Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Page 30
föstudagur 20. mars 200930 Sport Sýnd veiði en ekki gefin Ísland leikur gegn Eistlandi í fjórða leik sínum í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla á Ásvöllum á laugardaginn klukkan 16.00. strákarnir okkar unnu frábæran sigur á makedóníu á miðvikudaginn en verða nú að halda haus og klára þetta verkefni. með sigri færi liðið taplaust inn í fríið fram að næstu leikjum, búið að ná í þrjú af fjórum stigum á erfiðustu útivöllun- um. Eistar er svo sannarlega sýnd veiði en ekki gefin. Það sannaðist í fyrsta leik þeirra þegar þeir komu öllum að óvörum og nældu í stig gegn makedóníumönnum. Úrslit sem hjálpa íslensku strákunum alveg gífurlega en til þess að nýta sér þau verður Ís- land að hafa sigur á laugardaginn. miðasala er í fullum gangi á midi.is. umsjón: tómas Þór Þórðarson, tomas@dv.is Liverpool-menn hafa fengið næg- an tíma til að fagna mögnuðum sigri sínum, 4-1, á Manchester United um síðustu helgi. Þann stærsta á Old Trafford síðan 1992 þegar QPR kjöl- dró Man. United. Nú verður Liver- pool að koma sér niður á jörðina því þess bíður erfiður heimaleikur gegn Aston Villa á sunnudaginn. Þó Aston Villa hafi gefið eftir að undanförnu hefur Liverpool ekkert efni á því að hugsa um neitt nema sjálft sig. Topp- baráttan er opin á ný og verður Liver- pool að halda sínu formi áfram til að núlla ekki út sigurinn magnaða um síðustu helgi. Chelsea vill oft gleymast í titilbar- áttunni þótt það sitji í öðru sæti. Lið- ið hefur farið vel af stað undir stjórn hollenska snillingsins Guus Hiddink og stendur jafnfætis Liverpool í elt- ingarleiknum við Man. United. Það á í vændum Lundúnaslag gegn Totten- ham um helgina sem hafa síðustu ár verið skemmtilegir leikir. Englands- meistararnir sjálfir halda til Fulham í annað skiptið á stuttum tíma og vita að sigur þar færir þá ekkert nema einu skrefi nær titilinum. Hann er auðvitað í þeirra höndum. Fallið blasir nú við Newcastle meira en oft áður. Það getur hæglega með óhagstæðum úrslitum fundið sig í fallsæti eftir helgina þegar að- eins átta leikir verða eftir af ensku úr- valsdeildinni. Enginn tími fyrir jafntefli Liverpool hefur gengið afar vel með stóru liðin í deildinni í ár. Unnið Manchester United og Chelsea með- al annars tvisvar. Jafntefli og óhag- stæð úrslit gegn minni liðunum halda Liverpool á eftir Manchest- er United í baráttunni í staðinn fyrir að vera jafnfætis þeim eða jafnvel að leiða kapphlaupið. Þegar Liverpool mætti Aston Villa fyrr á tímabilinu skildu liðin jöfn, 0-0, í daufum leik. Eitt af tíu jafnteflum Liverpool á leik- tíðinni. Það spá auðvitað allir Liverpool sigri í þessum leik en síðustu tveir sigrar á Real Madrid og Man. United hafa sent varúðarmerki til Englands- meistaranna að Liverpool sé hvergi nærri hætt. En það verður þá líka að vinna leikinn á sunnudaginn. Tap eða jafntefli á heimavelli og sigur United á fulham núllar einfaldlega sigurinn magnaða á Old Trafford út. Vissu- lega geta Liverpool-menn glottað og glaðst yfir tvennunni á United en haldi Liverpool ekki áfram að sigra verður það United sem hlær alla leið að Englansdmeistaratitilinum. Tveir leikir, markatalan 7-0. Manchester United heldur til höf- uðborgarinnar um helgina og mætir þar Fulham í annað skiptið á tveim- ur vikum. Í síðustu ferð fór United áfram í bikarnum með léttum og löð- urmannlegum 4-0 sigri. Sigur sem kom ekki svo löngu eftir annan 3-0 sigur á heimavelli í deildinni. Í hvor- ugum leiknum reyndi Fulham varla að spila fótbolta og leyfði United að stjórna umferðinni allan leikinn. Eitthvað sem Man. United þakkaði kærlega fyrir. Fulham hefur þó verið United erf- itt og þá sérstaklega á sínum heima- velli. Liverpool og Chelsea verða að vona að Fulham verði farið að girða sig í brók og reyna allvega að mæta United af hörku og sýna þann varn- arleik sem það hefur gert annars á tímabilinu. Annað er bara út í hött. Man. United þarf ekkert gefins í þess- ari deild en tekur því fegins hendi ef býðst enda leikjaálagið mikið. United kemur niðurbrotið til leiks eftir vont tap gegn Liverpool. Hvernig svarar það áfalli síðustu helgar? Fróðlegt verður að sjá. Lundúnaslagur sem lofar mörkum Nágrannar Chelsea í Tottenham hafa verið þeim bláu þrándur í TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Stórsigur Liverpool á Manchester United um síðustu helgi hefur blásið aftur lífi í toppbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni. Liver- pool fær þó ekki auðveldan andstæðing til að halda sínu frábæra formi gangandi. Aston Villa heimsækir Anfield um helgina á meðan Manchester United heimsækir Fulham í annað skiptið á stuttum tíma. Liðið sem margir vilja gleyma í toppbaráttunni, Chelsea, á Lundúnaslag gegn Tottenham á heimavelli. Spenna hlaupin í toppbaráttuna Tveggja leikja bann nemanja Vidic sá rautt gegn Liverpool og hvílir næstu tvo deildarleiki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.