Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 9. júní 2009 15Umræða Hver er maðurinn? „Kristinn jakobsson.“ Hvar ertu uppalinn? „Fæddur á Selfossi en alið manninn í Kópavogi.“ Uppáhaldsmaturinn þinn? „nauta rib-eye.“ Uppáhaldshúsverkið þitt? „Horfa á enska boltann. Er það ekki fullt starf?“ Áhugamál utan dómarastarfa? „Fjölskyldan og ferðalög,“ Með hvaða liði heldur þú í ensku knattspyrnunni? „Hlutlaus, að gefnu tilefni.“ Ertu góður í sjómann? „nei.“ Var upplifun að dæma hjá enska landsliðinu? „já, alveg einstök upplifun.“ Var ferðalagið erfitt? „já, það var mjög erfitt. Ekki síst út af sólarhrings- seinkun frá flugvellinum í London vegna vélarbilunar. Við vorum komnir á leiðarenda klukkan hálf tvö nóttina fyrir leikinn.“ Var þetta þitt stærsta og eða uppá- haldsverkefni hingað til? „Kannski er stærsta verkefnið meistaradeild- arleikurinn sem ég fékk en þetta er klárlega eitt af þeim stærstu.“ Er margt öðruvísi með að dæma svona landsleik og leik í Pepsi- deildinni? „nei í sjálfu sér ekki. Það eru ellefu á móti ellefu í báðum tilvikum. Vissulega er þetta aðeins öðruvísi því það er annað að vera með allan heiminn að horfa á sig heldur en fjöldann hérna heima. Það er öðruvísi utanaðkomandi pressa.“ Hafið þið fengið einver viðbrögð eftir leikinn? „Eina sem við höfðum fengið eru mjög jákvæð viðbrögð og mikið hrós. Bara jákvæða dóma.“ Hjálpar þessi frammistaða þér heldurðu? „já, klárlega hjálpar þetta til. En hvað verður veit maður ekki.“ Hver er draumurinn? „Það er að taka næsta skref. Maður getur á engan hátt hugsað hvað það verður, bara eitthvað jákvætt skref inn í framtíðina. Ætli það sé ekki bara næsti leikur, Þróttur gegn íBV á Valbjarnarvellinum.“ Hvað finnst þér um icesave-samninginn? „Mér finnst þetta vera landráð.“ Þórarinn Einarsson 35 ára paBBi í FuLLu StarFi „Mér líst ekki nógu vel á hann. Það hefði mátt láta reyna á þetta fyrir dómstólum.“ ÞórðUr Björn sigUrðsson 32 ára íSLEndingur „Mér finnst að það eigi ekki að samþykkja þetta og útrásarvíkingarnir eigi að taka ábyrgð á þessu sjálfir.“ HEiða Lind sigUrBjörnsdóttir 18 ára nEMi „Ég er ekki ánægður.“ FinnUr sigUrgEirsson 59 ára atVinnuLauS Dómstóll götunnar Kristinn jaKoBsson dæmdi leik enska landsliðsins gegn Kasakstan í undankeppni HM á laugardaginn. Kristinn dæmdi leikinn frábærlega innan um skærustu stjörnur knattspyrnunnar í dag en í enska liðinu eru menn á borð við Wayne rooney, Frank Lampard og Steven gerrard. Ekki góður í sjómann „Mér finnst þetta fráleitt, við eigum bara að horfast í augu við sannleikann sem er að við ráðum ekkert við þetta.“ HörðUr Bragason 40 ára íSLEndingur maður Dagsins Ísbjörgin skekur nú samfélagið. Óreiða fjármálamanna, einkavæð- ing sem taldist tær snilld leggst nú á saklausan almenning. Við getum horft til baka og reiðst yfir andvara- leysi stjórnmálamanna, sömuleið- is misvísandi yfirlýsingum til hægri og vinstri. En nú liggur fyrir samn- ingur sem felur í sér viðurkenningu íslenzkra yfirvalda á þessari glóru- lausu sjálftökuherferð útrásarvík- inganna í útlandinu. Málsvarar samningsins impra mjög á útskúfun alþjóðasamfélags- ins gangist Ísland ekki undir þessar skuldbindingar. Ennfremur að þeg- ar sé búið að viðurkenna ábyrgð og annar kostur ekki í boði. Þó