Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 19
föstudagur 3. apríl 2009 19Fókus Tvær óperur í uppfærslu Tónlistar- skólans í Reykjavík í samvinnu við Íslensku óperuna verða frumfluttar í Óperunni í kvöld, föstudagskvöld. Annars vegar er um að ræða frum- flutning á nýrri íslenskri óperu, Gilitrutt, og hins vegar frumflutn- ing á Íslandi á fyrstu óperu Ross- inis, La cambiale di matrimonio. Leikstjórnin er í höndum Þórunn- ar Guðmundsdóttur sem jafnframt er höfundur Gilitruttar og hljóm- sveitarstjóri er Kjartan Óskarsson. Hljómsveitin er skipuð tæplega tut- tugu nemendum úr Tónlistarskól- anum í Reykjavík. La cambiale di matrimonio (Hjónabandssamningurinn) var samin af Gioachino Rossini á örfá- um dögum árið 1810, þegar hann var aðeins átján ára gamall. Hjóna- bandssamningurinn er gamanóp- era í einum þætti og gengur sögu- þráðurinn út á græðgi herra Mills, ensks aðalsmanns, sem stundar viðskipti við Kanada. Hann er bú- inn að útbúa samning um hjóna- band dóttur sinnar og kanadísks kaupsýslumanns sem er kominn til Englands til að leita sér að konu. Vandamálið er að dóttir Mills er ástfangin af ungum og fátækari manni. Gilitrutt er einnig gamanópera í einum þætti, samin á þessu ári, gagngert til að vera félagi Hjóna- bandssamningsins í þessari upp- færslu. Þetta er önnur óperan sem Þórunn Guðmundsdóttir sem- ur fyrir Tónlistarskólann í Reykja- vík. Hin var Mærþöll sem sett var upp árið 2006. Gilitrutt er byggð á hinu vel þekkta íslenska ævintýri um húsfreyjuna lötu sem freistast til þess að ganga til samninga við ókunna konu. Sýningar verða aðeins tvær, auk sýningarinnar í kvöld verður önn- ur annað kvöld, og hefjast báðar klukkan 20. Almennt verð er 1.500 krónur en verð fyrir nemendur og eldri borgara er 1.000 kr. Ný íslensk ópera m æ li r m eð ... Madworld Eins blóðugur og þeir gerast. skemmti- legur leikur með frábærri grafík. rock Band 2 frábær partíleik- ur. Það eina sem háir er hversu dýr pakkinn er. arn - TeMpel- riddaren Myndin sækir á og nær fínni lendingu. elegy Hreinskilin mynd um mann sem er ástfanginn á skjön við kynslóðabil. killshoT Mickey rourke í toppformi en myndin er hins vegar drasl. paul BlarT: Mall cop skelfileg kvikmynd. m æ li r eK Ki m eð ... föstudagur n sálin á players Ein ástsælasta sveit íslendinga fyrr og síðar mun koma fram á player´s í kvöld. sálin klikkar ekki frekar en fyrri daginn enda eru þessr drengir búnir að vera lengi í bransanum. stúlkurnar í Elektra munu einnig troða upp á player´s en gera svo þegar sálarmenn taka sér vatnspásu. n noka on ice-hátíðin í listasafni reykjavíkur og sódóma Hver hefur ekki gaman af því að hlusta á aragrúa af íslenskum hljómsveitum. fram koma sveitir á borð við sometime, dr. spock, Bang gang, Mammút og Jeff Who? svo einhverjir séu nefndir. Miðaverð er 2.500 krónur. Nánari upplýsingar er að finna á midi.is. n papar á 800 Hljómsveitin papar mun gera allt tryllt á skemmtistaðnum 800 á sel- fossi í kvöld. Þessir drengir kunna að skemmta fólki og ættu ekki að valda neinum vonbrigðum. Miðaverð er 2.000 kr og hefst fjörið á miðnætti. n retro