Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2009, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 9. júní 200914 Umræða Spurningin „Ef þeir eru að reyna að vernda tennurnar þurfa þeir að komast að því hvað það er sem skemmir tennur í litlum 2 ára börnum, sem eru ekki farin að fara út í búð,“ segir Helgi Vilhjálmsson, forstjóri góu. Stjórnvöld áforma að leggja sykurskatt til að afla fjár í ríkissjóð. Hvað finnst þér um sykurskattinn? Sandkorn n Egill Helgason er ekki í tómri afslöppun þó svo hann sé horf- inn af skjám landsmanna í bili. Nú spyrst síðast af honum í Helsinki, höfuðborg Finnlands, þar sem hann stýrði pallborð- sumræðum á ráðstefnu á vegum Internation- al Press Institute. Þar var rætt um norrænt lýðræði og velferð með þátttöku Andrews Brown frá breska blaðinu The Guardi- an, Sixten Korkman frá finnskri rannsóknarmiðstöð um efna- hagsmál og Pär Nuder sem var eitt sinn fjármálaráðherra Sví- þjóðar. Annars eru margar kan- ónur heimsfjölmiðlanna á þess- ari alþjóðlegu ráðstefnu. n Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra tók í gær til við að kenna námskeiðið „Íslenskir dægurlagatextar - Hver er boð- skapur dægurtónlistarmanna?“ í Háskóla Íslands. Víst er að ýmsir hafa haft áhuga á að læra hjá henni um „sögu og þróun íslenskra dægurlagatexta“. Ekki eru þó allir á eitt sáttir. „Hvað mun ráðherrann fá greitt fyr- ir þessa aukavinnu sína? Eru launakjör ráðherra ríkisstjórn- ar Jóhönnu Sigurðardóttur svo léleg að þeir þurfi að taka að sér aukavinnu?“ spyr Guðbjörg Hildur Kolbeins á bloggi sínu og finnst betra að aðrir en ráðherrar fái aukastörf. n Óhætt er að segja að gærdagur- inn hafi verið slæmur dagur fyrir Björgólf Guðmundsson. Tvö af helstu fyrirtækjunum sem hann átti mikið í voru í fréttunum og bæði fyrir allt annað en jákvæðar fréttir. Þannig varð endanlega ljóst að Björ- gólfur missti West Ham úr hönd- unum. Svo lék íslenskt þjóðfélag því sem næst á reiðiskjálfi út af Icesave- reikningunum, allavega miðað við hitann sem var í þingmönn- um og slagorðin sem marg- ir mótmælendur höfðu ritað á spjöld sín. n Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og einn af höfuðsmiðum Icesave, hefur sagt, síðast í Útvarpinu í gær, að eignir Landsbankans ættu að standa undir skuldbind- ingum. Þessi orð hans virðast þó falla í grýttan jarðveg. Þannig hefur Illugi Jökulsson kvartað undan því á bloggi sínu að Sigur- jón hafi aldrei beðist afsökunar á því í hvaða stöðu Íslendingar eru komnir. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, er ekki síð- ur ósáttur við Sigurjón. „Ég skil ekki, að fjölmiðlar skuli draga versta sökudólg íslenzka hruns- ins fram í dagsljósið hvað eftir annað. Sigurjón Árnason á að vera í fangelsi, en ekki á síðum og skjáum fjölmiðla.“ LyngháLS 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.iS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Fyrst voru það pottarnir, nú verða það golfkylfurnar.“ n Kristján B. Jónasson um borgaralegu byltingu hægrimanna sem tekur við af búsáhaldabyltingu síðasta vetrar. – kristjanb.blog.is „[É]g er bara að hugsa um sjálfan mig og þetta er ákvörðun sem ég tók og verð að standa með.“ n Theódór Elmar Bjarnason knattspyrnumaður sem gefur ekki kost á sér í landsliðið á næstunni eftir að hafa ekki verið í hópnum sem mætti Hollendingum á laugardaginn. – Morgunblaðið „Síðan fer ég með ákveðna reynslu úr þessu fyrir mig.“ n Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, um leikinn gegn Hollandi á laugardaginn. – Morgunblaðið „Ég eiginlega hálffraus í smá tíma af því að ég hafði svo inni- lega ekki gert ráð fyrir þessu.