Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 10
Mjög miklu munar á því hversu hátt lántökugjald bankarnir innheimta fyrir fasteignalán og langtímalán. Ef húsnæðiskaupendur taka 10 milljóna króna fasteignalán hjá Íslandsbanka, er lántökugjaldið 100 þúsund krón- ur, eða sem svarar 1 prósenti. Sé lán- ið hins vegar helmingi hærra, eða 20 milljónir, er lántökugjaldið komið upp í 200 þúsund krónur. Sömu sögu er að segja hjá öðrum útlánastofnunum og telur Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, eðlilegt að lántökugjald eigi frekar að vera föst krónutala sem miðast af kostnaði út- lánastofnunarinnar við að veita lán- ið. Hæpið sé að það sé helmingi meiri lántökukostnaður við 20 milljóna króna lán en 10 milljóna króna lán. Þriðjudagur 9. júní 200910 Neytendur Harðfiskur- inn Holli Í stað þess að falla í freistingar og kaupa óhollt snakk á milli mála, er kjörið að kaupa litla harðfisk- poka sem duga fyrir einn. Algengt er að í hverjum 100 grömm- um af harðfiski séu um það bil 80 grömm af prótíni. Jafnvel þó harðfiskurin sé ekki ódýrasta varan í búðum er hann gríðar- lega hollur og getur vel komið í staðinn fyrir innflutta prótín- drykki. Svo styður þú íslenska framleiðslu með því að kaupa harðfisk. kaupið bakkatré Sumarhúsaeigendur sem vilja gróðursetja tré á lóðareign sinni, ættu að vera ráðagóðir og kaupa kassa með litlum birkiplönt- um. Algengt verð á kassa með 40 trjám er um það bil fjögur þúsund krónur. Setjið birkiplönt- urnar í poka með mold og áburði og leyfið þeim að vera í pokan- um í tvö sumur. Á þriðja sumri hafa trén stækkað svo mikið að ef þau væru keypt í þessari stærð í verslun væru þau margfalt dýrari. Með þessu geta þeir, sem hafa hug á að rækta skóg, sparað sér mikinn pening. n Venjulegur Daim- íspinni kostaði 428 krónur í verslun 10/11 í Austurstræti á laugar- daginn. Vegfarendur í miðborginni, sem höfðu verið að sóla sig á Austurvelli í blíðunni, ætluðu að svala sér með íspinna, en þegar þeir sáu að tveir íspinnar kostuðu tæpar 900 krónur hættu þeir við. n Starfsfólk ÁTVR í Austurstræti fær lofið að þessu sinni fyrir mikla og góða þjónustulund. Jafnvel þótt það væri augljóslega álag á starfsfólkinu í mannmergðinni í miðbænum á laugardag gaf það sér tíma til þess að sinna viðskiptavinum sínum svo eftir var tekið. SEndið LOF Eða LaST Á nEYTEndur@dV.iS Dísilolía algengt verð verð á lítra 181,3 kr. verð á lítra 171,6 kr. skeifunni verð á lítra 179,8 kr. verð á lítra 170,2 kr. algengt verð verð á lítra 168,3 kr. verð á lítra 171,7 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 172,6 kr. verð á lítra 163,0 kr. fjarðarkaupum verð á lítra 172,0 kr. verð á lítra 162,3 kr. algengt verð verð á lítra 177,8 kr. verð á lítra 168,1 kr. umSjón: VaLgEir örn ragnarSSOn, valgeir@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i „Lántökugjaldið endurspegli kostnað“ „Fjármálafyrirtækin hafa af þessu verulegar tekjur. Það sér það hver maður í hendi sér að ef aðili tekur 1 milljón í lán og svo 10 milljónir í lán, er lántökugjaldið tífallt hærra. Þetta dregst svo frá þeirri upphæð sem fólk fær greitt út,“ segir Jóhannes. „Krafa okkar er að lántökugjald- ið endurspegli þann kostnað sem fellur á fjármálafyrirtæki við lánveit- ingu,“ segir Jóhannes og bendir á að í flestum tilfellum sé vinna fjármála- fyrirtækisins við lánveitingu sú sama, hversu hátt sem lánið er. „Þarna er um að ræða sömu vinnu fyrir fjár- málafyrirtækið. Verið er að að meta greiðslugetu lántakanada og síðan er þetta frágangur á skjölum. Það er jafnmikil vinna ef tekin er að láni ein milljón og hins vegar 10 milljónir. það er að sjálfsögðu ósanngjarnt að gera þetta á þennan máta, þetta á að vera föst krónutala sem endurspegl- ast í raunverulegum kostnaði,“ segir Jóhannes. 