segja lögfróðir menn glufu í lögum Evr- ópusambandsins hvað varðar rík- isábyrgðir einmitt í aðstæðum sem þessum. Þann kost heyktist fyrri rík- isstjórn á að taka og nú sú sitjandi. Svo mikið er í húfi fyrir íslenzka þjóð, ekki bara fjárhagslega heldur einnig sálarlega, að óskiljanlegt er hvers vegna menn létu hrekja frá sér þennan kost. Er það ekki lýðræðis- legur réttur hverrrar þjóðar að leita réttar síns? Og það án þess að útiloka annað eins og Evrópusambands- aðild eða aðstoð alþjóðagjaldeyr- issjóðsins? Séu þetta leikreglur al- þjóðasamfélagsins er útskúfun þess meðmæli lýðelskandi þjóðar. Ísbjörgunarsamningurinn legg- ur risavaxnar álögur á íslenzkt sam- félag. Frestun afborgana breyt- ir í engu þeirri staðreynd. Óvissa um eignir Landsbankans er fang- bolti Íslendinga einna og eftirfylgja þeirra á erlendri grund sömuleiðis. Með hryðjuverkalögum á Íslend- inga aftrompuðu Bretar sjálfa sig illilega og þann þráð á að elta, ekki hlaupa undan mígandi. Vilji Bret- ar ekki dómstólaleið er það þeirra mál og færir málið enn frekar inn í brennidepil alþjóðasamfélagsins. Það mun styrkja okkar stöðu og færa málið nær sanni. Þjóðin í heild telur sig fría af þessu máli. Verið er að bjóða upp á kasúldinn eftirrétt af matseðli einkavæðingarinnar, óætur frjáls- borinni þjóð. Alþingi Íslendinga mun á næstu dögum hafna eða samþykkja þessi ósköp. Höfnun mun vekja hörð viðbrögð viðsemj- enda en þann storm er vert að taka. Hinn kosturinn er landráð. Ísbjörg kjallari 1 Karl Wernersson stækkar við sig Karl Wernersson lætur ekki fjármálavand- ræði sín stöðva sig í að bæta 53 fermetrum við einbýlishús sitt. 2 Vigtar matinn sinn girls aloud-söngkonan nadine Coyle kom matargestum á hinum heimsfræga veitingastað ivy í London á óvart þegar hún dró fram vog og vigtaði matinn sinn. 3 nip/tuck stjarna í mega góðu formi - myndir Leikkonan Kelly Carlson sem fer með hlutverk ofurbombuna Kimber Henry í sjónvarpsþáttaröðinni nip/tuck, tók sig vel út í hvítu bikiníi á ströndinni. 4 skrapp eftir bjór á sláttuvél Hinn 51 árs gamli danforth ross var ákærður á dögunum fyrir ölvunarakstur á sláttuvél. Han fór eftir bjór á sláttuvélinni. 5 ragga gísla og dóttir í búri reykjavík grapevine og Félag tónskálda og textahöfunda halda mánaðarlega tónleika með heitinu Fuglabúrið. Verða ragga gísla og Bryndís jakobsdóttir á fyrstu tónleikunum. 6 sér eftir þremur brjóstaað- gerðum denise richards lét það flakka í viðtali við Howard Stern að hún hafi farið í þrjár brjóstaaðgerðir í gegnum árin. 7 Fimm handtekin á icesave- mótmælum Hátt í þúsund manns mótmæltu samkomulagi við bresk og hollensk stjórnvöld. mest lesið á dV.is mynDin Fylgst með arftökunum „Þarna vorum við,“ hefði Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, getað sagt þegar hann og Birgitta jónsdóttir, samþingmaður hans, horfðu út á austurvöll þar sem fjöldi fólks kom saman til að mótmæla icesave-samkomu- laginu. Þór og Birgitta voru á austurvelli í búsáhaldabyltingunni síðasta vetur. Mynd HEiða HELgadóttir LÝðUr Árnason heilbrigðisstarfsmaður skrifar „Með hryðju- verkaálögum á Íslen- dinga aftrompuðu Bretar sjálfa sig il- lilega og þann þráð á að elta, ekki hlaupa undan mígandi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.