóðlega skilgreiningu á man-
sali og birtu hana með greininni.
Málið bíður meðferðar hjá Hæsta-
rétti.
Engin laun
Guðríður undrast umræðu sem upp
hefur komið eftir að aðgerðaáætlun-
in var lögð fram þar sem ýmsir furða
sig á því að ríkisstjórnin sé að eyða
tíma í að banna nektardans og kaup
á vændi þegar efnahagurinn er í rúst.
Hún bendir hins vegar á að þessi at-
riði eru aðeins tvær af þeim 25 að-
gerðum sem lagðar eru fram í áætl-
uninni.
Hún bendir ennfremur á að
starfshópurinn hafi verið skipaður í
janúar 2008, löngu fyrir kreppuna, og
að enginn meðlimur starfshópsins
hafi fengið greitt fyrir þá vinnu sem
að baki liggur, utan eins starfsmanns
nefndarinnar sem hefur samhliða
sinnt öðrum verkefnum fyrir félags-
málaráðuneytið.
„Engu hefur verið kostað til þess-
arar nefndar hvorki fyrir eða eftir
kreppu,“ segir hún en meðlimir voru
tilnefndir af hinum ýmsu samtökum
og félögum, svo sem Rauða krossin-
um og Stígamótum.
Aðgerðaáætlunin gildir til ársloka
2012 en miðað er við að hún verði
endurskoðuð tveimur árum eftir
samþykkt hennar að undangengnu
mati á árangri.
föstudagur 20. mars 2009 17Fréttir
NÝTA SÉR NEYÐINA
Hvað er mansal?
„mansal er verslun með fólk með
ábata að markmiði til að svara
eftirspurn eftir konum, körlum og
börnum til starfa á kynlífsmarkaði, í
nauðungarvinnu, við glæpastarfsemi
og hernað og einnig í þeim tilgangi
að nema úr því lífffæri sem seld eru á
ólöglegum markaði.“
SkilgrEining úr grEinargErð
aðgErðaáæTlunar gEgn manSali
aldrei ákært aldrei hafa
verið gefnar út ákærur
vegna mansals á Íslandi en
lögreglan hefur minnst eitt
mál undir höndum þar sem
grunur leikur á mansali.
mynd PhoToS.Com