Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 2
„Nýju netreikningar Landsbankans sem heita Icesave, hafa farið eins og stormsveipur um Bretland, síð- an þeir voru opnaðir 10. október síð- astliðinn. Ekki aðeins hafa viðtök- urnar farið langt fram úr björtustu vonum, heldur hefur fjölmiðlaum- fjöllun í Bretlandi verið jákvæð, sem er líklegt að ýti undir frekari áhuga á reikningunum,“ með þessum orðum var sagt frá fyrstu viðtökunum við Icesave-netreikningum í Bretlandi í tímaritinu Moment, sem Lands- bankinn sjálfur gaf út. Á mynd með greininni mátti sjá Sigurjón Árnason, bankastjóra Landsbankans, útskýra Icesave en magnþrungnar myndir af íslenskum fossum, jöklum og norð- urljósum voru notaðar sem mynd- efni með. Markmiðið var augljóslega að tengja hina sterku ímynd Íslands á þeim tíma við Icesave-ævintýrið. Sigurjón Árnason og Halldór Kristjánsson, bankastjórar Lands- bankans, sögðu við tímarit bank- ans að „hin ágenga vaxtaprósenta“ sem væri í boði hjá netreikningun- um, væri aðalaðdráttaraflið fyrir viðskiptavini. Bjartsýnin var mikil, enda áttu hávaxta innlánsreikningar að tryggja fjármögnun bankans sem fram að þessu hafði verið of háður al- þjóðlegum lánamörkuðum. Ísland notað Í hverju tölublaði Landsbankans á fætur öðru er markaðssetningu og velgengni Icesave óspart hrósað. Einfaldleikinn, góð almannatengsl og árangursríkar auglýsingaherferð- ir virkuðu frábærlega. Tengingin við ímynd Íslands og hin miklu náttúru- öfl hér á landi var greinileg. Sigurjón Árnason útskýrði þessa hugmynda- fræði í viðtali við Viðskiptablaðið árið 2007, þar sem hann sagði meðal annars: „Hjá almenningi er ímynd- in sú - sem ég held að sé hin rétta ímynd - að Íslendingar eru spyrtir við Skandinava og Bretar hafa traust á þeim sökum heiðarleika og lítill- ar spillingar. Í öðru lagi komumst við að því að jákvæð stemning rík- ir gagnvart Íslendingum sökum ým- issa hluta. Fjárfestingar íslenskra at- hafnamanna hafa vakið forvitni og svo eru ýmsir menningarlegir þætt- ir sem gera að verkum að Bretar hafa jákvæða ímynd af Íslendingum. Þess vegna blasti við að við myndum nota Íslandstenginuna í markaðssetningu á vöru sem seld er í gegnum netið.“ Í tölublaði Moment frá 2007, kemur Þórlindur Kjartansson, sem kom að uppbyggingu Icesave, inn á það sama og Sigurjón. Hann sá kosti þess að tengja reikningana við Ís- land. „Við viljum að fólk upplifi ein- faldleika, gagnsæi og ferskleika þeg- ar það notar Icesave. Við viljum að viðskiptavinir okkar eigi vandræða- laus viðskipti með Icesave og áhersla okkar á að tengja reikningana við Ís- land styrkir þessa ímynd,“ er haft eftir honum í Moment. Hraður vöxtur Sem fyrr segir voru Icesave-reikn- ingarnir fyrst kynntir í Bretlandi 10. október 2006. Í maí árið 2007 voru viðskiptavinir Icesave orðnir um 80 þúsund talsins og innlánin alls 3 milljarðar punda. Í maí á síðasta ári opnaði Icesave í Hollandi og á þeim fimm mánuðum sem liðu fram að falli bankans, komu um 125 þúsund viðskiptavinir sem lögðu inn alls 1,7 milljarða evra. Icesave var áberandi á síðum tímarits Landsbankans og í tölublaðinu sem kom út á sama tíma og Icesave opnaði í Hollandi, var fjallað um reikningana á nokkrum stöðum. Meðal annars var að finna frétt með fyrirsögninni: „Icesave í sjöunda himni“ þar sem ágæti reikn- inganna var enn og aftur reifað. Í ágúst á síðasta ári, nokkrum mánuðum áður en bankinn hrundi, voru viðskiptavinir Icesave í Evrópu orðnir 350 þúsund talsins. Óveð- ursskýin voru farin að hrannast upp Þriðjudagur 9. júní 20092 Fréttir ICESAVE STEFNDI