Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 9. júní 2009 11Neytendur Margt býr í grenndinni Sigurður Helgi guðjónSSon, formaður Húseigendafélagsins svarar fyrirspurnum lesenda. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is LÁNTÖKUGJALD GETUR MARGFALDAST Ónæði í óteljandi myndumAlgengt er að ágreiningur rísi um hagnýtingar- og athafnfrelsi fast- eignareigenda andspænis og friðar- og næðisrétt þeirra sem í nágrenn- inu búa. Hvað má og hvað má ekki, hvað verður granni að þola og hvað ekki? Umdeild hagnýting og ónæði getur falist í mörgu og misjöfnu og ónæðið sömuleiðis. Má nefna bygg- ingaframkvæmdir, hávaða reyk, vatn, titring, óþef, sóðaskap sjón- mengun, loftmengun, ljósagang, uppgröft , jarðrask, trjágróður, girð- ingar og tilfæringar á lóðamörkum. Deilur um trjágróður eru tíðar og oft illvígar, einkum asparmálin enda má með sanni segja að aspirnar séu ört vaxandi vandamál. Hagsmunamat. Óskráðar réttarreglur Í eignarrétti felst hagnýtingarrétt- ur sem er þeim takmörkum háður að eiganda ber að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til eigenda nálægra eigna. Eins verður eigandi að þola og umlíða venjulegar athafnir og hagnýtingu granna þótt röskun, truflun og ónæðið geti fylgt. Þegar metið er hvort athafnir séu leyfi- legar eða gangi um of á rétt granna er byggt á hagsmunamati. Annars vegar er hagnýtingarréttur það er réttur eiganda til að nýta eign sína á þann veg sem honum hugnast. Hins vegar er réttur granna til að nýta sínar eignir í friði og án trufl- unar og óþæginda umfram það sem er óhjákvæmilegt, venjulegt og eðlilegt er. Í dómaframkvæmd er byggt á þessari reglu og hags- munamat látið ráða niðurstöðu. Reglan sjálf er ekki skráð réttar- regla en er engu að síður gildandi réttur. Réttarreglur eru fyrst og fremst formlega sett lög en þær eru líka óskráðar eins og til dæmis regl- ur um grennd og nábýlisrétt. Þær byggjast á fordæmum dómstóla og fræðikenningum. Þessar reglur eru ýmist kallaðar grennd og grennd- arréttur eða nábýlisréttur. Viðvarandi óþægindi. Úrræði Ónæði verður að vera viðvarandi. Sé um að tefla einangrað tjónstil- vik skemur til kasta skaðabótar- reglna, til dæmis þegar um er að tefla foktjón frá fasteign og tíma- bundið ónæði og hávaða vegna byggingarframkvæmda. Gildissvið nábýlisréttar er ekki einskorðað við samliggjandi eignir. Reglurnar taka líka til annarra nærlægra eigna og meira að segja til fjarlægra líka. Það er ekki fjarlægðin sem úrslit- um ræður heldur eðli og umfang ónæðisins. Grenndarúrræði eru í fyrsta lagi krafa um að úr óþægind- um verði dregið niður fyrir eðlileg og viðunandi mörk eða ef ekki vill betur að hinni umdeildu hagnýt- ingu verði hætt. Ef granni skell- ir skollaeyrum við kröfum um að hætta eða draga úr áreitinu getur eigandi leitað til dómstóla og eftir atvikum beitt lögbanni. Opinberar reglur og grenndarreglur Ákvæði sem takmarka athafnafrelsi fasteignareigenda eru á víð og dreif í lögum. Lagafyrirmæli um skipu- lags- og byggingarmál og um holl- ustu og heilbrigðismál og meng- unarvarnir ganga sumpart í sömu átt og óskráðar grenndarreglur. Slíkar reglur eru hins vegar settar með velferð og öryggi borgaranna almennt að leiðarljósi og það eru viðkomandi stjórnvöld sem fram- fylgja þeim. Borgararnir geta yf- irleitt ekki reist rétt á þeim heldur verða þeir að leita til stjórnvalda. Nábýlisrétturinn er hins vegar einkaréttar eðlis og ræður réttin- um og skyldum fasteignaeigenda innbyrðis og það er þeirra að fram- fylgja þeim í einkamáli. En vel að merkja hníga grenndarreglur oft í sömu átt og hinar opinberu en það er ekki algilt. Brýn þörf á grenndarlögum Við úrlausn grenndarmála er beitt óskráðum réttarreglum og sjón- armiðum. Slíkar reglur eru óljósar og þokukenndar. Mikilvægar rétt- arreglur um grundvallarverðmæti eins og fasteignir eiga vitaskuld heima í settum lögum. Þær eiga að vera skýrar og ótvíræðar þannig að eigendur geti áttað sig á réttarstöðu sinni og farið eftir þeim. Sundur- leitar og dreifðar reglur af opinber- um toga duga ekki. Skortir baga- lega almenna löggjöf um grennd og nábýli sem kveði skýrt á um það hvert athafnafrelsi eigendur hafa og rétt nágranna, það er hvað eigandi má og hvað granni verður að þola. Flest málin eru tilkomin vegna þeirrar réttaróvissu sem leiðir af skorti á skráðum og skýrum regl- um. Sjaldnast rata grenndarmál- in til dómstóla. Það þýðir þó alls ekki að deilur í nábýli séu fátíðar og að sjaldan reyni á grenndarregl- ur. Það er öðru nær. Grannadeilur eru oft undirliggjandi árum og ára- tugum saman og eitra öll samskipti granna. Umhverfisáðherra á leik Með skýrri og ítarlegri löggjöf um grennd og nábýli má gera réttar- stöðu fasteignaeigenda gegnsærri, betri og öruggari. Með því fækkar deilumálum með þeim kostnaði og leiðindum, sem eru fylgifiskur þeirra. Nábýlis- og grenndarmálin eru á forræði umhverfisráðherra og liggur beint við að hvetja hinn nýja og vaska ráðherra til að gefa þeim gaum og setja í gang vinnu við frumvarp til almennra grennd- arlaga. Húseigendafélagið býður fram krafta sína og reynslu við það verk. Grennd og nábýli „Skortir bagalega almenna löggjöf um grennd og nábýli sem kveði skýrt á um það hvert athafnafrelsi eigendur hafa og rétt nágranna, það er hvað eigandi má og hvað granni verður að þola. “ AllAr AlmennAr viðgerðir á húsbílum og ferðAvögnum KOMDU Í ÁSKRIFT Hringdu í síma 515 5555 eða sendu tölvupóst á askrift@birtingur.is eða farðu inn á www.birtingur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.