Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 22
Þriðjudagur 9. júní 200922 Fólkið Þeir Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson betur þekktir sem Simmi og Jói hafa gefið frá sér lagið Ferðalagið og á Facebook er lagið kallað óður til allra þeirra Íslendinga sem ætla að verja sumarfríinu heima á Íslandi í sumar. Textinn er sung- inn við norska Eurovision-lag- ið Fairytale og hljómar viðlagið svona: „Ég ætla að ferðast inn- anlands þó það komi snjór. Með fellihýsi og klappstóla og kæli- boxið fullt af bjór.“ Simmi og Jói hittu naglann beint á höfuðið. Sumarið 2009 í hnotskurn. Blanco dregur hana í vinnuna „Mér fannst þörf á útvarpsþætti þar sem talað er um alla þá jákvæðu hluti sem eru að gerast og þá jákvæðu hluti sem þurfa að gerast, nú þegar við erum að verða búin að sökkva okkur allt of langt í svartagallsrausið,“ segir Dofri Hermanns- son, leikari og varaborgarfulltrúi, sem á fimmtu- daginn byrjar með nýjan útvarpsþátt á Útvarpi Sögu. Þátturinn heitir Fimmtudagssíðdegi með Dofra Hermannssyni og verður á dagskrá á milli klukkan 17 og 18 í sumar. Dofri ætlar bæði að fá til sín gesti og opna fyrir símann. Fyrst neikvæðni er alls ekki í fyr- irrúmi í þáttunum má velta fyrir sér hvort skellt verði umsvifalaust á þá innhringjendur sem byrja með einhvern barlóm. Dofri segir svo ekki vera. „En þeir verða kannski spurður hvað þeir ætli að gera í málunum. Það er eiginlega ástæð- an fyrir því að ég fór út í pólitík. Ég var að halda neikvæða ræðu í matarboði fyrir nokkrum árum og þegar henni lauk var stungið hressilega upp í mig þegar ég var spurður hvað ég ætlaði svo að gera í málinu. Í kjölfarið tók ég þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar.“ Í þættinum verður talað um allt milli himins og jarðar en einkum um atvinnulífið, umhverfis- málin og velferð karla. Síðasttalda viðfangsefn- ið er ekki síst tilkomið vegna þeirrar staðreyndar að strákar lenda frekar í vandræðum en stelpur. „Einhver önnur ástæða en bara hormónar hlýt- ur að liggja þar að baki. Konur hafa verið mjög duglegar að vinna í sínum málum en ég held að við karlar höfum ekki verið duglegir að vinna í okkar málum,“ segir Dofri sem vonast til að þátt- urinn verði að minnsta kosti innlegg í að koma þeim málum í ögn betri farveg, sem og í fleiri að- kallandi málum sem snerta þjóðina. kristjanh@dv.is Sumarið í hnotSkurn Leikarinn og varaborgarfuLLtrúinn Dofri Hermannsson gerist útvarpsmaður: Óvenjulegur fararskjÓti dýralæknis: „Landsliðsmenn á fylliríi,“ er yf- irskrift pistils Steingríms Sævarrs Ólafssonar, fyrrverandi frétta- stjóra á Stöð 2, í pistli sínum á fréttavefnum pressan.is. Lýsir hann þar yfir óánægju sinni með drykkjuskap landsliðs- manna Íslands eftir tapleikinn gegn Hollandi og hefur hann miklar áhyggjur af standi manna í næsta leik á miðvikudaginn kemur í Makedóníu. „Samt var bærinn fullur af landsliðsmönn- um í gær,“ skrifar Steingrímur en tekur þó fram engin nöfn. Vissu- lega sást til Hermanns Hreiðars- sonar og Arons Einars Gunnars- sonar á knæpum bæjarins en þeir eru í banni í næsta leik og því komnir í verðskuldað sumar- frí. Alls eru þrír leikmenn í banni og aðrir tveir meiddir þannig að nóg af landsliðsmönnum voru löglega afsakaðir á laugardags- kvöldið. löglegir á djamminu hvað ætlar þú að gera í málinu? „Hann dregur mig bara út um allar trissur,“ segir Kolbrún Arna Sigurðar- dóttir, hundaeigandi í Kópavoginum. Hún og husky-hundurinn