“ n Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um það þegar henni varð ljóst að hún væri að verða ráðherra. – DV „Við eigum ekki að taka geðþóttaákvarðanir eins og Einar K. Guðfinnsson tók rétt fyrir stjórnarslit.“ n Atli Gíslason, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, um ákvarðanir í fiskveiðimálum. – Fréttablaðið Þeir seldu Ísland Leiðari Þegar leitað er í íslenskum fjölmiðlum árin 2006 til 2008 finnst varla snefill af gagnrýni á Icesave- tilraun Landsbankans. Svo virð- ist sem það hafi verið hernað- arleyndarmál að ábyrgðin fyrir Icesave lægi hjá íslenska ríkinu og þar með almenningi. Hernaðaráætlun Landsbank- ans var eitursnjöll. Þegar bank- inn fór að eiga erfitt með að fjár- magna sig, vegna þess að trú á íslenska viðskiptaundrinu var þverrandi erlendis, ákváðu stjórnendur bankans að selja Ís- land. Þeir ákváðu að notfæra sér trausta ímynd landsins og þá óskiljanlegu aðstöðu að Íslend- ingar sem þjóð myndu ábyrgjast innlánin sem þeir spiluðu síðan út í áhættuviðskiptum. „Fótfesta fyrir frekara land- nám“ var fyrirsögn í Viðskipta- blaðinu 12. ágúst 2007, þar sem ágæti Icesave var tíundað án þess að minnast einu orði á ábyrgð ís- lensku þjóðarinnar. Eini heim- ildarmaður greinarinnar virtist vera Sigurjón Árnason, banka- stjóri Landsbankans. Þar sagði hann frá því hvernig gera ætti út á orðspor íslensku þjóðarinnar. „Hjá almenningi er ímyndin sú – sem ég held að sé hin rétta ímynd – að Íslendingar eru spyrtir sam- an við Skandinava og Bretar hafa traust á þeim sökum heiðarleika og lítillar spillingar, ... Bretar hafa jákvæða ímynd af Íslending- um. Þess vegna blasti við að við myndum nota Íslandstenging- una í markaðssetningu á vöru sem fékk síðan nafnið Icesave.“ Rúmlega ári síðar var Icesave hrunið, sem og orðspor íslensku þjóðarinnar. Íslendingar verða nú fyrir aðkasti erlendis fyrir það eitt að vera Íslendingar, auk þess sem íslenskir skattgreiðendur þurfa að endurgreiða tugi eða hundruð milljarða króna. Það er fyrst á vormánuðum 2008 sem fréttir birtast af ábyrgð íslensku þjóðarinnar á Icesave, en þá í gegnum Bretland. 1. apríl í fyrra var minnst á ábyrgð Trygg- ingasjóðs innistæðueigenda í Fréttablaðinu, þá í sérstakri frétt um að erlend- ir blaðamenn hefðu spurst fyrir um hana! Aðr- ar frétt- ir fram að hruni voru jákvæðar og gagn- rýnislausar, í það minnsta í garð bankanna, en gagnrýnar á er- lendar greiningardeildir. Í fríblaðinu 24 stundum, sem Björgólfur Guðmundsson, eig- andi Landsbankans, niðurgreiddi í útgáfu meðal annars með lánum frá Landsbankanum, talar blaða- maður við meðlim greiningar- deildar Landsbankans og kemst að því að meintur vandi Lands- bankans sé í raun lítill. Hver var ástæðan? Icesave Landsbank- ans. Upphafsorð greinarinnar, sem birtist 12. október 2007, ári fyrir hrun, voru á þá leið að gott væri að alvarlegar veilur hefðu fundist á Landsbankanum árið áður: „Vegna réttra viðbragða við gagnrýni á íslensku bank- ana og efnahagskerfi síðasta vor voru íslensku bankarnir betur í stakk búnir en aðrir til að takast á við þann óróa sem verið hefur á alþjóðlegum fjármálamarkaði undanfarna mánuði.“ Í öðru blaði sem Björgólfur niðurgreiddi í útgáfu birtist grein nokkrum dögum fyrr með niður- stöðuna í upphafsorðunum: „Ís- lensku viðskiptabankarnir munu ekki lenda í neinum vandræðum með fjármögnun sína fyrir næsta ár.