Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Side 21
föstudagur 3. apríl 2009 21Helgarblað
þægilegt að vera með leigjendur inni
á gafli hjá sér. Ég man eftir manni
sem leigði borðstofuna og hét Guð-
finnur. Hann var alltaf á kenderíi sem
mamma kunni mjög illa við, því hún
var stök reglumanneskja. Og svo var
hann alltaf að þvælast um alla íbúð-
ina á slopp. Á endanum rak mamma
hann bara út.
Þegar fram liðu stundir og skuld-
irnar af húsbyggingunni urðu léttari
og pabbi kom sér betur fyrir í lífinu,
þá hættum við að leigja þessi her-
bergi en þetta var svona lengi. Þau
pabbi og mamma voru mjög gæt-
in í peningamálum og keyptu aldrei
neitt fyrr en þau höfðu örugglega
efni á því. Þess vegna komu ekki
gólfteppi fyrr en við vorum búin að
búa á Reynimel 23 í mörg ár, og ís-
skáp fengum við 1948, man ég. Svo
það var ekkert bruðlað, þótt pabbi og
mamma væru ágætlega stæð miðað
við ýmsa aðra.
Ætli við myndum ekki teljast hafa
verið svona millistéttarfólk? Og það
var klár stéttaskipting, þvert ofan í
það sem sagt var á tyllidögum. Ég
varð greinilegast vör við það þeg-
ar ég byrjaði í Landakotsskólanum
1947 og fór að kynnast stelpum sem
voru úr verkamannabústöðunum
við Hringbraut, Hofsvallagötu og Ás-
vallagötu. Þá sá maður fátækt. Fólk-
ið sem þarna átti heima bjó kannski
ekki beinlínis við neyð, þegar þarna
var komið sögu, en fátæktin var aug-
ljós. Ég man eftir að hafa komið heim
til einnar bekkjarsystur minnar þar
sem sex manna fjölskylda bjó í lítilli
tveggja herbergja íbúð. En ég man
líka að fólkinu fannst í rauninni bara
fínt að hafa komist þarna að. Verka-
mannabústaðirnir voru auðvitað
mikil bylting á sínum tíma.
Ríku krakkarnir litu stórt á sig
Á sama hátt og ég uppgötvaði fátækt-
ina í samfélaginu þegar ég byrjaði í
skóla, komst ég að því að það var til
ríkt fólk. Við á Reynimel 23 vorum
auðvitað ágætlega sett en ekki rík. En
í Landakotsskóla voru nokkrir sem
áttu ríka foreldra. Og það fór ekkert
á milli mála. Stéttaskiptingin byrjaði
í barnaskóla. Tvær eða þrjár stelpur í
mínum bekk voru ríkar. Þær bjuggu
við Sólvallagötu og Ásvallagötu og
feður þeirra áttu fyrirtæki. Og þær
klæddu sig öðruvísi en við hinar, for-
eldrar þeirra voru stundum í útlönd-
um sem þá var fáheyrt og það voru
bílar á heimilunum.“
Voru bílar virkilega ekki orðnir al-
gengir á borgaraheimilum á árunum
fyrir 1950?
„Nei, alls ekki. Pabbi eignaðist
lítinn Vauxhall sem hafði númerið
R-4265 árið 1948. Þá var hann fer-
tugur og í ágætri stöðu hjá SÍS en þó
var þetta hans fyrsti bíll. Það áttu fáir
feður vina minna bíla. Og ég man að
þó pabbi hefði eignast bílinn, þá var
hann ekki notaður í hvað sem var.
Það hefði til dæmis þótt fáránlegt að
nota bílinn í að skutla okkur krökk-
unum hingað og þangað eins og nú
þykir sjálfsagt. Ég var farin að fara
ein í strætó upp í Sundhöllina þeg-
ar ég var sex, sjö ára. Það þótti alveg
sjálfsagt. Við ferðuðumst svo mikið í
strætó, krakkarnir við Reynimel, að
einn vinsælasti leikurinn okkar var
strætóleikur þar sem við röðuðum
stólum upp og lékum bílstjóra og far-
þega. Og kunnum allar stoppistöðv-
arnar utanbókar. Eða að okkur Braga
væri skutlað niður í bæ á dansæfingu
á bílnum – ekki að ræða það! Við fór-
um bara í strætó eða löbbuðum.
