Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 9. júní 20098 Fréttir Forsætisnefnd Alþingis hefur gert rannsóknarnefnd Alþingis að ráða sjálfri fram úr trúnaðarbresti sem virðist kominn upp milli Páls Hreinssonar, formanns nefndarinnar, og Sigríðar Benediktsdóttur, sem á sæti í nefndinni, ásamt Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni Alþingis. Starf nefndarinnar er í húfi og vandséð að Páll og Sigríður geti bæði setið í henni áfram. Trúnaðarbrestur er kominn upp í rannsóknarnefnd Alþingis sem fæst við að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins og hef- ur málið komið til kasta forsætis- nefndar Alþingis sem í gær vísaði því aftur til rannsóknarnefndar- innar. Málið tengist athugasemdum frá Jónasi Friðriki Jónssyni, fyrr- verandi forstjóra Fjármálaeftir- litsins, sem í síðustu viku gekk á fund Páls Hreinssonar, formanns rannsóknarnefndarinnar, og kvart- aði yfir ummælum Sigríðar Bene- diktsdóttur hagfræðings í viðtali við bandarískt háskólablað. Eftir því sem næst verður komist lagði Jónas Friðrik fram lögfræðilegt álit máli sínu til stuðnings sem hann afhenti Páli. Svo virðist sem mjög sé þrengt að Sigríði eftir afgreiðslu forsætis- nefndarinnar í dag, því með af- stöðu og viðbrögðum formanns nefndarinnar, verður ekki séð að Sigríður og Páll geti bæði setið áfram í nefndinni. Viðtal í stúdentablaði Í viðtali við stúdentablað Yale-há- skóla, sem birtist 31. mars er Sig- ríður meðal annars spurð um persónulega skoðun sína á á bankahruninu og hvort hún sjái lausn á vandanum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sigríður svaraði að hún væri með ugg í brjósti vegna bankahrunsins: „Mér finnst sem þetta sé niðurstað- an af öfgakenndri græðgi margra sem hlut eiga að máli og tómlátu andvaraleysi þeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit með fjármálakerf- inu og sjá áttu um fjármálalegan stöðugleika í landinu. Ísland mun af þessum sökum standa uppi með gríðarlegar skuldir, sem kannski er ekki það versta, því orðspor okk- ar er algerlega í tætlum. Það mun taka komandi kynslóðir talsverðan tíma að vinna úr þessu. Hins vegar eigum við miklar náttúruauðlindir auk þess sem við erum vel mennt- uð og óbuguð þjóð.“ Sigríður bætir síðar við að það versta sé að Ísland sé nú þekkt fyr- ir bankahrunið en ekki lengur fyrir náttúrufegurð, ferskar fiskafurðir og notkun á sjálfbærum orkulind- um. „Við erum ekki þekkt fyrir Geysi, Björk eða Sigur Rós heldur fyrir bankahrun.“ Hún bætir við að mörgum líði eins og þeir hafi ver- ið plataðir og krefjist þess réttilega að þeir sem komu landinu í slík- ar ógöngur svari til saka fyrir það. „Þeir vilja vita sannleikann um það sem gerðist.“ Bauð Sigríði að hætta hljóðalaust Eftir því sem næst verður komist eru það orð Sigríðar um kæruleysi og andvaraleysi eftirlitsstofnana með fjármálakerfinu og fjármála- legum stöðugleika, sem veldur uppnámi. Í síðustu viku mun Jónas Friðrik Jónsson, fyrrverandi for- stjóri Fjármálaeftirlitsins, hafa bent Páli Hreinssyni, formanni rann- sóknarnefndarinnar, og Tryggva Gunnarssyni á þessi ummæli Sig- ríðar í viðtalinu við Yale Daily News og vefengt hæfi hennar til að sitja í nefndinni. Mun Jónas Friðrik hafa lagt fram lögfræðilegt álit máli sínu til stuðnings. Sjálfur á Jónas Friðrik um sárt að binda vegna bankahrunsins, en Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi bankamálaráðherra, leysti hann frá embætti hjá FME seint í janúar um leið og hann sagði sjálfur af sér ráðherradómi. DV hefur heimildir fyrir því að viðbrögð Páls Hreinssonar, for- manns rannsóknarnenfdarinnar, hafi verið á þá leið að bjóða Sig- ríði að segja sig úr nefndinni á per- sónulegum forsendum og án eftir- mála. Við slíkt hafi Sigríður ekki get- að sætt sig. Enda sé rannsóknar- nefndin ekki dómstóll heldur sé henni ætlað að draga fram sann- leikann um aðdraganda og orsakir bankahrunsins og skyldra atburða. Því geti ofangreindur hluti úr við- tali hennar við Yale Daily ekki verið vanhæfisástæða. Pattstaða Upp var því komin pattstaða úr því að Sigríður vildi ekki víkja úr nefndinni þegjandi og hljóða- laust. Páll Hreinsson brá því á það ráð að senda málið til for- sætisnefndar Alþingis en rann- sóknarnefndin heyrir undir Alþingi líkt og umboðsmaður Al- þingis og Ríkisendurskoðun. Málið var síðan tekið fyrir og afgreitt á fundi forsætisnefndar í dag. Samkvæmt heimildum DV var málið sent aftur til rannsókn- arnefndarinnar til ákvörðunar. Þetta er gert á þeirri forsendu að rannsóknarnefndin hafi sérstaka stöðu sem sannleiksnefnd og eigi að starfa sjálfstætt óháð afskipt- um pólitískt kjörinna fulltrúa. Fyrir þessu eru fordæmi frá ná- lægum löndum þar sem líkt hefur verið farið að varðandi vanhæfis- mál í sambærilegum nefndum. Óráðin framtíð Um lyktir málsins er ekkert unnt að segja ennþá. Bent er á að allt starf rannsóknarnefndarinnar og trúverðugleiki hennar séu í húfi, ekki síst ef svo fer að einhver segi sig úr henni. Úr því sem komið er virðist enginn kostur góður, en vafa er undirorpið hvort Sigríður og Páll geti unnið saman úr því Páll brást við erindi Jónasar Frið- riks sem áður greinir. Rannsóknarnefnd Alþingis var skipuð með lögum eftir banka- hrunið og starfar sem sannleiks- nefnd. Meginhlutverk hennar er að safna upplýsingum og draga upp heildarmynd af aðdrag- anda að falli bankanna og svara þeirri spurningu hverjar hafi ver- ið orsakir þess. „Þá skal nefnd- in leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni og hverjir kunni að bera ábyrgð á því.“ JÓHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is TrúnaðarbresTur í rannsóknarnefndinni „Mér finnst sem þetta sé niðurstaðan af öfga- kenndri græðgi margra sem hlut eiga að máli og tómlátu andvaraleysi þeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit með fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöðugleika í landinu.“ Jónas Fr. Jónsson Fyrrverandi forstjóri vakti athygli formanns nefndarinnar á ummælum Sigríðar í skólablaði Yale sem hann telur gera hana vanhæfa. Óvissa um nefndina Sigríði Benediktsdóttur var samkvæmt heimildum dV boðið að segja sig úr nefndinni á persónulegum forsendum og án eftirmála.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.