stefson dj set á karamba strákarnir í retro stefson eru miklir gleðigjafar og munu þeir halda uppi stemningunni á nýja staðnum Karamba (gamla 22) í kvöld. Ballið byrjar á miðnætti og er frítt inn. n danni deluxxx á prikinu Þessi ungi drengur veit hvað hann skratsar. plötusnúðurnn danni deluxxx heldur uppi fjörinu á prikinu í kvöld eins og honum einum er lagið. Það er alltaf móða á gluggun- um þegar danni spilar. laugardagur n Blúsmenn og dj addi intro á prikinu Blúsmennirnir mæta klukkan 17 og spila ljúfa tóna til klukkan 21. Þá verður húsinu lokað en opnað aftur á miðnætti er dj addi Intro spilar fram eftir nóttu. n 8 Boy bit á sódóma Breski plötusnúðurinn og pródús- erinn gerir allt vitlaust á sódóma í kvöld. dj M.E.g.a úr steed lord og terrordisco koma einnig fram þetta kvöldið. Miðaverð er 1.000 krónur í forsölu og 1.500 við innganginn. n egó á sjallanum Hljómsveitin Egó mun stíga á svið í sjallanum í kvöld með mikinn fögnuð. Húsið opnað á miðnætti og kostar 2.000 krónur við innganginn. n papar á nasa strákarnir í pöpum eru óstöðvandi um þessar mundir. papar eru þekktir fyrir skemmtileg böll og verður þetta engin undantekning. Miðaverð er 1.800 krónur og opnast húsið á miðnætti. n nýdönsk í höllinni í Vest- mannaeyjum Hljómsveitin Nýdönsk heldur heljarinnar tónleika í Höllinni í Vest- mannaeyjum í kvöld. sveitin hefur verið ein sú vinsælasta um margra ára skeið og veldur ekki vonbrigðum á tónleikum. fjörið byrjar klukkan 21.15 og kostar 2.500 krónur inn. Hvað er að GERAST? pósað Hluti hópsins fríða sem flytur óper- urnar um helgina. an að vinna tónlist þannig því ég er svo vön að vera ein með sjálfri mér. Þetta hefur verið virkilega góð til- breyting að vinna með sveit og það verða örugglega meiri læti á tónleik- unum mínum að þessu sinni, sem er gott. Mér finnst þetta vera góður tími til þess að vera með læti,“ segir hún full tilhlökkunar yfir væntanlegu tónleikaferðalagi. „Mér fannst tilvalið að fara í smá tónleikaferðalag um Ísland. Mig hef- ur alltaf langað til þess að ferðast um Ísland en ég hef aldrei gert það,“ segir söngkonan. „Það er mjög sérstakt fyr- ir mig að spila á Íslandi. Mér þykir svo vænt um landið og það er svo mik- il tenging milli Færeyinga og Íslend- inga. Við skiljum hvert annað nokk- urn veginn,“ segir hún hlæjandi og bætir við: „Það er æðislegt að koma loksins og túra, þetta verður pott- þétt mjög sérstakt.“ Túrinn um landið stendur yfir í viku og hlakkar Eivör til að ferðast um landið og sýna hljóm- sveitarmeðlimum allt það sem Ís- land hefur upp á að bjóða. „Við fáum reyndar bara einn dag í frí. Ég þarf að láta mér detta eitthvað sniðugt í hug til þess að sýna þeim,“ segir Eivör sem mun halda tónleika á fimm mis- munandi stöðum. „Í rauninni er tón- leikaferðalagið sjálft algjör upplifun, kannski slöppum við bara af á með- an,“ segir hún og hlær. Ný plata er væntanleg frá Eivöru á haustmánuðum og er hún komin í fulla vinnslu. „Prógrammið á tónleik- unum verður mjög blandað af gömlu efni af fyrri plötum, síðan ætla ég að kynna nýtt efni. Ég er nú þegar komin með helling af efni og mér