En það gegndi svolítið öðru máli
með ríku krakkana. Þeir fengu allt
mögulegt sem okkur hinum stóð
ekki til boða. Og því miður verð ég
að viðurkenna að það var alls konar
snobb í gangi gagnvart þessum ríku
krökkum. Flestir þeirra létu okkur
líka rækilega vita að þeir væru rík-
ari en við. Þeir gátu til dæmis terr-
oríserað okkur óspart með því að
bjóða okkur ekki í afmælið sitt. Það
var álitshnekkir. Ég var sjaldan boðin
í afmæli til ríku stelpnanna í mínum
bekk og játa alveg að mér þótti það
slæmt.
„Leið nánast yfir okkur ...“
Svo gleymi ég því aldrei þegar ég
var í níu ára bekk og við vorum lát-
in útfylla könnun þar sem var spurt
hvað við fengjum mikla vasapen-
inga á viku. Þetta var mjög óþægileg
spurning því ég hafði aldrei orðið vör
við að ég fengi vasapeninga. Ef mig
vantaði peninga í bíó var kannski
hægt að sarga það út úr þeim hjón-
um en um reglulega vasapeninga var
ekki að ræða. Eftir heilabrot reiknaði
ég út að með mikilli bjartsýni mætti
kannski segja að ég fengi um það bil
tvær krónur á viku, svo ég skrifaði
tvær krónur. En það vakti hálfgert
uppistand í bekknum þegar upp-
götvaðist að einn ríku strákanna í
bekknum skrifaði að hann fengi 20
krónur á viku. Það nánast leið yfir
okkur, það var svo óskaplega margt
hægt að gera fyrir 20 krónur. Og þú
getur ímyndað þér hvernig krökkun-
um í verkamannabústöðunum hef-
ur orðið við fyrst okkur millistéttar-
krökkunum á Reynimel fannst þetta
svona mikið.“
Þarna á árunum fyrir 1950, þá
var í rauninni kreppa, er það ekki?
Íslendingar höfðu strax sólund-
að stríðsgróðanum í vitleysu og nú
var stíf skömmtun og haftastefnan í
algleymingi. Hvernig snerti það ykk-
ur?
„Já, ég man eftir skömmtunar-
seðlunum. Það þurfti skömmtunar-
seðla til að kaupa flestöll matvæli á
tímabili og líka flestan fatnað. En þar
sem ég mundi varla eftir neinu öðru,
þá upplifði ég þetta ekki sem eitt-
hvert áfall. Þetta var bara svona. Og
vöruskorturinn – ja, maður vandist
því að kaupa ekki meira en maður
nauðsynlega þurfti. Maður fór ekki
út í búð og fyllti körfu af einhverjum
mat sem maður ætlaði kannski ein-
hvern tíma að éta, heldur keypti það
sem stóð á miðanum.
Fiskur í matinn, aftur og aftur
Krakkar í þá daga fylgdust reyndar
miklu meira með matarinnkaupum
en seinna þótti eðlilegt. Við vorum
svo mikið send út í búð. Þegar við
fluttum á Reynimel var fátt versl-
ana á Melunum. Það var mjólkur-
búð á gamla Víðimel og fiskbúð rétt
hjá en aðrar verslanir voru ekki fyrr
en á Sólvallagötu og Ásvallagötu. Svo
við krakkarnir vöndumst á það frá
sex, sjö ára aldri að skrönglast yfir
Hringbrautina að kaupa í matinn.
Auðvitað var Hringbrautin þá ekki
sú svakalega umferðargata sem hún
var núna, en þó var þarna mikil um-
ferð, fannst manni, og þetta var ei-
líft hættuspil. En sem betur fer þurfti
ekki oft að fara í þessar búðir, því yf-
irleitt var soðinn fiskur í matinn. Um
helgar var kjöt og kannski einu sinni
í viku voru kjötbollur eða bjúgu eða
eitthvert snarl, en annars var allt-
af fiskur. Mataræðið var fábreytt og
það þótti meira að segja tilbreyting í
því ef fiskurinn var steiktur, því yfir-
leitt var hann soðinn og ekkert múð-
ur með það. Nei, það var ekki mikið
borið í mat. En ég man ekki til að við
höfum kvartað. Þetta var svona á öll-
um heimilum þar sem ég þekkti til.