200 þúsund strax dregnar frá Hjá Landsbankanum er lántökugjald á fasteignaláni 1,0 prósent. Þannig dragast 200 þúsund krónur beint frá höfuðstóli 20 milljóna króna láns, en 100 þúsund krónur af höfuðstóli 10 milljóna króna láns. Hjá S:24 er lántökugjald á lang- tímaláni alls 1,5 prósent, sem þýðir að ef tekið er 20 milljóna króna lang- tímalán, þá dragast strax 300 þúsund krónur frá höfuðstól lánsins. Eins og hjá öðrum útlánastofnunum, lækkar lántökugjaldið eftir því sem höfuð- stóll lánsins er lægri. Hjá Kaupþingi er málum háttað þannig að fast- eignalán undir 8 milljónum króna ber 65 þúsund króna lántökugjald, en enga prósentutölu af höfuðstóli lánsins. Þegar tekið er 10 milljóna króna fasteignalán, er lántökugjaldið 0,25 prósent af þeirri upphæð, auk föstu 65 þúsund króna greiðslunnar. Þannig dragast beint frá höfuðstóln- um 90 þúsund krónur í lántökugjald. Ef tekið er 20 milljóna króna lán er lántökukostnaðurinn kominn upp í 0,5 prósent auk 65 þúsund króna greiðslunnar. Þannig greiðast 165 þúsund krónur í lántökugjald. Útilokar ekki málsókn Í Svíþjóð hefur sama fyrirkomu- lag verið á lántökugjöldum og hér á landi. Umboðsmaður neytenda þar í landi taldi hins vegar að þessi háttur væri ósanngjarn og því óréttmætur. Hann höfðaði því mál gegn sænsku bönkunum fyrir sérstökum mark- aðsdómstóli. Umboðsmaðurinn vann málið og varð niðurstaðan sú að ólöglegt væri að reikna lántöku- gjald sem fasta prósentutölu. Aðspurður hvort Neytendasam- tökin hyggist láta á það reyna fyr- ir dómstólum hvort fyrirkomu- laginu verði breytt hér á landi, svarar Jóhannes Gunnarsson: „Við áskiljum okkur allan rétt, ef fjármálafyrirtækin sjá ekki að sér í þessum efnum munum við að sjálfsögðu skoða hvaða leiðir eru færar.“ Íþyngjandi Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, segir að ráðuneytið hafi ekki far- ið yfir málið, en sjálfsagt verði þetta skoðað. „Ég vil ekki lofa neinu hver niðurstaðan verði úr þessari skoðun, en þetta er eitt af því sem skiptir máli, þegar mikið er um að menn eru að breyta lánafyrirkomulagi sínu er það íþyngjandi að lántökugjaldið fari eft- ir því hversu hátt lánið er. Ég treysti mér ekki til að fullyrða um hvort það sé lagaleg óvissa um þetta hér á landi líkt og var í Svíþjóð,“ segir hann. LÁNTÖKUGJALD GETUR MARGFALDAST „Ég vil ekki lofa neinu hver niður-staðan verði úr þessari skoðun, en þetta er eitt af því sem skiptir máli...“ LántökugjaLd vegna 20 miLLjóna króna fast- eigna- eða LangtÍmaLáns: s:24: 300.000 krónur Landsbanki: 200.000 krónur kaupþing: 165.000 krónur Íslandsbanki 200.000 krónur vaLgeir örn ragnarssOn blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is gylfi magnússon Viðskiptaráðuneytið mun fara yfir málið. gylfi viðurkennir að þetta fyrirkomulag sé íþyngjandi. jóhannes gunnarsson Vill óréttlátt lántökugjaldakerfi burt. vandræði Lántökugjald á 20 millj- óna króna fasteignaláni getur verið helmingi hærra en á 10 milljóna króna fasteignaláni. mynd rakeL Lántökugjald á 20 milljóna króna fasteignaláni er helmingi hærra en á 10 milljóna króna láni, jafnvel þó sama vinna liggi að baki hjá fjármálafyrirtækinu sem lánar. jóhannes gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, vill afnema þetta kerfi og vísar til nýfallins dóms í Svíþjóð. Viðskiptaráðherra segir þessar reglur íþyngjandi. Lántökugjald á 10 milljóna króna láni getur verið tífalt hærra en lántökugjald á 1 milljónar króna láni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.