hefur allt- af þótt gott að spila lögin áður en þau eru tekin upp. Þau eignast nokkurs konar líf þannig,“ útskýrir Eivör en er treg til að tala mikið um nýja efnið. „Ég er ekki byrjuð að taka neitt upp þannig að margt getur gerst í því ferli. Ég þori ekki að tala mikið um hana en hún verður þottþétt öðru- vísi,“ segir Eivör. „Mér finnst gam- an að uppgötva hluti og prófa mig áfram. Þannig held ég þessu lifandi,“ segir hún spennt. Tónlistarbransinn hefur tekið stakkaskiptum hérna á Íslandi sök- um ólöglegs niðurhals og hafa marg- ir tónlistarmenn hérna heima sem og um heim allan þurft að grípa til nýrra bragða til þess að selja plötur sínar. Aðspurð segist Eivör sjálf ekki finna fyrir erfiðleikum. „Tímarnir eru að breytast í plötuheiminum og við tónlistarmennirnir þurfum að fylgja þeim breytingum. Við þurfum að vinna plöturnar okkar eins og þær séu okkar besta verk hingað til. Ég sel ekki eins margar plötur og áður en það er líka allt í lagi. Mér finnst frá- bært að það sé hægt að kaupa músík á netinu.“ Eivör hefur verið búsett í Færeyj- um síðastliðið eitt og hálft ár og á nýju plötunni er Eivör undir áhrifum frá heimalandinu. Hún segir plötuna mun hrárri en þær sem áður komu. Eivör keypti sér hús í bænum Götu á Austurey þar sem hún er uppalin .„Ég keypti mér hús í Færeyjum fyrir einu og hálfi ári, í götunni þar sem ég ólst upp. Húsið er nálægt sjónum og á æðislegum stað.“ Hún viðurkennir að heimþráin hafi gripið hana. Eivör kom til Íslands 17 ára gömul til þess að stunda söngnám. Hún ætlaði sér aldrei að stoppa svona lengi, en Eivör bjó hér á landi í fjögur ár. Þá var ferð- inni heitið til Danmerkur þar sem hún bjó um stund. „Ég hef verið á miklu flakki upp á síðkastið og þess vegna fannst mér rosa gott að koma bara heim, í friðinn þar, “ segir Eivör. Hún bætir því við að færeyska náttúran hafi einhver tök á henni. „Ég þarf algjörlega á því að halda að vera nálægt náttúrunni. Ætli það sé ekki ástæðan af hverju égi heill- aðist svona af Íslandi á sínum tíma? Íslenska náttúran og auðvitað fólkið sem er svo svipað Færeyingum. Mér líður alltaf svolítið eins og ég sé heima hjá mér þegar ég er á Íslandi. Þetta er annað heimili mitt.“ Eirvöru líður vel í Færeyjum en segir þó ómögulegt að vita hversu lengi hún stoppar þar. „Ég er svo mik- il flökkukind og hef gaman af því að ferðast á hina og þessa staði. Það eru forréttindi að vera tónlistarmaður en ég fæ að ferðast mjög mikið. Þó er gott að eiga sér fastan samastað, stað sem ég fer á þegar ég er í fríi. Ég veit alls ekki hvar ég verð í framtíðinni en Fær- eyjar verða alltaf athvarfið mitt.“ Eivör heldur tónleika á NASA í kvöld. Hún mun síðan halda tvenna tónleika á Akureyri, eina tónleika á Skagaströnd og í Borgarfirði. Tón- leikaferðalaginu lýkur síðan í Vest- mannaeyjum. Ekkert kostar inn á tónleikana í Borgarfirði og í Vest- mannaeyjum sökum þess að heima- bær Eivarar í Færeyjum er vinabær Vestmannaeyja og Borgarness. hanna@dv.is nýtt efni Verður frumflutt í kvöld og á tónleikaferð Eivarar um landið. Mynd gunni gunn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.