Fólkið sem bjó á litla Reynimel var
allt á svipuðu efnalegu stigi. Pabbi og
mamma voru svona í eldri kantinum,
flestir voru líklega um þrítugt. Þetta
var fólk sem var á leiðinni til nokkurra
efna en ekki komið þangað. Þarna
bjuggu iðnaðarmenn, lögmaður bjó í
húsinu á móti okkur, og svo framveg-
is. Fólk hafði efni á að eignast þessar
stóru íbúðir með því að fara að öllu
með gát og leigja heilmikið út frá sér í
kannski mörg ár eftir að það flutti inn.
Enginn bjó í heilu húsi nema í „Fína
húsinu“. Það var Reynimelur 27 sem
kallaðist „Fína húsið“ út af tilkomu-
miklu glerverki framan á því. Og þar
bjó líka svo fínt fólk. Ég man satt að
segja ekki lengur af hverju heimilis-
faðirinn þótti svona fínn en hann átti
líka mjög fína frú og þau áttu mjög
fína dóttur. En annars bjó við götuna
fólk sem var svona að koma undir sig
fótunum.
Troðið upp í bílskúr
á sunnudögum
Og í þessum tiltölulega fáu húsum
var alveg ógrynni af börnum. Við
krakkarnir þurftum heldur varla að
fara út fyrir litla Reynimel. Við þekkt-
um ekki einu sinni krakkana á gamla
Reynimel, nema kannski þá sem
voru með okkur í skóla. Það var ekki
af því við teldum okkur eitthvað fínni
en þau, þó líklega hafi foreldrar okk-
ar verið svona ívið betur stæðir en
fólkið á gamla Reynimel. Það var svo
mikið félagslíf þarna á litla Reynimel
að við þurftum ekkert að sækja ann-
að. Þegar Grenimelur fór að byggjast
kynntumst við svolítið krökkunum
þar en annars vorum við að mestu í
okkar eigin heimi.“
Og hvað fengust þið við?
„Bara allt mögulegt, þetta var
náttúrlega í þá daga þegar börn voru
enn úti að leika sér. Ég tók að vissu
leyti dálitla forystu í því.“
Hvernig?
„Ja, nú hef ég ekkert sérstaklega
gaman af börnum,“ segir mamma og
glottir svo varla verður eftir tekið. „En
einhverra hluta vegna fannst mér
samt að ég þyrfti að gera eitthvað fyr-
ir öll þessi börn þarna á litla Reynimel.
Einkum þau sem voru yngri en ég. Svo
ég fékk lánaðan bílskúrinn hans pabba
og hafði þar lengi sýningar á sunnu-
dögum. Þetta voru litlar leiksýningar,
grín og gaman og ýmis skemmtiatriði.
Stundum fékk Bragi bróðir minn að
vera með. Ég undirbjó þetta af kost-
gæfni og lagði í þetta mikinn metnað.
Meðal annars bjó ég til aðgöngumiða
og dreifði í öll húsin við litla Reynim-
el. Þeir kostuðu ekkert, því ég leit svo á
að ég væri að hafa ofan af fyrir börnun-
um, en um þetta leyti var ég sjálf svona
tíu ára í mesta lagi.
HOLLYWOOD-STJARNAN
LANA CHRISTIAN Á MELUNUM
Illugi Jökulsson uppgötvaði allt í einu að hann vissi furðu lítið
um uppvöxt móður sinnar, Jóhönnu Kristjónsdóttur. Svo hann
skundaði á hennar fund og hún sagði honum frá eftirstríðsár-
unum í Melahverfinu í Reykjavík þar sem sumir voru fátækir
og aðrir ríkir en flestir einhvers staðar þar á milli. Hér segir frá
rifrildi samhentra hjóna um pólitík, slagsmálum á Austurvelli
30. mars 1949 og samhentum krakkahóp við Reynimel.
Fjölskyldan úti í
garðinum á Reynimel
Myndin var tekin 1953.
Framhald á
næstu síðu