Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 20
föstudagur 3. apríl 200920 Helgarblað
„Ég man mjög vel eftir 30. mars fyr-
ir 60 árum. Þó ég væri ekki nema níu
ára hafði ég fylgst heilmikið með að-
dragandanum og vissi að þennan
dag átti að greiða atkvæði á Alþingi
um inngöngu Íslands í NATO. Og ég
vissi líka að andstæðingar aðildar-
innar vildu fá fólk til að safnast sam-
an á Austurvelli til að mótmæla.
Á mínu heimili hétu andstæðing-
arnir allir sem einn kommúnistar,
og kommúnistar voru vondir menn.
Það var alveg á hreinu á Reynimel 23.
Ég vissi líka að pabbi ætlaði niður á
Austurvöll að berjast við kommún-
istana. Hann var þá framsóknarmað-
ur og trúði því í einlægni að komm-
únistarnir væru að svíkja landið. En
hann hafði stranglega bannað okkur
krökkunum að koma nálægt Aust-
urvelli þennan dag. Það gæti orðið
hættulegt, kommúnistarnir myndu
neyta allra bragða. Og af því í þá
daga gerðu krakkar það sem foreldr-
ar sögðu þeim – eða það gerðum við
að minnsta kosti – þá kom ég ekki
nálægt Austurvelli.
Ég var í Landakotsskóla og þegar
ég var búin í skólanum hefur hasar-
inn á Austurvelli sjálfsagt staðið sem
hæst. Þó það væru varla meira en 2-
300 metrar úr skólanum að Alþing-
ishúsinu og Austurvelli, þá hvarf-
laði ekki að mér að óhlýðnast og ég
fór bara heim. Hins vegar man ég
mjög glöggt eftir því sem við vorum
að spjalla saman um á heimleiðinni,
ég og ein bekkjarsystir mín. Pabbi
hennar var líka framsóknarmaður og
þess vegna hafði hún líka áhyggjur af
kommúnistum. Og ég man hvað við
töluðum um það af mikilli áfergju að
bara ef við værum orðnar fullorðnar,
þá gætum við líka farið niður á Aust-
urvöll og barist gegn kommúnistun-
um.
Okkur var mikið niðri fyrir í þess-
um samræðum.
Svo kom pabbi að lokum heim
og ég veit ekki hvað hann tók í
rauninni mikinn þátt í því að berj-
ast við kommúnistana. Hann var að
minnsta kosti hvorki rifinn né blóð-
ugur né neitt í þá áttina. En ég man
hvað hann var rosalega reiður. Það
ólgaði í honum.
Mamma? Nei, hún fór ekkert nið-
ur á Austurvöll. Hún var reyndar
pólitísk og studdi Sjálfstæðisflokkinn
fram í rauðan dauðann. Svo hún var
líka áköf á móti kommúnistunum.
En hún tók ekki beinan þátt í svona-
löguðu. Hún hefur verið heima að
lesa dönsku blöðin.“
Foreldrar mömmu voru Krist-
jón Kristjónsson frá Laugarvatni og
Elísabet Ísleifsdóttir frá Sauðárkróki.
Þau gengu í hjónaband hálfþrítug
og eignuðust sitt fyrsta barn, son-
inn Braga, árið 1938. Tveim árum
seinna fæddist mamma og árið 1945
yngri dóttirin Valgerður. Og þá þótti
tímabært að fjölskyldan kæmist í al-
mennilegt húsnæði.
Melarnir byggjast
„Við höfðum búið í leiguhúsnæði á
Bjargarstíg og þar man ég fyrst eftir
mér. En svo fluttum við á Reynimel
23 í janúar 1946. Pabbi vann um þess-
ar mundir hjá SÍS og mamma var að
minnsta kosti um tíma í hlutastarfi
hjá Iðnskólanum. Melarnir voru þá
að byggjast upp og húsalengjurn-
ar milli Hofsvallagötu og Furumels
höfðu risið einhverjum árum fyrr.
Nú var verið að byggja áframhald af
Víðimel og Reynimel. Við Reynimel-
inn voru fjögur stór hús hvort sínum
megin við götuna og þetta kölluðum
við „litla Reynimel“ en eldri hlutann
„gamla Reynimel“. Nokkru eftir að
við fluttum á Reynimelinn var svo
farið að byggja Grenimel og Haga-
mel.“
Þetta svæði, „litli Reynimelur“,
þetta var voðalega fínt hverfi, var það
ekki?
„Ja, ekki skynjaði ég það nú
þannig ...“
Það hlýtur samt að vera. Þetta
voru glæsileg hús með risastórum
íbúðum. Og þá var enn veruleg fá-
tækt í Reykjavík.
„Já, vissulega voru íbúðirnar stór-
ar. Okkar íbúð á Reynimel 23 var 150
fermetrar. Pabbi og Árni Benedikts-
son sem lengi var forstjóri Mjólkur-
samsölunnar byggðu húsið í samein-
ingu. Hugmyndin var sú að pabbi og
mamma ættu neðri hæðina og kjall-
arann, þar sem var önnur stór íbúð,
en Árni ætti efri hæðina og risið með
sinni konu, Jónu Kristjönu Jóhann-
esdóttur af Laxamýrarættinni. Þau
Árni voru afskaplega vænt fólk, þau
voru foreldrar Benedikts Árnason-
ar leikstjóra. Þegar til kom var það
of stór biti fyrir pabba að eiga allan
kjallarann svo helmingur hans var
seldur sem sérstök íbúð en við héld-
um hinum helmingnum og leigðum
hann út.
Kenndur leigjandi á slopp
Uppi í sjálfri íbúðinni okkar voru líka
leigð út tvö herbergi í þó nokkur ár
eftir að við fluttum inn. Það var bein-
línis gert ráð fyrir því frá byrjun, enda
var það alsiða í Reykjavík þá að fólk
leigði út frá sér. Ég man að þegar við
fluttum inn var ýmislegt enn óklárað
í íbúðinni en það hafði verið lögð
áhersla á að klára fyrst herbergin
sem átti að leigja. Það var ekki alltaf
HOLLYWOOD-STJARNAN
LANA CHRISTIAN Á MELUNUM
V
er
ö
ld
sem
Va
r
„Ætli við myndum ekki teljast
hafa verið svona millistéttarfólk?
Og það var klár stéttaskipting, þvert
ofan í það sem sagt var á tyllidögum.“
Mynd Sigtryggur Ari