“ Sama blað hélt áfram að taka afstöðu gegn greiningardeildum árið 2008. Þegar greiningardeild Moodys varaði við vanda bank- anna í janúar það ár sagði í fyrir- sögnum: „Um misskilning sé að ræða hjá Moodys“ og „Vangavelt- ur Moodys koma á óvart“. Nánast alla umfjöllun bar að sama brunni. Ef fram kom gagnrýni í íslensku fjölmiðlun- um beindist hún gegn þeim sem gagnrýndu íslensku bankana. Svona hélt þetta áfram allt fram í apríl í fyrra, þegar Viðskipta- blaðið birti harðorða varnargrein fyrir íslenska banka undir fyrir- sögninni „Erlendir vogunarsjóð- ir vega að íslensku fjármálakerfi“, þar sem vandinn var einfaldaður í nítjándu aldar þjóðernishyggju- stíl: „Mörgum finnst sem svo að hagkerfi okkar hafi orðið fórnar- lamb árásar sem enginn átti von á. Ekki er laust við að sumum þyki að gestrisni okkar hafi verið mis- notuð, þó undir niðri kraumi sjálfsásökun vegna þess að þegar allt kom til alls vorum við dálít- ið barnaleg.“ Halda mætti að þar væri vísað til misnotkunar inn- lendra bankamanna á þjóðinni, en boðskapurinn var þvert á móti að erlendir greiningaraðilar og vogunarsjóðir hefðu gert árás á þjóðina. Verk fjölmiðlanna sýna að þeir tóku markvisst afstöðu með þeim sem áttu fjölmiðlana eða þeim sem auglýstu í fjölmiðlunum. Stjórnmálamennirnir tóku líka markvisst afstöðu með þeim sem styrktu þá. Útrásarvíkingar seldu Ísland ekki einir. Þeir fengu hjálp frá útrásargrúppíum viðskipta- blaða og stjórnmála. Það kann að hafa verið tilviljun að stjórnmálamennirnir studdu svo dyggilega við bakið á þeim sem seldu Ísland, beint í kjölfar þess að sömu aðilar dældu tugum milljóna á laun í vasa flokkanna sem áttu að passa upp á þjóð- ina. Það kann líka að hafa verið tilviljun að ungum og efnilegum meðlimum Sjálfstæðisflokksins var raðað inn í Landsbankann. Kannski var það líka tilviljun að ráðuneytisstjóri fjármálaráðu- neytisins, Baldur Guðlaugsson, átti hlutabréf í Landsbankanum. Hann seldi að vísu bréfin eftir að hafa átt fund með Alasdair Dar- ling, fjármálaráðherra Bretlands, um erfiðleika bankans, því hon- um þótti „óheppilegt starfs síns vegna að eiga bréf í Landsbank- anum“. Aðrir myndu segja að það hafi verið mjög heppilegt fyrir Baldur að selja bréfin tveimur vikum fyrir hrun bankans. Til að bæta gráu ofan á svart hefur ann- aðhvort hann eða Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra sagt ósatt um efni fundarins með Dar- ling. Björgvin sagði allan fundinn hafa snúist um Landsbankann, Baldur sagði þvert á móti ekki. Í það minnsta annar þeirra hafði mikla hagsmuni af því að segja ósatt. Ísland var hvorki traust né laust við spillingu. Það var þvert á móti ótraust og spillt. Seðla- bankinn hélt stýrivöxtum háum og gagnrýni í lág- marki. Fjármálaeftir- litið var eftirlitslaust. Ríkisstjórnin breytt- ist í útrásargrúpp- íu og fjölmiðlarn- ir með. Hver ber ekki ábyrgð á Ic- esave væri réttast að spyrja. Eins kald- hæðnislegt og það er bera þeir einir byrðina vegna Icesave, sem bera enga ábyrgð á því hvernig fór, það er fólkið í landinu. Formaður Sjálf- stæðisflokksins og fleiri sem reið- ast Versalasamningunum nú mættu hins vegar athuga hverj- ir fleiri bera ekki ábyrgð á Icesa- ve. Meðal þeirra er Steingrímur J. Sigfússon, sem fékk það hlutverk að innsigla fjárnámið í þjóðinni. Hins vegar má þjóðin ekki tapa því sem hún hefur þrátt fyrir allt öðlast við það að vera framseld: Efinn gagnvart yfirvöldum, fjöl- miðlum, bankamönnum og öðr- um valdaaðilum, hvort sem þeir heita Geir Haarde eða Steingrím- ur J. Fólk ætti að varðveita efann og gagnrýnina til að láta ekki blekkjast aftur af þeim sem selja frelsið, því þegar allt kemur til alls verndar enginn hagsmuni fólks betur en það sjálft. Jón trausti reynisson ritstJóri skrifar. Þeir fengu hjálp frá útrásargrúppíum viðskiptablaða og stjórnmála. bókStafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.