hennar Múla Blanco Islandus eru miklir vin- ir og segir Kolbrún að honum finnist fátt skemmtilegra en að draga hana út um allan bæ. Blanco er þriggja ára og hefur stundað þetta sport frá eins árs aldri. „Síðasta sumar fórum við frá Kópavogi í Garðinn á Suðurnesjum í einum rikk, þetta voru einhverjir tæp- ir 70 kílómetrar. Ég sat bara á hjólinu en varð reyndar pínu þreytt í úlnlið- unum eftir að ýta á bremsurnar, en hann blés ekki úr nös,“ segir Kolbrún. Hún setur Blanco í dráttarbeisli sem hún bindur svo við reiðhjólið sitt og svo dregur hann hana. „Þegar hann var yngri byrjaði ég á því að kenna honum skipanir, svo hann vissi hvert hann ætti að fara og hvað hann ætti að gera.“ Hún segir að Blanco hafi byrjað ungur að draga hluti. „Hann byrjaði sem smá patti að draga spýt- ur og aðra hluti. En á sumrin læt ég hann oft draga dekk, stór bíladekk, til að halda honum í formi.“ Kolbrún segir að Blanco finnist fátt skemmtilegra en að fara út að draga hana, enda sé hann sleðahund- ur frá Síberíu. „Honum finnst þetta skemmtilegast í heimi. Hann fær rosalega mikla útrás og hann er vel þreyttur eftir átökin.“ Kolbrún á ann- an hund af rottweiler-tegund sem leggur Blanco stundum lið í styttri ferðum. En er rottweiler-hundurinn ekkert öfundsjúkur út í Blanco að fá að draga húsmóðurina á heimil- inu? „Nei, hann er aðallega bara móðursjúkur, hann er svo passasamur og finnst þetta stundum svolítið hættulegt þegar Blanco er að þeysast um með mig á mikl- um hraða,“ segir Kolbrún hlæjandi. Eftir að bensínverðið rauk upp síð- asta sumar fannst henni hagkvæmt að slá tvær flugur í höggi, láta hann draga sig í vinnuna og um leið spara pening í bensín. Aðspurð hvort fólki úti á götu finn- ist eðlilegt að sjá hund draga hana og aðra hluti á eftir sér segir hún að fólk hafi látið í sér heyra. „Fólk hefur oft miskilið þetta. Ég hef oft ver- ið stöðvuð af smáhunda- eigendum úti á götu sem vilja kæra mig fyrir dýraníð, þetta lítur kannski ekki skemmtilega út, en honum finnst þetta alveg skemmtilegast í heimi.“ Blanco étur hundafóður dags- daglega en þarf sér- stakt fóður vegna þess að hvutti er í gífurlegri þjálfun. „Honum er svo verðlaunað eftir hvern hjólatúr með lifrar- pylsu. Hann verður að vita að þegar hann er búinn að vinna fyr- ir sínu fær hann verð- laun,“ seg- ir Kolbrún kát. Kol- brún segir hundinn ekki vera svipaðan þeim sem lifa á Grænlandi. Þeir hund- ar séu miklu stærri og sterkari og ekki eins miklir mannvinir, einung- is vinnuhundar. Husky-tegundin er komin frá Síberíu og getur dreg- ið byrðar dögum saman með lítinn forða. Hér áður fyrr voru hundarnir alltaf inni hjá indíánunum sem settu stundum hundana ofan í svefnpok- ann hjá börnunum og notuðu þá sem hitapoka. „Þannig að þeir eru alveg rosalega barngóðir og gæf- ir hundar,“ segir Kolbrún og bendir á að í kringum 200 hundar séu hér á landi. „Það eru margir sem lenda í vandræðum með hundana sína vegna þess þeir hafa ekki réttu kunnátt- una til að láta þá draga og svoleiðs, þá verða þeir oft ómögulegir inni á heimilinu.“ En hún segir þó að ákveðinn hópur sé byrjaður að láta hundana draga sig og vonar að fleiri fylgi í kjölfarið. bodi@dv.is sæt saman Kolbrún og Blanco eru góðir vinir og finnst fátt skemmtilegra en að fara hjólreiðatúr saman mynD rakel ósk Dofri Hermannsson Leikari, varaborg- arfulltrúi og núna útvarpsmaður. dofri er jafnframt hjólreiðakappi mikill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.