Á STÓRSÓKN Tímaritið Moment, sem Landsbankinn gaf út, fjallaði hvað eftir annað um velgengni Icesave og jafnvel undir það síðasta var ekki annað að sjá en stórsókn væri fram undan. Þekja átti 80 leigubíla í London að innan og utan með Icesave-auglýsingum. Ímynd íslenskrar náttúru var óspart notuð til þess að kynna Icesave. Verkefnastjóri Icesave ræddi í viðtali við blað bankans um draum sinn um sólareyjar, bikiní og margarítur. valgeir örn ragnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Björgólfur guðmundsson var einn aðaleigenda Landsbankans fyrir hrun. Björgólfur var mað- urinn sem ásamt syni sínum og viðskipta- félaganum Magnúsi Þorsteinssyni kom einkavæðingu bankanna í gang á ný og hreppti Lands- bankann. Bankinn fór í kappmikla útrás og virtist í fyrstu ætla að leggja heiminn að fótum sér. Það brást og hefur Björgólfur séð á eftir hverri eign sinni á fætur annarri upp í skuldir. Björgólfur Thor Björgólfsson, annar aðaleigenda Landsbankans fyrir hrun. Það kom í hlut Björgólfs Thors að mæla fyrir munn helstu eigenda Landsbankans þegar menn reyndu að forða honum frá þroti. Sagði breska fjármálaeftirlitið vera reiðubúið að taka icesave undir breska lögsögu en svör eftirlitsins við fyrirspurnum Friðriks Þórs guðmundssonar virðast ekki styðja það. Sagðist í frægu Kompás- viðtali vera reiðubúinn að hjálpa við endurreisn íslands en ekki með því að koma hingað með peninga. sigurjón Árnason, annar bankastjóra Landsbankans fyrir hrun og hafði mikið um mótun icesave- stefnunnar að gera. Sigurjón lýsti mikilli ánægju með upp- byggingu icesave- reikninganna sem voru viðbrögð við því að þrengdist um lánalínur til íslenskra banka og stefndi að enn frekari útþenslu þeirra víða í Evrópu. Halldór J. Kristjánsson, annar bankastjóra bankans fyrir hrun og einn þeirra sem mótuðu icesave-stefnuna. „Þetta var skynsamleg stefnumörkun og það áttu margir góðir menn þátt í að móta þá stefnu. Ég er sannarlega einn þeirra og hún var alveg hárrétt,“ sagði Halldór í viðtali við dV í nóv- ember. „Ég er mjög stoltur af aðkomu minni að alþjóðlegri töku innlána.“ Brynjólfur Helgason var framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Landsbankans. Hann starfar nú sem yfirmaður innri endurskoðunar Landsbankans. icesa- ve var sérverkefni undir alþjóðasviði og því ber Brynjólfur mikla ábyrgð sem yfirmaður þess. Tryggvi Tryggva- son var aðstoðar- framkvæmdastjóri alþjóðasviðs. Tryggvi tók við sem framkvæmdastjóri Landsvaka, rekstrar- félags verðbréfa- og fjárfestingasjóða í skamman tíma en var ráðinn sem framkvæmdastjóri Fjárstýringar hjá Saga Capital fyrir stuttu. Hann starfaði líka á sínum tíma sem framkvæmdastjóri Landsbankans í Lúxemborg. Þórlindur Kjart- ansson, formaður SuS, er deildarstjóri í markaðsdeild bankans og sinnti alþjóðlegum markaðsmálum fyrir bankahrun. Hefur sagt frá því í samtali við dV að hann hafi verið að vinna við að skoða möguleika á að opna icesave á fleiri stöðum í Evrópu þar á meðal í noregi. Þessir rÉÐU FerÐinni icesave hits the streets of london. Mikill hugur var í Landsbankamönnum sem skömmu fyrir hrun bankans ætluðu að nota 80 leigubíla til að ná í fleiri viðskiptavini icesave. Þetta var kynnt í tímaritinu Moment síðasta haust. Frábær árangur Sigurjón Árnason kynnti icesave og notaði magnþrungna íslenska náttúru til þess að styrkja ímynd reikninganna. Á góðri stund Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri, og Björgólfur guðmundsson, fyrrverandi aðaleigandi bankans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.